Vísir - 13.08.1969, Side 2

Vísir - 13.08.1969, Side 2
V1S IR . Miðvikudagur 13. ágúst. Margir virðast kaiiaðir til að verða golfmeistarar — en fáir útvaldir — Pétur Bj'órnsson vakti mestu athyglina / gærdag, þegar golfmenn fengu „forsmekkinn" af landsmótinu - glæsilegt vallarmet □ „Það er útilokað að segja nokkuð um hver meistaraflokksmanna fer með sigur af hólmi“, sögðu sérfræðingarnir í Grafarholti í gær, en þá fengu menn rétt forsmekkinn af þeirri miklu keppni, sem golfmenn heyja nú næstu dagana. — Einn mjög fær golfleikari sagði að sér kæmi ekki á ðvart þótt nöfnin, sem kæmu til greinu væru 12—16 talsins. Annar, vanur keppnismaöui sagði: „Þeir reynslulitlu koma vart til greina, þeir detta niður á dag og dag góðan, en á milli eiga þeir slæman leik. Það sem gfldir er að vera jafn alla dag- ana“. Þaö sem örugglega vakti mésta athyglina í gærdag- var það þegar næst síðasti hópur- inn í klúbbakeppninni kom inn í golfskála, Pétur Björnsson var ekki meðal „hinna þriggja stóru“ i síðasta hópnum, en Pétur kom þó með nýtt vallarmet og hafði bætt met Einars Guðnasonar um 3 högg, hann sló 18 holum- ar á 73 höggum, sem er 4 meira en par vallarins, en þegar for- gjöf Péturs er tekin til greina er hann vitanlega með nettó- högg langt undir pari. Völlur- inn er þó alls ekki auðveldur, flatimar flestar erfiðar yfirferð ar. Þorbjöm Kjærbo, íslandsmeist arinn í fyrra, virðist eiga erfiða daga framundan, ætli hann aö verja titil sinn, sem hann hef- ur áreiðanlega í hyggju, þvi hann er mikill keppnismaður. 1 gær fór Kjærbo völlinn á 80 höggum, Gunnar Sólnes á 78 og Sævar Gunnarsson á 77, en tveir þeirra síðamefndu keppa fyrir Akureyri. Golfkljbbur Reykjavíkur vann klúbbakeppnina á 473 högg um, Akureyri fór völlinn á 502 höggum, Suðurnesjaklúbburinn á 507, Vestmannaeyjar á 537, Keilir á 539 og Nesklúbburinn á 582, en Pétur Bjömsson, aðal- maður Nesklúbbsins og Gunnar Sólnes keppa enn undir öðmm merkjum, Gunnar fyrir Akureyri og Pétur fyrir GR. ídag hefst sem sé keppnin í Grafarholti og er reiknaö meö að fyrstu keppendur í meistara flokki, sem eru alls 32, fari af stað í hádeginu, en keppni fyrsta dags á að ljúka milli 18 og 19 í kvöld. Auk nafna sem hér á undan eru nefnd má minnast á menn eins og Óttar Ýngvason og Ólaf Bjarka Ragnarsson, sem em báð ir þekktir fyrir keppnishörku og báðir hafa reynsluna í harðri keppni íslandsmótsins, hinn unga Hallgrím Júlíusson frá Vestmannaeyjum, sem hefur get iö sér gott orð, Gunnlaug Ragn- arsson, sem hefur staöið sig vel að undanförnu, ogreyndarmætti fleiri upp telja, sem til greina gætu komiö sem meistarar. INNIHURÐIR Framleiðum allar gerðir af innihurðum Fullkuminn vélahustur— ströng vöruvundun Hafiö per synt 200 metrana? Keilubraut sett upp í Reykjavík SUSUUflHR EIÍASSON M. Auðbrekku 52-sími 41380 1 I. DEILD KEFL A VÍKURV ÖLLUR: Í.B.K. - FRAM KL. 19.30 Mótanefnd • Svo sem kunnugt er var Tóm- sltundahöllin opnuð á síðastliðnu sumri og rekin i tilraunaskyni um skeið með kappakstursbrautum fyr- ir smábfla eingöngu. Áform eigenda félagsins var frá upphafi að auka fjölbreytni leiktækjaá staðnum,yrði tilraunarekstri þessum vel tekið og þá sérstaklega að koma upp keilubrautum (bowling), en það er ein vinsælastatómstundaiðjamanna um víða veröld, og má geta þess til gamans, að sögu keiluspils í ó- trúlega svlpaðri mynd þess, sem það nú er, má rekja um 7 þúsund ár aftur í tímann. Á daginn kom, að aðsókn var mikil að Tómstundahöllinni og und- irteknir fólks góðar. Var því ákveð ið að hrinda hinum upphaflegu hug myndum í framkvæmd og hafa nú miklar og gagngerar breytingar far ið fram á tækjakosti fyrirtækisins, auk þess sem húsakynni þess hafa veriö stækkuð og endurbætt. S. 1. sunnudag var Tómstundahöllin, sem er til húsa á homi Laugavegar og Nóatúns, síðan opnuð að nýju og er tækjakostur fyrirtækisins nú 4 28 feta keilubrautir, knattspymu- og körfuboltaspil, kúluspil og önn ur þau leiktæki, sem vinsælust erú erlendis. Eru öll tæki þessi raf knúin og sjálfvirk fyrir 10 kr. mynt ina. Mikið er um staði sem þenn an edendis, þar sem þeir njóta ein dæma vinsælda. Er það því von forá$amanna Tómstundahallarinn- ar, að svo verði einnig hér, ekki sízt með tiliti til hinna fjölbreyttu möguleika, sem hér eru á þessu sviði, Auk þessa vinna eigendur Tómstundahallarinnar aö því að koma upp tækjum sem þessum víða um landið, og er þess að vænta, aðeinhver tæki verði t. a. m. komin í gagnið á Akureyri innan tíðar. — Tómstundahöllin verður opin frá kl. 14.00 til 23.00 dag hvem og gildir þar 16 ára aldurstakmark. Til að útiloka yngstu kynslóðina ekki með öllu, verður einnig opið fyrst um sinn á laugardögum og sunnudögum frá kl. 9.30 til 12.30 fyrir börn yngri en 16 ára. Aðaleig endur Tómstundahallarinnar eru Hlöðver Öm Vilhjálmsson og Óli A. Bieltvedt „Hefði átt að gerast á morgun" sagði Pétur Bj'órnsson eftir stórglæsilegan hring i Grafarholti / gær — bætti vallar- metið um 3 högg „Þetta hefði átt að gerast á morgun", sagði Pétur Björns- son, eftir að hann hafði leikið 18 holu hringinn f Grafarholti á 73 höggum, sem er frábær árangur. „Auðvitað reyni ég að sanna það að þetta hafi ekki verið einskær heppni“, sagði Pétur, „ég veit að ég er í góöri æfingu og ég reyni aö gera eins vel og ég get næstu daga“. Reyndar var Pétur ekki allt- af heppinn í keppninni, lenti í erfiöleikum eins og aðrir. Hins vegar átti lukkan það til að grípa inn í, a. m. k. í eitt skipt- iö, þegar boltinn rakst utan f urð utan vallar og spýttist lang ar leiöir inn á völlinn aftur. Þann ig er golfið höpp og óhöpp á víxl.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.