Vísir - 11.08.1969, Blaðsíða 13

Vísir - 11.08.1969, Blaðsíða 13
VÍSIR . Mánudagur 11. ágúst. 1969. 13 Er Ulbrichf á förum? í Moskvu er sá orðrómur á kreiki, að austur-þýzki kommún- intaleiðtoginn Walter Ulbricht muni senn láta af völdum, — aö minnsta kosti sem forseti ríkis- ráðs austur-þýzka lýðveldisins. Það embætti svarar nánast til forsætisráðherraembættis og er mjög umfangsmikið. Það kann að vera, að þverrandi heilsa Ulbri- chts valdi því, að hann eftirláti hinum dygga samverkamanni sín- um Erich Honecker, nú embættið, an hann er álitinn jafn harðsnú- ;nn Stalínisti og Ulbricht sjálfur. Hins vegar er ætlað, að.Ulbri- cht muni enn um hríö gegna for- mennsku í Kommúnistaflokkn- um. Veröi svo, er vissulega engr ar stefnubreytingar austur-þýzkra kommúnista að vænta, en þeir eru taldir hinir ósveigjanlegustu í allri Austur-Evrópu, — að Sovét ríkjunum meðtöldum. Fari svo, að Ulbricht, sem verið hefur allsjúkur nú um nokkrurra vikna skeið hverfi af sjónarsvið- inu sem leiðtogi kommúnista í Austur-Þýzkalandi, kunna þær að stæður að skapast að meiri sveigj anleiki ætti upp á pailborðið í stefnu Kommúnistaflokksins. En slíkt er enn með öllu óráðin gáta. Skyldi meira frjálsræðis fara að gæta í stefnu austur-þýzkra komniúnisfa, hverfi Ulbricht af sjónarsviðinu? ® Atvinna Atvinnuvandamál eru aö verða mjög mikil í Japan. Er þar eink- um um aö ræða skort á vinnuafli, sérstaklega á þeim svæðum, þar sem vinnuafl var ekki aöeins yfir- drifið áður, heldur og ódýrt. — Skýrslur herma, að eftirspurn eft- ir vinnuafli skólapilta í sumar hafi veriö nærri 4,5 sinnum meiri en framboð. Á sama tíma hefur kaup í Japan hækkað um 14,2% í krónutölu, en um 8,5% að kaup- mætti. Framleiösla jókst á sama tíma um 14%. D Olíulind Sovétmenn segjast hafa fundið stærstu olíu- og gaslindir í heimi í norðurhluta Alaska. 1 skýrslum segir, að hér sé um að ræða meir en 100 mismunandi olíu- og gaslindir á svæðinu fyrir aust- an Úralfjöll. D Ungir og gamlir 8,6% ökumanna í Bandaríkjun- um eru undir tvítugu og rúmlega 7,9% 65 ára eða eldri. D Gull, meira gull Gullforði Bandaríkjamanna jókst á síðasta ári um 217 milljón dollara og er nú 11,2 billjón doll- ara. Þetta má einkum rekja til þess, hversu mörg lönd neyddust til að selja af gullforða sínum á síðasta ári. Heildverzlun í miðborginni óskar eftir duglegri skrifstofu- stúlku nú þegar. Vélritunarkunnátta og nokk- ur enskuþekking nauðsynleg. — Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist blaðinu fyrir 15/8 n.k. merkt „Dugleg/25“. Tryggvagötu Urvai al odýrum iugtum i alla evröpskr bíla t d -*enault R-16. Simca. Citrc en Oai. o fl "írm 21588. Ennfremur ódýr EVLAN teppl. verzlið á einum sfcð. ZUtima Við höfum farið mörgum orðum um ágæti KUBA sjónv arpstækjanna og þeirrar þjónustu, sem viö bjóðum við- skiptavinum okkar. Kannski teljið þér því nauðsynlegt, að taka ýmislegt af því, sem sagt hefur verið, með nokkr- um fyrirvara. Svo einkennilegt, sem það kanr að virðast, er svo þó ekki. Við göngum nefnilega út frá því sem gefnu, að bezta auglýsingin, sem við getum fengið, sé sem stærstur hópur ánægðra viðskiptavina, og samkvæmt því vinnum við. Þannig bjóðum við nú yfir 20 gerðir KUBA 'sjónvarpstækja úr að velja, greiðsluskilmála við allra hæfi (útborgun frá kr. 4 þús.), þriggja ára ábyrgð, sem nær til allra hluta tækjanna og betr og tryggari þjón- ustu. — Enn sem áður' segjum við því: kaupið KUBA, það borgar sig. 3JA ÁRA ÁBYRGÐ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.