Vísir - 28.10.1969, Qupperneq 2
VISIR . Þriðjudagur 28. október 1969.
Getraunaspá Vísis
- eftir HALL SIMONARSON
UMSETNINGIN hjá getraununum vex stöðugt og enginn aft-
urkippur kom í starfsemina, þótt getraunimar séu í hverri
viku, en margir óttuðust það í fyrstu. Hinir stóm „pottar“
undanfarið eiga eflaust þátt I því, en þeir stafa aftur af þvi
hve úrslitin hafa verið óútreiknanleg í ensku knattspymunni
síðustu vikumar — oftast um helmingur leikjanna á seðlin-
um jafntefli. Það hefur hins vegar gert það að verkum —
öfugt við það, sem hér er — að vinningar á Bretlandseyjum
hafa verið með lægsta móti, en vinsælasta getraunaformið
þar er að „tippa“ á jafnteflisleiki. Og þá em það leikirnir 1.
nóvember.
Allan Ball, einn bezti knattspyrnumaður Englands, sækir hér að
Gemmel frá Skotlandi í leik.
KANGASNIEMI
BÆTTIHEIMS-
MET SITT
• Finnska kempan Karlo Kang-
asniemi setti nýtt heimsmet í
einni grein lyftinga á sunnudaginn,
hann pressaöi 180 kg. i milliþunga-
vigt, en fyrra heimsmetið átti hann
sjálfur, það var 177.5 kg. Gerðist
þetta á móti i Lahtis í Finnlandi.
vlangasniemi setti einnig heims-
met samanlagt í milliþungavigt,
lyfti alls 530 kg. (180-160 og 190
kg.) en bezt átti hann 527.5 kg.
áöur og var þaö heimsmet.
1 bantamvigt lyfti Erkii Anttila
101 kg. í aukatilraim í pressunni.
Þessi árangur er einu kílói betri en
Noröurlandametið. 1 millivigt náöi
Juhani Mursu ágætum árangri, lyfti
samanlagt 447.5 kg.
Bumley — Newcastle 1
Burnley hefur unniö tvo síð-
ustu heimaleikina og skoraö
átta mörk í þeim og ætti að
ráða vel við Newcastle. Úrslit
tveggja síðustu innbyrðis leikja
þessara liða 1—0 og 2 — 0 fyr-
ir Bumley, en 1967 vann New-
castle með 2 —0 í Bumley. New
castle hefur aðeins unnið einn
leik af 9 á útivelli i haust, en
gert þrjú jafntefli.
Chelsea — Coventry 1
Chelsea hefur ekki tapaö á
heimavelli sínum í London 1
haust — og unnið þrjá af síð-
ustu fjórum leikjum þar. 1 fyrra
vann Chelsea I þessum leik
2 — 1, en jafntefli varð árið áð-
ur 1—1, en það var fyrsta ár
Coventry í 1. deild. Coventry
hefur þrívegis tapað á útivelli
I haust — unnið. 4 sinnum, 2
jafntefli.
C. Palace — Arsenal 2
Bæði þessi lið eru frá London
og það merkilega er, að þau
hafa aldrei leikið saman I
deildakeppninni áður. Arsenal
er eitt frægasta lið Englands,
en Palace leikur nú I fyrsta sinn
I 1. deild. Arsenal hefur náð
betri árangri á útivelli, en
heima i haust, og þrátt fyrir lé-
lega leiki undanfarið er liðið
sigurstranglegt gegn nýliðun-
um.
Derby — Liverpool X
Langt er síöan þessi lið hafa
leikið saman eða frá því þau
vom bæöi I 2. deild keppnis-
,Fjárausturinn" i iþróttastarfið:
Glímumenn fá 40.50 kr.
styrki til starfseminnar
9 Það er mjög almennt að fólk,
sem ekki þekkir náið til íþróttanna
I landnu og þess starfs, sem fram
fer innan félaga og iþróttasam-
handa, segi eitthvað á þessa leiö:
„Alveg er ég undrandi á þessum
fjáraustri af almannafé i íþóttim-
ar“ Þetta er svo ótrúlega almenn
skoöun, að engu taii tekur.
