Vísir - 28.10.1969, Síða 4
Heríerð gegn sígarettureyking-
um í dönskum framhaldsskólum
• ..........................................................
Spor úr Charleston.
Charleston var vinsaell dans,
„þegar amma var ung“, eins og
táningarnir segja. Er því ekki að
efa að margir aðdáendur hans
urðu fyrir miklum vonbrigðum, er
andvígismenn dansins uröu ofan á
í baráttunn- gegn honum en helzta
slagorð þeirra var, að ef þetta
„ósiðiega sprikl“ yrði ekki tekið
föstum tökum þegar í upphafi, við
hverju mætti þá búast í framtíð-
inni.
George Best, stjarná Manchest-
er United, fær nú -bráðlega sam-
keppni á fótboltaveUinum frá
sinni tilvonandi ektakvinnu, Evu
Haraldsted. Hún spilar nefnilega
meö nýstofnuðu knattspyrnufé-
lagi, sem hefur þaö sér til ágætis
og jafnframt sérstöðu að inni-
halda einungis kvenfólk.
George Best og félagi hans f
Manchester United, 'Allan Ball,
þjálfa stúlkurnar ókeypis, en
kona Allans er einnig í liðinu
og þar má einnig finna eina feg-
urðardrottningu, Jennifer Lowe
að nafni. Liðið er styrkt af bóka-
firma nokkru. Ætlunin er að
píurnar keppi á ýmsum kappleikj
um sem haldnir eru til ágóða fyr-
ir góðgerðastarfsemi, og mót-
herjar þeirra frá ýmsum sjón-
varps- og útvarpsstöövum.
Hér fyrir nokkrum árum var
mikil herferð gegn sígarettureyk-
ingum í íslenzkum skólum. Var
meöal annars sýnd áhrifamikil
kvikmynd um lungnakrabba, sem
afleiðingu af sígarettureykingum
og örlög þess er meinið hlýtur, en
það er því miöur í mörgum tilfell-
um dauðinn, þar eö sjúkdómur-
inn uppgötvast venjulega það
seint að fá ráð eru til bjargar.
í Danmörku hafa þeir nú gefiö
út mjög fræðandi bók um síga-
rettureykingar og alvarlegar af-
leiðingar, sem þær geta haft fyrir
reykingafólk. Er ætlunin, áð kenn
arar í framhaldsskólum fái þessa
bók í hendur ásamt litprentuðum
myndlista, sem þeir eiga að nota
við fræðslu sína um hættu og
skaðsemi sígarettureykinga.
Eru meðal myndanna til dæmis
nákvæmar myndir af sundur-
skorinni lifur, sem krabbinn hef-
ur lagt undir sig og eyöilagt,
einnig er þar að finna eftirminni-
lega mynd af litdökku lunga,
skemmdu af krabba af völdum
sígarettureykinga.
Myndunum fylgja svo ýmsar
ógnvekjandi upplýsingar eins og
til dæmis, aö 7000 deyja árlega í
Danmörku úr lungnakrabba af
völdum sígarettureykinga.
Er það von útgefenda bókarinn
ar, að koma megi í veg fyrir, að
jafnmargir unglingar byrji á reyk
ingum, og komið hefur í ijós, og
svo ungir sem raun ber vitni og í
jafnríkum mæli, þegar þeir nú
fái að vita um skaðsemi og hætt-
ur þær, er því geti fylgt. Jafnvel
vonast þeir einnig til að þeir sem
þegar eru komnir upp á lagið
hætti.
, V
Lifur eyðilögð af krabbafrumum. Mynd þessi er í litum í
kennslubókinni.
Enn fjölgar á dauðsfallaíista
eiturlyfjaneytanda
hans bíöi ef til vill etthvað betra
en þeir hafi kynnzt í sínum sæl-
ustu eiturlyfjavímum.
Listi ungs fólks í Danmörku
sem hefur látizt af völdum eitur-
lyfja telur nú tíu nöfn. Fólk þar
í Iandi hefur velt því fyrir sér,
hvernig hinum, sem eftir I.ifa
en neyta eiturlyfja að staö-
aldri, verði við að frétta í. sífejlu.
um dauösföll félaga sinna; vitandi
það að meö sérhverri nýrri
sprautu eru þeir ef til vill að
binda enda á líf sitt.
Blað eitt þar í landi fór því
á stjá til að kynna sér andrúms-
loftið, er ríkti meðal hinna eftir-
lifandi eiturlyfjaneytenda. Flestir
af þessum neytendum hafa stofn-
að með sér klúbba, og koma þeir
saman í húsnæði klúbbsins, og
aðstoðar þá hver og einn félaga
sína eftir beztu getu við að inn-
byrða eitrið, aðallega er því
sprautaö inn í æð, en lyfiö er
fljótvirkast þannig.
