Vísir


Vísir - 22.09.1969, Qupperneq 9

Vísir - 22.09.1969, Qupperneq 9
V1 S I R . Mánudagur 22. september 1969, 9 ☆ □ Suður við Straums- vík er iðnaðarrisinn smám saman að vakna til starfsins og í vöru- geymslunum eru teknir að hlaðast upp staflar af álhlunkum, sem bíða útflutnings á erlenda markaði. □ „Við gerum ráð fyr- ir að álbræðslan verði komin í full af- köst fyrir mánaðamót- in,“ sagði Ragnar Hall- dórsson forstjóri ÍSALS við blaðam. Vísis, sem í síðustu viku brá sér suður þangað. Horft eftir endilöngum kerjaskálanum, 650 m löngum, þar sem álið er greint frá súrálinu með rafstraumi. Starfsmennirnir nota reiðhjól, þegar þeir „ganga að“ verki sínu. Tröllið vaknar til starfa Albræðslan nær fullum afköstum um mánaðamótin og skilar 90 smál. á dag rjú ár og fimm mánuðir eru þá liðin frá því, að samning ur ríkisstjómarinnar við svissn- eska stóriöjuhringinn, Alusuisse var samþykktur sem lög frá Al- þingi 30. apríl 1966. Það er ekki langur tími til þess að reisa fullkomnustu verk smiðju sem til er í heimi í ál- iðjubransanum, eins og álbræðsl an í Straumsvik er, því að í henni gætir nýjunga, sem hvergi hafa litið dagsins ljós annars staðar — svo til splunkunýjar af tilraunaborðum í Sviss, enda ennþá hálfgert leyndarmál, sem ekki er flíkað of mikið með. Hún er þó ekki sú stærsta. Framleiðir aðeins.... 33.000 tonn af hreinu áli fyrsta kastið, ca 90 tonn á sólarhring „en eft- ir næsta áfanga, sem er bygg ing annars 120 kerja skála verð ur framleiðslan 75.000 tonn á ári, eftir 1972,“ sagði Ragnar forstjóri, en það eruaðútflutn- ingsverðmæti um 3,2 milljaröar (3.200.000.000) fslenzkra króna. Verksmiðjan er því engin smá smíði, þótt hún skáki ekki þeim úti í heimi. Kerjaskálinn, þar sem álið er skilið úr súrálinu með rafmagnsstraum er t.d. 650 metra langur, „en það þýðir 1,3 kílómetra gang fyrir mig fram og til baka, þegar ég fer í eftirlitsferð", sagði Jóel Sig- urðsson, yfirverkstjóri, þegar blaöamaður hitti hann aö máli í skoðunarferð um verksmiðjuna. Það er langur gangur, jafnvel fyrir afreksmann i frjálsum íþróttum, enda gripa Jóel og menn hans sem starfa að gæzlu kerjanna til reiðhjóla, þegar mikið liggur á Þó á skálinn enn eftir að lengjast með 40 kerja viðbótinni, sem tekin verður til notkunar í vor. Vinnuspamaður og hag- kvæmni hefur greinilega veriö æðsta boðorð þeirra, sem skipu lögðu uppsetningu verksmiöj- unnar, og af því markast hver krókur og ldmi. Sjálfvirkar maskínur, sem bera heiti einka ritara forstjórans og fram- kvæmdastjóranna — Sigríður, Þóra og Margrét — vinna verk tuga manna í kerjaskálanum og þykja nánast viöundur, hvað snertir tækni og hugvit. Annar stærsti liður verk- smiðjunnar er steypuskálinn, sem tekur við fljótandi álinu, 950 gráðu heitu, frá kerjaskál- anum. Gríðarstórir ofnar, olíu- kyntir og rafmagnskyntir með flóknum, vökvaknúnum lyftiútbúnaði sem gerir 25 tonna keröld hreyfanleg, setja þar svip sinn á salarkynnin. Þar er fljótandi álið steypt í hleifa og svera hjalla, eftir þörfum og hentugleikum, áður en það-er flutt f vöruskemmum—* ar og staflað þar upp í silfur- gljáandi stæður. Bíður álið þar unz næsta skip leggst á skipalægið, þar sem 40.000 tonna flutningaskip get- ur lagzt að bryggju, og sækir það til flutnings á erlendan markað. Allur þessi véla- og tækni- útbúnaður krefst mikillar