Vísir - 16.10.1969, Blaðsíða 10

Vísir - 16.10.1969, Blaðsíða 10
10 V í S I R . Fimmtudagur 16. október 1969. Saltað frá Eyjum vestur á Snæfellsnes Síldarflotinn var á þremur veiðisvæöum í gærkvöldi og nótt. Við Surtsey, SA af Reykjanesi og út af Skaga. Flest skipanna köstuðu í gær- kvöldi og fengu veiði, en flest aðeins nokkur tonn. Mestan afla höfðu Helga RE 100 tn. Hafrún IS 80 tonn, en hún var byrjuð að landa í Reykja- vik klukkan átta í morgun. Elliði hafði 70 tonn og nokkr- ir bátar voru með 40 — 60 tonn, en aðrir með þaðan af minna, allt niður í fáeinar tunnur. Margir fengu það Iít- ið, að ekki tók því að fara með það í land. Síldin dreifðist á marga staði og söltun er nú hafin á flestum verstöðvum allt frá Vestmanna- eyjum og vestur á Snæfellsnes. — í dag verður saltað hjá Sjó- fangi, síld úr Hafrúnu, en auk f-------------------------- t ANDLAT I llallfríöur Anna Guöniundsdóttir, Skipasundi 46, andaðist 9. okt. s.l., 82 ára að aldri. Hún verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju á morg- un kl. 1.30. Ólöf Jónsdóttir, Drápuhlíð 3, and aðist 11. okt. s.l. 89 ára að aldri. Hún verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju á rnorgun kl. 3.00. ALÞINGI I dag: Sfri deild: Þrjú stjörnarfrumvörp eru á dag- skrá. 1. Húsnæðismálastofnun ríkisins. 2. Skipamælingar. o. Skráning skipa. Neöri deild: Rædd verða þrjú stjórnarfrum- vörp. I. Gjaldaviðauki. Framkvæmdasjóður, Efnahags- stofnun og Hagráð. II. Fjárhagur Rafmagnsveitna rík- isins. í gær: Sameinað Alþingi: Umræður utan dagskrár urn at- v'nnumálin. Ákveðin meðferð fyrirspurna. TIL SÖtU Ný Nilfisk ryksuga, nýtt eldhús- borð og 2ja manna sveffisófi til sölu. Upplýsingar i sfma _51555. Selnier bassamagnari lil sölu. Upplýsingar í síma 52887. þess er búizt við sild til Bæjar- útgeröarinnar og verður henni ekið frá Suðurnesjum hingaö í bæinn. — Hins vegar var hluta af afla Hafrúnar ekið suður í Voga, þannig að miklir flutning- ar eiga sér stað með þessi kvik- indi, sem veiðast. I dag er mesta síldarsöltunin í Grindavík og er talsverðu af aflanum ekiö til annarra ver- stööva. — Lítil síldarlöndun er hins vegar í Vestmannaeyjum eftir þessa nótt. Þangaö var að- eins von á tveimur skipum í morgun. Til Akraness áttu þrír bátar að koma meö 10 — 30 tonn hver. í morgun voru konur kallaðar til söltunar í fiskverkunarstöðvunum á Granda, Sjólastöð og Sjófangi. Friðrik í 5.-9. sæti Guðmundur með 50°/o Friðrik er nú í 5.—9. sæti á svæða mótinu með 5 y2 vinning og biðskák. Efstur er Jansa, Tékkóslóvakiu, með 7 og biðskák, 2. Gheorghiu, Rúm- eníu 7 v., 3. Hubner, V.-Þýzkal. 6V2, og 4. Matulovic, Júgóslavíu með 6. — Jafnir Friðriki eru Spir- idinov, Búlgaríu, Hort, Tékkóslavíu, Pedersen, Danmörku og Zomm, Ungverjalandi. — Friðrik teflir viö Nicevsky, Júgóslaviu í 11. uniferð. r Guömundur hefur 50% eftir átta umferðir í sínu móti og teflir við Espig, Austurríki, í 9. umferð. 1 FE £ \ft L /- / Skólafólk — —•> i. áíðu Broddi Jóhannesson, skólastjóri Kennaraskólans, sagöist ekki halda að teljandi brögð væru aö því í eldri deildunum. „Hins vegar eru brögð að þessu I fyrsta bekk. Um hann sóttu ifleiri en kornu og.getur þaö verið vegna ýmissa ástaíöna, en nokkrir tilgreindu fjárhags- ástæður sem orsökina. Það byrjaði aö bera á þessu í fyrra“. Ráöning 10 mín- útna , kross- gátu. • V / A' V U !