Vísir - 16.10.1969, Blaðsíða 3

Vísir - 16.10.1969, Blaðsíða 3
V1SIR . Fimmtudagur 16. október 1969, 3 T T i'i LULL LL Höfum fyrirliggiandi EIK GULLÁLM FINLINE Mjög hagstætt verð. Greiðsluskilmálar SIIVII VISIR Norðmenn — viB þekkjum þá úr sjónvarpinu í fyrra r Forseti Islonds gerist verndori ISI • Forseti Islands, dr. Krist- ján Eldjárn, hefur nýlega sam þykkt aö gerast verndari í- þróttasambands Islands. Hef- ur sá háttur verið á um ára bil að þjóðhöfðinginn væri vemdari ÍSÍ og var þess far- ið á leit við hinn nýja forseta, sem hefur nú gefið góðfúslegt samþykki sitt. í gærkvöldi fóru fram leikir í 4. umferö deildabikarkeppninnar í Englandi. Úrslit urðu þessi: Bumley—Manch. United 0:0 Carlisle — Chelsea 1:0 Crystal Palace —Derby 1:1 Leicester—Sheffield U. 2:0 Nott. Forest—Oxford 0:1 Q.P.Rangers—Wolverhampton 3:1 West. Brom.—Bradford 4:0 Manch, City—Everton 2:0 TIL SÖLU AstæBa til að gleðjast yfir fyrstu heimsókn norska landsliðsins / handknattleik hingað • Allt útlit er fyrir að helgi í Laugardalshöll. við fáum að sjá spenn- Norðmenn munu leika á andi leiki um næstu laugardag og sunnudag sína fyrstu landsleiki í handknattleik hér og er greinilegt, að eftirvænt- ing ríkir í röðum áhuga- manna um handknatt- leik, sem eru, vel að merkja, mjög margir, og fer hópur þeirra stöðugt vaxandi. Notfæra menn sér fyrirframsölu að- göngumiða í þessu skyni enda leitt að þurfa að bíða lengi utandyra eftir miðum í Laugardal. • Kynni okkar af Norðmönnum á íþróttasviðinu hafa helzt verið á knattspymusviðinu, — nú fáum við að kynnast „frændum vorum“ á handknattleiksvellinum. Norðmenn eignuðust marga aðdáendur hér heima gegnum sjónvarpsmyndir af landsleikjum þeirra, — íslendingar fylgdust með sendingum á heilum leikj- um, þegar Norðmenn unnu öll- um á óvart sigra yfir verð- launaþjóðum frá HM í hand- knattleik, eins og t.d. Svíum og Dönum. Sá maðurinn, sem líklega er minnisstæðastur er markvörður- inn Pál Bye, skyttan Per Graver verður mörgum minnisstæöur og Inge Hansen, en hann átti góðan leik á dögunum gegn „pressuliðinu" norska. Staðreynd er aö íslenzka land§iliðið er langt frá sínu allra bezta formi um þessar mundir, e.t.v. sem betur fer, því það form vilja menn ekki að komi fram fyrr en á réttum tfma, þ.e. þegar ísland þarf að taka sem mest á í sambandi við HM. Leikirnir við Noreg á laugar- dag og sunnudag verða örugg- lega góður undirbúningur fyrir bæði liöin fyrir átökin á HM, — en flestir reikna með að bæði liðin komist f aðalkeppnina, enda þótt fullfljótt sé aö full- yrða neitt um slfkt. Það er ánægjulegt aö fá Norð- menn hingaö. Til þessa höfum við einungis kynnzt handknatt- leiksdómurum og félagsliðum, og þó í of litlum mæli, þvf reynslan hefur verið góð af hvoru tveggja. í íþróttasamskipt um hefur meira borið á knatt- spyrnuheimsóknum, en vonandi verður þessi fyrsta landsliðs- heimsókn til þess að brjóta ís- inn varðandi framtíðarsamskipti þjóðanna í handknattleik. Volvo P. 142 árg. 1968 Volvo P. 144 árg. 1967 Volvo Amason 1966 Volvo Amason station árg. 1964 Volvo Duett árg. 1964 Volvo Duett árg. 1962 Ford Falcon árg 1966, sjálfskiptur. Tökum notaða bíla f umboðssölu. SUÐURLANDSBRAUT 98 3S200 16

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.