Vísir - 11.08.1969, Blaðsíða 3

Vísir - 11.08.1969, Blaðsíða 3
VlSIR . Mánudagur 11. ágúst 1969. 3 Skúli var ekki úskotskánum - 'Z opm tæri til að jafna mistókust Framarar fengu sér dýr mætt stig norður á Akur- eyri í gærdag, gerðu jafn- tefli við heimaliðið, 1:1, og hefðu allt eins getað farið af hólmi með bæði stigin, leikurinn var spenn- andi og jafn og bauð áhorf- endum upp á tækifæri við bæði mörkin. Sannarlega var Skúli Ágústsson þó ó- heppinn að færa norðanlið- inu ekki forystuna í seinni hálfleik, þegar hann var einn frammi fyrir markinu í tvö skipti án þess að tak- ast að skora. Framarar skoruðu sitt mark snemma í leiknum, — aðeins 8 min útur voru liðnar frá upphafi leiks- ins og þá lék Hreinn Elliðason á Gunnar Austfjörð, renndi fyrir markið þar sem Ásgeir Elíasson átti ágætt tækifæri og skoraði örugglega. Akureyringar jöfnuðu leikinn á 26. mínútu, en þá var hornspyrna tekin og strax upp úr henni jafn ar Þormóður Einarsson vinstri út- herji Akureyrar með ágætu skoti innan vítateigs. Eitthvað voru Framarar grófgerð ir í leik sínum og varð dómarmn Óli Ólsen, að bóka tvo þeirra fyrir. Meðal annars voru menn áminntir fyrir að nota hendurnar á boltann en fyrir slíkt var Magnúsi Jónat- anssyni vísað af velli gegn KR á dögunum og vakti sá dómur furðu allra. Ekkert slíkt gerðist að þessu sinni, sem betur fer. Þrátt fyrir allan aragrúann af marktækifærum í þessum skemmti lega leik tókst ekki að skora fleiri mörk. E.t.v. var það góðum mark- vörðum að þakka, Samúel he*'ur ekki verið betri fyrr í sumar, enda þótt hann muni æfa fremur slak- lega, og í Frammarkinu var Þor- bergur Atlason traustur, en hann og Jóhannes bróðir hans voru lang 'beztu menn Fram, en Hreinn EU iöason tók góðar rispur af og til. Hins vegar virtist vörn Akureyr- ar heldur glompótt en naut þess að hafa Samúel fyrir aftan sig Magnús Jónatansson var hins vegar góður drifkraftur liðsins og góður fyrirliði. Áhorfendur voru fáir að þessu sinni, rétt um þúsund, en tíminn fyrir leikina á sunnudagseftirmið- dögum er slæmur, því þá eru mjög margir utanbæjar. Eins er það slæmt þegar verið er að fæilþleik- tímann til og frá. — Margi>- i- horfendur voru mættir kl. 4 í gær. en þá hófst leikurinn ekki fyrr en kl. 5 og hafði verið auglýst um breytinguna í hádegisútvarpi, sem þó náði ekki eyrum nærri allra Veðurfarslega var aðstaða til knattspyrnu ákaflega góð í gær, 18 stiga hiti, sunnanandvari og sól arlaust — h— 1970 Valsmenn æfðuí á Laugarvatni „Þetta er stórkostleg aö- staða og ætti að nota hana vel í framtíðinni,“ sagöi Guð- bjöm Jónsson, þjálfari 1. deildarliðs Vals í gærkvöldi, en þá var hann nýkominn með liði sínu til Reykjavíkur frá Laugarvatni en þar dvaldi hann með liðið um helgina. „Við æfðum 5 æfingar og þær voru ekki af léttara taginu,“ sagði Guðbjörn. Þeir æfðu 2 —3 tíma í senn, fimm æfing- ar alls frá því á föstudags- kvöld, þegar Valsmenn mættu á Laugarvatni. Góöur grasvöllur er fyrir hendi, en Guðbjöm kvað það ráð að grasflatirnar yröu i fram tíðinni betur nýttar, en vellin- um hlíft meira. Þyrfti að gera flatirnar þannig úr garði að þær hentuðu til knattspymuiðkana, en til þess þyrfti iítið að gera. Guðbjörn kvað Valsmenn stefna að fyrsta sætinu f 1. deildinni eins og aörir, enda þótt segja megi aö cnginn sé enn úr fallhættu 1 deildinni. „Við emm fámennir og í rauninni er- um við ekki nema 10 talsins og staða vinstri útherja laus til umsóknar. Hins vegar hef ég mikla trú á liöinu, þrátt fyrir að Hermann sé farinn, nú treysta menn meira á sjálfa sig. Ég vona bara að liðið verði ekki fyrir meiðslum og þá ætt- um við að vera ofan á.“ Getraunirnar: HVER FÆR 110 ÞÚSUND KRÓNUR? HUNDRAÐ OG TÍU ÞÚSUND bíða þesr eða þeirra, sem verða hlutskarpastir í getraununum að þessu sinni, en leikj- um á seðlinum lauk í gærkvöldi og á seðillinn að líta þannig út, rétt útfylltur: KR—ÍA 3:1 1 ÍBA—Fram 1:1 x Arsenal — Everton 0:1 2 Crystal P.—Manch. U. 2:2 x Derby—Burnley 0:1 2 Ipswich—Notth. F. 0:0 x Liverp. — Chelsea 4:1 1 Leeds—Tottenham 3:1 1 Manc. C.—Sheff W. 4:1 1 South’pton—West Brom 0:2 2 Sunderland—Coventry 0:0 x West Ham —Newcastle 1:0 1 VERÐLÆKKUN Kostar nú kr. 260.000- Vegna hagstæðra samninga við FORD-verksmiðjurnar í Englandi get- um við boðið yður Ford Cortina á kr. 260 þúsund. Verð til öryrkja 190 þúsund krónur. ATH.: Lækkun þessi er tímabundin. Gerið hagstæð bílakaup. Margs konar bílaskipti möguleg. SVEINN EGILSS0N H.F. UMBOÐIÐ LAUGAVEG 105 SfMI 22466 Umboðsmenn úti á landi: Bílasala Akraness: Bergur Arnbjörnsson Vestmannaeyjar: Sigurgeir Jónasson ísafjarðarsýsla: Bernódus Halldórsson, Bolungavík Siglufjörður: Gestur Fanndal

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.