Vísir - 16.10.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 16.10.1969, Blaðsíða 9
V í S I R . Fimmtudagur 16. október 1969. -----------...___________á m —b—pggggmj\ ’jBLwtam **»réerss. Jóhann Sigurðsson í London: íslandsferðir út af skrá, hækki hótelverðið. Ég hef það skjalfest, að haskki | hótelverðið eins mikið og frétzt g hefur, mun ferðaskrifstofa Benn Mótelhækkanirncr eins og hnefahögg í andlitíð — samdóma álit þriggja fulltrúa Flugfélags Islands erlendis Jóhann: Gott sumar hefur góð áhrif, t.d. þegar feröamenn sýna fallegar myndir frá fall- egum stöðum. Slæmt sumar hef- ur því auðvitað lamandi áhrif. ett í London strika íslandsferöir sínar út af skrá, en þessi ferða- skrifstofa er ein af fjórum, sem flesta ferðamenn hafa sent til íslands undanfarin 20 ár, segir Jóhann Sigurðsson, fulltrúi í London. Þetta er aðeins eitt dæmið, hvaða afleiðingar svona verð- stökk mun hafa á fjölda ferða- manna til landsins. Hálfs mán- aðar íslandsferð kostaði I sum- ar 120—140 sterlingspund og er það alveg í hámarki. Meö 15— 20 punda hækkun á þetta verö myndi örugglega koma mikill afturkippur x þróunina, sem verið hefur. Ferðamannastraumurinn frá Bretlandi hefur farið sifellt vax- andi m. a. vegna þess aö við höfum unnið að því eftir mætti að breikka grundvöllinn undir sölustarfsemina meö nýjum hug myndum. Þannig hafa t. d. Sögu ferðirnar, sem Magnús Magnús- son stóð fyrir tekizt afar vel og svo næturflugið frá Glasgow, sem er stílað upp á efnaminni stúdenta og aðra sem hafa á- huga á því að koma hingaö til að skoða land og þjóð. Menn hafa stundum verið að fetta fingur út í þessa síðast töldu ferðamenn og valið þeim hin ömurlegustu nöfn. Þaö er mikill misskilningur. Þessir menn nýtast okkur afar vel. Þeir nota lágmark af dýrmætu hótelrými og þannig er hægt að afia fleiri ferðamanna meðan hótelmálin eru ekki komin í nógu gott lag. Við höfum meiri afkastagetu í lofti en á landi og getum við nýtt hana. meö þessu. Þessir ungu menn verða oft- ast að góöum og sterkum borg- urum, enda er það aðeins sér- stök tegund af ungu fólki, sem hefur áhuga á að koma hingað. Seinna meir eiga þessir menn eftir að koma aftur með kann- ski alla fjölskylduna, en einnig eru'þeir afar góð landkynning, þegar þeir skvra vinum sínum og kunnineium frá dvW siimJ hér og sýna héðan myndir. Gefið þér börnum yðar vasapeninga? Guðni Brynjólfsson, skrif- stofumaður: „Ég á einn son og við hjónin höfum haft þann sið aö borga honum vissa upphæö fyrir að fara í búðina, en hann er ellefu ára.“ Sveinn R. Björnsson, rafvirki: „Ekkert ennþá, þar sem þau eru það lítil. En ég tel ekki frá- leitt aö láta þau hafa vissa vasa- peninga til dæmis fyrir að fara í búöir, að sjálfsögðu væri æski- legast að þau gætu unnið fyrir þörfum sínum að sem mestu leyti sjálf, en maður verður að leggja þeim lið á meðan þau eru I skóla.“ Víðir Eggertsson, starfsmað- ur hjá Linduumboðinu: Nei ég geri það nú ekki. Mér þætti æskilegast að þau ynnu sem mest fyrir sínum vasapeningi sjálf, en auðvitað verður maður að hjálpa þeim á meðan þau eru í skóla.