Vísir - 23.08.1969, Síða 5

Vísir - 23.08.1969, Síða 5
VlSIR . Laugardagur 23. ágúst 1969. Fréttir frá Maríulandi JJaltimore er nú talin ein helzta bilainnflutningsborg in á austurströnd Bandaríkj- anna. Stafar þaö af hentugri Iegu borgarinnar með hliösjón af bilaflutningum á helztu markaö- inaimið og vesturríkjunum og á austurströndinni, og syo auövit að af mjög góðum löndunarað- staeðum hér í höfninni, þar sem risastór bílaflutningaskip eru losuð á einum degi. Einnig ku kostnaður við-löndun minni hér, en viðast annars staðar á aust- urströndinni. Má segja að skip komi daglega frá helztu bilaút- liutningsborgum Evrópu eins og Genova, Amsterdam og Ham- borg. Eru bilaflutningaskipin risastórir prammar, aðallega norskfr og þýzkir, byggðir ein- göngu til bilaflutninga. Eru skip in losuð á nokkrum tímum og ionfhittu bílarnir síöan fluttir á bílavögnum til bílasalanna. Eru bifreiðarnar komnar á markað- inn glansandi nýjar, tveimur til þrem dögum eftir að þeim er skipað í land. Mest ber á Volks- vðgnum, af öllum gerðum, og Fiötum, en þessar tvær bílateg- undir ku vera vænlegastar til sölu af erlendum bifreiðum á markaðinum hér i Bandarikjun- um. Þá er mikið f Iutt inn af lúsar smáum sportbilum, Austin, sem eru mjög vinsælir af sportsinn- uðum einstaklingum, er kunna vel að meta spameytni þeirra. Japanir senda fulltrúa sinn, Honduna, í þessa dollarakeppni bilaframleiðenda. Þykja allir þessir bílar girnilegir fyrir létt leika sinn á fóður og litlar kröf ur um rými. Er mikil hugur í bandariskum biiaframleiðendum að mæta þessari markaðsögrun evrópskra með því að smiöa agnar litinn bíl, sem þyrfti sama og ekkert bensin og væri næstum ósýnileg ur i innferð, en samt svo rúmgöð ur, að hann rúmaði alla fjölskyW una. Fjöldi manna lítur samt lrtiu evrópskn bfíana homauga vegna þrengsla þeirra og lífs- hættu þeirrar, er menn segjast rmmdu leggja sig í, ef þeir lentu í árekstrj við trukk. Menn þess- ir hafa nokkuö til síns máls, því samkvæmt frásögnum blaöa af bifreiöaárekstrum á vegum úti, mun erfitt að koma auga á litlu evrópsku bílana eftir árekstur- inn. Mun öll varahlutaþjónusta er- lendu bílanna vera dýrari og við geröarþjónusta lélegri. En banda ríska stjórnin ku ætla að leggja hart að innlendum framleiðend um bifreiöa að bæta alla við- gerðaþjónustu á nýseldum bil- um, því að kvartað hefur verið um, að bílasölur stæðu ekki viö ábyrgðar skuldbindingar sínar gagnvart bílakaupendum og veittu litla eða lélega þjónustu. Þykja bifreiöaverkstæði hinar mestu okurstíur, og mikil vinnu svik höfð í frammi. Er ætlunin að mæta samkeppni evröpskra með þvi að koma þjónustu við kaupendur bandarískra bifreiða í rétt horf og framfylgja reglum um öryggisákvæði í bílum, ems og sætabindingunum. Mest seidu bandarísku bifreið arnar eru Chevrolet og Ford-bil- arnir. Eru þeir ásamt Rambler- bilunum, sem ekki hafa gott orð á sér, hvernig sem á þvi stendur ódýrustu og jafnframt neyzlu- grennstu bilarnir af innlendu framleiðslunni. Þykja sumar teg undir Chevrolet ekkert standa að baki litlu evrópsku bilunum, hvað sparneytni snertir, auk þess sem Chevrolettinn er miklu stærri og kraftmeiri. Af öðrum vinsælum, ódýrum bandarískum bilum má nefna Dodge og Plym outh bilama, sem fylgja fast á eftir hinum rótföstu Ford og Chevrolet. Allir þessir bílar selj ast nýir á svipuðu veröi og inn- fluttu biiarnir; geta státað af betri og ódýrari viðgerðarþjón- ustu og eru í mörgum tilfellum eins ódýrir á brennsluefni svo aö þeim.