Vísir - 16.10.1969, Blaðsíða 6

Vísir - 16.10.1969, Blaðsíða 6
6 V t S IR . Fimmtudagur 16. október 1969. Hve trúaðir eru íslendinprar ? eftír Gylfa Ásmundsson W Jjað er hverjum manni ljóst, að ís lendingar eru ekki trúrækin þjóð. Hvort þeir eru trúlausir aö sama skapi eru skiptar skoöanir um, og telja margir að íslendingar séu jafnmiklir trúmenn f einka- lífi sínu og aðrar þjóðir með svip- aða menningu. Mér vitanlega hafa þó ekki verið gerðar neinar athugan ir á þessum þætti þjóðlífs okk^r, og þar eð ég hafði undir höndum nokkur gögn til úrvinnslu um trú- arleg viðhorf íslendinga, lék mér hugur á að koma niðurstöðum þeirra á blað. I þessum greinar- stúfi eru nokkrar tölulegar niður stöður þeirrar athugunar. ^ undanförnum árum hef ég ís- lenzkað og gert tilraunir meö bandarfskt persónuleikapróf hér á landi. Nefnist það. MMPI (Minne- sota Multiphasic Personality Inven- tory) og eru í því 550 spurningar, sem prófaði á að svara með „rétt“ eða rangt.“ Spurningar þessar eða staðhæfingar lúta einkum að sálar- lífi einstaklingsins, hugsun, tilfinn ingum og atferli, en einnig eru þar nokkrar um þjóðfélagsleg viöhorf og skoðanir. Til eru hundraðstölur um svör bandaríska stöðlunarhóps ins við hverri spurningu, og er ég hafði safnað álitlegum hóp prófa frá „normal" einstaklingum hér, kannaði ég svör manna við 13 spumingum trúarlegs eölis og færði til samanburðar við banda- rískar niöurstöðutölur. Tekið skal fram strax í upphafi, að vfsindalegt gildi þessarar athug unar er mjög takmarkaö af tölfræði legum ástæðum. Bandaríski hópur inn er valinn eftir ströngum töl- fræðilegum reglum og á að vera rétt úrtak bandarísku þjóðarinnar. í hópnum eru 226 karlmenn og 315 konur, samtals 541 maður. Auk þess er sérstakur hópur skólafólks úr æðri skólum (college), 152 karl- menn og 113 konur, samtals 268 manns. Allur bandaríski hópurinn telur því 809 manns í íslenzka hópn um eru 112 karlmenn og 156 kon- ur, allir búsettir í Reykjavík og ná- grenni. í nokkrum tilvikum er reikn að út úr hópi nemenda sérstaklega til samanburðar við bandaríska skólahöpinn. Sjá má, að í hópnum eru fulltrúar aöeins fárra starfs- hópa og verður því að taka niður- stöðutölum með fyrirvara og líta á þær í mesta lagi sem vísbend- ingu. Atvinnuskipting hópsins var sem hér segir: Aðstoðarfólk á spítala ....... 63 Hjúkrunarnemar ............... 28 Hjúkrunarkonur ............... 22 Læknar og aðrir háskólam. .. 16 Flugmenn ..................... 16 Skrifstofu- og verzlunarfólk .. 22 Nemendur í menntaskóla, kennaraskóla og háskóla .... 79 Aðrir......................... 22 Samtals 268 í meðfylgjandi töflum eru sýndar niðurstöðutölur fyrir hverja spurningu. Er sýnt hversu stór hundraðshluti úr hverjum hóp hef- ur svarað spPrningunni eða stað- bæíingutsni rneð „rétt“ eða játandi Tölum um þá, sem svarað ha-fa með rangt eða neitandi, svo og um þá, sem láta spurningunni ósvarað, er hér sleppt til einföldunar. í töflum 1 og 2 eru tölur um grundvallar trúarhugmyndir manna, hvort þeir trúi á guð og framhalds líf. Ems og vænta mátti er fslenzki hópurinn allmiklu vantrúaðri en hinn bandarfski. 59% íslenzka hóps ins trúa á framhaldslif. Ef skóía- hópurinn er undanskilinn, trúa .66% af íslenzkum almenningi á framhaldslíf á móti um 81% af bandarískum alm. Hjá báðum þjóðum er skólafólk almennt van- trúaðra en annar almenningur, en þó er munurinn talsvert meiri hér á landi, ef marka má þessar niður- stööur. 45% íslenzks skólafólks trúa á framhaldslíf á móti um 64% bandarískra nemenda. Þá kemur hér glöggt fram, hve konur eru trú aðri en karlar, og er munur kynj- anna miklu meiri hér á landi. Eink um er þetta áberandi hjá íslenzka skólahópnum, þar sem helmingi fleiri stúlkur trúa á framhaldslíf en piltar. 