■ H B S 7 U R O R m f) R - j ' ' K ft'R -"/9 l 'fí ö - R 'fí L ' ■ m £ / T L \ K I ’.R R fí R ■ Þ m - ' L '1 ,> S J fl L 1 K i /n ú R fí Ð u . ■ H ú 6 - R . • Ú T l< L Ú 'O s / f) U R , I I DAG B í KVÖLD | BELLA Til þess aö losna við, að ég komi alltaf skriðandi og biðji urn launahækkun, gæti þá ekki fyrir- tækið tekið að sér nokkra af reikn ingum mínum hjá ýmsum skó- verzlununum? ÍILKYNNINGAR » K.F.U.M. A-D. Fundur í húsi félagsins viö Amtmannsstíg i kvöld kl. 8.30. Kvöldvaka. Fjöl- breytt dagskrá. Veitingar. Heimatrúboóið. Almenn sam- koma í kvöld kl. 20.30 að Óðins- götu 6A. Hjálpræðisherinn. í kvöld kl. 8.30 er almenn samkoma. Her- menn taka þátt í vitnisburöi. Kapt. og frú Gamst stjórna. Grensásprestakall. Kvöldvaka fyrir unglinga veröur í kvöld kl. 8 í safnaðarheimilinu við Miöbæ m. a. veröa sýndar myndir frá Bíafraflugi og Sao Thome. Sóknarprestur. Systraíélag Keflavikurkirkju. Fyrsti fundurinn verður haldinn í Tjarnarlundi í kvöld kl. 8.30. Kvenfélag Lágafellssóknar. — Saumanámskeiðin byrja í næstu viku með sama fyrirkomulagi og áður. Kennari verður Anna Einars dóttir. Þátttaka tilkynr.ist i síma 66131 eftir kl. 6 e. h. Kvenfélagskonur Njarðvíkuni Munið vinnufundinn fimmtudags- kvöld kl. 8.30 í Stapa. Styrktarfélag lamaöra og fatlaðra. Munið föndurkvöldið fimmtudag- inn 16. okt. kl. 8.30 að Háaleitis- braut 13. Kvenfélag Hallgrímskirkju. — Fundur verður haldinn í félags- heimili Hallgrímskirkju fimmtu- daginn 16. okt. kl. 8.30. Rætt um vetrarstarfið. Dr. Jakob Jónsson flytur erindi frá Landinu helga (Útsýn frá Megiddó). Kaffi. Kvenfélag Neskirkju. Aðalfund- ur félagsins verður haldinn í kvöld kl. 8.30 í félagsheimilinu. Venjúleg aðalfundarst.örf. — Skemmtiatriði. — Kaffi. Kvenfélag Ásþrestakalls. Munið basarvinnuna á fimmtudagskvöld- um, og þriðjudagskvöldum kl. 2 —6 i Ásheimilinu Hólsvegi 7. Kvenfélag Hallgrímskirkju. — Fundur veröur haldinn í félags- heimili Hallgrimskirkju fimn'tu- daginn 16. okt. kl. 8.30 e.h. Rætt um vetrarstarfið. Dr. Jakob Jóns son flytur erindi: Frá landinu helga. (Útsýni frá Megiddó). — Kaffi. Stjórnin. Prestkvennatelag íslands held- ur skemmti- og kynningarfund n.k. föstudagskvöld 17. okt. kl. 8.30 í húsi KFUM við Amtmanns- stíg. Skemmtiatriöi og kaffi- drykkja. — Stjórnin. Skiptineniar þjóðkirkjunnar K.A.U.S. Aðalfundur samtakanna veröur haldinn laugardaginn 18. okt. kl. 2 í kjallara Neskirkju, — Mætið vel og stundvíslega. — Stjórnin. BiFREIÐASKOÐUN # R-19651 — R-19850 SKEMMTISTAÐiR # Þórscafé. Gömlu dansarnir i kvöld. Hljómsveit Ásgeirs Sverr- issonar, söngkona Sigga Maggý. Rööull. Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, söngvarar Þuríður Sigurðardóttir, Pálmi Gunnarsson og Einar Hólm. Dansmærin Princ ess Tamara skemmtir. Templarahöllin. Bingó í kvöld kl. 9. Glaumbær. Pops leika í kvöld. Hótel Loftleiðir. Hljómsveit Karls Lilliendahl, söngkona Hjör- dís Geirsdóttir og Los Guacamay- os skemmta. Tónabær. Opið hús kl. 8 — 11, diskótek —r leiktæki. Enska. Vill nokkur læra hjá mér ensku eða annaö sem ég gæti kent? Náist ekki tal af mér, svo fljótt sem skyldi, gefur kaupm. Ludvig Hafliðason (og fólk hans) Vesturgötu 11, nauðsynlegar upp- lýsingar. Borgar sig að læra hjá góðum kennara og það hefi ég ávalt verið talinn. Sigurður Magn- ússon, frá Flankastöðum. Vísir, 16. okt. 1919. BLÖÐ OG TÍMARIT # Heilsuvernd 5. hefti 1969 er ný- komiö út. Úr efni ritsins má nefna: Hrörnunarkvillar, menning arkvillar, eftir Jönas Kristjáns- son. Hugleiðingar um störf og stefnu N.L.F.I. eftir Árna Ásbjarn arson. Um kransæðasjúkdóma, eftir Björn L. Jónsson. Hófleg áfengisneyzla og lifrin. Læknaðist af liöagigt. F.kki er allt matur sem í magann kemur. Svissneskir boró siðir. Geðsjúkdómar læknaðir með föstum. Ánamaðkurinn, eftir Ni- els Busk. Hungri afstýrt. Á víð og dreif o. m. fl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.