Vísir - 16.10.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 16.10.1969, Blaðsíða 8
3 V í S I R . Fimmtudagur 16. október 1969. VISIR Otgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöai-itstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610, 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 165.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Framtak og visindi Enginn efast um, að eitt veigamesta viðfangsefni þjóðarinnar er að bæta hag sinn eins hratt og mögu- legt er. En menn greinir á um leiðir. Vinstri flokk- arnir leggja t. d. töluverða áherzlu á, að við einöngr- um okkur, svo að íslenzkir atvinnuvegir þurfi ekki að sæta samkeppni þróaðs, erlends iðnaðar. Hitt er sönnu nær, að við verðum að gerast samkeppnishæf- ir til að lífskjörin hér á landi verði góð. Það verður bezt gert með því að tengja framtak og vísindi, efla hér kapítalistiskt tækniþjóðfélag. Framtak, sem kemur fram í hugkvæmni og sölu- mennsku, er ein veigamesta auðlind hverrar þjóðar. Við getum lært mikið af Dönum í því efni. Þeim hefur með hugkvæmni og sölumennsku tekizt að ná for- ustu í ýmsum iðngreinum, svo sem listiðnaði og hús- gagnagerð. Við erum líklega farnir að feta sömu braut eins og sjá má af söluherferðum erlendis til að kynna íslenzkar ullarvörur. Með framtakinu einu má ná mjög langt. Vísindin eru svo aftur á móti undirstaðan sjálf. Allur nútíma atvinnurekstur byggist á vísindum, ekki að- eins stóriðja og stórvirkjanir, heldur einnig hinir gam algrónu atvinnuvegir eins og útgerð og landbúnað- ur. Raunvísindi eru ekkert sport, heldur bláköld nauð syn. Það þarf að vera hindrunarlaus tæknifarvegur frá undirstöðurannsóknum til framleiðslu. Sjálfstæðisflokkurinn er bezt fallinn til að knýja fram framtíðarstefnu, sem byggist á eflingu framtaks og vísinda. Um afstöðu hans til framtaksins efast enginn, né að hinir flokkarnir hafi meiri áhuga á ríkis forsjá en framtaki. Meiri ástæða er til að vekja athygli á hinu, að Sjálfstæðisflokkurinn er einnig flokkur raunvísindanna. Margt bendir t. d. til þess, að þorri hinna ungu raunvísindamanna, sem byrjað hafa störf á undanförnum árum, treysti honum bezt til móta og fylgja eftir stefnu tækniþróunar. Til þessa bendir hin mjög vel heppnaða ráðstefna ungra sjálfstæðismanna um rannsóknir og tækniþró- un, sem haldin var í fyrri viku. Þar kom fram mikill fjöldi ungra raunvísindamanna með sjónarmið sín á þessum málum. Og sjónarmið þeirra voru þess verð, að eftir þeim sé tekið. Þótt mikið hafi áunnizt í raun vísindum og tækniþróun á undanförnum árum, dugir ekki að líta fram hjá því, að enn meira er óunnið á þeim sviöum. Það þarf enn stóraukið fé, bætt skipulag og aukna stjórnun í rannsóknamálum. Þessi mál verða sett á oddinn á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins, sem hefst í dag. Þau verða raunar aðalmál fundarins fyrir utan hin venjulegu stjórnmála störf. Á fundinum verður væntanlega grunnmúruð stefna framfara og breytinga, framtaks og vísinda. Flokkurwin mun horfa fram á veginn, afla sér stuðn- ings æskunnar í því hlutverki að leiða þjóðina yfir; í tækniþjóðfélag framtíðarinnar. 11 ii »■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■—^———í——í■ ( (i „íhaldsmaðurinn" Wilson og „sósíalistinn" Heath # Gagnrýnendur flokksfor- ingja í Bretlandi bera þeim á brýn fráhvarf frá grundvaliar- stefnu. Vinstri armur Verka- mannaflokksins segir, að Wil- son sé „góður, hægri sinnaður þjóðarleiðtogi“ með nokkru háði og hægri armur íhaldsflokksins sakar Heath um „sósíalisma“ eða að minnsta kosti undanláts- semi við sósíalistískar kenning- ar. Stóru flokkamir hafa nýlok- ið flokksþingum, sem menn telja, að muni verða þau síðustu fyrir kosningar. Stjómmálin hafa um langt skeið, allt frá gengislækkun- inni 1967, einkennzt af algerri vesalmennsku Verkamanna- flokksins í hverjum aukakosn- ingum á fætur öðrum. Þeir hafa virzt gæfulausir, og flestum sýnzt, að aðeins örfáir úr þeim flokki mundu ná kjöri í næstu þingkosningum. Varla hefur fundizt nokkur, sem spáð hefur hinu gagnstæða, jafnvel ekki f röðum Verkamannaflokksins sjálfs. Wilson hefur