Vísir - 16.10.1969, Blaðsíða 1

Vísir - 16.10.1969, Blaðsíða 1
VISIR 59. árg. — Fimmtudagur 16. október 1969. — 228. tbl. Dr. Gunnar sækir einn um • í gær rann út frestur til um- sóknar um embætti hæsta- réttardómara, sem nýlega var auglýst laust til umsóknar. Að- eins ein umsókn hefur borizt dómsmálaráðuneytinu og er það umsókn Gunnars Thoroddsens, sendiherra íslendinga f Kaup- mannahöfn. Áður en ákvörðun verður tekin um veitingu emb- ættisins, verður umsóknin send Hæstarétti til umsagnar, eins og Iögboðið er. Soðið í geimnum • Sovézku geimfaramir í Sojusi 6 hafa gert tilraunir með sjálf- virka suðu, soðið saman málmhluti, segir sovézka fréttastofan Tass í morgun. Tilraunirnar gerðu þeir Valerij Kubasov og Georgij Sjonin, og höfðu þær verið boðaðar í gær. Þær voru þó gerðar inni í geimfar- inu en ekki utan þess. Rússar segja að tilgangurinn sé að athuga, hvemig sjóöa má saman málma við þyngdarleysi og f loftíómi. Áður en tilraunin var gerð, var lokað opinu inn í stjómklefann á Sojusi 6, og sá hluti lofttæmdur, þar sem hin sjálfvirka suða var gerð. 9 Soiusi 6 var skotið á loft á laug ardag, en systurförunum, Sojusi 7 og Sojusi 8, á sunnudag og mánudag. Skólafólk og versnandi fjórhagur: Fáir hættu við vegna fjárhagsástæðna / haust — og meiri aðsókn að efri bekkjum gagnfræðaskóla vegna skorts á vinnu Fjárhagsvandræði skóla- nemenda virðast ekki koma fram í því, að þeir hafi þurft að hætta við Eru Islendingar trúlausir? Orð hefur löngum leikið á því að I’slendingar væru trúlítil þjóð. En er því raunverulega svo far- ið? Hverju trúa íslendingar og hvemig er trúarlífi þeirra hátt- að? Á menningarmálasíðu Vísis, bls. 6, er í dag birt athugun, sem Gylfi Ásmundsson sálfræð- ingur hefur gert á trúarskoðun- um íslenzks úrtakshóps í alhliða persónuleikakönnun og niður- stöður hennar bornar sanian við hliðstæða bandaríska könnun. Eftir þessari athugun að dæma eru íslendingar sýndu trúminni þjóð en Bandaríkjamenn, eink- um yngra fólk, og miklu kreddu minni trúmenn. Hins vegar virð- ist trúhneigðar gæta verulega, einnig hjá yngri kynslóðum, þótt trúarsiðir og trúrækni sé breyti- Ieg eftir kynslóðum. — sjá bls. 6 Slysum fjölgar frá því í fyrra en árekstrum fækkar 50 reykvísk börn hafa lent í umferðarslysum, þar sem af er þessu ári, en allt árið í fyrra slösuðust 48 böm í um- ferðinni í Reykjavík. Tala slasaðra í umferðinni hef ur farið hækkandi frá því i fyrra, en nú þegar 9 mánuðir eru liðnir af árinu hafa 60 fleiri slasazt í umferðinni í Reykja- vík, heldur en í fyrra, en þá slös uðust 185 og að auki varö eitt dauðaslys (2 dauðaslys hafa orö- ið á þessu ári). Áriö 1968 var þó eitt allra minnsta óhappaár í umferðar- sögu Reykjavíkur, enda mikið kapp lagt á umferðarfræðslu þá vegna hægri-breytingarinnar og þröng hraðatakmörk voru þá í gildi. Hins vegar hefur árekstrum fækkað frá því í fyrra og það sem af er árinu hafa orðið 1738 árekstrar, sem komið hafa til kasta lögreglunnar í Reykjavík, en f fyrra höfðu á sama tíma orðið 1846 árekstrar. 