Vísir - 28.10.1969, Side 8
8
V1S IR . Þriðjudagur 28. október 1969.
Útgefandi: Reykjaprent h.f.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoöarritstjóri: Axe) Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610, 11660 og 15099
Afgreiðsla: Aöalstræti 8. Sími 11660
Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 165.00 á mánuði innanlands
t lausasölu kr. 10.00 eintakiö
Prentsmiðja Vísis — Edda h.f.
Ónotuð gullnáma í vegagerð
Útboð framkvæmda ryðja sér nú hvarvetna til rúms
í opinberum rekstri hér á landi. Einstaka mistök hafa
átt sér stað í útboðum, einkum áðúr fyrr, þegar út-
boðslýsingar voru ónákvæmari en nú. En í heild er
árangurinn gífurlega hagstæður eins og mörg fræg
dæmi sanna. Hinir opinberu aðilar hafa með þessum
hætti getað tryggt sér hagstæðustu samninga á hverj-
um tíma.
Reykjavíkurborg hefur rutt brautina í þessari nýju
stefnu. Smíði opinberra bygginga í borginni og gerð
gatna er nú undantekningarlaust boðin út. Reynslan
sýnir, að yfirleitt eru flest tilboð innan við áætlaðan
kostnað og lægstu tilboðin langt innan við hann. Með
þessu hefur Reykjavíkurborg sparað sér ótaldar millj-
ónir króna á undanförnum árum.
Útboð færast einnig í vöxt hjá ríkinu, enda er það
yfirlýst stefna ríkisvaldsins, að framkvæmdir þess
séu boðnar út. En í reyndinni fer það eftir stofnun-
unum, hve inikið útboð eru notuð. Og alltof mörgum
stofnunum líðst að stunda gömlu og dýru aðferðirnar.
Undanfarið hafa vakið athygli sérlega lág tilboð
einkaaðila í vegagerð, annars vegar í lagningu
vega Landsvirkjunar uppi á öræfum og hins vegar
í gerð hraðbrautar yfir Elliðaár og Ártúnsbrekku.
Þessi lágu tilboð minna okkur á, að enn er Vegamála-
skrifstofan ekki farin að bjóða út vegagerð.
Mjög erfitt er að skilja, hvers vegna þetta er látið
danka. Rekstur íslenzkrar vegagerðar kostar meira
en 600 milljónir króna á ári. Þetta er einn af veiga-
meiri útgjaldaliðum ríkisins. Af þessu almannafé
mætti spara tugmilljónir króna, ef framkvæmdir væru
boðnar út. Þar á ofan mundu ríki og sveitarfélög fá
skatta og útsvör af vegagerðinni, ef einkaaðilar tækju
hana að sér, en Vegamálaskrifstofan er skattfrjáls.
Þarna er annar sparnaðarliður, sem skiptir milljón-
um króna á ári.
Vegagerðin á umsvifalaust að hætta rekstri tækja
sinna og selja þau, t. d. starfsmönnum sínum. Á þann
hátt fengi ríkið dálaglegan skilding til viðbótar. Og
ný fyrirtæki mundu bætast í hóp þeirra, sem fyrir
eru í þessari atvinnugrein. Það þarf ekki að óttast,
að tilboð verði of há, því að samkeppnin verður hörð.
Allir vita, hve óhemjuleg verkefni bíða í vegagerð,
en fé er hins vegar af skornum skammti. Það stríðir
því gegn heilbrigðri skynsemi, að ríkið skuli neita
sér um augljósan og gífurlegan sparnað með útboði
vegagerðar. Það er raunar í hróplegu ósamræmi við
stjórnarstefnuna. Hvað þýðir að prédika sparnað,
þegar allir sjá eyðslusemi hjá ríkinu?
Með snörum handtökum er unnt að kippa þessu
vandamáli í lag á augabragði. Fróðlegt verður að sjá,
hvað það tekur langan tíma.
Og svo eru fleiri stofnanir, .sem verða að fara að
bjóða út framkvæmdir sínar.
Hjartafíutning-
um fer fækkandi
Dr. Barnard og vinkona hans,
Barbara. „Blaiberg lifði leng-
ur en við bjuggumst við.“
Þannig tók gamli sjúkdómurinn
sig nú upp að nýju í hinu nýja
hjarta Blaibergs.
Dr. Blaiberg lifði
lengur en vænzt var
Hjartaflutningum fjölgaði mjög
í lok ársins 1968, en nú hefur
þeim fækkað svo, að fjöldi
þeirra er svipaður og var fyrstu
mánuði þessarar nýlundu.
Og enn segir dr. Bamard:
„Ég fæ ekki séð, aö dauði dr.
Blaibergs sé svona mikilvægur.
Honum gekk betur en fyrst var
ætlað. Við gáfum honum fyrst
hálfan mánuð, sem hann mundi
lifa eftir aðgerðina, síðan 17
daga og síðan eitt ár.“ Dr. Blai-
berg lifði miklu lengur en lækn-
ar höfðu talið. Sérsræðingamir
skoða nú hug sinn um frekari
aðgerðir, en óneitanlega hefur
myndazt nokkur stffla, að
minnsta kosti í bili.
MeS auknum efasemdum um
hagnýti hjartaflutninga kem-
ur ■ vaxandi áhugi á gervi-
hjörtum, til dæmis gerðum úr
plasti.
um framhald þeirra
lífdagar dr. Blaibergs eru met,
sem veröur að „slá“.“
10 læknar halda
áfram.
