Vísir - 22.09.1969, Blaðsíða 1
VISIR
Flytur 80 heitt
vax í stað síldar
Haförninn i sérstæbum flutningum á fljótandi vaxi
Hefur vetrarsetu j
í útgerðarbænum |
# Elzti og yngsti maöur Kefla- j
víkurliðsins í knattspymu !
tryggöu islandsbikamum vetr- j
arsetu í útgerðarbænum öðm \
sinni. Sigurður Albertsson, i
gamalreyndur vamarmaður i
skoraði fyrsta markið i Keflavík, :
en Friörik Ragnarsson, eitt ||§|
„ungu ljónanna“, skoraði þaö L
síðara gegn Val í Keflavík.
Þetta nægöi til sigurs í mótinu.
# Á myndinni er Guðni Kjart
ansson, fyrirliði Keflavíkur
í þessum leik með bikarinn góða
en þúsundir manna fögnuðu
Guðna og hans mönnum.
ir
Á íþróttasíðum, bls. 2, 3 og \
5 er að finna nánari frétt
af íþróttaviðburðum helgar-
innar.
■ Skipverjar á síldarflutninga-
skipinu Hafeminum mega
heldur betur fara aö hita upp
tankana, eftir að hafa beðiö með
þá kalda eftir síldinni norður i
hafi. Skipið er nú á leið til Phila
delphiu í Bandaríkjunum, þar
sem það á að lesta 3 þúsund
tonn af 80° heitu parafínvaxi.
Vaxið er flutt fljótandi og verð-
ur að halda þessu hitastigi í
tönkum skipsins alla leiðina til
Hamborgar, þar sem vaxinu
verður dæit á land.
Skipið gegnir þessum flutningum
á vegum A. P. Möller, en umboðs-
maður þeirra hér er Þorvaldur Jóns
son, skipamiðlari. — Skipið var í
flutningum á vegum þessa sama
fyrirtækis í allan fyrravetur og
fram á vor, þegar það var kallað
heim til þess að hafa það tilbúið
fyrir síldarflutninga. Skipið fór að-
eins eina ferð norður í höfin á
síldarslóðir og flutti þaðan nokkur
tonn af loðnu, en síld hefur ekki
komið þar um borð f sumar.
Mál leigubílstjórans
tekið fyrir sakadóm
Gæzluvarðhaldstiminn útrunninn
Síðastl gæzluvaröhaldstiminn,
sem leigubílstjórinn var úrskurðað-
ur í, rennur út í dag og verður því
dómþing haldiö í Sakadómi Reykja
víkur í máli hans í dag.
Gögn rannsóknar málsins höfðu
verið send embætti saksóknara rík-
isins til athugunar og frekari rann-
sókn málsins hefur haldið áfram á
meðan en búizt var við því í morg-
un, að á dómþinginu í dag mundi
saksóknari taka af skarið um það,
hvort til málssóknar kemur á hend
ur gæzlufanganum, eöa ekki.
Að undanförnu hefur gæzlufang-
inn gengið undir geðrannsókn, sem
ekki mun lokið enn, eftir því sem
blaðið hefur komizt næst.
Úrslitafundur um EFTA-aíildina?
Bretar stifir i freðfiskmálinu
Það er lítil ástæða að vænta i og Breta á fimmtudaginn um
árangurs á fundi Norðurlanda | freðfiskinn, að sögn frétta-
DANÍEL höfðar mál
Hættir störfum á Húsavik um mánaðamótin
Árstíðirnar á fleygiferð
Haustveðráttan er ærið duttl-
ungafull hér á Iandi, en um helg-
ina mátti segja, að allar árstíð-
irnar héldu kynningu á sér í
Reykjavík. Meðan rigndi í Foss-
voginum var sólskin í Vogum
og Miðbærinn fór ekki varhluta
af hagléli, sem kom í dembum.
I nótt var víða kalt um land og
mældist frost bæði sunnan- og
norðanlands. Mesta frostið mældist
á Hveravöllum, 7 stig.
Esjan er nú hvít í toppinn og í
morgun var ekki nema 3 stiga hiti
í Reykjavík.