67% íslenzka hópsins trúa á guö í einhverri mynd, þar af 78% íslenzks almennings á móti um 94% bandarísks almennings og 44% ís- lenzks skólafólks á móti 86% hins bandaríska. Það er athyglisvert aö hjá báöum þjóðunum eru þessar töl ur hærri en tölur um trú á fram- haldslíf og er greinilegt að þetta tvennt, trú á guö og trú á framhalds líf, þarf ekki að fara saman. — Undantekning er þó íslenzki skóla- hópurinn, þar sem tölur um þetta tvennt eru svipaöar. TVTunurinn á trúarhugmyndum ís- Iendinga og Bandaríkjamanna verður þó enn meiri, ef litið er á trú þeirra á kenningum biblíunnar. Þetta má sjá f töflum 3—6. 47% fs- lenzka hópsins trúa, að Kristur hafi gert kraftaverk, þar af 59% almenn ings á móti um 73% bandarísks al- mennings og 28% skólafólks á móti um 55% banda- rísks skjólafólks..20% íslenzka hóps ins trúa á endurkomu Krists, á möti um 62% bandarísks almennings pg 36% bandarísks skólafólks. 14% ís- lenzka hópsins trúa því, aö allt sé að koma fram, sem spáð sé í biblí- unni samanborið við 53% banda- rísks almennings og 18% skólanem enda. Aðéins 9% íslenzka hópsins trúa á djöful og helvíti samanbor- ið við 65% bandarísks almennings og um 35% bandarísks skólafólks. Islendingar virðast því vera litlir bókstafstrúarmenn í samanburði við Bandaríkjamenn, ef marka má þessar tölur. Hins vegar er ekki eins mikill munur á þjóðunum um þaö, hvort til sé aðeins ein sönn trú, svo sem sjá má í töflu 7. 35% íslenzka hópsins er á þeirri skoö- un, þar af 47% af fslenzkum al- menningi á móti um 50% af banda rískum almenningi, en aðeins 9% íslenzks skólafólks samþykkir þetta viðhorf á móti 34% bandarískra skólanema. Hvað trúariðkanir snertir er mun ur á íslendingum og Bandaríkja- mönnum hvað mestur, sem sjá má í töflum 8—10. 23% íslenzka hóps- ins biðst fyrir oft í viku, þar af 24% almennings á móti um 61% bandarísks almennings og 21% skólafólks á móti 59% bandarísks skólafólks. Athyglisvert er, að hér er lítill sem enginn munur á al- menningi og skólafólki hjá báöum þjóðum. Aðeins 5% íslenzka hóps- ins les í biblíunni oft í viku sam- anborið við um 25% bandarísks al- mennings og um 16% bandarísks skólafólks. Mestur er þó munurinn á kirkjusókn þessara tveggja þjóða. Hér kemur fram, að 6% íslenzka hópsins sækja kirkjur reglulega, samanborið við um 47% af banda- rískum almenningi og um 64% af bandarísku skólafólki. Hlutfall ís- lenzka hópsins er ekki nægilega stórt til þess að það taki því að reikna út tölur um kirkjusókn skóla fólks sérstaklega, en sjá má, að í þessu efni fara bandarískir skóla- nemendur fram úr þarlendum al- menningi, og má eflaust skýra það með hinu skipulagða kirkjulífi inn- ’an skólanna f Bandaríkjunum fremur en með trúaráhuga þeirra. Á sama hátt má skýra kirkjugöngu alls almennings í Bandaríkjunum fremur sem félagslega viðtekna venju þar í lartdi, þar sem slíku er ekki til að dreifa hér á landi. Jgnda þótt hér aö framan hafi kom ið fram að íslendingar virðast að jafnaði allmiklu minni trúmenn en Bandaríkjamenn, á þetta þó ekki viö um öll svið trúmála, eins og fram kemur f töflum 11—12. 12% íslenzka hópsins trúa þvf að prest ar geti læknað sjúkdóma með bæn um og handayfirlagningu á móti 4—5% bandarísks almennings og innan við 1% bandarísks skóla- fólks. Á sama hátt eru heldur fleiri íslendingar en Bandaríkjamenn á þeirri skoðun, að sál þeirra yfirgefi stundum líkamann, 8% á móti 6—7% bandarísks almennings og um 5% bandarfsks skólafólks. "C'ram hefur komið að skólafólk í æðri skólum er allmiklu trú- minna en annar almenningur. Þar eð skólafólkiö er allt á aldrinum 16 ára til þrftugs, og flest undir 25 ára aldri, lék mér hugur á að vita hvort trúarskoöanir manna færu eftir aldri fremur en skóla- göngu, og hvemig trú skiptist eft- ir aldursflokkum. 13. „Ég trúi á framhaldslíf." Aldur % 16—19 ................ 