Vísir - 16.10.1969, Blaðsíða 4

Vísir - 16.10.1969, Blaðsíða 4
Afmælismyndin umtalaða. Þegar myndin af Önnu Breta- piítisessu, sem Snowdon lávaröur frændi hennar tók á 19 ára af- mælisdaginn, birtist á síðum heimsblaðanna, vildi sú hugsun læðast að mörgum lesandanum, að frændi hefði nú látið snyrta frænku og laga hana reglulega vel til fyrir myndatökuna. Fáir trúðu því að prinsessan, sem flestum hefur nú þótt heldur ó- aðlaðandi hingað til, væri virki- lega orðin lagleg og kvenleg ung stúlka. Þessi afmælismynd, sem umheiminum hefur orðið svo tíð- rætt um birtist einnig hér á fólröu síðu, og það skyldi nú aldrei vera að lesendur hennar hafi skoðað myndina með svipuðu hugarfari og erlendu blaöalesend urnir. En stærri myndin sýnir okkur svo að ekki verður um villzt, að prinsessan er oröin allra huggu- legasta stúlka. Hárið er að vísu ofurlítið úfið, en hún var líka ný komin úr útreiðartúr, sem staðið hafði heilan dag. myndara, óundirbúið. BARNARD OG KYENFÓLKIÐ „Ég hef gaman af kvenfólki og því í ösköpunu m skyldi það ekki vera eðlilegt, enda þótt ég sé læknir?“ segir Christian Barnard. Hinn 46 ára gamli skurðlæknir Christian Bamard, sem heims- frægð hefur hlotið fyrir hjarta- flutninga sína, en hann hefur framkvæmt 5 hjartaflutninga, hef ur ekki farið varhluta af því að frægðinni fylgja erfiðleikar og ard, að hann persónulega hafi fréttasíðum heimsblaðanna er og verður aldrei það sama og áður. Hann er nú skilinn við eigin- konu sína, en þau höfðu verið gift í 20 ára og eiga tvö uppkom- in börn. Hann hefur verið bendl- aður við hverja fegurðardísina á fætur annarri og frægar kvik- myndastjörnur eins og til dæmis Gina Lollobrigida hafa boðið hon um heim til sín. Doktor Barnard segir sjálfur svo frá, að mestir erfiðleikarnir við að vera læknir séu að umheim 19 ára Barbara Zoellener. Barn ard sjálfur hefur hins vegar ekkert viljað um málið segja. Barbara er jafngömul dóttur hans sjálfs. urinn geri alls ekki ráð fyrir að þeir séu mannlegir og haldnir mannlegum breyzkleika. Hins vegar viðurkennir Barn- and, að hann persónulega hafi mjög gaman af að umgangast og kynnast fallegu og þá sérstaklega ungu kvenfólki. Hann hafi gam- an af því að dansa, smakka vín, reykja af og til og bara yfirleitt að skemmta sér. — Og Bamard heldur áfram. Staðreyndin er líka sú, að kven- fólk virðist laðast að læknuni fremur en öðrum karlmönnum, hef ég eiginiega aldrei skilið al- mennilega, hvers vegna, ef til vill halda þær að við læknarnir séum skilningsbetri og blíðari en aðrir karlmenn. Ég persónulega fæ hundruð ástarbréfa frá alls konar konum á öllum aldri. Mér finnst gaman af þessu en þaö má bara enginn vita það, þar sem ég er læknir og núna skyndilega kominn í sviðsljósið og um leið undir smásjá almennings. Ef ég sést úti að dansa er ég giaumgosi, ef kvenmaður sést í fylgd með mér er það verst af því öllu saman, og ég er umsvifa laust stimplaður kvennabósi. Þetta er einmitt það allra versta við frægðina, einkallfið er ekki manns eigin lengur allir þykjast hafa sinn rétt til að snuðra og grafa upp alla mögulega og ó- mögulega hluti. Ég er að eðlisfari mjög við- kvæmur maður og tek ég þetta ófrelsi því mjög nærri mér, en þetta er gjaldið, sem ég og aðrir verðum að greiða fyrir frægðina. Þetta veldur mér hugarangri rétt eins og þegar sjúklingur deyr á skurðarborðinu hjá mér. — Og ef ég á að framkvæma einhvern sérlega vandasaman og tvísýnan uppskurð, langar mig stundum til að liggja í rúminu allan þann dag bara til að losna við ábyrgð ina og vandamálin, sem ég veit að bíða mín. Þetta kemur oft fyr ir mig. Þegar Bamard er spurður um samband hans og hinnar nítján ára gömlu stúlku Barböru Zoelln er, svarar hann þv£ einungis til, að eitthvað verði maður þó að hafa í friði sem sin einkamál, og töfrandi brosið hverfur um stund. — Ég veit hreint ekki hvort ég gifti mig, lff mitt er mjög anna- samt og það er margt, sem ég á ógert. Konunglegar hjónabandserjur í BELGlU hlutverk sitt alvarlegar en raun ber vitni. Hafa Paóla og Albert oftlega verið kölluð fyrir kóng og drottn- ingu vegna opinberra hneyksla, sem þau hafa valdið með lífemi sínu, og venjulega hafa þau hætt sínu tvöfalda lífemi um sinn, en þaö hefur því miður brátt sótt, í sama horfið aftur — Paóla farið til Suður-Evrópu og Albert til Parísar. Paóla Belgíuprinsessa er sífellt vinsælt fréttaefni. Ekki hvað sízt hjónaband hennar og Alberts prins, sem ekki er talið allt of gott, í það minnsta er það staö- reynd, aö þau hjónin fara yfir- leitt aldrei saman út að skemmta sér, heldur sitt í hvom lagi. Paóla fer þá gjaman til Suður- Evrópu og skemmtir sér með vin um sínum, og Albert bregður sér gjarnan til Parísar á fund fegurð ardísanna þar, sem hann ku þekkja nóg af. Hvort þeirra hjóna byrjaði á útstáelsinu fylgir ekki sögunni, enda skiptir það engu máli, heldur hitt, að almenning- ur 1 Belgíu, og þá sérstaklega konungsfjölskyldan sjálf lítur ekki sérlega hýru auga þessi hlið- arstökk hjónanna. Fabiola Belgíudrottning og stóra systir hennar Paólu, hefur nefnilega enn ekki eignazt bam, þrátt fyrir margar tilraunir henn- ar í þá áttina, og er því elzti son- ur Paólu næstur til ríkiserfða. Er þá að vonum að konungsfjöl- skyldan llti þaö alvarlegum aug- um, að foreldrar tilvonandi rík- isarfa krúnunnar skuli ekki taka

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.