1965 slösuðust 349 í umferð- inni (þar af 3 dauðaslys), 1966 urðu 2032 árekstrar og 313 slös- uðust, 1967 urðu 1866 árekstrar og 215 slösuðust (þá urðu 6 dauðaslys). Af þessum saman- burði sést, hvílíka sérstöðu hægri-breytingaráriö hefur í þessu tilliti. Á þessum árum hefur umferð- in aukizt gífurlega, en i Reykja- vík voru á skrá 1. jan. 1965 13.890 bílar, en hins vegar 1. jan. 1969 voru 18.882 bílar á skrá í Reykjavík. skólagöngu, nema í örfá- um tilfellum. Vísir talaði við forstöðumenn fjögurra skóla og fékk upplýsingar um það, hvort slæmar heimtur hefðu orðið á nem- endum, þegar skólagangan byrjaði í haust, vegna fjár- hagsástæðna. Guðmundur Arnlaugsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, sagð ist ekkert hafa orðiö var við það. „Það var einn, sem gerði ekki ráð fyrir að koma, en hann kom svo að það hefur rætzt úr fyrir honum. Einn nemandi, sem haföi sótt um, hætti við það vegna breyttra að- stæðna og hef ég grun um, aö þar hafi fjárhagserfiðleikar staðiö að baki, en þetta er alveg hverfandi í svo stórum skóla.“ Steindór Steindórsson, skóla- meistari Menntaskólans á Akureyri ■sagöi heimturnar vera ekkert minni en vant sé. „Það eru tvö tilfelli, sem ég veit um, sem ég treysti að hafi verið vegna þessa, en hins vegar hafa alltaf einn eða tveir menn hætt námi, af þessum sökum, á hverju hausti. Hins vegar eru margir, sem sótt höfðu um skóla- vist, sem ekki mættu og geta verið ýmsar ástæður fyrir því, sumir eru t. d. svo forsjálir að sækja um þrjá skóla í einu og taka þann skóla, sem fyrst berst svar frá. Hitt er annaö mál, að menn hafa fengiö að vinna nokkrum dögum lengur fram f október, en venja er.“ Ástráður Sigursteindórsson, skólastjóri Réttarholtsskólans sagði sér ekki vera kunnugt um nein á- kveðin tilfelli þess að nemendur hafi hætt við nám af fjárhagsástæð um. „Hins vegar er geysiíega mikil aðsókn í þriðja og fjórða bekk og eru nokkur tilfelli slík, að beðið hefur verið um skólavist fyrir ungl- inga í 3. og 4. bekk af því að þeir hafi ekki vinnu.‘‘ C - V á 10. síöu. Hótelverð hækkað um 40% í júlí og ágúst .jSjsra Hótelin eru nú aö ganga frá veröskrá fyrir næsta sumar, en ferðaskrifstofur og aörir aðilar ferðamannaiðnaðarins þurfa að fá vitneskju um, töluvert fram í tímann, hvaða verð verður á þjónustu hótelanna. Hefur verið ákveðið að hækka hótelverðið um 40% í júlí og ágúst næsta sumar, en aðra sumarmánuði mun verðið hækka um 5% úti á landi, en um 20% hér i Reykja- vík. Þessi verðmismunur er gerður í tilraunaskyni í þeim tilgangi að lengia ferðamannatímann, sagði einn talsmaður gistihúsa í viötali við Vísi í morgun. Ferðaskrifstofur beina öllum ferðamannastraum- inum hingað rétt yfir hásumrið f 1 ’/2—2 mánuði, en það er ljóst, að við getum hætt að hugsa um ís- land sem ferðamannaland, ef það á að halda áfram þannig. Hótelin geta ekki staðið undir rekstri á aðeins tveimur mánuðum árins. Þessar veröhækkanir hafa verið ákveðnar að mjög vel athuguðu máli og aðeins ákveðnar vegna brýnnar nauðsynjar. Svo að dæmi sé tekið hafa laun starfsmanna hót- elanna hækkað um 21% síðan verð ið fyrir yfirstandandi ár ,var hækk- að í fyrrahaust. Allt hráefni til gistihúsanna hefur hækað um 20— 70% vegna gengislækkunarinnar og af fleiri ástæðum, þannig að það hlýtur að liggja í augum uppi, að hótelin eru nauðbeygð til að hækka verðið, sagði talsmaðurinn. Engar samræmdar ákvarðanir hafa verið teknar um hækkun á mat veitinga- og gistihúsanna, en í möirgum tilvikum mun hafa verið ákveðið að hækka hann lítið sem ekkert, en ekki hefur endanl=>ga verið gengið frá slíku. Maturinn ér orðinn svo dýr, að hæpið er talið að hann seljist hækki verðið enn meir. Flugfélagsmenn óhressir vegna hækkunarinnar — sjá bls. 9

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.