Vísir - 16.10.1969, Blaðsíða 7

Vísir - 16.10.1969, Blaðsíða 7
V1 S I R . Fimmtudagur 16. október 1969. 7 Lindsay hélt fánanum í hálfa stöng. MORGUN UTLÖNDÍIVIORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MOR Hve trúnðir — ■»»->- 6. síöu. þeirra 56—58%. Eftir fertugt hækk ar þessi tala snögglega í 85%. í töflu 14 má sjá aö skoðanabreyting in verður fyrr hvað viðkemur trú á guð. Á aidrinum innan við tví- tugt trúa 55% á guð, en strax eftir tvítugt hækkar talan í 70%, og breytist lítið úr því með aldrinum. Svipaðar tölur er að finna í töfl um 15 og 16 um trú á kraftaverk Krists og hvort aðeins sé til ein sönn trú. Trú manna á þessi atriði er áberandi minni fyrir tvítugsald- urinn, eykst um tvítugt og breytist litið eftir það. Um það hvort trúar skoðanir manna breytist með aldri þeirra er að sjálfsögðu ekki hægt að fullyrða út frá þessum tölum. Allt eins gæti verið að hér sé um varanlegar skoðanir að ræða hjá kynslóðum, sem alizt hafa upp við ólika þjóðfélagshætti og viðhorf. — Það er fróðlegt að bera saman trú manna á framhaldslífi annars veg- ar og trú á guð hins vegar. Hjá kyn slóðinni, sem nú er yfir fertugt eru fleiri sem trúa á framhaldslíf en guð, og mætti ætla, að trúin á framhaldslíf væri nauðsynleg for- senda fyrir þá til þess að geta trú- að á guö. Hjá kynslöðinni sem nú er milli tvítugs og fertugs er þessu öfugt farið. Allmiklu fleiri af þeim' trúa á guð, án þess að trúa á fram haldslif. Þessi kvnslóð. hefur átt sín mestu þroskaár á stríðsárunum og á árunum þar á eftir. Á þeim árum breyttist heimsmvndin mikið og lífsviðhorf manna líklega að sama skapi. Af þeim trúaratriðum, sem hér eru könnuð, virðist trúin á framhaldslíf hafa beðið mestan hnekki, án þess þó að þörf manna fj'rir guöstrú hafi minnkað. Hvort hinar lágu tölur aldursflokksins inn an viö tvítugt beri hins vegar vott um minnkaða trúarþörf, eða hvort bugmyndir þeirra eigi eftir að breyt ast með aldri og þroska, er ómögu lega um að spá af þessum tölum. En ekki bendir þó síðasta taflan, tafla 17 til minnkaðrar trúarþarfar hinna yngstu, þótt trú þeirra kunni aö hafa á sér aðra mynd en hinna eldri. Álíka margir hlutfallslega 1 yngstu og elztu aldursflokkunum biðjast fyrir oft í viku, En fólk á aldrinum milli þrítugs og fertugs viröist hafa minni þörf fyrir bæn- ir en aðrir. ÁL Y KTANIR. 'gins og tekið var fram í upphafi er mjög hæpið að draga víð- tækar ályktanir af þeim niðurstöð- um sem þessi athugun leiðir í Ijós. Hafa bef í huga, að hér er aðeins um fáar atvinnustéttir að ræða og engir fulltrúar fvrir stéttir eins og sjómenn, verkamenn og bændur. Það væri fróðleg athugun út af fyrir sig að bera saman muninn á trúarskoðunum hinna ýmsu atvinnu stétta, muninn á trú kaupstaðabúa og sveitafólks, svo og muninn á trú manna eftir landshlutum. Ekki væri síður athyglisvert að kanna áhrif menntunar á trúarskoðanir manna. Þessi athugun gerir naum- ast meira en gefa visbendingu um hve trúaðir íslendingar almennt eru og vekja upp spurningar, sem víð- tækari athugun gæti leyst úr. En burtséð frá þeim agnúum, sem á þessari athugun eru, færa niðurstöð ur hennar nokkrar líkur að trúar- skoöunum íslendinga. í fyrsta lagi hendir athugunin til að þeir séu trúminni en Bandarikjamenn. í öðru lagi aö konur séu trúaðri en karlar, og virðist munur kynjanna vera meiri hér. 1 þriðja lagi virðist skólafólk í efri skólum vera áber- andi trúlausara en annar almenn- ingur. í fjórða lagi er nokkur mun- ur á aldurshópum. Hinir elztu virð- ast trúaðastir almennt, en þó er p*.aa milcín munur á hvort menn trúa á guð, niður undir tvítugt. Kyn slóðaskipti virðast vera nokkur á trúarhugmyndum manna, og mætti e.t.v. rekja tU breytlra þjóðfélags- hátta og nýrra h'fsviðhorfa almennt. tqalT»T~a KOSNINGUMITÉKKÓSL 6 VAKÍU flokksins", eins og hann orðaði það. • Nýir þingleiótogar voru kjörn ir í gær í stað friálslvndra. Þeir Dubcek og Smrkovsky vúcu stööum sínum sem forsetar á þing- inu, en vinir Sovétríkjanna tóku þau sæti. Dalibor Hanes var kjör- inn þingforseti og Sonja Pennger- ova varaforseti. Ennfremur voru sjö frjálslyndir sviptir valdastööum. Hreinsunum er haldið áfram um allt landið, og frjálslyndir hverfa úr embættum, smáum og stórum. Með þessum breytingum hefur hernámslið Sovétrikjanna enn frek- ar tryggt völd sín í