Þess vegna er líklega hollt að líta
á reikninga eins lítils sérsambands,
Glímusambands íslands, sem er sér-
samband þeirra íþróttamanna, sem
stunda þjóðaríþróttina, Islenzku
glímuna, en virkir þátttakendur
innan sambandsins eru samkvæmt
slðiwtu sktfrslum samtals 862, þar
s: 443 16 ára og eldri, en 418 undir
16 ára aldri.
Otbreiðslustyrkurinn, sem ÍSÍ gat
veitt á síðasta ári var 30 þús. krón-
ur, en rekstrarstyrkur ÍSÍ var 5000
krónur. Ævifélagagjöld námu
þrem þúsundum og vaxtatekjur
voru 844.73 krónur. Þá er einn liður
eftir, 30 þús. króna tekjur af sjón-
varpsþáttum.
Sannarlega ber rekstrarreikning-
ur GLl ekki vitni um bruðl með
tæpar 70 þús. kr., sem skipast I
svo marga staði. Kostnaður vegna
glímukennslu var eðlleg stærsti
liðurinn, 38.678 krónur og hefur
þeim peningum áreiðanlega verið
skynsamlega varið, — en nægir þó
alls' ekki, þama þarf mun stærra
átak tfl.
En engu að síður sýna reikning-
arnir 26 þús. króna halla og niöur-
stöðutölur rekstrareiknings eru aö-
eins 95.064 krónur og 14 aurum
betur.
Samband með 862 meðlimi fær
þvl aðeins 40 krónur og 50 aura á
mann til jafnaðar til að reka starf-
semi sambandsins. Engum dylst
hugur um hversu nánasarlegar
þessar upphæðir eru. Að fé sé
„ausið“ I íþróttastarfiö eru móðg-
andi ummæli. Hinsvegar má alveg
taka undir það álit margra mætra
mann, aö hið opinbera fjárfesti ó-
skynsamleg lítið I heilbrigðum
þjóðfélagsþegnum en það verður
aðeins gert með því að gera íþrótta-
hreyfingunni kleift að reka eðlilega
starfsemi — og þar er ekki um neitt
að ræða annað en peninga til að
svo megi verða á dögum vaxandi
efnishyggju.
tímabilið 1961-1962. Jafnteflis
legur leikur en rétt er þó að
hafa I huga, að Derby hefur tap
að tveimur síðustu leikjum sín-
um heima. Liverpool hefur tap-
að tveimur leikjum á útivelli I
haust, fyrir Manch. Utd. og
Newcastle, gert 3 jafntefli og
unnið 3.
Everton — Nottm. Forest 1
Þetta ætti að vera einn af
þessum öruggu leikjum, ef
hægt er að tala um nokkuð ör-
uggt I enskri knattspymu. Ever
ton hefur unnið alla 8 leiki sina
á heimavelli I haust. Þrfr síð-
ustu leikir þessara liða á Goodi
son Park, leikvelli Everton I
Liverpool, fóru þannig 2 — 1,
1—0 og 0—1, eða sigrar fyrir
Everton tvö síðustu árin.
Ipswich — Manch. City X
í fyrra sigraði heimaliðið á
Highfield Road með 2—1 — en
var árið áður I 2. deild. Ipswich
hefur aðeins unnið 2 leíki heima
I haust — en gert 3 jafntefli I
8 leikjum. Allt jafnt hjá City á
útivelli, 3 sigrar, 2 jafntefli og
3 töp og eftir þennan leik gætu
tölumar orðið 3-3-3.
Manch. Utd. — Stoke 1
I fyrra varð jafntefli mflli
þessara liða á Old Trafford
1—1, árið áður vann United
1—0 og 1967 varð jafntefli
0—0. amkvæmt þvl ætti Unied
að vinna nú! Manch. Utd. tap-
aöi tveimur fyrstu heimaleikj-
um sinum I ágúst, en hefur ekki
tapað síðan. Stoke hefur slakan
árangur úti — aðeins 5 stig af
18 mögulegum.