• Daníel Daníelsson, yfirlækn-
ir sjúkrahússins á Húsavík,
hefur nú ákveðið að höfða skaða
bótamál á hendur sjúkrahús-
stjórninni á Húsavík, en starfs-
tíma hans við sjúkrahúsið lýk-
ur núna um mánaðamótin.
Eins og komið hefur fram í frétt-
um, sagði sjúkrahússtjórnin Daníel
upp starfi á þeim forsendum, að
hann hafi ekki viljað fylgja reglu-
gerð sjúkrahússins, sem sjúkrahús-
stjórnin setti.
Talaði blaðið.f morgun við Daníel
Daníelsson, sem skýrði frá máls-
höfðuninni og staðfesti það um leið,
að hann yrði að fara úr starfi um
mánaðamótin. Telur Daníel brott-
vikningu sína, án þess að um mis-
tök i starfi sé að ræða, það alvar-
legt mál, að hann þurfi að leita
'éttar sfns fyrir dómstólunum.
manna erlendis. Bretland mæl-
ir með magntakmörkunum á inn
flutningi, þannig að ekki megi
flytja til Bretlands tollfrjálst
meira en 27.000 tonn á ári af
freðfiski frá Norðurlöndunum.
Noröurlönd eru þessu andvíg og
vilja fullt tollfrelsi, en þó veröi
sett lágmarksverð á frosinn fisk.
Segja fulltrúar þeirra, að með þvf
fái brezkir framleiöendur vemd
gegn undirboðum á markaöinum.
Bretar eru til viðtals um þessa
tilhögun en vilja því aðeins sætta
'sig við hana, að magntakmarkanir
verði settar jafnframt.
Pótt nú sé ekkert tollfrelsi á
innflutningi freöfisks til Bretlands,
hafa Norömenn nú flutt inn meira
en í fyrra. Aukningin á öðrum árs-
fjóröungi var 31,7% meiri en í
fyrra.
Tveir fulltrúar íslands, Þórhallur
Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri og Ein-
ar Benediktsson, deildarstjóri fóru
utan um helgina. Talið er, að úr-
slit þessa fundar muni ráöa miklu
um það, hvort ísland verður aðili
að EFTA, Fríverzlunarbandalaginu.
Samfelld bílalest frá Keflavík
4 km löng r'óð við gjaldskýlið
# Svo langt sem augað eygði
sáu menn bíl við bíl — heila
röð bíla — bíða við gjaldskýl-
ið hjá Straumi. Eftir á mældu
menn út, að bílalestin hefði
teygt sig yfir tveggja mílna
kafla á Reykjanesbrautinni.
• Allt voru þetta bílar, sem
voru á leið til Reykjavíkur
frá kappleiknum í Keflavík.
Á tímabilinu frá kl. 6 til kl.
9 í gærkvöldi greiddu á milli
1200 cg 1300 bílar vegatoll í
gjaldskýlinu og hefur sjaldan
verið eins mikil ös á Reykjanes
brautinni.
Venjuleg umferð á sunnudegi
í gegnum tollhliðið er milli 350
og 500 bílar, en frá kl. 1 til 9 í
gærkvöldi áttu 1450 bílar leið
þar um.
Talningu tollpeninganna, sem
bárust í gær var ekki lokið en
þaö hefur aldrei verið minna en
60.000 kr„ því að minnsta gjald
af bíl er 40 kr.
Þótt ekki sé nema augna-
bliksverk að rqtta peningana út
um bílgluggann, þá eru æði
margir, sem iitla hugsun hafa á
því að reyna að greiða fyrir,
þegar svona stendur á, með því
að hafa greiðsluna handbæra,
þegar að þeim kemur og mynd
ast þá tafir, sem geta leitt af
sér að þeir sem lengst bíði, bíði
allt að klukkustund, eins og
ljösmyndari Vísis.
Umferðin gekk að mestu
slysalaust, en þó urðu tveir á-
rekstrar. í öðrum árekstrinum
.átti Suðurnesjamaður í hlut. —
Hafði sá haldið einum of fljótt
upp á íþróttasigur Keflvíking-
anna og sá sér ekki annað
vænna en að stinga af
frá afleiðingunum. Þaö gagnaði
honum þó lítið, þvi lögreglan
náði honum skömmu síðar.