Vísir - 22.07.1969, Page 9

Vísir - 22.07.1969, Page 9
V1SIR . Þriðjudagur 22. júlí 1969, 9 Hvernig brást fólk við? — Fjöldi manna fylgdist með lýsingu á lendingunni á tunglinu 0 Um þaö bil einn fimmti hluti mannkynsins mun hafa fylgzt meö fyrstu skrefum manna á mánanum fyrir tilstilli sjónvarps. — í Reykjavík mátti víða sjá ljós í glugga aöfaranótt mánudagsins. Fólk beiö í andakt eftir fréttum af þessu sögulega atviki. Og þó að íslendingar búi ekki svo vel að geta tekið á móti sjónvarpssendingum frá tunglinu, þá huggaöi fólk sig við að hlusta á rödd tunglfaranna, sem oft á tíðum heyröist furðu greinilega í útvarpinu, og lýsingar þeirra Hjálmars Sveinssonar og Páls Theodórssonar. Mönnum verður að sjálfsögöu misjafnlega um slíka stór- atburöi. Vísir kannar lítillega í dag viðhorf nokkurra manna til lendingarinnar og hvernig þeir brugðust viö. Halldór Laxness: Það síðasta, sem ég myndi yrkja um. TJalldór Laxness, skáld á Gljúfrasteini, varð fyrstur fyrir svörrnn. — Ég fylgdist með þessu jú, eins og hvurjum öðrum fréttum, sagði hann. — Haldiö þér að þessi at- burður eigi eftir að tákna þátta- skil í sögu mannkynsins? — Ég skil ekki almennilega þá spurningu. Ég skil ekki þetta vandamál sem þarna er á ferðinni. — Það má segja að fundur Ameríku hafi breytt sögu mannkynsins, vegna þess að fólk flutti þangað, en ég veit ekki fyrir hvem þetta hefur þýðingu. Mér finnst auðvitað blessunarlegt að mennimir skuli hafa lent þama óskaddaðir. — Þess verður víst langt að bíða, því miður. — En þetta er afar merkilegur áfangi. — Og sem sagt menn hljóta aö fyllast aðdáun, og þá ekki sízt viö flug- stjórnarmenn. Hjörtur Halldórsson: Kom ekkert á óvart. — Tú, ég hafði skrúfað frá " viðtækinu, sagði Hjörtur Halldórsson, menntaskólakenn- ari, þegar Vísir hringdi til hans og spurði hann, hvort hann hefði fyigzt með lýsingu á lendingu manna á tunglinu, — Hvað kom yður mest á ó- vart við þennan leiðangur til tunglsins? — Það kom mér eiginlega ekkert á óvart, ég bjóst alltaf við aö þeim myndi takast þetta. Um vísindarannsóknimar, sem gerðar em við þetta tækifæri, getur maður ekkert sagt, slíkt verður að bíða betri tíma. Ég hélt að flugtakiö myndi verða miklu erfiðara hjá þeim en lendingin, en það virðist ekki ætla að verða, sagði Hjört- ur. Annars er merkilegt, hvaða hugmvndir fólk hefur um þetta. Ég hef talað við tvo eða þrjá, sem ímynduðu sér að þeir hefðu svifið niður í fallhlíf eða eins konar svifflugu niöur á tunglið og reiknuðu þá með að þar væri loft. — Þetta væri líklega allt mun auðveldara ef það væri þarna fyrir hendi. Garðar Svavarsson: Vandi að fara með mátt sinn. — Tjetta er stórkostlegt afrek, sagði séra Garðar Svav- arsson, sóknarprestur í Laugar- nesi. Eflaust verða þetta talin — Kynni þetta þá ekki að hafa einhverja þýðingu fyrir skáldin? — Kannski. Það er skemmti- legt ef mennimir hafa lagt á sig þennan tortúr fyrir skáldin. Ég er ekki skáld, en væri ég skáld, þá væri þetta það síðasta, sem ég myndi yrkja um. Agnar Kofoed-Hansen: Langt að bíða tunglferða frá íslandi. — Maöur fyllist aðdáun á tækninni og svo hæfni þeirra einstaklinga, sem að þessu stóðu, bæði þeirra í tungl- ferjunni, í geimfarinu og allra annarra, sem aö þessu unnu bæði í Houston