Vísir - 14.08.1969, Blaðsíða 7

Vísir - 14.08.1969, Blaðsíða 7
V í S I R . Fimmtudagur 14. ágúst 1969. 7 morguii útlöiid í morgun útlönd i morgun. útlönd i rao rgun útlönd Hafnað uppástungu írska lýðveldisins um friðargæziusveitir til N-írlands Barizt í gær fram eftír nóttu í 7 borgum N-írlands B Franskutr maður fulltrúi hjá NATO var handtekinn í Paris fyrir nokkrum dögnm, sakaöur um alvar leg brot á öryggislöggjöfinni. Á til kynningu franska innanríkisráðu- neytisins vau' sagt, aö hann yrði leiddur fyrir sérstakan dómstól sem fallar um slik mál. Nánara um starf mannsins í aðalstöð NATO í Bruss el, var ekki ti’greint, né heldur var birt nafn hans. H Sovézki hershöfðinginn Alexei Jepishev, sem kom fyrir skemmstu til Prag sem leiðtogi hernaðarlegr ar sendinefndSr, hélt í gær ófram viðræöum við dr. Husak, flokksleiö íoga Tékkóslóvakíu, Svoboda rík- isforseta og Dzur landvarnaráð- herra. Otvarpiö i Prag segir, að til umræöu séu „sameiginleg hags- munamál“ og fari viðræður fram „innan ramma Varsjárbandalags- ins“. Það er öllum vitanlegt, segir í NTB-frétt, að nefndin kom í þeim tilgangi að girt yrði fyrir uppþot á innrásardaginn 21. þ.m. ffi í Kaupmannahafnarfrétt segir að tekin séu til starfa í Danmörku samtök, sem nefnist „Frelsisbanda lagið“ 1 þeim tilgapgi að greiöa fyr ir þeim, sem óslca dvalar- og at- vinnuleyfis í Rhodesíu. Samtökin, en í þeim mun ekki fjölmennur hóp ur, munu hafa tengslí við stjórnina í Rhodesíu. Samtökin segja það ekki tilgang sinn að hafa nokkur afskipti af innaniandsmálum Rhod- esín, en „stofnað hafi verið í fyrsta sinn síöan Rhodesía lýsti yfir sjálf stæði 1965 — til opinberra tengsia milli Rhodesíu og Skandinavíu.“ Tíu norsk útgeröarfyrirtæki sem gert hafa út um 100 báta til síidveiða í norðurhöfum (Islands- sildfisket) hafa til athugunar aö leita opinbers stuðnings. Síldar- bátar viö Bjarnarey hafa ekkert aflað vikum saman og flestir bát- anna nú í þann vegrnn að byrja aðrar fiskveiðar. Ekki er talið von laust að síldveiðarnar glæðist í september. fl Öeirðir blossuðu upp aftur í gærkvöldi í Londonderry og síðdegisblöðin birtu um það fréttir undir fyrirsögnum slík- ! um sem þessum: NÝ ORRUSTA í LONDONDERRY, BOGSIDE í UMSÁTRI. Óeirðir höfðu einnig brotizt út í nokkrum borgum öðrum, þar sem ráðizt var gegn lögregiustöðvum og varpað bensínsprengjum. Víða gat að líta logandi hús í London- derrv og í hinum borgunum sumum voru kveikt bál á götunum og hjól- barðar og fleira notaö sem elds- neyti, og yfir eldlínuna var svo varpað bensínsprengjum og grjóti. I Londonderry greip lögreglan tii skotvopna í fyrsta sinn, en aðeins í aðvörunarskyni. Táragas var not- að og beðizt afsökunar af opinberri háifu, að til þess hefði oröiö aö grípa. Þing Noröur-írlands hefur verið kvatt saman til aukafundar. Lynch forsætisráðherra Eire — Irska lýðveldisins — flutti sjón- varps- og útvarpsræðu í gærkvöldi og skoraði á brezku stjórnina að fara fram á það, að Sameinuðu þjóðirnar sendu friðargæzlusveitir til Norður-írlands, þar sem stjórn landsins gæti ekki lengur haldið uppi friði og ró í landinu, og einnig krafðist hann þess, aö lögreglan á Norður-írlandi hætti árásum sín- um á róniverskt-kaþólskt fólk. For- sætisráðherrann kvað stjórn lýð- veldisins ekki lengur geta horft á það, sem væri að gerast í Norður- írlandi án þess að láta til sín taka, og kvað framtíðarlausnina hljóta að veröa sameiningu írlands. James Chichester-Clark svaraði þegar ræðu Lynch og kallaði upp- ástungu hans hjákátlega og ræðu hans grófa íhlutun um mál Norður- trlands. Formælandi brezku stjórnarinnar sagði í gærkvöldi, eftir aö Lynch hafði flutt ræðu sína, að það væri fyrir utan verksvið Sameinuðu þjóð anna að hafa afskipti af málinu. Lynch skýrði frá því í ræðu sinni, aö ambassador lýðveldisins hefði verið faliö að gera grein fyr- ir tiliögunni, og var sagt síðar í fréttum frá New York, að ambassa- dorinn hefði gert U Thant grein fyrir afstööu stjórnar sinnar, en Frá Samvinnuskólanum Bifröst Samvinnuskólinn Bifröst er fullskipaður vet- urinn 1969—1970. Væntanlegum nemendum er gefinn kostur á að tryggja sér skólavist veturinn 1970—1971. Umsóknir skulu hafa borizt fyrir 1. september næstkomandi. Um- sóknir sendist skólastjóra að Bifröst eða Bif- röst-fræðsludeild, Sambandshúsinu, Reykja- vík. Þeir sem áður hafa sótt um skóiann, en