Vísir - 22.09.1969, Blaðsíða 8
8
VÍSIR
9 ' \
Otgetandi RevKjaprent n.t
Framkværndastjön Sveinn R. EyjólíssoD
Ritstjórt: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjórt: Axel rhorsteinsoD
Fréttastjóri: Jón Blr;;ir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099
Afgreiðsla Aðaistræti 8. Sími 11660
Ritstjórn: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 145.00 x mánuði innanlands
r lausasölu kr 10 00 eintakið
°rentsmiðja Visis — Edda h.f.
Ábyrgð og skyldur
]\förg skrif stjórnarandstöðunnar verða ekki skilin /
á annan veg en þann, að í rauninni sé ekki við neina /
teljandi efnahagserfiðleika að etja, nema þá, sem séu )
afleiðingar rangrar stjórnarstefnu. Ef til að mynda \
vinstri stjórn hefði verið hér við völd undanfarin ár, \
gætu íslendingar lifað og leikið sér eins og þeir gerðu (
á velmegunarárunum um miðjan áratuginn. Þá hefði //
það engu máli skipt, þótt gjaldeyristekjur þjóðarinn-
ar minnkuðu skyndilega um helming, stjórnarstefn- \\
an hefði bætt það upp. Þá hefði enga gengislækkun (t
þurft, engar ráðstafanir í líkingu við þær, sem nú- //
verandi stjórn taldi nauðsynlegar. Verðfall, aflabrest- )/
ur og ótíð hefði ekki valdið slíkri stjórn miklum erf-
iðleikum. Hún hefði kunnað ráð, sem dugðu gegn \
markaðssveiflum, duttlungum síldarinnar og jafnvel \
sjálfra náttúruaflanna. (
Þannig geta menn talað og skrifað, þegar þeir telja /
sig ekki bera ábyrgðina, enda þótt það sé vitasTculd )
fjarri öllu viti að stjórnarandstaða megi skilja hlut- )
verk sitt á þann hátt. Hún hefur vissulega miklar \
skyldur við þjóðina, m. a. þær, að fara ekki með vís- \
vitandi blekkingar og hvetja til andstöðu gegn ráð- (
stöfunum, sem hún veit að eru nauðsynlegar og hún /
hefði sjálf orðið að gera, ef hún hefði farið með )
völdin. )
Það er líka furðulítið við það unnið, að þrástagast \
á því, að stjórnarstefnan hafi verið röng. Um það sýn- (
ist alltaf sitt hverjum. En heilbrigðri dómgreind er í
misboðið þegar því er haldið fram, að nokkur stjóm- /
arstefna hefði getað afstýrt þeim efnahagsáföllum, /
sem yfir hafa dunið. Og það er heldur ekki gott sam- i
ræmi í því, að halda annars vegar fram, að allt sé )
komið í kalda kol, en hins vegar að hægt sé eftir sem j
áður að láta eins og ekkert hafi í skorizt og miða út- \
gjöld og eyðslu við sömu gjaldeyristekjur og fyrir \
2—3 árum. (
Ríkisstjórn, sem hefði farið þannig að ráði sínu, /
hefði vissulega brugðizt þjóðinni á örlagastundu. Hér l
skiptir, þegar öllu er á botninn hvolft, ekki megin )
máli hverjar orsakirnar voru, hvort það var röng j
stjórnarstefna, eins og andstæðingar stjórnarinnar \
halda fram, eða óviðráðanlegar ytri ástæður, eins og ('
allir réttsýnir menn sjá og viðurkenna. Aðgerða var /
þörf, og þær þoldu ekki bið. Og sé litið með sanngimi )
og heilbrigðri dómgreind á allar aðstæður, verður j
vandséð að aðrar leiðir til björgunar hefðu verið betri \
en þær, sem ríkisstjórnin valdi. Og þegar þannig \
stendur á, er það skylda stjórnarandstöðunnar að '
leggja ágreiningsmálin á hilluna og hugsa einvörð- L
ungu um þjóðarheill. Dæmi slíks eru kunn frá ýms- )
um öðrum lýðræðislöndum og.bera vott um stjórn- )
málaþroska, sem íslendingár virðast því miður enn )
eiga langt í land með að ávinna sér. \
Belfast, 14. september.
■ Sjónvarpi og blöðum verð-
ur ekki um kennt, ef sú
fræðsla, sem Cameron-skýrsl-
an hefur a& geyma, kemur
ekki öllum að notum. Skýrsl-
an er kennd við Cameron lá-
varð, einn kunnasta mann í
skozkri dómarastétt, en aðal-
blað Iandsins, Belfast Tele-
graph, sagði um hann, að
hann væri maðurinn, sem
hefði verið trúað fyrir rann-
sókn á „sjúku landi“.
Blöðin verja mestöllu sínu
plássi til þess að ræöa skýrsl-
una, og sjónvarpið margflutti
útsendinguna af fundi forsætis
ráðherrans og blaöamanna. —
Einnig var sjónvarpað viðtölum
við marga menn, sem gagnrýnd
ir eru í skýrslunni, meðal annars
William Craig, fyrrverandi inn
anríkisráðherra, sem neitaði að
mæta fyrir nefndinni. Auk þess
birti sjónvarpið ýmist viðtöl við
fulitrúa þeirra, sem hafa að
marki borgaralegt jafnrétti en
eru ópólitískir eöa forystumenn
samtaka, flokka og flokksbrota
yzt til hægri og vinstri. Næö-
ist ekki til þeirra, geröi sjón-
varpið grein fyrir afstöðu
V í SIR . Mánudagur 22. september 1969.
Cameron lávarður, sem rannsóknarnefndin er við kennd.
Axel Thorsteinsson skrifar frá Belfast i Norður-lrlandi:
„VIÐ ÓTTUMST EKKI
SANNLEIKANN"
þeirra til skýrslunnar Þeirra á
meðal var séra Paisley, sem er
enn í New York, og Bemadette
Devlin, sem hefur boðað „gagn-
skýrslu“. Um Bernadette segir
í skýrslunni, að það hafi verið
hennar hlutverk, til góðs eða ills
að vera viðstödd flesta þá at-
burði, þar sem ofbeldi átti sér
stað.
Bernadette miðar að
„lýðveldi verkalýðsins“
Margir bera það á Bemadette
aö hún sé kommúnisti, og því
er jafnvel haldið fram, að hún
hafi játað það. Sjálf er hún nægi
lega róttæk til að vera kölluð
kommúnisti, hvort sem hún er
það eða ekki. Þetta eru hennar
eigin orð: „Ég er sósíalisti 1 bar
áttu, sem miöar að stofnun lýð-
veldis írska verkalýðsins. Ég hef
aldrei leynt þessu og lýst því yf
ir í allra áheym af ræðupöll-
unum og á prenti. Þessu hefur
verið slegið upp í blöðunum sem
uppljóstrun, í augljósum til-
gangi, en það er ekki annað en
endurtekningar á því, sem ég
hef margsagt."
Ennfremur kom fram i sjón-
varpi Michael Darrell, sem held-
ur fram miklu róttækari skoð-
unum en baráttufólk fyrir borg-
aralegu jafnrétti gerir.
Umræður um Cameron-skýrsl
una hafa verið boðaðar í þinginu
norður-írska 30. september.
Loft um hallargöng
valdhafanna
Skýrslan staðfestir margt mis
ferli og ofbeldi, sem kemur ó-
þægilega við marga. Þeir, sem
nú fara með völdin, brugðust
þó drengilega við gagnrýninni,
og Belfast Telegraph birtir í
morgun eftirfarandi ummæli for
sætisráöherrans frá I gær: —
„Við hræðumst ekki sannleik-
ann. Umbótum er Iofað.“
Skýrslan fjallar meðal annars
um framferði lögreglunnar og
kann að valda talsverðum styrr,
að ekki sé meira sagt. Þess sjást
þegar merki í gær, og vafalaust
leiðir gott af rannsókninni og
því, að allt var dregiö fram í
dagsbirtuna. Yfirmaöur lögregl-
unnar játar í sjónvarpi í gær,
að mistök hafi átt sér stað.
