Vísir - 11.08.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 11.08.1969, Blaðsíða 8
8 VÍSIR . Mánudagur 11. ágúct 1969. CJlmiiandi KevKiaprem tu rrajiiKvæmdastiOr' Svemn R Eyjoiisson Ritstion lonas Kristjansson AðstoOarntstjon 'Kxel rhorsteinson FréttastjOn lon Biri.it Pétursson Ritstjornarfulltrúi Valdiraai H lóhannesson ^uglVsingai ‘VOaistræti 8 Simai löfilO 11660 og 15099 'öfgreiOsla Aðaistræti 8. Sími 11660 Ritstjörn Laugavegi 178 Sími 11660 (5 tinur) ‘Kskriftargiald ki 145 00 ‘ raúnuði innanlands t lausasðtu kr 10 00 elntakio ’rentsmiðia Vísis — Edda h.f Opnum brautina eftir skólann „]\fenntunin er bezta fjárfestingin“ er slagorð, sem við heyrum ærið oft. Slagorðið er í sjálfu sér gott, en hefur þann galla, sem mörg slagorð hafa. Það er ónákvæmt. í þessari fjárfestingu, eins og í allri fjár- festingu, skiptir það höfuðmáli, hvernig fénu er varið. Vitið skiptir jafnmiklu, jafnvel meira máli en fjár- magnið. Flestar veigameiri breytingarnar, sem gera þarf á skólakerfinu, varða innri gerð þess, en ekki ytra búnað, og kosta því tiltölulega lítið fé. Hins veg- ar vantar vissulega líka nýja skóla og stærri skóla. Menntamálin hafa sætt mjög harðri gagnrýni und- anfarin ár og áratugi. Þessi gagnrýni virðist hafa haft of lítil áhrif. Að minnsta kosti hólar sorglega lítið á endurbótum. Þessi gagnrýn5 virðist eins og margt annað í okkar þjóðfélagi fara fyrir ofan garð og neð- an, vegna aðgerðaleysis þeirra. sem ráða þessum málum. En þrátt fyrk doða skólayfirvalda, hefur geysilega mikið verið ritað og rætt um menntamálin undanfarin nokkur ár. í þessum umræðum virðist þó eitt hafa gleymzt. Það er opnun menntabrauta, eftir að skólanámi lýk- ur. Það virðist allt að því markviss stefna að leiða skólaæskuna inn á blindgötur, halda henni við það, sem hún hefur upphaflega valið. Þetta væri í sjálfu sér ágæt stefna, ef þjóðfélagið væri þegar orðið fullmótað. En tækniöld er rétt að renna upp á íslandi, og með aukinni tækni á þjóð- félagið eftir að gjörbreytast. Grónar starfsgreinar í dag verða kannski safngripir á morgun og starfs- greinai, sem enginn veit, hvað heita í dag, munu verða forsenda þess, að við fylgjumst með þeim þjóðum, sem við viljum svo gjarna bera okkur saman við. Til þess að laga þjóðfélagið að breyttum viðhorf- um verður að gera einstaklingunum kleift að flytja sig yfir á ný svið, þegar þrengist um á eigin sviðum. Þetta verður m. a. að gerast með opnun skólabrauta eftir að eiginlegu námi er lokið, ekki aðeins í háskóla- greinum, heldur einnig í öðrum greinum. Opnun menntabrauta eftir eiginlegt skólanám mun einnig valda aukinni starfshæfni almennt. Unga manninum, sem hefur valið ranga leið í æsku, væri gert kleift að komast inn í það svið, sem betur félli að hæfileikum hans og gáfum, honum sjálfum og þjóð- félaginu til mikils gagns. Þessi leið til að auka hæfni þjóðfélagsþegnanna er ekki ný. Fjöldi manna í nágrannalöndunum lýkur t. d. stúdentsprófi úr kvöldskólum. í Bandaríkjunum reka stórfyrirtækin fjöldann allan af kvöldskólum og nám- skeiðum, sem laða fram hæfileikafólk og hvetja það afram. Háskólarnir opna dyr sínar á kvöldin fyrir þá, sem vilja bæta sig eða Ijúka háskólanámi. Við burfum að muna eftir þessari veigamiklu og vanræktu hlið skólamálanna. • " ■ . ....................................................................... Skilningur alls almennings í aðildarlöndum Atlantshafsbandalagsins á gildi samtakanna jókst mjög eftir innrásina í