Vísir - 11.08.1969, Blaðsíða 4
4
VÍSÍR . Mánuda^ur n. agust i«Hf.
Þorbergur gaf
Fram annað stigið
MARKVARÐALEYSIÐ í íslenzkri
knattspyrnu undanfarin ár hefur
veriö mjög áberandi og margir
telja að við höfum ekki átt neinn
góðan markvörð frá því er Heimir
Guðjónsson í KR og Helgi Daníels-
son hjá Akranesi hættu.
Hér sjáum við þó markvörð, sem
vakið hefur athygli hvaö eftir ann-
að í sumar, — en það er Fram-
markvörðurinn Þorbergur Atlason,
varamarkmaðurinn i landsliðinu.
Myndin var tekin á Akureyri i
gærdag þegar Þorbergur átti stór-
an hlut í að gefa Fram annaö stigið
í viöureigninni við heimaliðið, en
frá þeim leik er sagt á íþróttaopnu
hér á undan.
PIRA
SÉRSTAKLEGA ÚTBÚNAR FYRIR
VERZLANIR OG SKRIFSTOFUR
• Hillur fáanlegar úr tré eóa gleri
• Frístandandi, Uvorki skrúfa né nagli i vegg.
• Fáanlegar úr eik, palisander og tekkl.
• Auðveldar i uppsetningu.
• Sjáið hið stórkostlega húsbúnaðarúrval að
Ármúla 5.
PIRA-UMBOÐIÐ
HtTS OG SKIP H/F . Símar 84415/84416
Spáin gildir fyrir þriðjudaginn
12. ágúst.
Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl.
Það má segja það sem manni
býr í brjósti á mismunandi hátt
gættu þess i dag að haga orðum
þínum eftir því sem þú finnur
að bezt á við. Vertu ekki upp-
næmur fyrir smámunum.
Nautið, 21. apríl til 21. maí.
Þú munt brátt komast að raun
um að sumir, sem þú umgengst
eru venju fremur tilfinninga-
næmir og hörundsárir í dag og
gerðir þú rétt að taka nokkurt
tillit til þess.
Tvíburamir, 22. maí til 21. júni.
Þér verður sennilega nokkur
vandi á höndum í umgengni við
þína nánustu í dag. Láttu það
lönd og leið þótt þú verðir fyrir
gagnrýni, sem þér finnst að þú
Vinnir ekki til..........
Krabbinn, 22. júní tiL 23. júli;
Þér er vissara að hafa taumhald
á skapsmunum þínum og tilfinn
ingum i dag, annars getur svo
farið, að þú valdir meiri sárs-
auka, en þú gerir þér grein fyrir
Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst.
Þetta er ekki dagur til samninga
eða viðskipta — viðsemjendur
munu reynast óþægilegir við-
fangs og smámunasamir og ein-
ungis taka tillit til sinna eigin
hagsmuna.
Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.
Hagaðu orðum þínum gætilega
í dag, einkum í skiptum við þína
nánustu. Svo er samt að sjá sem
maður nokkur, sem þú þekkir
iítiö, reynist þér óvenjulega vel.
Vogin, 24. sept. til 23. okt.
Fjármálin valda þér nokkrum á-
hyggjum í dag, og ættiröu aö
athuga hvort þú getur ekki kom
iö betra skipulagi á þau í ná-
inni framtíð. Hafðu annars hægt
um þig í dag.
Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.
Þú hefur mörg jám í eldinum í
dag, en fá munu þó hitna eins
og þú vildir. Reyndu í þess staö
aö einbeita þér að einhverju
einu viðfangsefni í senn, unz
því er lokiö.
Bogmaðurinn, 23. nóv.til21. des.
Þú mátt gera ráð fyrir nokkrum
erfiðleikum í sambúðinni við
þína nánustu í dag, og máttu
þar sjálfum þér nokkuð um
kenna, þótt þú sjáir þaö varla
fyrr en eftir á.
Steingeitin, 22. des. til 20. jan.
Það virðist hyggilegast fyrir þig
að hafa þig ekki mjög í frammi
í dag, en leiti einhver kunningja
þinna til þín um aðstoð skaltu
veita hana eftir beztu getu.
Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.
Þótt þér bjóðist gimileg tæki-
færi, skaltu athuga málin vel
og vandlega, áður en þú tekur
nokkra indandi ákvörðun.
Trúðu áróðursmönnum varlega.
Fiskamir, 20. febr. til 20. marz.
Farðu gætilega í peningamálum
i dag, einkum skaltu varast
að lána kunningjum þínum fé,
eða taka á þig nokkra fjárhags-
lega ábyrgð þeirra vegna í bili.
GARDÍNUHÚSIÐ
opnar í dag í Ingólfsstræti 1
(áður Gardínubúðin) sími 16259
Mikið úrval af finnskum gardínuefnum,
kjólaefnum, Marimekkóefnum.
Gólfteppi og nioítur. ensk og indversk.
r
GARDINUSALAN Laufósveg 12 er flutt i Gard'muhúsið