Vísir - 11.08.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 11.08.1969, Blaðsíða 9
VÍSIR . Mánudagur 11. agúst u69, 9 Sigmar Pétursson, veitingamaður í meira en 10 ár. ég fengizt við veitingahúsrekst- ur í mörg ár og er ég hugsa um bernskuheimili mitt í Breið- dal á Austfjörðum, þá sé ég, að þetta er mjög ólíkt líf. Þó held ég að veitingamennskan sé mér í blóð borin Heimili mitt lá í þjóðbraut og þar kom margur gesturinn Starfið krefst þess að ég sé hér á vinnustað mikinn hluta sólarhringsins. Það var stundum að ég rétt kom heim bauð góðan dag skipti um föt og hljóp síðan aftur. Þetta hef- ur nú breytzt svolítið. Kona mín, Þórdfs Ríkharðsdóttir, er út lærður þjónn og hjálpar mér mikið með starfið. Ég get sagt það svona til gamans, að hún hefur meiri tekjur en ég. Hún vinnur á bamum og ég rek veitingahúsið. Eins og gefur að skilja mótast okkar heimilislíf talsvert af þessu starfi okkar. Og þess vegna segi ég að þetta er ekki fyrir aðra en þá sem hafa áhuga á faginu. Og auövitað þarf ekki að taka fram að oft koma fyrir skemmti >» ,Eg vil næturklúbb en ekki b j ormn — segir Sigmar í Sigtúni i viðtali um veitingahús ÞAÐ ER FÁTT, sem er jafn háð öllum sveiflum í þjóðfélagsinu og veitingahúsrekstur. Meira að segja veðrið getur haft sín áhrif í þessu sambandi. Á veitingastaðina kemur alls konar fólk og þar get- ur allt gerzt. Hér kemur flest fram, kurteisi, áfeng- islöggjöfin, næturklúbbar, menning þjóðarinnar og fleira það, sem einn mann snertir. Það er því fróð- legt að skyggnast á bak við og heyra álit þeirra, sem að baki standa. Vísir sneri sér í þessu tilliti til Sigmars Péturssonar í Sigtúni og hann hafði frá ýmsu að segja. mun fágaðri nú. Hér koma líka erlendir ferðamenn og setja þeir svip á. Það hefur verið sérstak lega mikið af þeim f sumar. En gallinn er aðeins sá að það er ekki gert nógu mikið til þess að halda þeim í landinu eins og aðrar feröamannaþjóðir gera. Til dæmis þegar hér liggja skemmtiferðaskip þá kemur á- ætlunarbíll að hafnarbakkanum ferðamönnunum ekið eitthvaö upp í sveit og síðan á hafnar- bakkann aftur. Litið virðist þvf vera aðhafzt til þess að fá þessi skip til að vera hér um kyrrt í nokkra daga og skoðárþ*áö! sefti þjóð og land hafa upp á -að bjóða. Aftur á móti fara ýmsir skemmtikraftar um borð í skip in og koma þar fram. Mest eru þetta karlakórar, glímuflokkar og anriað það sem einkennir okkar þjóð. Þetta er nú allt á- gætt, en betra væri þó ef það fengi sína skemmtun í landi.“ „Eins og ég sagöi fyrr þá hef leg atvik, sem hægt er að minn ast lengi, Það var til dæmis á nýársdaginn 1965 að ég lék á harmonikku hér í húsinu til þess að fá fólkið til að dansa. Þannig stóð á að hljómlistar- menn voru í verkfalli og mörg húsin urðu því að reyna að nota grammófóna f staðinn. Þetta reyndi ég líka en ekkert gekk. Fólkið vildi bara hreint ekki dansa. Þetta var allt komið í mesta óefni. Ég tók því gömlu harmonikkuna mína og gekk upp á svið og spurði fólkið, hvort það kærði sig um að heyra f þessu. Nú það skipti eng um togum aö fyrstu tónarnir voru rétt farnir úr hljóðfær'nu þegar gólfið fylltist af fólki. — Margir hafa síðan sagt mér að þetta hefði verið alveg sérstak- lega skemmtilegt kvöld. Um rekstur veitingahúsa al- mennt mundi ég vilja segja, að mér finnst þeim full þröngur stakkur skorinn. Á ég þar aðal- lega við lokunartíma. Húsin verða að loka kl. 1 eftir mið- nætti en það þykir nú ekki framorðið hjá íslendingum. — Síðan er það, sem enn verra er og það er þetta svokallaða þurra miðvikudagskvöld. Hér koma oftlega útlendir ferða- menn, jafnvel um hádegið og vilja komast á barinn. Þeir reka heldur en ekki upp stór augu, er þeir heyra að allt sé lok lok og læs á miðvikudögum". „Veitingahús eru fyrirtæki, sem afla gjaldeyris inn f landið þjóðinni algjörlega að kostnaðar lausu. Það er því eilítið furðu- legt að sumir skuli lfta á þetta sem bagga og sjái enga ástæðu til að hlynna að þessum stofn- unurn." Sigmar tekur nú að segja frá ýmsu í sambandi við húsið sjálft og rekstur þess. Greinilegt er aö hann fylgist vel með rekstr- inum og lætur sér annt um að allt fari sem bezt fram. Hann hefur nú komið með ýmsar nýj ungar og dugir þar að nefna dansmeyjamar sem hafa aukið aðsóknina mjög mikið. Til þessa tíma hefur þetta verið eins kon ar bannvara hér á landi. En nú hefur Sigmar brotið fsinn og á sennilega margt eftir að sigla í kjölfarið. (( 11 .