Southampton — West Ham X
Southampton hefur gert 5
jafntefli heima I haust og leikir
þessara liða undanfarin tvö ár I
Southampton 2—2 og 0—0.
West Ham hefur ekki unnið leik
á útivelli — gert '2 jafntefli I
7 leikjum.
Sunderland — Leeds Utd. 2
Leeds hefur ekki tapað I Sund
erland undanfarin ár —
gerði þó reyndar jafntefli 1968
2—2. Sunderland er I neðsta
sæti, og hefur aðeins unnið einn
leik heima I haust — 5 jafn-
tefli — 3 töp. Leeds hefur að-
eins tapað einum leik, gegn
Everton og ætti að sigra I þess-
um leik.
Tottenham — Sheff. Wed. X
Það er sama sagan hjá Tott-
enham og Arsenal — bæði frá
Norður-London — að bæði lið-
in hafa náð betri árangri á úti-
velli en heima 1 haust. Totten-
ham hefur tapað 4 leikjum
heima, unnið 3 og gert eitt jafn
tefli, en Sheff. Wed. hefur tví-
vegis gert jafntefli á útivelli f
haust. 1 þessum leik l fyrra
vann Sheffield með 2 — 1 — en
árin tvö á undan vann Totten-
ham með sömu markatölu.
Wolves — W.B.A. X
Mjög stutt er á milli þessara
borga, sem eru í Miðlöndum
Englands, rétt norðan við Birm-
ingham- Jafntefli líklegt 1 fyrra
vann Albion 0—1, en árið áður
varð jafntefli 3—3, Úlfamir
hafa gert 5 jafntefli heima í níu
leikjum, tapað einum leik.
Sheff. Utd--Blackbum 1
Þama mætast tvö af efstu Jið
unum 1 2. deild. 1 fyrra vann
Sheffield 1 þessum leik 3—0 og
hefur náð ágætum árangri á
heimavelli í haust, unnið sjö
leiki, gert eitt jafntefli og tap-
að einum. Blackbum hefur unn-
ið tvö leiki á útivelli, gert 4
jafntefli I 8 leikjum. —■ hsím.
Staðan f 1. deild er nú þessi:
Everton 17 14 2 1 39-15 30
Liverpool 17 9 6 2 34-18 24
Derby C. 17 8 5 4 24-13 21
Leeds Utd. 15 7 7 1 26-15 21
Man. City 16 8 4 4 26-16 20
Wolves 17 6 8 3 26-22 20
Coventry 17 7 5 5 21-19 19
Chelsea 16 5 8 3 18-16 18
Man. Utd. 17 6 7 5 26-25 18
Stoke City 17 6 6 5 26-27 18
Tottenham 17 7 4 6 22-24 18
Nottm. For. 16 3 9 4 18-21 15
Bumley 17 4 7 6 21-25 15
Arsenal 17 3 9 5 13-18 15
Newcastle 17 5 4 8 17-17 14
West Ham 16 4 5 7 20-23 13
W.B.A. 17 4 5 8 21-26 13
C. Palace 16 2 8 6 16-24 12
Ipswich 16 3 5 8 15-23 11
Sheff. Wed. 17 3 5 9 17-30 11
South’pton 17 2 6 9 23-35 10
Sunderland 17 2 6 9 12-29 10
Marokkó í
HM-urslitin
9 Marokko er tíunda þjóöin, sem
náði sér í eitt af 16 sætunum
i úrslitakeppni HM í knattspymu
í Mexikó næsta sumar. Marokko
vann Sudan I Casablanca með 3:0
og á nú aðeins eftir leik við Nígeríu,
en sá leikur skiptir ekki lengur
máli.
• Marokko hefur 5 stig eftir 3
leiki, Sudan 3 stig eftir 4 leiki
og Nígería 2 stig eftir 3 leiki.
PRENTHN-GVHING
Prenlum tyrir einslaklinga og iyrirleeki
Áherzia ISgð á vandaða vinnu
LIIMDARPREIMT- SF
; KLAl'PARVTIG tl (liorniKlap|>irsl.oo ti-iUarij.)SlMI ?I877