við- halds- og viðgerðarþjónustu, svo að jafnframt hafa verið reist hin fullkomnustu vélaverkstæöi þar sem sjálfvirknin skipar önd vegissess. Kemur sér þá vel, aö hagkvæmni ríkir í uppsetningu verksmiðjunnar, þegar hinir einstöku hlutar hennar eru skildir sundur og teknir til end urnýjunar. Þannig þarf ekki nema þrjá sólarhringa til þess að losa eitt kerið í kerjaskálan- um, flytja það á „bakskauts" verkstæðið, endurnýja það og flytja aftur á sinn stað, „en það væri þriggja vikna verk, ef vinna þyrfti við kerið i kerja- skálanum sjálfum." sagði Ragn ar. Fljótandi álinu er hellt 660 gráöu heitu í mótin, sem kæld eru með vatni : yiyiii Verksmiöjan er sjálfri sér nóg á allan hátt, nema bara um hrá- efni til úrvinnslu. Fullkomin rannsóknastofa er þar auðvit- að innan veggja líka, sem býr að tækjum „er á einni mínútu vinna úr 6g skila okkur upp- lýsingum um 9 fruipefni, sem er aö finna í álinu“, sagði Pétur Ellenberger hinn svissneski yf- irmaður rannsóknastofunnar. — Framleiðsla fSALs er nefnilega ca 99,5% hreint ál, en 0,5% eru 9 önnur frumefni, sem verða að vera blönduð í réttum hlutföll um, og með því fylgist rann- sóknastofan og til þess hefur hún hin fullkomnustu röntgen- mælitæki o. fl. Sigurðsson, verkstjóri, og starfsmennirnir í kerjaskál- anum, unnið að því að kynda upp kerin — sex ker á dag — og verða væntanlega búnir með öll 120 fyrir mán.mótin. gratatt □ Ósk til SVR Nú hefur komiö fram að vænt anlegt er nýtt leiðakerfi hjá strætisvögnum Reykjavikur. — Þætti mér og þeim fjölda skrif- stofumanna, sem með mér vinna vænt um, að eftirfarandi atriði yrði athugað í nýja skipulaginu. Við óskum þess að strætisvagn ar gangi þannig, að þeir komi rétt fyrir heilan tima á Lækjar- torg, þannig að hægt sé að nota þá til að komast til vinnu. Nú er þessu þannig varið að t.d. strætisvagn af Högunum kemur kl. 9.05 á Lækjartorg. Til þess að koma á réttum tíma til vinnu verða skrifstofumenn úr þessu hverfi því að koma hálftíma fyrr þ.e. kl. 8.35 og bíða siðan utan skrifstofu sinnar fram til kl, 9.00. Á okkar skrifstofum sjáum við ekkert þvi til fyrir- stöðu að þessi strætisvagn gangi 5 eða 10 mínútum fyrr. Vinsamlegast Ó.T. □ Ofurlítið enn um EFTA Hefur einhver hugleitt það, sem Gylfi Þ gaf í skyn í sjón varpsþætti fyrir nokkru. Þar vildi Gylfi gera Iítið úr ugg ís- lendinga í sambandi við inn- göngu í EFTA. Taldi það ekki breyta miklu hjá hinum almenna borgara, það þyrftu að vísu nokkrir menn að víkja úr embættum. í þessu sam bandi langar mig þess vegna að bera fram spurningu svohljóð- andi: „Gætu fimm þúsund Gylf ar skipt um atvinnu á íslandi?" Atvinnulaus iðnaöarmaöur. + □ Óþarfa nefskattur Áður en sjálfstæðismenn kom ust til valda á Islandi var til skattur sem nefndur var veltu- skattur og var hann lagður á fyrirtæki. Honum var komið á til að bæta ríkissjóði upp þann skaða, er hann hlaut af ófull- komnum framtölum þeirra tíma. Nú vitum við, að til er nokkuð, sem nefnist skattalögregla og nú vita í það minnsta kaupmenn að ekki gengur vel að svíkjast undan henni. Nú þegar skatta- yfirvöld segjast þannig vera bú in að hvítþvo fyrirtækin af skatt svikum er þá ekki grundvöllur horfinn fyrir þessum veltuskatti sem að vfsu nefnist aðstöðu- gjald á nútímamáli? Kaupmaður. HRINGIÐI SÍMA1-16-60 KL13-15

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.