áfefnvaís Blcri Jú’< öq ■ . x „Eg er smeyk við íslenzka áhorfendur — sagdi dansmærin Harriet Bond „J>að er ekki fyrir nokkurn mann að standa f þessu nema hann hafi gaman af“, sagði Sigmar. „Þetta er starf, sem bæði þarf að sinna að nóttu og degi. Og ekki er hægt að segja að ágóðinn sé það mikill, að hægt sé að benda á þetta sem örugga tekjulind eins og marg ur heldur Það eru ótrúlegustu snúningar í sambandi við þetta. Ég hef nú starfað að þessu milli 10 og 15 ár og bæði haft ungt og fullorðið fólk, og bæöi vín- veitinga og vínlaust hús. Ég verð nú að segja að mér hefur líkað heldur betur viö að reka vínveitingahús. Það er nefnilega mín reynsla að því frjálsar, sem farið er með áfengið, þeim mun betur kann fólk að fara með það. Það er mín skoðun að ekki sé nóg að lækka áfengislögaldur inn niður í 20 ára, heldur ætti að setja hann niður í 18 ára eins og er í öðrum löndum. Það hefur marg sýnt sig þar að fólk kann betur meö -ið fara þannig að það verði mönnum til ánægju. En síöan er annar galli á gjöf Njarð ar í þessu sambandi. Hann er sá, að nú er áfengistakmarkið 20 ára en inn í veitingahúsin má hleypa 18 ára fólki Hvemig á að vera hægt að sjá um að þessir yngstu gestir fái ekki veit ingar sem til staðar eru í hús- inu?“ „Ekki held ég að bjórinn geti leyst áfengismál íslendinga og er ég þvf algjörlega á móti flutn ingi á honum hingað. Ég er hræddur um að hann minnkaði ekki drykkjuskapinn, hefði jafn vel gagnstæð áhrif. Aftur á móti hef ég ekkert á móti þvi að næturklúbbur sé rekinn hér i borginni. En auðvitað þyrfti það að vera lögleg stofnun, sem borg aði sína skatta og stæði fullkom Iega í skilum við þjóðfélagið. Ég segi næturklúbb þar sem mér finnst, að það hljóti að vera nægilegt flesta daga vik- unnar. Um helgar mættu þeir ef til vill vera tveir. Og þætti mér ekki óeölilegt, að veítinga húsin skiptust á um að hafa op- ið hús á nóttunni. Þetta Ieysti á reiðanlega mörg vandamál. Það er löngu vitað að fólk sem er að skemmta sér er ekki alltaf til- búið að hætta þó að klukkan sé búin að slá eitthvað visst mörg högg. Þetta kæmi sennilega eitt hvað í veg fyrir að fólk geri 6- næði í heimahúsum og létti auk þess starf lögreglunnar." „Annars höfum við aldrei vandræði af fólki eftir skemmt anir. Það gengur yfirleitt allt eðlilega fyrir sig þegar það fer út úr húsi. Vil ég meina, að veitingahúsmenningu íslendinga hafi farið mjög mikið fram á síð ustu tuttugu árum. Það má þakka við að fólk er farið að meöhöndla vin á annan hátt en áður. Þetta er allt svo mikið eðlilegra. Það þótti bara fínt hér fyrrum að vera fullur og þá var mun meira um ryskingar Yfirleitt er framkoma fólksins ........._ . -----------------------............... Dansmærin Harriet Bond kann vel við Ísíand, en ekki rign- inguna. „'É’g er hálf hrædd við íslenzka áhorfendur," sagði dans- mærin Harriet Bond eftir að hún hafði komið fram á föstudags- kvöldið, en það var í annað sinn, sem hún kom fram í húsinu. „Ég hef aldrei sýnt fyrir svona unga áhorfendur fyrr og það sem gerir mig smevka er, að þeir blfstra og hrópa á meðan á dans- inum stendur. Þessu hef ég aldr- ei vanizt áður. Ég hef sýnt út um allt f heiminum og ég verð að segja, að rrér líkar mjög vel héma, nema hvað það rignir 6- skaplega mikið. Fólk er hér mjög vinsamlegt og stúlkumar eru sérstaklega fallegar. Margt er hér skrítið, til dæmis hvers vegna hundar em ekki hér, fólk verður að fara í bað áður en það fer í sundlaugina og þið drekkið mjólk með matnum. Hér gerist sennilega ekki margt, svo það hljóta að vera jól hjá blaða- mönnum, þegar stórglæpur er framinn. Allt er þetta nýtt í mín um augum.“ „Ég er leikkona jafnframt þessu starfi tg hef teiknað og valið alla „effekta" með dans- inum sjálf. Ég kem frá London og Sigmar náði í mig í gegnum umboösmann sem hefur margar sýningarstúlkur á sínum vegum. Ég verð hér út ágúst, en fer síö- an til Rhódesíu. En áður en ég fer 'ætla ég að kaupa mikiö af gæruskinnum, því að þau eru svo. ljómandi falleg. Hver veit nema ég kalli mig fsdrottning- una héðan í frá.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.