ætti ekki að stafa hætta af samkeppni erlendu bilanna. Þurfa menn hér litið að hugsa um bensínkostnaö, þar eð bensín er tiltölulega ódýrt, reyndar mis munandi dýrt eftir gæðum, sé miöað vrð almennar tekj«r manna. En vikukaup verksmiðju manna hér í Baltimore er um 120 doilarar, en bensínlítrinn frá 28 centum. Ætti því spar- nevtnin ekki að vera sá kostur sem evrópsku bílarnir vinna á. En hér eins og annars staöar er um að ræða hið mikla bíla- stæða vandamál, og í því vanda máli koma kostir litlu bílanna í Ijós. Nýju Volksvagnarnir á mark- aðinum hér eru sjálfskiptir, þvi að ekki þykir akandi i öðru en sjálfskiptandi bifreiðum í hinni hröðu umferð. Hefur fyrir Iöngu verið unninn bugur á göllunum sem komu í Ijós á fyrstu sjálf- skiptu bifreiðunum, þykir sjálf- skiptingin nú miklu öruggari og hentugri með tilliti til reksturs- sparnaðar, og bílar með gömlu gírskiptingunum þykja hálfgerð- ir forngripir hér, sem einstaka sérvitringur og safnarar girnast. Af dýrari fólksbilum hér má nefna lúxusbíla, eins og Chrysl- er, Oldsmobile, Buick og Cadi- lac. Eru þessir bílar mun vand- aðri og dýrari en fyrmefndu al- gengustu tegundirnar, meö geysi legu vélarafli og alls konar þægi legheitum fyrir öikumanninn,- eins og sjálfstýringu og fl. o.fl. Menn skulu þó ekki halda að auðmennina megi þekkja á þess- um þrjú til fjögur þúsund doll- ara tryllitækjum, þvi að þessir bílar eru algeng sjón fyrir utan alls konar verksmiðjur, þar sem verkamenn leggja bilum sínum. Auðmenn ferðast í risastórum Limousinum með einkennis klæddum cinkabilstjóra og svo auðvitað í þvrlum. Þegar á allt er litið, ætti bandaríska bílaiðnaðinum lítil hætta að stafa af innflutningi er lendra bifreiða nema þá Rolls- Royce bílanna, þvi að Banda- rikjamenn vilja hafa allt stórt, eins og sést bezt á því, ef krakki er að drekka gos, þá er það yf- irleitt úr þriggja pela flösku. S.I.Ó. Sjálfsþjónusta Njötið sumarleyfisins. Gerið við bíiinn sjáifs'. Vett*am aiia aðstöðu. Nýja bílaþjónustan, Hafnarbraut 17. Sfem 42536. Leigi ót toftpressH og gröfej til atím verka. Gislj Jónssou, Akurgerði 34. Simi 35199. NYJ0N6 ÞJÓNUSTA A EINUM STAÐ Fáiö þér íslenzk gólffeppi frái TEPPÍíf nitima Ennfremur ódýr EVLAN feppl. Sparið tíma og fyrirhöfn, og verzIiS á einum sicð. UOSASTILUNGAR Bræðumir Ormsson h» Lágmúla 9, sími 38820. (Beint á móti bensinstöð BP við Háaleitisbr.) © Notaðir bílar til sölu Höfum kaupendur að Volkswagen og Land- Rover bifreiðum gegn staðgreiðslu. Til sölu í dag: Volkswagen 1200 ’56 ’62 ’64 ’65 Volkswagen 1300 ’66 ’67 ’68 Volkswagen 1500 ‘68 Volkswagen Fastback ’66 Volkswagen sendiferðabifr. ’62 ’65 Volkswagen station ’66 Land-Rover bensín 62 ’63 ’64 ’65 ’66 ’67 Land-Rover dísil ’62 ’66 Willys ’66. Opel Kadett ’65 Við bjóðum seljsndum endurgjaldslaust af- not af rúmgóðum og glæsilegum sýningarsal okkar. S'imí 21240 HEKLA hf Laugavegi 170-172 |vEKKTAKAR! - HÚSBYGGJENmiR* Ifeamkvæmum alls-, ^ KONAR JARÐÝTUVINNC 1 j UTANBORGAR SEM INNAN . I 82005-82972 MAGNÚS & MARINÓ SF OSVALDUR S. DANIEL Srautarholti 18 Simi 15585 SKILTI og AUGLVSINGAR BILAAUGLVSINGAR ENDURSKTNSSTAFIR ð BÍLNÚMER UTANHÚSS AUGLYSINGAR

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.