“ • Eftir eitt mesta rigningasumar í manna minnum hér á fjölbýlasta svæði landsins og um leið þess svæðis, sem flestir erlendir ferðamenn heimsækja, er harla fróðlegt að hugleiða þróun ferðamála hér á næstu árum og þá sérstaklega næsta sumar. Haustfundur fulltrúa Flugfélags íslands erlendis og innanlands um útlit í sölumálum hófst hér í Reykjavík í gær. Vísir notaði tækifærið og ræddi við þrjá fulltrúa til að kanna í þeim hljóðiö, en það eru þessir menn kannski fyrst og fremst, sem halda um púls íslenzks ferðamannaiðn- aðar nú í dag. Þeir eru í beinni snertingu viö fólk, sem kemur og spyrst fyrir um ísland erlendis og þeir hafa mikið sam- band við ferðaskiifstofur, sem hafa íslandsferðir á sinni dag- skrá. Þrátt fyrir þetta eindæma leiðinlega sumar, var það þó alls ekki veðráttan, sem var efst í hugum þessara fulltrúa, held- ur þær hækkanir á allri hótelþjónustu, er nú eru ráðgerðar og hefur spurzt út að verði næsta sumar. Fundinn í gær sóttu 6 fulltrúar Flugfélagsins erlendis auk 5 fulltr. innanlands utan af landi og manna úr aðalstöðvunum Þess má geta, að félagið hefur auk þess umboðsskrifstofur á 39 stöðum innanlands og gagnkvæm söluumboö fyrir yfir 20 erlend flugfélög og auk þess óbeint sölusamband við öll IATA-flugfélögin. ar fannst aðeins hressandi að koma í rigninguna og rokið á íslandi, þó að ég vilji ekki ganga svo langt, að halda því fram að slíkt veðurfar sé beinlínis örv- andi fyrir ferðamannaiðnaðinn, segir Gunnar W. Jóhannsson, fulltrúi Flugfélagsins í Frank- furt. Áhugi Þjóðverja á íslandi fer sífellt vaxandi, og fjölgar far- þegum þaðan um 20% á ári. Þeim finnst Island gott og hress andi land og þeir hafa áhuga á því að fræðast og kynnast öðru. Þess vegna bind ég miklar vonir við Islandssöguferðir, sem ætlunin er að taka upp á næsta sumri, en við höfum fengið for ystumann i félagi norrænufræö- inga í Þýzkalandi til að kynna Vilhjálmur Guömundsson í Höfn: Hin leiðinlega sumar- veðrátta hafði áhrif. Það fór ekki hjá því, að hin leiðinlega sumarveðrátta hafi haft töluverð áhrif á fjölda ferða manna frá mínu sölusvæði, þ. e. Danmörku, Svíþjóð og Finn- landi. Kannski sérstaklega vegna þess, að sumarveðráttan í Skandinavíu hefur verið með eindæmum góð og var fólk því tregara til að yfirgefa heima- slóðir en ella hefði verið, sagði Vilhjálmur Guðmundsson, full- trúi Flugfélagsins í Kaupmanna- höfn. Hin slæma veðrátta spurð- ist fljótt út, enda er auövelt aö fylgjast með veörinu á íslandi t. d. í gegnum veðurfregnir sjón varpsins. Hvernig eru framtíöarhorfur á þessu sölusvæði? Á hluta þess eru þær góðar. Farþegum frá Svíþjóð hefur far- Vilhjálmur: Viö erum í sam- keppni við SÁS, en þaö setur okkur ekki stól fyrir dymar. ið mjög fjölgandi, en undanfarin 3 ár hefur þeim fjölgaö um 25% á ári, sem er geysilega mikið. Farþegar þaðan eru nú orðnir um þriðjungur af öllum farþeg- um á svæðinu. 