Vísir - 04.11.1969, Blaðsíða 5

Vísir - 04.11.1969, Blaðsíða 5
VfSf R . Þriðjuidagur 4. nóvember Í969. Goðsagnirnar um konuna — í atvinnulifinu. hraktar af sænskri rannsókna nefnd Cú skoðun, aö konur séu meiri vandræöagripir í atvinnulíf- ino en karlar , hefur nú verið hrakin af sænskri rannsókna- riefnd á vinnumarkaðinum í Sví þjóð. Hefur nefndin gefið út bók þar sem ýaisar niðurstööur eru birtar eftir kannanir. Þar stend ur t.d. að þaö sé röng skoðun, að konur vanræki starf sitt meira en samstarfsmenn þeirra af hinu kyninu. Þaö passi heldur ekki alveg, aö það borgi sig ekki fyrir kon- una að hafa starf utan heimilis, að vinna kvenna hluta úr degi sé dýr fyrir vinnuveitendur, að konunni sé um megn að tak* áð sér ábyrgðarstörf og stjórna fyr- irtæki og að börn skaöist af þvi að móöirin vinni úti. Allt þetta eru hreinar goðsagnir, segir vinnumarkaðsnefndin, i Sví- Þjóð. . Bókin um „Konurnar og vinnu markaöinn" er fyrst og fremst hugsuð fyrir félög tengd vinnu markaðinum og opinberar stofn anir. Skilgreiningar í bókinni leiða um leið í ljós, að sænskur vinnu markaður er greinilega skiptur niður í störf sem eru ,týpísk' karl mannsstörf og kvenmanns- störf. Núna vinna úti, um það bil 1,5 milljón konur í Svíþjóð og 75% þeirra skiptast á aðeins 25 starfstegundir. Á fimm árum hefur tala úti- vinnandi kvenna aukizt um 85 þúsund í Svíþ'. Vinnumarkaðs- nefndin segir, að ef mögulegt væri að leysa það vandamáí, áð útvega nægilega margar vöggu- stofur og leiksköla, myndi tala útivinnandi kvenna sennilega aukast að mun. Rannsóknastofnun iðnaðarins í Svíþjóð hefur látið fara fram umfangsmikla rannsókn á því hversu margar vanrækslusyndir og sjúkradagar væru hjá kon- um og körlum, tiltölulega, í at- vinnulífinu. Rannsóknin sýndi fram á það, að karlar og konur hafa sömu tölu veikindadaga — og konur fremji heldur færri vanrækslusyndir en karlar. Neytendamálin njóta vax- andi vinsælda í Danmörku Áhugi á neytendamálum fer stöðugt vaxandi i Dan- mörku og vex í hlutfalli við hið aukna og flöknara vöruframboð, segir „Statens Husholdnings- rád", þar í landi. I»essi stofnun annast alls konar rannsóknir í sambandi við húshald þegnanna í Danaveldi og má segja, að Leið beiningastöð húsmæðra sé mjór vfsfr að hliðstæðri stofnun hér- lendis. í ársskýrslu dönsku leiðbein- ingastöðvarinnar fyrir árið 1968 —'69 segir, að eftirspurn eftir upplýsingapésum sé imrn meiri, sömuleiðis hefur símhringingum neytenda til stöövarinnar f jðlg- að einnig fyrirspurnum og upp- lagiö af blaði samtakanna hefur einnig stækkað. Bæklingur samtakanna um frystingu matvæia varð vinsæl astur á árinu, en leiðbeininga- stöðin hefur gefið út bæklinga um önnur efnf, einnig. Þær niðurstöður, sem leiðbein ingastööm birtír byggjast venju lega á rannsóknum, sem hafa far ið fram í rannsoknastofum leiö- beiningastöðvarinnaT. Meöal rannsoknanna má nefna rann- sóknir á niðursoðnum kartöfl- um, þurrkuðum, ávöxtum, appel- sínusafa og efnainnrhaldi barna matar. Þá hafa verJö gerðar ýms ar rannsöknir á heimHistækjum og hefur m.a. komið í íjós að uppþvottavél sparar gegnum- sneitt, fimm manna fjölskyldu, 16 mínútur á uppþvottinum mið að vid það, þegar þvegið er í höndunum. Einnig aö steikar- pömíur, sem eru með tefdonhúð eða flúonhús, standist ekki próf un, þar sem stálhiutir eru notað- ir á þær, án þess að skemmast. Aðeins panna úr ryðfríu stáli sfcóðst þá prófun. . Bíðið með mgarnar „T^anska. verzlunarbláðiö" tek- ur heilshugar undir þá á- kvörðun íbúanna í litlum bæ á Jótlandi, að fyrir þessi jól ætli þeir að bíða sem lengst með þaö aS befia jólaundirbúninginn. — Líka hafa þeir ákveðið að hætta venjulegum jólahlutaveltum, er fram hafa farið í verzlunum í desember, og í staðinn efna til sérstakrar barnaskemmtunar síð asta sunnudagmn fyrir jól. I blaöinu segir um þessa á- kvörðun m.a. að á hverju ári í nóvember hafi neytendum gram izt það, þegar jólaskreytingar i borgum og bæjum hafi veriö hengdar upp alltaf fyrr og fyrr. Það sé. áreiðanlegá skynsam- leg að hlusta á æ fleiri raddir foreldra, ungs fólks og uppeldis- fræðinga, auk lækna, sem benda á hið ósanngjarna i þvi að hefja jólaundirbúninginn svosnemma. Gullnir duttlungar . Ætli tízkan breyttist ekki eitt- hvað, ef kvenfólkið tæki að sér að skapa haha í staðinn, fyrir karlmennina? Þeir gera stundum duttlungafullar og skrýtnar kröf ur til kvenþjóðarinnar með tízku nýjungum sínum, og sést eitt dæmi þess á myndinni, sem fylg if með. Eðar hvaða karlmaður myndi leggja það á sig að ganga með háisfesti-eins og þá á myndinni, þótt hún sé gulli drifin og meö eöalsteinum? PLATÍNUBÚÐIN Tnfggvagötti - Simi 21588 Platínur og kerti í flest ^/mi; ar gerðir bíla. 6 volta þurrkumótorar, 6 og 12 volta háspenriukefli, 6 og 12 volta flautur, perur í allar geröir, öryggi, rúöu- sprautur, bakklugtir og fleira. ¦ .__________________ Notaðir bflar til sölu <& Höiiira kaupendur að Volkswagen og Land-Rover bifreiðum gegn staðgreiðsiu. Til sölu í dag: j Vofkswagen 1200 '56 '59 '61 '65 '68 Volkswagen 1300 '66 '67 '68 Volkswagen 1600 A '66 Volkswagén Fastback '66 '67 Volkswagen sendiferðabifr. '65 '66 '68 > Volkswagen station '67 Land-Rover bensín '62 '64 '65 '66 '67 '68 Land-Rover dísil '62 '65 '67 Willys'66'67 Fiat 600 T-sendiferðabifr. '67 Toyota Crbwn De Luxe '67 , Toyota Corona '67 Volvo station '55 Cneyy-van '66 Chevy Corver '64 sjálfskiptur m. blæju. Taunus 17 M station '66 Volga'65 Ford Bronco '66 Singer Vogue '63 Ford station '55 Við bfóðum seljendum endurgialdslaust afnot af rúmgóðum og glæsilegum sýningarsal okkar. *********A»ji»****<yw*****«MMywy»w>%yyyw^iMywMMyyMyM<w jyyMMyyyyyyyyy^MM^ 21240 HEKLA hf Laugavegi 170-172

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.