Belfast Telegraph kallar
skýrsluna í gær „vafalaust hina'
einarölegustu greinargerð, sem
nokkur ríkisstjórn hefur fengiö
yfir sig.“ Hún blási hreinsandi
lofti um hallargöng valdhaf
anna.
1 ritstjómargrein blaðsins seg
ir, að þótt margt hafi gerzt
meðan unnið var að skýrslunni,
standi niðurstaðan óhögguð. —
Verði réttlæti og sanngimi ekki
ráðandi I sérhverri opinberri
stofnun, séu framtíðarhorfum-
ar sannarlega ískyggilegar. Á-
standið nú sé ekki að kenna
stjóm O.Neills né núverandi
stjóm, heldur stjómum Sam-
bandsflokksins, hverri af ann-
arri á liðnum tfmum, stjórnum
svo öruggum í sessi, að þær
Skýrsla Cameron-nefndarinn
ar í Norður-írlandi telur mis
rétti, sem kaþólskir eru
beittir, aðalorsök óróans í
Iandinu, auk harðýðgi lög-
reglu. Nefndin er talin eftir
atvikum hlutlaus, og gera
menn sér vonir um, aö störf
hennar leiði til umbóta og
friðsamlegri samskipta fólks
af ýmsum trúflokkum. — — -
Axel Thorstelnsson, aðstoðar
ritstjóri Visis skrifar annað
bréf sitt frá Norður-írlandi,
staddur í Belfast í miðdepli
fréttanna.
létu gagnrýni og umbótakrðfur
sem vind um eym þjóta.
Afleiðingin sé, að öll umbóta
viðleitni hafi verið kyrkt í fæð-
inguð, jafnvel öll viðleitni um-
bótasinna innan sjálfs stjómar
flokksins. Blaðið segir óréttlætið
hafa verið mest á vettvangi
stjórnmála. „Það veitir oss enga
ánægju að geta sagt, að þetta
höfum við veriö að segja í heilan
áratug. Hér verður breyting á
að verða.“
Blaöið hvetur stjórnanand-
stæöinga til hóflegrar fram-
komu, fyrir það mundi þjóðin
verða þakklát. Nú verði að
sækja fram, ella hrynji allt í
lægö þeirrar örvæntingar, sem
aðeins mundi gleðja hin raun-
verulegu niðurrifsöfl.
Þegar ég kom til Belfast f gær
eftir rúmlega tveggja klukku-
stunda ferð frá Derry, sá ég, að
tæp klukkustund var til lokun-
artíma sölubúða. Ég sá, að ég
mundi kom'ast í búðir fyrir lok-
un, ef ég færi fótgangandi til
verzlunar nokkurrar í miðri
borginni, en hjónin, sem verzl-
unina reka, eru gamlir og reynd
ir vinir. Gat ég slegið með þessu
tvær flugur í einu höggi, heils-
að upp á þau og notið þess,
sem fyrir augun kynni að bera
á mesta umferðartíma borgarinn
ar. Kom ég tösku minni fyrir i
geymslu stöðvarinnar og lagði
af stað. Allt var eins og var
hér seinast. Engan hermann aö
sjá eða gaddavírsrúllu, ekki einu
sinni við ráðhúsið. En Belfast er
stór borg, og sjálfsagt verður
aðra sögu að segja, þegar víð-
ar verður farið.
Og nú að morgni þess 10.,
meðan ég sat viö að pára þetta
var sagt frá þvf f sjónvarpinu
að enn heföi olíusprengjum ver
ið varpað í gærkvöldi í borg-
inni.
V >>?