1 Danmörku er útlitið aftur á móti ekki eins gott. Efnahagserfiðleikar og skattabreytingar þar geta haft mjög mikið að segja og sömu- leiðis miklar efnahagslegar^ skuldbindingar, sem almenning ;• ur hefur tekiö á sig í ár vegha mikilla fjárfestinga. Danir hafa svo sem kunnugt er haft það, sem kallað er skattlaust ár, sem hefur orðið til þess að öll eyðsla hefur vaxið mjög mikið. Danska stjórnin ætlar aftur á móti núna að sporna á móti eyðslu, en það getur komið verulega við okkur. Það sem ég álít þó vera aðal- atriðið og sem getur haft mjög alvarlegar afleiðingar er sú hækkun á öllum hótelkostnaði, sem spurzt hefur út, aö fyrirhug uð sé. Það hefur heyrzt, að þetta verði geysimikið stökk í öllu verðlagi á hótelum, en tel það blátt áfram ógnvekjandi, — eins og hnefahögg í andlitið. Á hvað verður höfuðáherzlan lögð í sölustarfseminni? Eins og áður munum við leggja áherzlu á fegurð landsins, landrýmiö og næðið, en einnig sláum við á þá strengi, að hér séu miklir möguleikar í stanga- veiði, þó að þessir kostir nýtist okkur kannski ekki nægjanlega vel vegna skorts á aðstöðu við að koma okkar farþegum i stangveiðar. Þá munum við leggja mikla áherzlu á hópferðir. Auk þess sem ferðaskrifstofurnar kynna þennan möguleika, munum við sjálfir hafa samband viö klúbba og samtök, sem kynnuu að hafa áhuga á íslandsferð. Hópur, sem er yfir 50 manns fær farið fyrir 55% af venjulegum kostn aði, en við seldum hundruðum manna slíka farmiða í sumar. Gunnar W. Jóhannsson í Frankfurt: Þurfum að vísa fjölda frá vegna hótelskorts. Hið slæma sumar hefur eng- in áhrif haft á þýzka ferðamenn. ; Fólki i stórborgum i hinum þjak andi hita á meginlandinu i sum- Gunnar: Við getum auðveld- lega Iengt ferðamannatímann, ef innanlandsferðir eru fyrir hendi. þessar ferðir, skrifa um þær og takast á hendur fararstjórn i slíkri ferð næsta sumar. Finnst Þjóöverjum Island dýrt land? Gengislækkanirnar tvær höfðu geysilega góð áhrif og núna get ég ekki sagt, aö þeim finnist ferðimar of dýrar. í sumar t.d. gátum við ekki tekið við öllum þeim, sem vildu koma til lands- ins t.d. vegna hótelskorts, en þó aðallega vegna skorts á ferðum innanlands. Það er ekki hægt að koma ferðamönnum í ferðir hér nema i júlí og ágúst, sem ég tel vera allt of lítið. Ef ferðir væru fyrir hendi tel ég, að við gæt- um auðveldlega lengt feröa- mannatímann alveg frá maíbyrj- un til septemberloka. Það myndi aftur á móti hafa hörmulegar afleiðingar, ef hótel þjónustan hækkar um 20—40% næsta sumar eins og heyrzt hef- ur. Þetta gæti haft lamandi á- hrif á ferðamannastraúminn frá Þýzkalandi a.m.k. Þjóðverjum finnst þeir hafa staðið sig vel meö því að hækka markiö til að hjálpa öðrum þjóðum. Þeir ættu því mjög erfitt með að sætta sig' víð svona verðstökk m.a. af tilfinningaástæðum. Guðrún Sigurðardóttir, hús- móðir: „Ég læt þau ekki hafa neina vasapeninga, ég tel ekki heppilegt fyrir börn og ungl- inga að hafa of mikil fjárráö, og ef minum börnum áskotnast peningar, hvort sem þau vinna fyrir þeim sjálf eða fá þá gef- ins, brýni ég gjarnan fyrir þeim að leggja þá inn í sparisjóösbók. Mér finnst, að börn og ungling- ar þurfi að læra sparsemi.“ Jóna Guðjónsdóttir, húsmóðir: „Ég læt þau ekki fá neina að staöaldri, heldur fæ þeim eftir þörfum og reyni þá aö vega og meta hversu nauðsynlegt sé að eyöa peningum í hlutinn." Guðmundur Ámundason, bif- reiðarstióri: „Ég gef þeim ekki neina vissa upphæð, en þó fá þau ríflega fyrir bíóferðum ann- að slagið. Dg meðan börnin eru í skóla verður maður jú, að leggja þeim lið fjárhagslega.“ tniaw

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.