og annars staðar, sagði Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri. — Þaö er stór- kostlegt að þetta, sem fyrir fá- um árum virtist svo ótrúlegt, skuli nú hafa gerzt. — Haldið þér að íslenzk flug- málastjórn eigi í framtíðinni eft- ir að skipuleggia re^lubundnar ferðir til tunglsins? en hann er kunnur af fróðleik sínum um mánann og allt, sem að honum lýtur. mikil tímamót í sögu mannkyns- ins. — En hvort þaö verður manninum til gæfu? — Það er svo annað mál. — Auðvitað vonar maöur hið bezta um framhaldið á þessu. En sem sagt, maöur stendur agndofa frammi fyrir þessu af- reki. Þetta er svo stórbrotið. Björn Þórhallsson: Ýtlr undir tækni- dýrkunina. — Mér tinnst Þetta feikilega merkilegt tækniafrek, svaraði Björn Þórhallsson, við- skiptafræðingur, þegar blaða- maöur Vísis stöðvaöi hann á fömum vegi og innti hann eftir því, hvað honum fyndist um lendingu mannsins á tunglinu. — En ef til vill ýtir þetta of mikið undir þá tæknidýrkun, sem mér finnst á leiðinni að verða of mikið ríkjandi. Það er ekki síður æskilegt, að hinn andlegi þroski fylgdi jafnvel eftir. — En annars þykir mér öllu þessu kapphlaupi um geiminn vera bezt lýst með orðinu ,,Showbusiness“. — Þú vaktir þó og fylgdist með lýsingu útvarpsins um nóttina? son, verzlunarfulltrúi, spumingu blaðamannsins. — Og hvernig fannst þér? — Merkilegt auðvitaö, en eitt fannst mér einkennilegt við lendinguna. Það var, að þrátt fyrir alla þá nákvæmni, sem ferðin annars einkenndist af, þá var punkturinn, sem þeir áttu að lenda á GRÝTTUR. En rétt við hliðina var auður blettur, að því er virðist. — Þetta þótti mér einkennilegt. — Jú, ég vakti, en var þó ein- hvern veginn ekki ýkja mikið spenntur, því þeim hafði gengið allt svo vel fram að þvf, aö maöur sá ekki ástæðu til þess að halda annaö en framhaldið mundi ganga eftir því. Jón Hjaltason: Áhorfendur einnig þjálfaðir. —/i' " spenntur, en þó kannski ekki eins mikið og efni stóðu til, sagði Jón Hjaltason, fram- kvæmdastjóri, þegar spurning dagsins var lögð fyrir hann. — Það var nefnilega búiö að þjálfa okkur áhorfendur í okk- ar hlutverkum jafnvel og geim- farana í þeirra. — Hvað áttu viö? — Það var búið aö miðla okk- ur svo af upplýsingum um, 1 Tú, ég' váfeti' ogu Var mikið: hvemig þetta mundi allt ganga fyrir sig — og það virtist allt rætast svo maður var orðinn viss um, að eftirleikurinn færi á sama veg. Steinn Lárusson: Svo f jarlægt. — Tú, jú, ég vakti. Ekki " vantaði það! Hálftíma í viðbót og hálftíma í viðbót ... þetta dróst nokkuð fram eftir nóttinni, svaraði Steinn Lárus- . : , — Þú hefur auövitað beðið með öndina í hálsinum þenn- an tíma, sem þú vaktir? — Þetta var manni einhvem veginn svo fjarlægt, að jafnvel meðan ég beið og hlustaði á lýsinguna á lendingunni, þá var ég aldrei gripinn af réttri stemmningu atburðarins. Einar Jónsson: Kannski daglegt í framtíðinni. — Tú, ég vakti þar til þeir " voru báðir komnir út, sagöi Einar Jónsson, múrara- meistari þegar blaðamaðurinn lagöi spurninguna fyrir hann. — Mér fannst verjandi í þetta hluta nætur, því enn er þetta ekki daglegur viðburður, þótt það kannski verði þaö í fram- tíðinni. — Og mér fannst þetta stórkostlegt. . ÉÍÍIIÍI

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.