Vísir - 11.08.1969, Blaðsíða 1

Vísir - 11.08.1969, Blaðsíða 1
Hafrún fínnur meiri Leitarskipið Hafrún fann um helg | amar aðallega vestan við 22 gr v.l. ina allmikið a'f 5—10 faðma þykk-1 Skástu torfumar voru á 30 til um torfulóðningum, sem álitið er, að sé loðna. Skipið leitaði í gær á svæðinu frá 67 gr og 43 mín til 67 gr og 20 mín n.br. og frá 23 gr og 29 mín. v.l. til 20 gr v.l. og fundust lóðning 60 faðma dýpi á kvöldin, en upp úr miðnætti fundust einnig torfulóðn ingar ofar. Veður var ónagstætt til leitar á þessu svæði í gær. i Skriður á veginum á 30 m kafía FJALLVEGIR á Austf jörð- um eru mjög vatnssósa eft- — fjallvegir á Austurlandi mjög illa farnir af rigningum ir langvarandi rigningar, og hafa víða orðið slæmar vegaskemmdir. Verst hef- ur þó farið vegurinn á milli Breiðdals og Skriðdals, en mikil skriðuföll urðu þar Bolungavíkurstúlkan Ástdís Kristjánsdóttir hreppti fyrsta sætið en hún vinnur í sjúkra- skýli Bolungavíkur. Bolungavíkur- stúlkur í fyrstu og öðru sæti • í sólarleysinu fyrir vestan um helgina var kosin ungfrú isafjarðarsýsla, Ástdís Kristjáns dóttir frá Bolungavík. Ástdís er 18 ára, 170 cm á hæð og vegur 62 kg. Málin eru 94—62 — 96, en hún vinnur í Sjúkraskýli Bol- ungavíkur og bíður eftir að kom ast í Hjúkrunarskólann. Áhuga- málin eru að sjálfsögðu hjúkrun og svo tónlist og íþróttir. Númer tvö varð Elísabet Guðmundsdótl ir, einnig frá Bolungavík, en þar fór keppnin fram. og sums staðar hefur veg- inn alveg tekið í sundur. Á 30 metra kafla liggja skriður alveg yfir veginum, og hefur verið unnið af kappi viö lagfæringar, en ekki er gert ráð fyrir að jeppafært verði fyrr en i fyrsta lagi á morg- i un. Vegurinn milli Stöðvarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar er orðinn jeppa- fær og fjallvegurinn um Öxi er fær bílum með framhjóladrif. Kafl- ar á veginum allt frá Breiödalsvík í Suðursveit eru mjög slæmir og fólki heldur ráöið frá að aka þá leið, enda má gera ráð fyrir að ófært verði meö öllu, ef byrjar að rigna á ný. Unnið er að viögerðum og fóru flokkar I morgun að reyna að gera við þar sem vegir voru verstir. SKIP FLYTUR SKIP Það er heldur óvanalegt að skip séu flutt milli landa f öðr- um skipum, en eins og við sjá- um á myndinni er Laxá hér að innbyrða bát, en hann var notað ur við byggingu á höfninni í Straumsvík. Hann hefur nú unn ið sitt starf hér og er á leið- inni til Hamborgar aftur sömu leið og hann kom, vendilega bundinn á þilfar Laxár. Staða krónunnar komin undir pundinu Engin bein ábrif af lækkun trankans. — Bretar segjast ekki lækka ■ „Bankastjóm Seðlabankans vill í tilefni þessa taka fram,. að hún telur gengisbreytingu frank- ans ekki gefa neina ástæðu til aðgerða af hálfu íslenzkra stjórn arvalda, enda munu bein áhrif hennar á þróun íslenzkra efna- hagsmála væntanlega verða mjög lítil. Ekkert hefur enn kom ið fram, sem bendir til þess, að lækkun frankans muni valda breytingum á gjaldmiðli neinna þeirra ríkja, er ísland hefur mest skipti við.