frestað aukakosningum i ýmsum kjör- dæmum, þótt þingmaður væri fallinn frá, og fremur látið sæt- ið standa autt í þessum kjör- dæmum flokks síns en þola hnekki af. Heath fylgisrýr Annaö einkenni stjórnmái- anna hefur veriö skortur á við- urkenningu þjóðarinnar á Heath, foringja íhaldsmanna. Þrátt fyrir eindæma sterka að- stööu flokks hans, er hann fylgislítill persónulega. Aðeins fjórðungur þjóöarinnar telur aö hann gæti orðið „góður forsæt- isráöherra", fengi flokkur hans meirihluta. Persónulega hefur Wilson hins vegar aldrei veriö jafnfylgisrýr og flokkur hans. Nú gerðist það fyrir mánuöi, fyrirvaralaust og jafnvel án sýnilegs tilefnis, að Verka- mannaflokkurinn tók að vinna á. Bilið milli hans og íhalds- flokksins mjókkaði allt í einu úr 25% í 9%, og enn hefur þessi þróun haldið áfram, nú að einhverju leyti skýranleg með bættri afkomu þjóðarbúsins. Stjórnarliðar segja, aö nú hafi gengislækkunin „loks verkað". Þessi viðgangur Verkamanna- flokksins grundvallast á því, að fólk sætti sig aldrei við Heath sem forystumann þjóðarinnar, þrátt fyrir mikla óánægju meö Wilson og einkum flokk hans. Vilja margir, aö íhaldsmenn geri nú tvennt, skipti um for- ingja og yngi upp lið sitt. Þetta kann þó að vera um seinan, þar sem Wiison getur meö litlum fyrirvara boðað kosningar, hve nær sem honum lízt það sigur- vænlegt. Er það tíðkanlegt I brezka kerfinu, að kosningar eru venjulega haldnar áður en kjörtímabilið rennur út. Á flokksþingi íhaldsmanna voru sterk öfl yzt til hægri. Kröfðust þau þrívegis atkvæðagreiðslu um mál, sem eru þess eölis, að þau hefðu jafn an farið auðveldlega í gegn. Unnu þeir atkvæöagreiðslu um að dauðarefsing yrði aftur í lög leidd. Heath þurfti hins vegar ekki að kvarta undan atkvæða- greiðslu um aðild að efnahags- bandalaginu, og hinir hógvær- ari höfðu betur í kynþáttamál- um. Wilson tókst að berja niður uppreisn verkalýðsfélaga yzt til vinstri Flokksmönnum hans þykja ráðherrastólar góðir, og hægfara stefna varð ríkjandi. Þannig fylgir fyrrum vinstri sósíalistin nWilson borgaralegri stefnu og hefur betur, samtím- is sem Heath, úr vinstra armi Ihaldsflokksins, á i vök að verj- ast vegna áhlaupa frá hægri. Wilson brúar gjána Myndin sýnir, hvemig Wilson hefur aukið forskot sitt fram yfir Heath um vinsældir, og neðri hlutinn sýnir, hvemig skoðanakannanir hjá þremur stofnunum sýna minnkandi forskot íhaldsflokksins umfram Verkamannaflokkinn, niður í 4% nú síðast. — Þannig er Wilson vin- sælli en Heath, en íhaidsflokkurinn vinsælli V erkamannaflokknum að dómi þjóðarinnar. Þeir segja... Nýtt þjóðfélag? „Þessi breyting (í Þýzkalandi) eru mikilvæg tíöindi, snögg um- skipti, sem munu umturna ýmsu í Evrópu. Jafnvel enn frekar, þar sem hreyfing virðist vera í Englandi í sömu átt ... Meira að segja í Frakklandi talar Chaban-Delmas um „nýtt þjóðfélag" á þann hátt, að fremur minnir á Mendés-France en de Gaulie. Þetta eru aðeins orð að vísu, en þau tákna, að nú dregur úr andspymunni, sem skapaöist af „hættunni miklu" í mai í fyrra. „Evrópa er á leið til hægri“. Þetta var dómur margra athug- enda stjómmálanna síðustu mánuöi. Vissulega nægir út- nefning Brandts, vonir Wilsons og falleg orð Chaban-Delmas ekki til þess að sýna, að þessu sé öfugt farið. Samt sem áður er einhver hreyfing sem á ýms- an, oft ófullnægjandi hátt, leitast við að gefa svör við hinum sterku kröfum um aukiö þjóð- félagslegt jafnvægi." , II Giorno (Milano). „Skref í rétta átt“. „Hættuástand rikir í Þýzka- landi og nágrenni. Skipting landsins og staða Berlínar eru háskalegir kveikiþræöir í púður- tunnu, þar sem nú er að vísu ekki hætta á stórsprengingu, en sú hætta getur skapazt aftur á hverri stundu. Þess vegna er þaö hagstætt, aö SPD kemur til valda á þess- ari stundu. Raunsæ stefna flokksins gagnvart Austur- Evrópu, sem Kiesinger og Strauss gerðu tortryggilega. veröskuldar sanngjarna athug- un. Viöurkenning Oder-Neisse landamæranna og unriirrilun samkomulagsins, um bann viö kjarnavopnum munu brátt eiga sér stað. Þetta eru mikilvæg skref i rétta átt.“ De Tijd (Amsterdam).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.