landinu. Vinir þeirra skipa allar áhrifastöður, og þau búa sig undir völd ihaldssamra kommúnista til frambúðar. Stúdentar hrópuðu; „Stund byltingarinnar er runnin upp" — en svo reyndist ekki vera 50 þús. gengu umhverfis Hvíta húsið í nótt ■ Fimmtíu þúsund Bandaríkja- menn gengu í nótt umhverfis Hvíta húsið í Washington og létu í ljós andúö sína á Víetnamstríð- inu, þar sem um 40 þúsundir Banda ríkiamanna hafa látiö lifið. Millión- ir tóku þátt í mótmælaaðgerðun- um í gær, 100 þús. í Boston, 30 þús. í New Haven, 17 þús. í New York, 15 þús. við Rutgersháskóla og 10 þús. í Minneapolis og hópar hvarvetna um land allt. Næsti mót- mæladagur er ákveöinn 13.—15. nóvember. Þá munu 40 þús. manns fara göngu með blysum og spjöld- um með nöfnum fallinna. Arthus Goldberg, fyrrum fulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum, hélt ræðu í kirkju, skammt frá Hvíta húsinu og kraföist þess, að herinn yrði kallaður heim. í New York var fáni Bandaríkjanna ýmist í heila eða hálfa stöng, unz hann að lokum liafnaði í hálfa stöng, eins og Linds- ay borgarstjóri vildi. I' Atlanta i Georgíuríki var flaggað í heila stöng á þinghúsinu en í hálfa stöng á ráð- húsi bæjarins. Þrátt fyrir hina iniklu þátttöku i mótmælum, létu ýmsir i ljós stuðn ing sinn viö stefnu stjárnarinnar i Víetnam. meö því til dæmis að aka bifreiðum sínum með Ijósum í'gær- dag. Þá fóru súmir í göngur til stúðnings stjórninni. 1 aöalatriðum var dagurinn án mikilla átaka og forystumenn möt- mælaaðgerðanna ánægðir. Nokkrir stúdentar réðust þó í gærkvöldi gegn lögregluþjónum við dyr Hvita hússins, og revndu 100 manns inn- göngu þar, hrópandi „stund bylt- ingarinnar er runnin upp“. Sú stund virtist þó ekki runnin upp, og urðu menn frá að hverfa. Myndin sýnir, hvernig bandariskir vísindamenn hugsa sér tunglborg l'ramtíðarinnar. Hún sýnir, hvernig mennirnir mundu koma sér fyrir neðanjarðar og búa þar í andrútns- lofti eins og gerist hér á jörðinni. Á myndinni hefur fjalliö verið „opn að“, svo að fyrirkomulag borgar- innar sést greinilega. Slík stöð er hugsanleg eftir tvo til þrjá áratugi. Efst á myndinni til vinstri er kjam- orkustöð, og fyrir ofan hana, við fjöllin, eru grjótnámur. Á miðri myndinni efst eru svo iðjuver, þar sem unnið er úr grjóti: súrefni fyrir tunglbúa, vatn og málmar. Svif- andi íyrir ofan sést geimstöð. Þang- að eru fluttir geimfarar á leið til jarðar, og þangað koma menn frá jörðu. Það glittir á jöröina. Flatlendið til hægri er „flugvöll- ur“, þar sem auðvelt er að lenda ’á þjöppuðu svæöi. Frá vellinum er neðanjarðarvegur, þar sem fótgang- andi ferðast með 5 til 15 milna hraða á klukkustund inn í tungl- borgina. Ef við lítum svo inn í sjálfa borgina í fjallinu, þá sjást ibúðar- byggingar þar efst fyrir miðju, og þar er háskóli við hliðina. Neðst á miðri mynd er listasafn, og súlan neðst til vinstri er ræktunarstöð, þar sem ræktaðir eru ávextir og grænmeti fyrir tunglbúa. Við hlið súlunnar er rannsóknastöð vísinda og tækni. Til hægri neðst utan fjallsins, er loks stjömuskoðunar- stöð. Lög myrti regluþjónn forsétann Forsetakosningar i Sómaliu innan mánaðar Forsætisráðherra Sómalíu í Afr- íku, Mohamnied Egal, sneri heim í morgun, eftir að hann fékk fregn- irnar að forseti landsins hefði verið myrtur í gær. Ríkisstjórnin hefur afraðið forsetakosningar innan mán aðar. Abdel Rashid Shermarke, forseti Sómalíu, var skotinn til bana í gær i Las Anod í Norður-Sómalíu. Hnnn var 52ja ára. Verknaðinn framdi lögregluþjónn i þjónustu for setans, Abdul Kadir Abdi, og mun hann hafa verið handtekinn strax. Shermarke varð forseti í júni 1967. Hann var fyrsti forsætisráó- herra landsins frá 1960-1964, en brezka og ítalska Sómalía voru sa,r. einuð í lýðveldið Sómalíu. Egal forsætisráðherra hafði vef- ið 1 sumarleyfi hjá kvikmyndaleik- aranum William Holden í Palm Springs i Kaliforniuriki. FRESTAÐ í TVÖ ÁR • Þjóðþing Tékkóslóvakíu sam-1 9 Samkvæmt þessu munu kosn J frumvarp þetta fram, „til þess þykkti í gærkvöldi að fram- ingar ekki verða í landinu fyrr að kosningamar yrðu lýðræðis- lengja kjörtímabil þingmanna í en eftir 31. desember 1971. Kar- legar og úrslit þeirra hagstæð, tvö ár oe fresta kosnineum. I ol Laco. ráðherra, saeðist bera I séð frá siónarhóli kommúnista-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.