56 20—29 ................ 58 30—39 ................ 56 . 40 og eldri ...... 85 14. „Ég trúi, að guð sé til.“ Aldur % 16—19 ................ 55 20—29 ................ 70 30—39 ................ 71 40 og eldri ............ 78 aðeins könnuð í þeim fimm spum- ingum, sem játendahlutfallið var hæst og þvf meir að marka slfkan aldurssamanburð. í töflu 13 kemur fram, að hundr- aðstala lægstu aldursflokkanna er allmiklu hærri en sambærileg tala skólahópsins eingöngu fyrir trú ð framhaldslíf. Hið sama kemur fram í töflum þeim sem eftir fara. Virð ist því, sem trúarskoöanir skóla- fólks séu óháðar aldri þess og jafn aldrar þess utan skóla séu ekki vantrúaðri en almennt gerist hjá eldra fólki. Athyglisverö er sú stökkbreyting, sem veröur á trú manna á framhaldslífi um fertugs- a’durinn. Aldursflokkamir fram að fertugu sýna engan skoöanamun á þessu atriði og er játendatala «»-> 7. síða. 5. „Kristur gerði kraftaverk eins og að breyta vatni í vin.“ Aldur % 16—19 35 20—29 51 30—39 50 40 og eldri . .52 16. „Ég er viss um að það er aðeins ein sönn trú.“ Aldur % 16—19 18 20—29 39 30—39 47 10 og eldri 48 17. „Ég biðst fyrir oft í viku.“ Aldur % 16—19 25 20—29 24 30—39 15 40 og eldri 26 Skoðanaskipting eftir aldri var 1. „Ég trúi á framhaldslíf.“ Karlar % Konur % Samtals Bandarískur almenningur .... 76 87 Bandarískt skólafólk 68 íslenzkur almenningur 73 66 íslenzkt skólafólk 62 45 íslenzki hópurinn allur .... 45 70 59 2. „Ég trúi, að guð sé til.“ Karlar % Konur % Samtals Bandarískur almenningur .... 92 96 Bandarískt skólafólk 90 íslenzkur almenningur 85 78 íslenzkt skólafólk .... 30 62 44 íslenzki hópurinn, allur ..... 79 67 3. „Kristur gerði kraftaverk, eins og að breyta vatni f vín.“ Karlar % Konur % Samtals Bandarískur almenningur 77 Bandarískt skólafólk 58 fslenzkur almenningur .... 49 64 59 íslenzkt skólafólk .... 21 36 28 íslenzki hópurinn, allur 53 47 „Ég trúi á endurkomu Krists.“ Karlar % Konur % Samtals Bandarískur almenningur 68 Bandarískt skólafólk 35 íslenzki hópurinn 24 20 5. „Allt er að koma fram eins og spámenn biblíunnar sögðu fyrir um.“ Karlar % Konur % Samtals Bandarískur almenningur 54 Bandariskt skólafólk 16 íslenzki hópurinn 17 14 6. „Ég trúi, að til sé djöfull og helviti eftir dauðann.“ Karlar % Konur % Samtals Bandarískur almenningur............ 63 67 Bandarískt skólafólk ............. 41 30 íslenzki hópurinn .................. 7 11 9 7. „Ég er viss um að það er aðeins til ein sönn trú.“ Konur % Samtals 51 Karlar % Bandarískur almenningur............ 49 Bandarískt skólafólk .............. 34 34 íslenzkur almenningur ............. 41 50 íslenzkt skólafólk ................. 6 13 íslenzki hópurinn, allur........... 27 41 8. „Ég biðst fyrir oft í viku.“ Karlar % Konur % 47 9 35 Samtals Bandarískur almenningur 50 73 Bandarískt skólafólk 54 64 íslenzkur almenningur 18 27 24 fslenzkt skólafólk 11 33 21 íslenzki hópurinn, allur 16 29 23 9. „Ég les í bibliunni oft f viku.“ Karlar % Konur % Samtals Bandarískur almenningur............ 21 30 Bandarískt skólafólk .............. 14 19 íslenzki hópurinn .................. 4 5 5 10. „Ég fer í kirkju næstum vikulega.“ Karlar % Konur % Samtals Bandarískur almenningur............ 42 52 Bandarískt skólafólk .............. 61 67 íslenzki hópurinn .................. 7 5 6 11. „Prestur getur læknað sjúkdóma með bamum og handayfirlagnlngu.“ Karlar % Konur % Samtals Bandarískur almenningur............. 4 5 Bandarískt skólafólk ............... 1 0 íslenzki hópurinn ................ 16 9 12 12. „Sál mín yfirgefur stundum líkamann.“ Karlar % Konur % Samtaís Bandariskur alroenningur ........... 8 5 Bandariskt skólafólk ............ 2 8 íslenzki hópurinn .............. 7 8 8

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.