Vísir - 23.08.1969, Blaðsíða 1

Vísir - 23.08.1969, Blaðsíða 1
VISIR Heildarsöltun orðin 35 þús. tunnur Var aðeins 15 jbús. um sama leyti i fyrra ■ Söltun um borð f íslenzk um skipum á veiðisvæðinu við Hjaltland nemur nú 35 þúsund tunnum. Er þá meðtal ið það, sem er um borð í skip unum. Þann 24. ágúst í fyrra var ekki búið að salta í nema 15 þúsund tunnur og var þaö svo til allt sjósöltuð síld. Hjaltlandssíldin er mest sölt- uð fyrir Rússlandsmarkað, en eins og komið hefur fram var búið að heimila aö afgreiða sfld sem söltuð er á Hjaltlandsmið- um upp f samninga um Norður- og Austurlandssíld. Og er búið að semja um sölu á 60—70 þús- und tunnum á Rússlandsmark- aS. Menntabrautin eftir gagnfræða- skólana verði þegar opnuð — Námsbrauta nefnd skilar áliti um 2ja ára framhaldsdeildir ■ Námsbrautanefnd, er skipuð var til að gera til- lögur um opnun nýrra námsbrauta fyrir gagn- fræðinga og landsprófs- nemendur, hefur nú skilað áliti sinu til menntamála- ráðherra. Helztu tillögur námsbrautanefnd ar er þær m. a., að nú þegar haust ið 1969 verði stofnaö til 2ja ára framhaldsdeilda eftir gagnfræða- próf eða landspróf miðskóla, í til- raunaskyni í nokkrum skólum. Tel ur nefndin, að menntamálaráðu- neyt.' 1 ætti að veita leyfi til starf- rækslu slíkra deilda þar, sem á- hugi er fyrir hendi, og kennslu- húsnæði, kennarakostur og nem- endafjöldi er fullnægjandi, enda séu sveitarfélög reiðubúin til að taka á sig þann hluta starfs- og fjárhagsbyrgða sem slíkum deild- um fylgja. Nefndin álítur, að hæfilegur há- marksfjöldi nemenda í framhalds- d sé u. þ. b. 25, en lágmarks- fjöldi sem næst 15. Þá leggur nefndin til, að skóla- árið 1969—70 verði frambaldsdeild ir eingöngu starfræktar við gagn- fræðaskóla. Nefndin álitur jafn- Loftleiðir stofna nýtt á Bahamaeyjum — Sigurbur Magnússon segir, að samningar hafi enn ekki verið undirritaðir um kaup á Transavia • Loftleiðir hafa stofnað nýttfyr irtæld í Nassau á Bahamaeyjum, að því er Sigurður Magnússon, blaða- fulltrúi Loftleiða, hefur tjáð Vísi. Sigurður sagði, að nauðsynlegt hefði verið aö stofna fyrirtækið í Nassau vegna kaupa á flugfélaginu International Air Bahamas, en það var stofnsett þann 5. marz sl. Fyr- irtæki þetta er í einu og öllu dótt- urfyrirtæki Loftleiða og rekur enga starfsemi utan væntanlegs rekstrar á Air Bahamas. Þá staðfesti Sigurður ennfrem- ur fréttir Vísis um hugsanleg kaup Loftleiða á hollenzka flúgfélaginu Transavia, en sagöi, að enn hefðu engir samningar verið undirritaðir. framt, að síðar meir skuli deild- irnar sömuleiðis veröa tengdar við gagnfræðaskóla fyrst og fremst, en einnig við aðrar skólastofnanir, t. d. kennaraskóla eða menntaskóla. Nefndin leggur til, að þegar haustið 1969 og alls ekki síðar en I janúar 1970 ráði menntamála- ráðuneytið tvo sérfræðinga í fullt starf til þjónustu við nemendurog samvinnu við kennara framhalds- deilda, þessir sérfræðingar séu sál- fræðingur og námsráðgjafi. Meginmarkmið náms í framhalds deild veröi aukin kunnátta og hæfni til að stunda framhaldsnám og nám í sérskólum, undirbúningur undir ýmis störf í atvinnulífinu, og al- mer- menntun.Mælt er með því að skólar skipuleggi kennsluna í annir eða misseri, þar sem unnt sé að koma slíku við. Inntökuskilyrði í framv'"ldsdeild verði samræmt gagn fræðapróf með meðaleinkunn 6,0 eða hærri í samræmdum greinum, landspróf miöskóla með meðaleink unninni 6.0 eða hærri. Meðal þeirra réttinda, sem nem- Neptúnus tekinn í landhelgi ■ Varðskip kom að togaranum Neptúnusi um hádegisbil í gær, þar sem togarinn var að veiðum innan