Tékkóslóvakíu. Menn gera sér nú betur grein fyrir því en áður, að áður en hægt verður að hefja afvopnun er nauðsynlegt að viðhalda jafnvæginu í Evrópu. FLEIRI0G FLEIRIMYNDA SÉR SKOÐUN UÍA NAT0 og æ fleiri stybja nú abild Islands ab bandalaginu □ Á þessu ári er Atlantshafssamningurinn upp- segjanlegur : fyrsta sinn írá undirritun hans, 4. apríl 1949. Atlantshafssamningurinn var undir- ritaður af fulltrúum 12 vestrænna ríkja í Washing- ton, en síðar bættust þrjú ríki við, þannig að aðilar að honum eru nú 15 ríki. Atlantshafsbandalagið eða NATO (the North Atlantic Treaty Organizati- on) var stofnað „til varðveizlu frelsis, sameiginlegs arfs og menningar þjóða“, sem bandalagið mynda, eins og segir í sáttmálanum. Nú, tuttugu árum eftir undirritun samningsins, er hann uppsegjanlegur, og frá þessu ári verður hann uppsegjanlegur hvenær sem er með árs fyrirvara. T Ttanríkisráðherra, Emil Jóns- son sagði I ræðu á Alþingi í vetur, að engin þjóð hefði i hyggju að segja samningnum upp svo honum væri kunnugt. Og ekkert virðist benda til þess að staðreynd þessara umniæla breytist í næstu framtfð, pó erf- itt sé að fullyrða nokkuð um það. VÍSIR kannaði nú i armaö sinn hug íslenzku þjóðarinnar til þessa mikla máls, með skoö anakönnun, sem blaðið fram- kvæmdi nýlega. Niðurstöður þeirrar skoðanakönnunar má sjá á meðfylgjandi töflu, ásamt sam anburði við skoðanakönnun, er framkvæmd var um sama efni fyrir rúmu ári síðan. Báðar þessar kannanir náðu til alls landsins. Á samanburði þessara skoð- anakannana sést greinilega, að stuðningsmönnum aðildar fs- Iands að Atlantshafsbandalaginu hefur fjölgað verulega, eða um 15% á einu ári, og nú er 66% þjóðarir.nar fylgjandi aðild ís- lands að NATO. p’nginn vafi virðist á að at- buröirnir í Tékkóslóvakíu .fa þjappað rikjum Atlantshafs bandalagsins þéttar saman, og sett í starfsemi þess aukinn kraft. Sannast sagna dró veru- lega úr gengi bandalagsins, er de Gaulle, fyrrum Frakklands- forseti, boðaði fyrir um þrem- ur árum, að Frakkar tækju ekki lengur þátt f hemaðarstarfsemi þess og krafðist þess jafnframt að bandalagið flytti aðalstöðv- ar sínar úr Frakklandi. Nú virö- ist vera f vændum breyting á afstöðu Frakka til bandalags- ins, og reyndar hafa þeir allan tímann tekið töluvert virkan þátt í starfsemi, þrátt fyrir um- mæli „gamla mannsins í Elysée höll“. En hvað um það, íslenzka bjóðin virðist greinilega hafa gert upp hug sinn varðandi að- ild fslands að Atlantshafsbanda laginu. Samningurinn er nú upp segjanlegur með eins árs fyrir vara en ólíklegt er, að nokkurt hinna fimmtán aðildarríkja muni notfæra sér uppsagnar- ákvæðin i sáttmálanum. 37. skoðanakönnun Visis: Teljið þér rétt, að ísland verði áfram í NATO, Atlantshafsbandalagínu? Já sögðu 157 eða 66% Nei sögðu 32 eða 13% Óákv.voru 51 eða 21% Af þeim sem afstöðu tóku: Ef aðeins eru teknir þeir, sem afstöðu hafa mótað, kemur ein Já sögðu 157 eða 83% dreginn stuðningur við NATO- aðild enn betur í ljós, eins og vel sést við athugun töflunnar. Sem sagt: Eindreginn stuðning Nei sögðu 32 eða 17% ur islenzl þjóðarinnar við að- ild fslands að NATO á þessu Já Nei Óákv endurskoðunarári. Annað athyglisvert er kemu? í ljós við samanburðinn er, að mun fleiri af þeim sem spuröir Jání '68 51% 19% 30% voru nú, höfðu myndað sér skoð un á málinu heldur er af þeim hópi, sem spurður var í fyrra. Ágásf '69 66% 13% 21% Sem 'ngt fleiri hafa skoðað hug sinn f þessu máli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.