“ Þannig segir í fréttatilkynningu Seðlabanka íslands í gær um áhrif gengislækkunar franska frankans á stöðu íslenzku krónunnar. Það hef- ur áður komið fram, að óbreytt gengi íslenzku krónunnar er veru- lega komiö undir því, hver áhrif lækkun frankans verða á brezka sterlingspundið. Bretar hafa lýst því yfir, að þeir muni ekki breyta gengi pundsins þrátt fyrir þessa lækkun frankans. Hins vegar er mikil óvissa um stöðu pundsins í náinni framtíð. Ragnheiöur Hermannsdóttir, deildarstjóri í gjaldeyrisdeild Lands bankans, sagði í morgun, að óvíst væri að unnt væri að byrja verzlun með franska frankann £ dag hér á landi. Skráning hefði ekki borizt. vísað í frön kum eftir þörfum, og íslenzkir aðilar hefðu getað fengið Síöan í nóvember hefðu franskir I franka, ef nauðsynlegt hefur ver- seðlar ekki verið keyptir hér, eftir ið. Bankar hér hafi haft allmikið að Frakkar tóku upp gjaldeyris- af frönskum seðlum í fórum sin- hömlur. Hins vegar hefði verið á- I um frá fyrri "tíma. Dómssátt í máli skipstjóra — Greiðir 150 þús. i sekt • Réttarhöldunuin á Seyðisfirði yfir skipstjóranum Roy Belcher sem Óðinn tók að meintum ólög- legum veiðum úti fyrir Austjörðum, lauk kl. 15.30 í gær með dómsátt. Sannaðist ekki að togarinn hefði verið að veiðum innan landhelgis- markanna, heldur að hann hefði verið meö ólöglegan umbúnað veið- arfæra og að gert hefði verið að fiski um borð í landhelgi. Var úr- skurðurinn því sá, að skipstjórinn ætti að greiða 150 þúsund krónur til landhelgissjóðs og þar að auki allan málskostnað. Það var varðskipið Óðinn, sem kom aö Fleetwood-togaranum, Wyre Gleaner, skammt austan við Hvalbak, sem er sker austur af Papey. Var togarinn þarna ásamt fleiri skipum í svarta þoku, svo ekki sást nema tvær skipslengdir. Veiðarfæri voru öll inni, en Ijöst var að nýlega hafði verið togað. Þar að auki var lifandi fiskur á de .'.d og voru skipverjar í aðgerö er komiö var að. Við réttarhöldin sagðist skipstjór inn hafa veriö á siglingu á önnur mið og báru skipverjar allir aö togaö hefði verið um tveimur tím- um áður en varðskipiö kom. Ný Hollywoodmorð — tvö lik fundust i gær, sfungin rýtingum Los Angeles í morgun: Tvær manneskjur allmjög við aldur fundust myrtar í gærkvöldi með svipuðum hætti og Shar- on Tate Ieikkona, önnur kona til og þrír karlmenn í skraut- hýsi í Bellaire-hverfi fyrir helgina. Hin myrtu voru karl og kona, sem fundust látin í herbergi í Hollywood. Þau höfðu verið margstungin rýt- ingi. Ekki er enn vitað hvaða fólk það er, sem myrt hefur verið. Pilturinn, sem handtekinn var grunaöur um hin morðin heldur fram sakleysi sínu, og hin nýju morð gætu bent til, að hann hafi ekki veriö við hin riðinn. Lög- reglan telur nú minni líkur en áður fyrir, að fyrri tilgátur henn ar hafi við rök að styöjast, en hún benti á að moröin hefðu á sér trúarathafnalegan blæ þeirra sem hneigð hafa til annarlegra og oft grimmilegra helgisiða. Laki hafði verið vafið um höf- uðið á líki mannsins, sem fannst í gærkvöldi, og náttkjól um höf- uð konunnar. Á 7. síðu er sagt nánar frá þessum morðum. 10 tonn komin upp — von á annarri grófu i dag • Nú er unnið af fullum krafti við að hífa iárnblokkirnar upp úr Dynskógafjörunni á Mýrdalssandi og er búið að nú upp um 40 tonn- um af 4000, en byrjað var rétt fyrir helgina að ná jáminu upp. Valdimar Lárusson á Klaustri sagði f viðtali við blaðið í morgun að veður væri sæmilegt og hefðu náðst upp 51/2 tonn í gær. Von væri á annarri og stærri gröfu f dag og þá ætti þetta aö geta gengið miklu fljótar fyrir sig.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.