Vísir - 04.11.1969, Blaðsíða 4

Vísir - 04.11.1969, Blaðsíða 4
☆ HELMINGASKIPTI A HEIMILINU. í nútímaþjóðfélagi, þar sem konur berjast enn kröftugar en nokkru sinni áður fyrir jafnrétti á við karlmennina, hefur löng- um verið aðalþrætueþlið, hver eigi að vera heima og hugsa um böm og bú, ef konan ætlar sér að fá jafna aðstöðu og karlmað- urinn til að vinna utan heimilis. Það sem helzt er að frétta um lausn á þessu vandmáli og krefst vægast sagt mikillar hugarfars- bréytingar af hálfu almennings, er sú uppástunga sálfræðinga, að karlmaðurinn og konan vinni úti til skiptis og þá hálfan daginn í senn, en gæti bama og heimilis hinn helming dagsins. Mundi þá að sjálfsögðu lagast það vanda- mál, er verið hefur, að þeim aðila sem heima hefur setið hingað til, og f flestum tilfellum er konan, héfur fundizt sinn þáttur í heim- ilishaldinu of lítils metinn, þar sem viðkvæðið hefur gjarnan ver ið að viðkomandi vinni ekki neitt sé bara heima. 24.000 ÁRA GÖMUL HAUS- KÚPA FINNST í MEXICÓ Við vegaframkvæmdir fundu menn haúskúpu, sem talin er vera um 24.000 ára göfnul, það er að segja einungis 1000 árum yngri en Pekingmaðurinn, og eru þetta því minjar um einn elzta kyn- flokk heims. Elzta hauskúpan, hef fundizt hefur til þessa er að- eins 8000 ára gömul. FRAKKAR EYÐA MEIRU í SNYRTIVÖRUR ÁRLEGA EN KJARNORKU. Varnamálaráðherra Frakka, Michel Debré, hefur tilkynnt að þeir í Frakklandi hyggist fram- kvæma fjöldann allan af tilraun- um með kjarnorkuvopn neðan- sjávar á Kyrrahafi næstkomandi sumár. Einnig upplýsti varnamála ráðherrann við þetta sama tæki- færi, að það kostaði Frakkland niinni peningaúppháeð að halda uppi miklum og kröftúgum kjarn orkutilraunum heldur en það, sem þjóðin eyðir í snyrtivörur árlega. 697.500 BJÓRFLÖSKUR A 3i/2 KLST. Það væri óréttlátt að segja það, að frændur vorir Danir kynnu ekki að meta sinar gullnu og frægu veigar, bjórinn. Reikn- aö hefur verið út þar í landi, að drykkjan yfir 3V2 klst. tímabil, var hvorki meira né minna en 697.500 flöskur. Þetta er bara býsna vel af sé vikið hjá Dönum. Það má einnig geta þess f laiðinni fyrst við erum á annað borð farin að segja frá bjór- drykkjunni í Danmörku að fram- leiðslan hjá einu fyrirtækjanna, Calsberg er 3 - 4 milljónir flaskna á dag, þannig að Danir ættu svo sannarlega ekki að þurfa að vera þurrbrjósta. ■ ■ ■■ '<■ í:ý S '■' •••• •:•■ ••' Þetta eru aðeins þrír af meðlimum The Hitmakers, en eins og vanalega, er þeir eiga að hittast einhvers staðar, vantar jafnan einn af þeim að minnsta kostý og svo var einnig, er þessi mynd var tekin en meðlimir hljómsveitarinnar eru fjórir. Hvert fóru allar milljónirnar okkar? Hvert fóru allar milljónirnar okkar? Já, það er von aö þeir spjTji hvern annan meðlimir The Hitmakers, er voru mjög frægir í pop-heiminum frá 1963 þar til snemma á þessu ári, er hljóm- sveitin flosnaði upp. Hljómsveitin þénaði of fjár á plötusölu, sem þeir hafa selt í hundruð þúsundatali. Einnig voru þeir eftirsóttir til hljómleikahalds. En í dag er sem sagt hljómsveit in hætt sem slík og fátt sem tengir þá vinina saman og minn- ir á gömlu og góöu dagana, nema skattskuldir á skattskuldir ofan. Eru meðlimir hljómsveitarinn- ar enn þá að greiða upp skuldir sínar við skattinn allt upp í fjög- ur tiL fimm ár aftur í tímann. Viðurkenna .