Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1969næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Vísir - 22.09.1969, Blaðsíða 2

Vísir - 22.09.1969, Blaðsíða 2
2 VlSIR . Mánudagur 22. september 1969. Grátbrosleg mistök færðu Skagamönnum sigur, og von Akumesingar tryggðu sér a. m. k. silfurverðlaunin í 1. deild, er þeir sigruðu Vestmannaeyinga í síðari Ieik Iiðanna á Akra- nesi á laugardag. Eins og svo oft áður á þessu sumri voru aðstæður til knatt- spyrnukeppni ekki sem beztar. Völlurinn var líkastur mýrlendi og leikmenn máttu vaða aurinn í ökkla, sérstaklega þó mark- verðirnir, en völlurinn var verstur fyrir framan mörkin. Þá vom pollar víðs vegar um völlinn, sem oft settu strik í reikn- inginn. Davíð Kristjánsson, markvörður Akraness, lyftir boltanum nett- lega yfir marksúluna, en fast er að honum sótt eins og sjá má. En þrátt fyrir allt var leikurinn aidrei leiðinlegur og áhorfendur, sem voru fleiri en oft áður, skemmtu sér vel og hvöttu leik- menn ákaft. Skagamenn voru öllu ákveðnari í fyrri hálfleik og áttu fleiri tæki- færi til að skora. Á 15. mín. skor- uðu Skagamenn svo mark. Eyja- menn voru í sókn, en Benedikt Valtýsson náði knettinum á vita- teig og lék fram vöillinn og sendi góða sendingu inn fyrir Ólaf bak- vörð og til Guðjóns Guðmunds- sonar, sem ekki var seinn á sér og skoraði með góðu skoti við mik- inn fögnuð heimamanna. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik, en oft skall hurð nærri hælum, sérstaklega í homspymun- um. Eyjamenn komu tvíefidir til leiks í sfðari hálfleik og sóttu ákaft i byrjun. En vöm Skagamanna var DANSSKOLI INNRITUN NÝRRA NEMENDA. Kennsla hefst mánudaginn 6. október. Reykjavík: Símar 2 0345 og 1 01 18 kl. 10—12 og 1—7 daglega. Árbæjarhverfi: Kennum bömum og unglingum í gamla bamaskólanum. Innritun í síma 3 81 26 kl. 10—12 og 1—7 daglega. Kópavogur: Sími 3 81 26 kl. 10—12 og 1—7 daglega. Hafnarfjörður: Sími 1 01 18 kl. 10—12 og 1—7 daglega. Keflavík: Sími 2062 kl. 3—7 daglega. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS þétt fyrir og varðist vasklega, þótt oft munaði mjóu. Um miðjan hálf- leikinn hrista þeir af sér slenið og jafnaðist þá leikurinn til muna. Á 30. mín. bætir Guðjón öðru marki við, og dró þá mjög úr bar- áttuþreki Eyjamanna. Má segja, að þetta mark hafi verið grátbroslegt. Skagamenn voru í sókn og Matthí- asi mistókst að ná knettinum, sem barst til Viktors Helgasonar. Hann sendi knöttinn til Guðjóns Guð- mundssonar, sem þakkaöi fyrir sig og sendi hann í mannlaust markið, þar sem Páll markvörður var að ræða við Matthías er lá á vellinum til hliðar við markið. En Eyjamenn höfðu ekki sagt sitt síðasta orð. Á síðustu mfnútu leiksins skorar svo Haraldur „gull- skalli“ Júlíusson glæsilegt skalla- mark. Fékk hann sendingu frá vinstri og skallaði glæsilega neðst í markhornið og óverjandi fyrir Dav íð markvörð. \ Guðjón Guðmundsson átti mjög góðan leik og sömuleiðis Matthias, þótt ekki tækist honum að skora að þessu sinni. Bjöm Lárusson og Teitur böröust vel allan tímann. Vörn Skagamanna var þétt fyrir, með þá Benedikt og Þröst, sem beztu menn. Davíö markvörður stóð sig og varði af öryggi. Vöm Eyjamanna var nokkuð mis tæk að þessu sinni. Páll markvörð- ur og Viktor stóðu sig vel, ef frá er talið síðara markið. Valur var beztur Eyjamanna, sívinnandi í sókn og vörn. 1 framlínunni bar mest á Sævari og Haraldi. Sigmar yfirgaf völlinn í sfðari hálfleik vegna meiösla. Hannes Sigurðsson dæmdi leik- inn og gerði það ágætlega. Kópavogur - Nýjan leik keppa um 7. ■ Sáralitlu munaði að hið Ieik- reynda Akureyrarlið hrap- aði endanlega niður f 2. deild á laugardaginn. Á 1. mínútu síðari hálfleiks framlengingar- innar milli Akraness og Kópa- vogs small boltinn í stöng hjá Akureyringum. Sannarlega mun- aði ekki miklu að þetta skot Jóns Inga Ragnarssonar færði Kópavog í 1. deildina, en það varð þó ekki að þessu sinni. Leiknum lauk 1:1 og verður því að leika aftur á hlutlausum velli — og nú stendur styrrinn um, hvar sá völlur skuli vera. Leikur Breiðabliks úr Kópavogi og Akureyringa var tæknilega séð lélegur í heild. Leikmenn vom greinilega yfirspenntir á taugum, sem verður að teljast eðlilegt. Sam- leikur gleymdist allan tímann, en meira af fálmkenndum spyrnum út í buskann. Skemmtileg tækifæri áttu liðin þó bæði allan leikinn, — og Akur- eyringar þó öllu fleiri og stórkost- legri. Sannast sagna var það furðu- legt hvað markvörðurinn ungi í Kópavogsmarkinu dugði, eins og Akúreyringar sóttu ólöglega að hon um, en dómarinn, Eysteinn Guö- mundsson, oftast réttsýnn í þess- um leik, gleymdi að þvf er virtist að vernda markmanninn fyrir hnjaski. Akureyringar skoruðu á 11. mín- útu, en markið var dæmt af og strax á eftir skora þeir í stað þessa mark, liöu vart nema sekúndur þar til vinstri útherjinn hafði rennt boltanum í netið, en Kópavogsvöm in lét boltann renna fram hjá sér utan af hægra kanti og stóð illa að vörninni. 1 heild má segja, að Kópavogs- menn hafi sótt meir í fyrri hálf- leik, en Akurevringar áttu þó hættu legri tækifæri, t. d. tvö á sömu sekúndunum seint í hálfleiknum,. - Akureyri 1:1: þarf til að deildar sæti en Skúli og Þormóöur vorn ekki á skotskónum. 1 seinni hálfleik léku Breiðabliks- menn undan vindinum á nyrðra markið, og ekki liðu nema 7 mín- útur, þá voru Kópavogsmenn búnir að jafna metin. Framlínan sótti af kappi, boltinn Ienti loks hjá Guð- mundi Þórðarsyni, hinum snjalla miðherja Breiöabliks, sem afgreiddi með lágu skoti, en allföstu, af stuttu færi á mitt markið. Samúel í marki Akureyrar festi hönd á boltanum, en varð að láta sér lynda að sjá eftir honum inn fyrir mark- Iínuna. Seinni hluta leiksins sóttu Akur- eyringar mjög stíft, og tækifærin voru sannarlega þess eðlis að Akur- eyri hefði átt að ná forystu. Það sem einkum sneri leiknum Akur- eyringum f hag var slægvizka Magn úsar Jónatanssonar, sem hreinlega tók að sér alla stjóm og öll völd á miðbiki vallarins. Aðrir virtust ekki ráða á stóru svæöi. Magnús stöðvaði þarna sóknarlotur og sneri upp í sókn eigin liðs. Sjálfur átti Magnús margar tilraunir til að skjóta og skalla á mark, en synd væri að segja, að heppnin hafi verið með honum. Var hann eini Akureyringurinn, sem var eftirtekt- arverður á vellinum. Af leiknum er það að segja, að þetta varð algjör þráskák, jafn- tefli eftir réttan leiktíma, síðan 2x15 mín. framlenging. En ekki tókst að útkljá leikinn. Heldur sóttu Kópavogsmenn sig þó í fram- lengingunni og áttu betri færi. — Segja má, að jafntefli hafi verið göö lausn i sjálfu sér, þótt Akur- evringar hafi verið mun nær sigri. Af leikmönnum Breiðabliks vöktu athygli mína sterkur útherji, Hreið- ar Breiðfjörð, ágætur bakvörður vinstra megin, en full villtur sarnt enn sem komið er, og Guðmundur Þórðarson, sem er örugglega á viö okkar beztu framherja. — jbp — S7S,-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 207. Tölublað (22.09.1969)
https://timarit.is/issue/237168

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

207. Tölublað (22.09.1969)

Aðgerðir: