Vísir - 22.09.1969, Blaðsíða 16

Vísir - 22.09.1969, Blaðsíða 16
VISIR Mánudagur 22. september 1969. AUGLÝSINGAR ADAlSTItÆTI S SÍMUMMO 1-56-10 os I-»99 BOLHOLTI 6 SlMI 821« ÖKNUHSI f, fúöl sl & PÍEKTLM ©feS;' " VÍÍ2S# -MJfflsn • SVANS-PFÍENT SKEIFAN 3 - SÍMAR 82605 OGSfflSíJ KOSNINGASKRIFSTOFUR OPNAR í HAFNARFIRÐI Starfshópar efna til skobanakannana og blaðaútgáfa í uppsiglingu ■ Eftir því sem nær dregur kosningun- um, sem fram eiga að fara í Hafnarfirði 28. sept. um, hvort veita skuji Skiphól í Hafnar- firði vínveitingaleyfi, vex áhugi Hafnfirðinga meir og meir fyrir mál- inu, sem reyndar hefur vakið töluverða athygli víðar. Er þessa dagana nánast ekki um annað rætt í Firðinum, en hvort menn séu með eða móti vínveitingum. Hjá einstökum fyrirtækjum hafa jafnvel starfs mannahópar efnt til skoöana- kannana innbyrðis til þess að kanna móinn, því að spenna rík ir orðið svo mikil í bænuny að þeir áhugasömustu geta illa beð ið úrslitanna. Eftir því sem blaðið hefur fregnað af þessum skoðanakönn imum úr Hafnartfirði, viriðst fylgjendum vínveitinga vegna ögn betur í þeim, en nýlega fór t.d. ein slík fram hjá opinberu fyrirtæki þar i Firðinum og af 18 atkvæðum greiddum voru 12 með en 3 á móti og 3 hlutlausir. Áhugamenn fyrir leyfisveiting unni hafa nýlega opnað kosn- ingaskrifstofu i Strandgötu 1 og munu nú vera í óða önn að und- irbúa útgáfu blaðs fyrir kosning- WF-wr Báðír að^lar vinna af kappi að undirbúningi kosninganna og ótal fundir hafa verið haldnir innan raða hvors skoðanahóps. a Fallegasti garðurinn í Garða- og Bessastaða- hreppi Viðurkenningu fyrir fallegasta skrúögaröinn í Garöa- og Bessa- staðahreppi hlutu hjónin, Guðrún Sæmundsdóttir og Holger P. Gísla son, fyrir garðinn við hús þeirra að Smáraflöt 1 i Garðahreppi. Það er Rótarýklúbburinn í Görð um, sem veitir þessa viðurkerm- ingu árlega fyrir fallegasta skrúð- garðinn á félagssvæðinu. Fyrsta frumsýning Þjóðleikhússins á þessu leikári var á laugardaginn, Fjaörafok Matthíasar Jó- hannessen. Það er annað sviösverk Matthíasar, sem Þjóðleikhúsiö tekur til sýningar, en áður voru sýndir eftir hann tveir einþáttungar í Lind-arbæ. Leikurinn fjallar, að því er höfundurinn segir, um „litlu persónuna í stóra þjóðfélaginu“,gerist að miklu leyti á hæli fyrir vandræðastúlk- ur. Aðalhlutverkin leika Valgerður Dan og Val ur Gíslason. — Myndin er tekin af höfundinum, þegar hann var kallaður fram á frumsýningunni á laugardaginn. Utvarpið lætur útbúa upptökusal á Akureyri RÍKISÚTVARPIÐ hefur nú kom- ið upp aðstöðu fyrir meiri hátt- ar upptökur á Akureyri, eins konar vísi að stúdíói, þar sem iiægt verður að taka upp norð- lenzkan leik, söng og annað. — Það varð að samkomulagi milli ríkisútvarpsins og Akureyrar- bæjar, sagði Gunnar Vagpsson, viö Innbrot um helgina ÞRJÚ INNBROT voru framin um helgina í Reykjavík. Brotizt var inn í Ingólfsstræti 9, en þar kom lög- reglan að þjófnum og handtók hann með þýfið ) höndunum. Einnig var brotizt inn f veitingahúsið Klúbb- inn, og stolið víni og tóbaki. Einnig var brotizt inn í Gr&nmetisverzl- unina við Fellsmúla, en litlu sem engu stolið. ’Vísi í morgun, að útvarpið fengi að breyta sal í barnaskólanum á okkar kostnað. — Við hliðina á þessum sal var lítið herbergi, sem var mjög heppilegt sem upptöku- herbergi og síöan hafa verið lagöar leiðslur úr salnum svo að hægt verði að taka-þar upp á tæki. — Þetta er naumast hægt að kalla stúdíó, en þama fær þó útvarpið fastan stað fyrir þaö sem þarf að taka upp á Akureyri, en hingað til Talsmaður kínversku stjórnarinn ar sagði f Moskvu í dag, að þaö væri uppspuni auðvaldsblaðs", að Mao Tse Tung lægi milli heims og helju. Væri formaðurinn við hestaheilsu. höfum við verið með þetta á hlaup- um. Gunnar sagði, aö ekki yrðu upp- tökutæki staðsett í þessum nýja upptökusal að svo komnu máli, enda væru slík tæki dýr, kostuðu 300 þúsund eða svo. Væntanlega verða tekin upp ein- hver leikrit nyrðra, en mikið líf er nú aö færast í leikstarfsemi á Akureyri. Engu að síður er uppi þrálátur orðrómur þess efnis, að Mao Tse Tung hafi fengið „slag“ og sé vart hugað líf. — Sjá bls 7. Kínverjar segja Mao hinn sprækasta Enn eitt gang- brautarslysið • Rétt einu sinni enn varð slys á gangbraut, þegar ekið var á gangandi vegfarenda, sem var á leið yfir Hringbrautina hjá Elliheimilinu á laugardag. Slysiö var alger spegilmynd hinna eldri gangbrautarslysa bifreið hafði stanzað á annarri akreininni til þess að hleypa vegfaranda yfir götuna, en meðan maðurinn var á leið yfir kom önnur bifreið aðvíf- andi á hinni akreininni og gat ökumaður hennar ómögulega gert sér í hugarlund, hvers vegna fyrri bifreiðin væri stönzuð, og hélt því sjálfur hiklaust sinu striki. Ók hann á mannmn um leið og hann kom gangandi fram tmdan kyrrstæðu bifreiðinni, með þeim afleiðingum að maðurinn kastaðist í götuna og varö að flytja hann marinn og hruflaðan á sjúkrahús. FÉLAGSHEIMILI LEIKARA Á laugardaginn var opnað félagsheimili fyrir leikara í húsi því, sem Félag íslenzkra leikara keypti við Bergstaðastræti í hittið- fyrra. Er áætlað að húsið verði opið á vlssum tímum og leikarar geti hitzt þar og slappað af eftir æfingar og sýningar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.