Klúbbfélagar virtust ekki láta á
sig fá, þó aö frétzt hefði nýlega
Hér sjáum við George Best segja kærustunni sinni, Evu
Haraldsted til við markspyrnu.
um lát félaga, sem sannanlega
höfðu látizt af notkun eiturlyfj-
anna. Virtist lítið um þaö rætt
félaganna á meðal, enda þótt allt-
af yæri til einn og einn, sem tók
síika hluti nærri sér, éinkúm’ef
þeir. sjálfir voru í slæmu sálar-
og Iíkamsástandi. Hins vegar væri
algengasti hugsanagangurinn sá,
aö félaginn væri dauöur, búinn að
vera, og þaö væri hins vegar
gleymt næst, er maður sprautaði
eitrinu í sig.
Það kom fram i þessari könn-
unarherferð hjá blaðinu, að félag-
arnir voru blátt áfram undrandi
yfir að ekki skyldu dauðsföllin
yfirleitt vera fleiri, þar sem flest
ir af þeim sem byrja á neyzlu
lyfjanna hafi ekki hugmynd um,
hvað þeir eru með í höndunum,
þekktu styrkleika lyfjanna ekki,
og færi því oft illa. Einnig væru
brögð að því að lyfin væru „úld-
in“ er seljandinn léti þau af
hendi. Einn lýsti áhrifunum þann
ig er hann hafði sprautað
„úldnu“ ópíunt í handlegg sinn,
að líkast væri sern hann ætlaöi
að rifna af.
Yfirleitt voru eiturlyfjaneyt-
endumir sammála um það, aö
þeir vildu gjarnan vinna, en ein-
ungis við og við. Þeir treystu sér
ekki til aö mæta reglulega til
yinnu, þar sem þaö krpfðis.t bæöi
samastaðar og vekjaraklukku,
enda væri erfitt fyrir manneskju,
sem hefði vanið sig á að vera á
fötum, meðan almenningur svæfi
að fara aö breyta því allt í einu.
Þaö væri heldur ekkert aðkallandi
•fyrir þá að útvega sér fasta at-
vinnu, þar sem mjög auövelt væri
að fá peningaöastoð hjá „bænum“
eins og félagamir kalla það.
Félagamir hafa litlar áhyggj-
ur af því að neyzla þeirra á
eiturefnunum verði þeim aö ald-
urtila. Margir þeirra hafa dvalið
á sjúkrahúsum, fangelsum og
vandræðaheimilum. Á sjúkrahús-
unum hafa þeir meðal annars séð
staulandi gamalmenni, sem þar
bíða dauða síns ellihmm og ó-
sjálfbjarga og segja þeir, að þann
ig kæri þeir sig ekki um að verða
og hafi því litlar áhyggjur af því
þó að þeir nái ekki háum aldri.
Einnig segjast þeir ekkert hræð
ast dauöann, þar sem handan
.
24 ára gamail ópíumneytandi.
Drengjatýpan
á tímamótum
Horuð með stór augu var öhún
fyrirmynd drengja„týpunnar“.
í dag er Audrey Hepburn, sem
sögð er hafa markaö tízku
„drengjatýpunnar", stödd á tíma-
mótum, „óvissa tímabilinu", eins
og kvikmyndaleikstjórar nefna
það. Er þaö nafnið á tímabili því,
sem sérhver kvikmyndastjarna
lendir í, er mesti frægöarljóminn,
sem umlokið hefur nafn hennar
fyrst eftir uppgötvunina, er óðum
aö hverfa.
Árið 1957 var hún aöalnafnið,
sem kvikmyndaframleiöendur í
Hollywood státuðu sig af. Unga
horaða stúlkan með drengjalega
útlitið, stóru augun og stutta hár-
iö komst í tízku og hinar brjósta
miklu bombur urðu að víkja úr
sessi, hvað vinsældir snerti. All-
ar ungar stúlkur vildu lfkjast
Hepbum.
Hepburn, sem er 172 cm á hæð
og vegur aðeins 49 kg er hins
vegar himinsæl f hvert sinn, sem
henni tekst að bæta á sig nokkr
um pundum. Sennilega á hinn hor
aöi líkami hennar upphaf sitt
að þakka eða kenna svelti því,
er hún varð að þola er Þjóðverjar
hernámu Holland, en hún átti
einmitt heima í Arnhem, er varð
bæja verst úti og Þjóðverjar jöfn
uðu nær við jörðu. Fjölskyldan
flýði síðar til Amsterdam, þar sem
Hepburn tók að nema ballett.
Hepburn, sem nú er 40 ára, er
nýskilin við mann sinn, leikarann
Mel Ferrer, éftir 13 ára hjóna-
bánd, og er gift aftur 28 ára
gömlum sálfræöingi, Andrea
Dotti að nafnL