Vísir - 23.08.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 23.08.1969, Blaðsíða 9
VÍSlífc . Laugardagur 23. á^úst 1969. Drykkju- mannahæli fá og smá: ■ Áfengismál íslendinga hafa oft verið rædd manna í milli og á opinberum vettvangi. Flestir eru sam- mála um að þau séu fyrir Iöngu komin í óefni. Sumir líta svo á að engin Ieið sé að skrúfa fyrir áfeng- iskranann og að flóðið færist sífellt í aukanna. En þeir eru einnig margir sem trúa og vilja gera stíflugarð og stöðva flauminn, því að þeim er kunnugt um, hve margir drukkna á ári hverju. Þessir menn hafa stofnað með sér félög, sem mörg hafa heimili og húsaskjól fyrir þessa skip brotsmenn. Þessir menn reyna líka að reka áróður gegn áfenginu og stemma stigu við að fleiri verði því aö bráð. að drykkjumaöurinn komi af fús um vilja og sæki um inntöku. Auövitað er bað ekki meirihluti drykkjumanna, sem það vill gera, en þó eru þeir nógu marg- ir til þess að hælin geta ekki nándar nærri sinnt þeim öllum. Félagssamtökin Vernd, sem upphaflega voru stofnuð sem fangahjálp reka eins konar slysa varðstofu fyrir drykkjuraenn f þeirri merkingu að þau skjóta skjólshúsi yfir þá menn, sem ráfa matarlausir og illa á sig komnir um göturnar. Þessum mönnum er feginn matur og klæði og veitt gisting. Þó taka þau ekki við drukknum mönn- um. Vernd hefur 14 herbergi undir starfsemi sína en getur þó ekki nýtt þau öll, þar sem þurfa menn á vegum borgarinnar eru þarna Iíka. Samtökin fá rík- isstyrk, sem nemur 100 þús. kr. á ári og aflar þar að auki um 70—80 þús. króna tekna á ári með blaðaútgáfu. Þessir pening ar hrökkva skammt og eiga sam tökin erfitt með að halda opinni skrifstofu. Flókadeildin, sem ar 13. deild Kleppsspítala, býr einnig viö þröngan húsakost. Þar er hægt aö taka á móti tæplega 30 mönn um. Þeir eru því aðeins teknir að þeir komi sjálfviljugir og er íðan veitt læknisaðstoö og önn- ur aðhlynning. Menn dvelja á þessu heimili nokkuð langan tíma og e, þvi ekki hægt að sinna öllum þeim sem kóma vilja. Utan þessara tveggja heimili eru hér í Reykjavík stofnanir sem taka á móti drykkjumönn um og ber þar að nefna 10. deild Kleppsspítalans sem alltaf er yfirfull, og síðan Áfengisvarnar deildin á Heilsuverndarstöðinni. Utan Reykjavíkur eru nokkur hæli og eru sum þeirra fyrir drykkjusjúka eingöngu en önn- ur ekki. í Víðinesi rekur Bláa bandið vistheimili þar sem lækn ir o'g ráðunautar eru. Þetta hæli tekur eins og önnur aðeins á móti þeim sem sjálfir vilja koma og rúmar 25 menn. Þeir eru þarna oftast til langdvalar og fást við ýmsa vinnu bæði hey- skap og annað. Víðines er sjálfs eignarstofnun og hafa forráða- menn mikinn hug á að færa út kvíarnar en fjárskortur heldur öllu niðri. Síöustu rúm tvö ár hefur ríkið styrkt þessa stofnun með 50 þúsund kr. framlagi á mánuði og Reykjavíkurborg hef 17n oft hafa þessir menn ekki árangur sem erfiöi. Það er sama hvernig þeir ræða um þetta og rita og hversu svarta og sanna, sem þeir mála mynd ina, að aldrei vaknar almennings álitið. Það sefur og sefur á hverju sen. gengur. Það opnar ef til vill annað augað, þegar hávaöinn er sem mestur, hlustar svolitla stund, geispar og sofnar aftur. I draumheimum lofar það og prísar, hvað allt sé gott og fallegt. Hver maður þakkar í hljóði fyrir aö hann skuli ekki eiga við vandamálið að stríða. Aðrir koma honum ekki við. En þeir menn, sem þannig hugsa, vita ekki um baráttu og erfiði hinna. Þeir vita ekki að um götur Reykjavíkur ganga sjúkir menn, sem hvergi eiga höfðu sínu að halla, og um hitastigið á ,,heimili“ þeirra má heyra í veðurfregnunum. Þeir vita ekki hvernig stendur á þvi að menn mæta ekki til vinnu sinnar og ef þeir mæta, af hverju þeir skila ekki hálfum af- köstum. Þeir vita ekki af hveriu menn svíkja loforð sín bæði í starfi og utan starfs. Það er þetta, sem áfengisvarn- arfélögin reyna að upplýsa og lækna. Þessu markmiði hefur verið reynt að ná r eð útgáfu fræðslu- rita og-stofnun vistheimila fyr- ir áfengissjúklinga. Er það nokk uö misjafnt hvernig þessi heimili eru rekin. Ekkert heimilanna tekur við drukknum mönnum, heldur bíða þau aðeins eftir þvi Húsnæðissltortur er mikill, bæði á Kleppsspítalanum, sem annars staðar. sem í herferðinni eru berjast, eins og hetjur og leggi alla sína krafta í starfið, en það sem verra er, er aö flokkurinn stefnir ekki allur í sömu átt. Allir eigá'þö' Við saffta'óvln inn að etjanen,aHa,greinir I0ta á um baráttuaðferðina. Það sem vantar, er að sameina kraftana undir eina stjóm, til þess að spjótin beinist ekki út og suð- ur. Félögin