þeir með sitt sára enni, að betra hefði nú verið að spara svolítið í velgengninni. En erfitt heföi það orðið að hætta að leika hlutverk „fína manns- ins“ veitandi á báða bóga.og á- vallt umkringdur dýrum veigum og fögru kvenfólki. Við keyptum líka föt £ tonnatali, sem við not- uðum oft ekki nema einu sinni og gáfum þau síöan einhverjum vina okkar, er ekki áttu jafn mikinn pening og við, segja þeir.^ Hins vegar fjárfestu félagarnir' lítið sem ekkert í verðmætum hlut um, er hefðu getað komið að gagni við skuldauppgjörið — og það fáa, sem var, hafa þeir neyözt til að selja til að fá smáfrið fyrir eltinga leik lánarrdottna. fjárhirzlurnar. Þær standa við innganginn á „Banco Filiphino“ í Manilla og viðskiptavinirnir gætu haldið, að þær væru þarna til augnayndis eingöngu. Fæsta grunar, að þeirra hlutverk er að verja bankann fyrir innbrotsþjófum, og þó að þær líti kvenlega út eru þær eng in lömb að leika sér við. Flestar af þeim hafa iðkað karate og byssumeðferð í 4—5 ár og eru því vafnvígar á hvort tveggja. Þær geta hitt hvað er fyrir verður á 20 metra færi, og þær eru alls óhræddar við að nota skotvopn ef á þarf aö halda. Á hverjum laugardegi og sunnu degi er æft af fullum krafti, byssumeðferö og karate. Banco Filiphino rekur þrjú úti- bú í Manila og er starfsfólkið ein göngu kvenfólk, allt frá banka- stjóranum sjálfum ofan í sendil- inn. Er það að sögn viðskipta- vinanna ánægjulegt að koma þar inn en enginn skyldi voga sér of nærri fjárhirzlunum, því þá eru hendur stúlknanna fljótar á loft í byssugikkinn eða til karate- bragða. Jafnvel þó að skuldirnar frá glæsitfmabilinu hvíli þeim þungt á heröum nú segja þeir, að án þessa tímabils vildu þeir ekki vera fyrir nokkurn mun. Þá hafi þeir lifað upp atburði, er fá- um jafnöldrum þeirra hafi gefizt kostur á. En auövitað er lífið ekki alltaf dans á rósum, að minnsta kosti ekki hin löngu ferðalög til Jótlands, þar sem prógrammið var ýfirleitt hljómleikahald á þremur stöðum sama daginn. Á ferðalögum sínum bjuggu þeir ávallt á dýrustu hótelum og borðuðu á dýrustu veitingastöð- um. Lff þeirra í dag er rólegt og hversdagslegt í hlutverkum garð- yrkjumanns, barþjóns, tónlistar- kennara og einn þeirra hefur setzt á skölabekk og hyggst stunda kennslu að þvf námi loknu. FLJÚGANDI HÚSMÓÐIR 24 ára gömul húsmóöir setti sitt annað heimsmet f flugi nú um daginn. Heitir frúin Elke Loos. og býr f Gelnhausen í Þýzkalandi. Var það eiginlega veð urstofan; sem átti uppástunguna um flugið, er hún hringdi til hennar til að frétta af' veðurhorf- úm. Sögðu þeir veðrið svo indælt að hún gæti þess vegna flogið til Parísar, og flugkonan lét ekki segja sér það mörgum sinnum, heldur dreif sig í loftið og lenti eftir 527 km og 8 klst. flug skammt vestur af París. Fyrra metið sem hún setti var 436 km flug til borgarinnar Dijon í Frakklandi. Ætlun hennar í framtíðinni er að reyna við flug yfir Álpafjöllin, við eitthvert gott tækifæri. Frú Elke Loos, sem þegar hefur sett svö heimsmet og hyggst bráðlega krækja sér í það þriðja með því að fljúga yfir AlpafjöIIin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.