Þó hefur fráfall dr. Blaibergs
dregið mátt úr áhugamönnum.
Læknar í Montreal í Kanacja
hafa hætt hjartaflutningum í
bili, en þeir höfðu framkvæmt
flutninga í níu tilvikum. Af
56 læknum, sem gert hafa slíkar
aðgerðir, eru nú aðeins um tíu
tilbúnir til að halda áfram á
sömu braut á næstunni.
Dr. Barnard hefur þó alls
ekki gefizt upp. Hann hyggst
endurbæta aðferðir sínar og
sýna heiminum árangurinn með
að lengja lífdaga þeirra tveggja,
sem enn eru á lífi af hjartaþeg-
unum í Höfðaborg. Hann leggur
meðal annars áherzlu á sérstakt
mataræði þeirra og gefur þeim
ný lyf.
Lát dr. Philip Blaibergs hinn
17. ágúst í sumar, 593 dögum
eftir hjartaflutninginn urðu dr.
Barnard nokkur vonbrigöi.
Barnard taldi í fyrstu, „að
„hjartað hefði gefið sig“, en varð
um síðir þess vísari, að hjarta
Blaibergs hafi eyðilagzt á sama
hátt og upprunalegt hjarta hans.
Æðarnar sem veita blóði til
hjartavöðva, þrengdust og
hörönuðu með ólíklegum hraða.
Á 19 mánuðum var Blaiberg af
þeim sökum jafnsjúkur og hann
haföi verið fyrir aögerðina.
Læknar skoða hug sinn
„Það má líkja læknun
um við herforingja, sem
hafa orðið fyrir miklu
manntjóni," segir Christ
ian Barnard, hinn frægi
hjartaskurðlæknir. „Nú
íhugum við, hvort við
eigum að safna liði til
nýrra áhlaupa.“
Vissulega hefur dregið úr á-
huga læknanna á hjartaflutning-
um. Fjöldi þeirra náöi hámarki
í nóvember í fyrra, tuttugu og
sex flutningar. Nú í ágúst og
september í ár eru þeir aðeins
tveir i hvorum mánuði.
31 lifir.
At-145 sjúklingum, sem feng-
ið höfðu „nýtt hjarta" frá upp-
hafi þessara aðgerða og þar til
Dr. Blaiberg. „Þetta met verð
ur að „slá““.
nú, lifir þrjátíu og einn. Ellefu
hafa lifað lengur en eitt ár frá
aögerðinni. Þetta er að vissu
marki nokkur árangur, þegar
athugað er, að margar skurðað-
gerðir til dæmis við krabbameini
þjóna þeim tilgangi einum, að
halda lífinu í sjúklingunum í
nokkrar vikur eða mánuði. Ein-
hverjir færustu hjartaskurö-
Iæknar heimsins, Bandaríkja-
mennirnir Lillehei og Adrian
Kantrowitz, eru ekki af baki
dottnir. „Þegar einn maður lifir
í 19 mánuði,“ segir Lillehei um
Blaibergsmálið, „þá lifir sá
næsti ef til vill í 38 mánuði eða
jafnvel í þrjú ár. Hinir löngu
Peir segja...
Ófarir öfgamanna
í Japan
„Dagur styrjaldarmótmæla er
liðinn í Japan. Hann sýndi greini
legar en nokkru sinni, að það er
orðið nær óhugsandi að vinna
nokkuð með ofbeldi. Dreifðir
hópar stjómleysingja úr röðum
stúdenta náðu engum árangri á
móti herlögreglu, sem beitti járn
aga í mætti yfirburöa sinna á
landi, sjö og í lofti.
Áhrifamiklar lögregluaðgerðir
og sú niðurstaða aö japanskt þjóð
félag hafnaði afdráttarlaust mót-
mælaaðgerðunum, hlýtur að
hafa vakið þá tilfinningu í brjóst
um stjómleysingjanna, að þeir
séu einangraðir í veikburða sér-
vitringahópum, vonlausir um ár-
angur.
Sumir áhorfendur þessara at-
burða óttast, að þessi þróun
muni knýja margt ungmennið til
örvæntingarfullra verka. Aörir
minnast orða brezka sagnfræð-
ingsins Ivan Maurice, sem
sagði, að þaö væri ógnvekjandi
stund, þegar engar stúdentaó-
eirðir væru lengur í Japan.“
Neue Ziircher Zeitung
(Zúrich).
Þrýstingurinn á
Líbanon
„Nú er mikill þrýstingur á
Libanon, eins og var árið 1958.
Herskáari Arabariki, einkum
Sýrland og írak, knýja á. Mun-
urinn er sá, að nú er Líbanon
samtímis í þeirri hættu, aö ísra-
elsmenn grípi til hefndaraðgeröa
vegna stöðugrar starfsemi
skæruliða Palestínuaraba, sem
hafa komið sér vel fyrir í suður-
hluta landsins nálægt Ianda-
mæram ísraels ...
Hvað gerist, ef ráöizt er inn
fyrir landamæri Líbanon, og á-
rásarmenn eru ekki skæruliðar
eða hermenn ísraels, heldur Sýr
lendingar og írakar. Mundu n.=
bandarískir sjóliðar grípa aftur
í taumana í Beirat? Sé hugsað
til Vletnam, þá er það harla ó-
líklegt."
Daily Telegraph (London).
siiíiman'UiÞ.'T 11
r r
7 7 .? Yr'* '* • '• r f Ý ? Ý '>■
f h » V \ . i v. i\