og stofnanirnar eru margar og berjast allar í bökk- um af fjárskorti. Ríki og bæir eru að smá miðla fé til þeirra, en enginn fær svo mikiö aö hann geti komiö því í fram- kvæmd, sem ’iann vildi. Þær stofnanir, sem taka á -ióti drykkjumönnum eru góöar svo langt sem þær ná, en til- finnanlega vantar hæli, sem tæki á óti drukknum mönnum. Þar ætti að veita þeim alla þá aðhlynningu sem hægt er. Þvo og strjúka af þeim föt, láta þá hafa aðstöðu til baða o. s. frv. Þaö er ðlilegt að þau heimili, ser 'ú eru starfrækt vilji ekki tak á óti drukknum mönnum. Til þess hafa þau enga að- stöðu. Það er líka ljóst af hverju drykkjumennimir verða að koma ' frjálsum vilja. Drykkju mannahæli eiga ekki að vera nein fangelsi og vilji maðurinn ekki þiggja hjúkrun er engin leið að gefa honum bata. En þar með er ekki sagt aö ekki sé þörf á heimilum, sem taka á móH önnum undir áhrifum áfengis og örvi hina til að koma af fúsum vilja. Eitt er það enn, sem áfengis- varnarfélögin berjast fyrir og það er hæli fyrir kvenfólk. Hér á landi er ekkert slíkt heimili. en ó hin mesta þörf á. Hér hefur aðeins verið minnzt ú brot af því starfi, sem starfs- menn áfengisvamarféla™ og stofnana vinna og leggja flestar sínar tómstundir í. Það eru bæði læknar og áhugamenn, sem hér ’ ,gja hönd á plóginn t. þeir mii iu aldrei geta ná? marki sínu, nema almenningur þekki g skilji starf þeirra. En bví aðeins veitir fólk starfi þeirra athygli, að þeir standi saman og starfið sé öflugt og -r.nnfærand'. ur látið 10 þúsund af hendi rakna í mánuði hverjum. Gunnarsholt er ríkisstofnun og er það svipað og Víðines eins konar vinnuhæli, þar sem sjúkl- ingar dvelja um langan tíma. Þetta haéli getur ekki annað nærri því öllu, sem nauðsynlegt væri. Einnig er reynt aö koma drykkjumönnum fyrir í Arnar- holti, en það er fyrst og fremst hæli fyrir vangefna. Þá eru einn ig nokkrir á Litla-Hrauni. Á undanförnum árum hafa verið stofnuð mörg félög, sem hafa það að baráttumáli, að koma lagi á áfengismál þjóðar- innar. Forustumenn þeirra leggja sig fram af lífi og sál en alltaf er það fjárskortur sem dregur allan mátt úr starfi þeirra. Á vegum ríkisins eru á- fengisvamarnefndir í sveitum og bæjum, en í langflestum tilvik- um eru þær aðeins nafnið tómt. Þá má einnig nefna aö á hverju ári halda gagnfræöaskólar bind- indisþing en áþreifanlegur árang ur af því fundahaldi er enginn. Þessi herferð gegn áfengisböl- inu gefur góða mynd af íslenzkri samstöðu og skipulögöum vinnu brögðum. Ekki vantar aö þeir Dregur fjárskortur úr baráttunni við Bakkus? 9 ■ Burt með Sölunefndina. Eölunefnd varnaliðseigna hef- ur h .ljar mikiö húsnæði, þar sem verið er að safna saman og selja allskyns rusl og drasl. Mér finnst það fáránlegt nú á dögum þegar alla vantar hús- næði, að vera að láta þessa dýr mætu lóð og húsrými undir þessa vitleysu. Ekki þaö aö ég sé eitthvað á móti Varnarlið- inu, heldui hitt að mér finnst að nota ætti húsið til einhvers þarfara. Sölunefnd varnaliðs- eigna gæti vel haldið uppboð nokkrum sinnum í stað þess að leggja undir sig allt þetta. Framfarasinni ■ Ofstæki Nú fyrir nokkrum dögum birt ist bréf í þessum dálki þar sem höfundur vill helzt ganga af sjónvarpinu dauðu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ofstæki kemur fram á prenti, því að fólk viröist ekkert sjá eða skilja en sinn eigin smekk og óskir. Menn veröa að reyna aö skilja það sem alltaf er verið að segja aftur og aftur, að sjónvarpið er fyrir alla landsmenn. Þeir hafa ekki allir sömu skoðun eins og flestum er kunnugt. Þriðja sjónvarpskonan ■ Ský af mannavöldum Loksins kom sólin eftir aö við höfum steytt hnefana I ský- in næstum heilt sumar. 1 þessu ilefni brá ég mér sem aðrir út á grasblettinn minn og lét sólina skína á mig i bak og fyr- ir. Þa, sem ég nú sit þarna i kyrrðinni kemur þota frá Varn- arliöinu með braki og brestum og dregur á eftir sér ský inn á himininn og skildi það eftir beint fyrir sólinni. Mér varö bara kalt svona í skugganum. Þetta óféti breiðist síðan út um allt g verðui að mistri, Er ekki nóg að veðurguðimir séu alltaf að búa til ský þð að Varnarliðið sé ekki að leika það eftir þeim? Sárgröm húsfreyja ■ Ekki á Röðli í tilefni af þvf að í þessum dálki var fyrir. nokkru minnzt á ólöglegt verð á áfengi í 6- nafngreindu húsi, vil ég taka það fram að það á ekki við um mitt hús, Röðul. í bréfinu var talað um bar uppi og niðri og getur því átt vfða við, en slíku er ekki til að dreifa á Röðli. Helga Marteins, Röðli HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.