ekki hlotið skólavist, eru vinsamlega beðn- ir að endurnýja umsóknir sinar, hafi þeir hug á aö hefja nám við skólann haustið 1970. Skólastjóri. ekki lagt fram formlega tillögu um, aö friðargæzlusveitir vrðu sendar. F- rr í gær flutti James Chichest- er-Ciark útvarpsræðu og bað menn gæta stillingar. Meöai 7 borga, sem rteiröir urðu i í gær, eru Beifast, Armagh og Irmiskillen og Newry, þar sem vopn aöir unglingahópar náðu miöhluta borgarinnar á sitt vald um sinn. Kl. 7 í morgun var sagt í brezku fréttaútvarpi að í morgunsárið hefði allt verið með nokkurn veg- inn kyrrum kjörum á Norður-ír- landi. Callaghan innanríkisráðherra Bret lands, sem var í leyfi utan borgar- innar, ræddi við Wilson forsætis- ráðherra, sem einnig er í sumar- leyfi, um ástand og horfur á Norð- ur-írlandi, og varð að ráöi, að Cail- aghan færi þegar til London og biði þaðan frekari fregna frá N-Irlandi. Londonderry í gær: Lögreglan i Londonderry geröi innrás í Bogside (kaþólska hverfið) i gt-. og beitti kylfum, táragasi og vatnsfallbyssum, eftir aö nokkur kyrrð virtist komin á snemma í morgun eftir bardagana J fyrradag og fyrrinótt. Þegar birtrífertí'lb#' arnir að manna götuvirkin að nýju og að bvggja ný. Lögregluliðið varð blátt áfram aö sprengja sér leiö — eins og það er orð;.ð — inn í hverf- ið — og var þetta í fyrsta skipti 1 hálfa öld, sem slíkt hefur gerzt í brezkri eða norður-írskri borg. Ófagurt var um að litast í hverf- inu eftir hina bióðugu bardaga, sem geisað höfðu, rjúkandi rústir, log- andi götuyirki, eyðilagðir bilar og götur stráðar glerbrotum. Al- gert öngþveitisástand var ríkjandi. Eins og áður hefur verið getið særðust í átökunum á annað hundr- að manns, þar af yfir 90 lögreglu- menn. í mestri hættu var lög- reglumaður, sem varð fyrir bensin- sprengju, og var það snarræði fé- laga hans að þakka, að honum var fo. Z:.5 frá að verða „brennandi blys“. Bernadette Devlin sakaði í gær lögregluna í Londonderry um að hafa gripið til gasnotkunar gegn uppreistarmönnum — í seinustu ftéttum er farið að kalla rómversk-kaþólska, sem berjast mann- réttindabaráttunni, uppreistarmenn. — Mótmælendur saka ung- frú Ðevlin um að hafa hvatt til uppreistar. Rússar og Kíu verjar berjast á landamærum Smkiaag © Enn var barizt á landamærum Kína og Sovétríkjanna, er síðast fréttist, en klögumálin gengu á víxl um upptökin og fréttum bar ekki saman um hvar barizt væri. í fréttum frá Moskvu var sagt * Tunglfararnir hylltir i Hew York og Chicago TUNGLFARARNIR, Armstrong, Aldrin og Collins, voru hylltir í gær í New York af 4 milljónum manna, að því er gizkaö er á, er þeir óku eftir Broadway. „Konfetti" og marglitum papp írræmum rigndi yfir þá og kon- ur þeirra úr gluggum skýjakljúf- anna. í fylgd með geimförunum var Lindsay borgarstjóri og Paine, I vfirframkvæmdastjóri geimrann sóknastofnunarinnar. Hvarvetna blöktu fánar Banda ríkjanna og Sameinuöu þjóö- anna. I ráöhúsi New York-borgar heiöraði Lindsay borgarstjóri tunglfarana meö gullmerki borg- arinnar, sem er æðsta heiðurs- merki sem húr, veitir. Frá ráöhúsinu var ekið tii að- I alstöðva Sameinuðu þjóðanna þar sem U Thant og Armstrong ávörpuðu mannfjöldann. frá átökum á landamærum Kazh- akstan, en í kínverskum fréttum, að um 400 manna sovézkt liö hefði ráðizt inn í Sinkiang, stutt skrið- drekum og þyrlum, og fellt marga menn. í fréttum frá Kína var því og haldið fram, að Rússar væru að auka liö sitt á þessum sióöum. I fréttum frá Moskvu voru Kín- verjar sakaöir um upptökin og að mannfall hefði oröió, en ekki faríð nánar út í það. Talið er, að hetta séu mestu landamærabardagar þar eystra síð- an í marz. Lundúnaútvarpið minriti á þaö, er sagt var frá þessum atburðum, aö þaö væri í Sinkiang, sem Kín- verjar gerðu tilraunir sínar meö kjarnorku. Útboð Landsvirkjun óskar hér íneð eftir tilboðum í lagningu háspennulínu frá Búrfellsvirkjun að Sigöldu og Þórisvatni samtals’um 47 km. — Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands- virkjunar, Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, frá og með föstudegi 15. ágúst gegn 1000,— kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á sama stað fyrir kl. 14.00 hinn 25. ágúst n.k., en þá verða þau opnuð og lesin upp að bjóðendum viðstöddum. Reykjavík, 14. ágúst 1969. Landsvirkjun srraa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.