við landhelgislínuna úti af Port- landi. — Neptúnus mun hafa veriö um það bil eina og hálfa mílu inn- an landhelgismarkanna. Varðskipið fór meö togarann til Vestmanna- eyja, þar sem málið verður væntan- lega tekið fyrir £ dag. Rigningarnar komu sér illa fyrir laxveiðarnar — Veiðin minni en laxagengdin gefur tilefni til ■ Rigningarnar liafa gert lax- veiðimönnum gramt í geði í sum ar eins og fleirum. — Vöxtur hefur hlaupið í ár hér sunnan lands vegna úrkomunnar og er veiðin því öilu minni en laxa- gengdin gefur tilefni til. Þverá í Borgarfirði hefur verið gjöfulasta áin í sumar að bví bezt er vitað. Þar voru komnir á land 1170 laxar þann 17. En Laxámar í Kjós og N-Þingeyjar- s*slu hafa líka alið marga væna laxa, sem bitið hafa á króka veiðimannanna. í Laxá í Kjós er nú búið að veiða yfir 1100 laxa og í Laxá í Þingeyjarsýslu var þann 18. búið að veiða 1079. Veiðin hefur verið öllu betri fyr- ir norðan heldur en hér á Suður- Iandi, Til dæmis er heldur dræm- ari veiði í Elliðaánum en í fyrra. Þar er nú búið að veiða á átt- unda hundrað laxa og er það minna en laxagengdin upp í árnar gefur tilefni til. En nú í vikunni voru 2.783 laxar gengnir í gegnum telj arann i ánum. Þann 19 ágúst voru 129 laxar komnir á land úr Korpu, 269 úr Laxá í Leirársveit, en 390 höföu veiðzt i Grímsá, i Haukadals á yfir 360 og í Miðfjarðará og Víði- dalsá nær 600 í hvorri. En Blagda og Svartá voru komnar með yfir 400 laxa. Netaveiði er nú lokið í Borgar firði og eru aðalgöngurnar upp í j árnar þvi búnar. Veiðisæld var góð I Þjórsá, áð- i ur en farið var að hrófla við ánni vegna virkjunarframkvæmdanna. — Bændur við Þjórsá hafa mikil hlunnindi af netaveiði í ánni En hún hefur snöggminnkað nú vegna þess að áin ber með sér leir og grugg, sem hún skolar innan úr virkjunargöngunum í Sámsstaða- múlanum. En slíkt mun aðeins vera stundarfyrirbrigði. Samkvæmt upplýsingum veiði- málastjóra í gær, er allt útlit fyr- ir að þetta verði gott meðalár í laxveiði, ekki eins gott þó og f fyrra, enda var það metár. endur fái eftir nám í framhalds- deildum verið forgangsréttindi að Hjúkrunarskóla íslands, Fóstruskól anum, réttindi til alls kennaranáms utan H. í. og til menntaskólanáms. Vísir í vikulokin fylgir blaðinu í dag til áskrifenda Anders geimfari heilsar upp á landið. — Vinur hans Pétur Guðmundsson, flugvallarstjóri aðstoðar frú Anders uppi á pallinum. „íslenzka lands- íagið hjálpaði sagði Anders geimfari á Keflavikurflugvelli B „Það hjálpaði mér, er ég fór umhverfis tunglið fyrir síðustu jól, að ég hafði kynnzt íslenzka landslaginu“ sagði Wiliiam A. Anders geimfari. er hann kom með Flugfélagsþotunni á Kefla- víkurflugvöll um kl. 6.30 í gærkvöldi. „í þetta skipti er ég hingað kominn bæði til starfs og leiks“, sagði Anders en hann flutti fyrirlestur í Háskóiabíói í gærkvöldi, en síðan ætlar hann að renna fyrir laxinn. „Ég kem nú frá Osló og í Nor egi fékkst ég viö laxveiðar. Þar hefur ekki veriö gott veiðiár, en ég hef heyrt, að hér sé mikið af fiski og hlakka ég til að byrja.“ Er Anders var spurður hvers vegna hann hefði hætt geimferð um svaraði hann því til að mjög mikið hefði verið að gera fyrir Apollo-ferðina og að hann hefði aðeins þráð aö lifa eðlilegu lífi. I för meö honum var kona hans og þrjú börn, en þau fékk hann ekki oft að sjá er hann var að búa sig undir geimferðina. „Það er gaman aö vcra kominn til Is- lands aftur," sagði Andars að lokum, en hann hefur bæði ver- ið hér £ Varnarliðinu og við æf- ingar vegna geimferðar sinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.