Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1969næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Vísir - 22.09.1969, Blaðsíða 3

Vísir - 22.09.1969, Blaðsíða 3
3 V1SIR . Mánudagur 22. september 1969. Þúsundir fágnuðu heimuliðinu í Kefluvík eftir sigurinn Keflav'ik undirsfrikaði styrkleika sinn — Valsmenn margbjörguðu sér frá stærra tapi en 2:0 0 KEFLAVÍK er íslandsmeistarinn í knattspyrnu 1969. Lið þeirra var nær fallið í keppninni í fyrra, og sannarlega var það ekki bjart framundan, þegar einn leikmanna, Hólmbert Friðjónsson tók við þjálfun að áskorun félaga sinna í vor. í gær fögnuðu þúsundir Keflvíkingum á grasvelli þeirra eftir 2:0 sigur gegn Val, sem undirstrikaði að sigurinn var réttlátur. Þegar um 20 mín. eru liðnar af fyrri hálfleik fara Keflvíkingar að taka vel við sér. Einar Gunnars- son, miðvörður geysist fram inn og þrumar af löngu færi. Sigurö ur Dagsson nær ekki til knattar- ins, en Þorsteinn Friðþjófsson er til staðar á marklínu og bjargar. Þetta gerði Þorsteinn síðar þríveg- is til viöbótar í leiknum. Á 28. mínútu leikur Karl Her- mannsson upp hægra megin að endamörkum, gefur vel fyrir mark- ið til Sigurðar Albertssonar, sem skoraði úr þröngri stöðu gegnum örmjóa smugu neöst viö homiö. Menn sögðu að Sigurður Alberts- son hefði verið að launa nafna sín- um lambið gráa frá því hann varði vítaspyrnuna forðum daga, svo Val- ur hlaut Islandstitilinn. Á 1. mín. seinni hálfleiks ætlaði Jón Ólafur að leika sama leikinn, en Sigurður Dagsson varpaði sér I homið og varði snilldarlega. En á 12. mín. í seinni hálfleik á Sigurð- ur Dagsson ekki eins hægt um vik, þegar einn vamarleikmanna Vals sendir knöttinn óvart til Friðriks Ragnarssonar, sem á greiða leið að marki og á enga hindmn eftir nema Sigurð Dagsson, sem þrátt fyrir góða viðleitni varð að sjá á eft ir knettinum £ netið. Við þessi slysalegu mistök dreg- ur mjög af Valsmönnum, svo að spurningin var aldrei sú, hvort þeir gætu jafnað, heldur hvort Kefl víkingar bættu fleiri mörkum við. Á 27. mín. virtist fátt geta komið í veg fyrir að þetta yrði. Magnúsi Torfasyni var brugðið innan víta- teigs. Hinn ágæti dómari leiksins, son, sem tók við liðinu á sama tíma og aðrir 1. deildarþjálfarar vom búnir aö meðhöndla sfn lið í hálft ár eða meira. Það vom ekki ýkja margir, sem höfðu þá trú á að lítt reyndur pilt ur gæti haldið þeim í 1. deildinni, hvað þá gert þá að íslandsmeistur um. En leikmennimir, sem sjálfir vildu hann sem þjálfara, trúðu þvf og þeim hefur orðið að þeirri trú sinni, enda „tolleruðu“ þeir þjálf- ara sinn f leikslok við mikinn fögn- uð áhorfenda, sem samglöddust honum fyrir gott starf. Lið Keflavíkur sannaði ágæti sitt sýndi að það er verðugt titilsins. Liðið er ein samstillt heild, hvergi veikur hlekkur, örugg vöm og markvörður, duglegir og uppbyggj- andi tengiliðir, fljót og leikandi framlína. Valsmenn voru aðeins svipur hjá sjón miðað við fyrri leiki sína í Keflavík. Ef ég man rétt þá er þetta fyrsti ósigur þeirra á grasvellinum nýja í Keflavík. Þeir léku að vísu oft laglega úti á vellinum, en allt virtist renna út í sandinn þegar að markinu kom. Eini maður fram- línunnar, sem eitthvað kvað að var Reynir Jónsson. Vömin var yfir- leitt svifasein, fyrir utan Þorstein, sem bjargaði miklu. Ekki verður Sigurður sakaöur um mörkin. Hann varöi það sem varið varð, meira er ekki hægt að gera. Albert Guðmundsson, formaður KSÍ afhendir Keflvíkingum bikar- inn, eftir eitt sögulegasta keppnis- tímabilið, sem komið hefur i ára- raðir. — Þetta er uppskera vetrar- kappleikjanna, sagði Albert. Guömundur Haraldsson benti rétti- lega á vítapunktinn. Guðni Kjart- ansson framkvæmdi spyrnuna, — en Siguröur ver. En þar eð hann var ekki staðsettur f markinu lög- um samkvæmt, þá var spyrnan endurtekin, nú af Magnúsi Torfa- syni, sem spymir hátt yfir markið. Eftir stöðuga vörn taka Vals- menn fjörkipp undir lokin, en án árangurs, svo að úrslit leiksins urðu 2:0 fyrir Keflavik. Réttlátur sigur og sigur fyrir hinn unga þjálfara liðsins, Hólmbert Friðjóns- VELKOMIN í STÚKU 16 Yfirburðir Valsstúlknanna á hraðmóti Gróttu • Valsstúlkurnar virðast ætla að verða sterkar í handknattleiknum f ár eins og undanfarin misseri. Á bikarmóti Gróttu um helgina unnu Valsstúlkurnar Víking með geysi- legum yfirburðum, 21:4. KR vann Keflavík með 11:6 og Ungmenna- félag Njarðvíkur vann Breiðablik i spennandi leik með 10:8. I kvöld fara fram leikir Fram og Njarðvíkur og KR og Vals. Á fimmtudagskvöld lýkur mótinu með úrslitaleiknum og verður gam- an aö sjá hvort hinu unga en efni- lega liði Njarðvíkur tekst að kom- ast í úrslitin, sem veröur þá mjög lfklega gegn Val. Það kvöld fer fram leikur f meistaraflokki milli liðs Gróttu, sem er óþekkt að mestu og Valsmanna, og þá má geta þess, að fyrsti stórleikur vetrarins fer þar og fram. Landslið og pressulið leika þá f fyrsta sinn í vetur. Leik- irnir fara fram í íþróttahúsi Sel- tjamarness. Húsgögnin eru hönnuð af húsgagnaarkitektunum Stefáni Snæbjörnssyni, Þorkeli Guðmundssyni, Jóni Ólafssyni og Pétri Lútherssyni. A morgun á iþróttasiðu: Hallur Símonarson skrifar um • baráftuna í ensku knattspyrnunni • m Þér kaupið vöruvöndun i húsgögnum hjá okkur, er hver hlutur gæðamerktur MÓDELNIÍSGÖGN Á. GUÐMUNDSSON HF. B.B. HÚSGÖGN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 207. Tölublað (22.09.1969)
https://timarit.is/issue/237168

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

207. Tölublað (22.09.1969)

Aðgerðir: