Vísir - 04.11.1969, Blaðsíða 1

Vísir - 04.11.1969, Blaðsíða 1
II LOFTLEIÐIR — 20°/o ódýrara að fljúga frá Lúxembourg til USA, en héðan — Loftleiðir lækka fargj'óld um sama hlutfall og nokkur lATA-fél'ógin, bannig að fargjaldamismunur verður hinn sami • • Stjórn Loftleiða ákvað í gærkvöldi að lækka vetrar- • fargjöld sin á Ieiðum yfir N-Atlantshaf frá og með morgun- • deginum, þannig að fargjaldamismunur hjá þeim og IATA- S flugfélögunum verði hinn sami, eftir að IATA-flugfélögin J hafa lækkað sín fargjöld. Þessar lækkanir gilda þó ekki um J fargjöld milli Islands annars vegar og Evrópu og Bandaríkj- • anna hins vegar og verður því fjögur þúsund krónum ódýrara • að fljuga frá Luxembourg til • J „Þar sem enn hefur engin vitn • eskja borizt um fyrirhugaðar far 2 gjaldalækkanir IATA-flugfélag- • anna milli íslands og annarra • Evrópulanda eða íslands og 2 Bandaríkjanna telur stjórn Loft • ieiða ekki grundvöll fyrir að fé 2 lagið sæki nú um fargjaldalækk • anir á þeim flugleiðum" sagði • Sigurður Magnússon, biaðafull- 2 trúi Loftleiða í morgun. J Stjórn Loftleiða hefur beðið • átekta með að ákveða vetrarfar 2 gjöldin til að sjá hvað kæmi út • úr deilum þeim sem IATA-félög 1 in hafa verið í um fargjöld yfir 2 N-Atlantshaf. ítalska flugfélagið • Alitalia hóf þessar deilur með 2 því að auglýsa mikla lækkun á J leiðinni Róm—New York og • kvaðst myndi halda þeirri á- 2 kvörðun til streitu, en önnur • flugfélög innan IATA, þar á með Bandaríkjanna en frá Islandi. al SAS, fylgdu fordæmi Alital- ia. Enginn samkomulagsgrund- völlur hefur náðst um þessar lækkanir innan IATA og var því ákveðið að láta þessar ákvarðan ir óátaldar. Vegna þessara lækkana verða Loftleiðir að lækka sín far- gjöld verulega til að halda sama mismuninum og verið hefur, en stjóm Loftleiða ákvað þá stefnu í janúar 1953. Þessar lækkanir þýða að frá og með morgundeginum verður unnt að ferðast fram og aftur milli Luxembourgar og New York fyrir 16.299 kr. ísl., en það er miðað við 22 daga lágmarks dvöl. Félagshópafargjöld á þess ari leið verða 13.215 kr. ísl. fýr- ir minnst 15 manns, báðar leiðir. Til samanburöar má geta þess að sumarfargjöld milli íslands Sjónvarpsgagnrýni — eftir Gylfa Gr'óndal — Sjá bls. 6 / dag Bjóða menn bensínþjófum heim meö ólæstum bensínlokum? Bensínþjófnaðir fara í vöxt Ein tegund afbrota virðist nu færast mjög í vöxt, en þekktist varla áður, nema í mjög litlum mæli og þá helzt á verkfalls- eða skömmtunartímum. — Það eru bensínþjófnaðir af bílum. í nótt voru staðnir að verki menn, sem voru að stela bensíni af vöruflutningabifreið inni í porti Mjólkurstöðvarinnar. Voru menn- irnir 5 saman á bíl. Á laugardag sást til pilta á bil, sem stálu bensíni af yfirgefinni bifreið á stæðinu hjá Laugarásbíói, meðan eigandi hennar var í bíó. Lögreglan hafði einnig upp á þeim. Nær daglega berast lögreglunni kærur af bensínstuldum, þótt þvi LÆKKA SIC og New York eru 28.192 kr., en vetrarfargjöld 20.440 kr. ísl. Fargjaldið milli Luxembourg og New York verður 7.489 kr. lægra en samsvarandi fargjald hjá IATA-flugfélögunum. Fargjöldin milli Skandinavíu og New York lækka niður I 22,202 kr og verða 2.467 kr. lægri en hjá IATA-flugfélögun um, en fargjöldin til Stóra-Bret lands verða rúmar 20.000 kr. eða rúmum 2.000 kr. ódýrari en sam svarandi gjöld hjá IATA. Þær takmarkanir eru á öllum þessum gjöldum að heimferð verður að vera í síðasta lagi 15. maí. ISigldi 10 metra upp 1 í bæjarbryggjuna • Mælifellið stórskemmdi • • Mælifellið, eitt af flutningaskip- Jum SÍS, keyrði á talsverðri ferð • inn í bæjarbryggjuna á Seyðis- Jfirði í fyrrakvöld og stór- Jskemmdi hana. Talið er að skip- • ið hafi farið eina tíu metra upp 2 í bryggjuna, svo að hún náði því • aftur undir brú. Brotnuðu staur- Jar og bönd og brak úr bryggj- Junni flaut frá landi. Tjónið af • þessum árekstri nemur hundr- Juðum þúsunda. • Skipið var að koma til þess að Jtaka nokkra pakka af saltfiski og Jætlaði aö leggjast að aöalbryggj- • unni á staönum, 40 metra langri • trébryggju. Skipið fór á enda bryggj unnar. Brotnaði hún sums staöar al- i veg upp í bólverk og er mikið skemmd. Bæjarfógetinn á Seyöis- I firði hefur kvatt til menn til þess | að meta tjónið og er nú unniö að : því. j Skipið mun ekki hafa skemmzt ! neitt mjög alvarlega. Að minnsta j kosti fór það út aftur strax um ' nóttina, þegar búið var að taka ■ . • bryggjuna á Seyðisfirði þessa fáu saltfiskpakka um borð. Yrði það naumast ódýr saltfiskur, ef brvggjuskemmdin skrifaðist á hans kostnaö. Fimm ára drengur fyrir vélhjól Fimm ára gamall drengur, sem gekk norður yfir Hverfisgötu (á móts við hús nr. 16) í gærdag, varð fyrir vélhjóli, sem ók austur götuna í sömu andránni. Óttazt var að litli drengurinn hefði slasazt við á- reksturinn, og var hann fluttur ú slysavarðstofuna til læknismeðferð- ar, en þar kom í Ijós að meiðsli hans voru smávægileg. Pilturinn á hjól- inu hlaut ekki svo mikið sem skrámu. miður takist ekki alltaf svo vel til, aö sjáist til þjöfanna, svo að upp á þeim megi hafa. Sjálfsagt eru enn meiri brögð að þessu, þar eð ekki kæra allir, þótt þeir verði varir við óvenjulega bensínþurrð á bifreiö- um sínum, og enn aöra grunar ekk ert misjafnt, þótt þeir verði bensín lausir að morgni á leið sinni til vinnu, þrátt fyrir aö þeir hafi fyllt geymi bifreiöar sinhár áð kvöldi. Lítrinn af bensíninu kostar orð- ið 12 krónur og gæti orðið bíleig- endum töluvert fjárhagslegt tjón þegar bensínþjófur tappar kannski 20 eða 30 lítrum af bifreiöum þeirra. Það er næsta ótrúlegt, hvað veg- farendur hafa lítinn andvara á sér, þótt þeir horfi á menn með slöng- ur og brúsa bauka utan í kyrrstæö- um og yfirgefnum bifreiðum. Þótt flestir bensínþjófnaðir virðist framdir í dimmu, þá eru samt dæmi um slíka verknaði, sem 10. siða. Læst bensínlok er öruggasta ráðiö til þess að eiga sitt bensín í friði fyrir bensínþjófuni, sém gerast æ æ uppivöðslusaniari. Dýnur voru barðar og dustaðar úti í fönninni uppi við Skagfjörðsskála í Þórsmörk nú um helg- ina. Á myndinni má meðal annars sjá þá Eyþór Einarsson grasafræðing (lengst t. v.) og Guð- mund Kjartansson jarðfræðing (fyrir tníðju). Aldrei fleiri ferðir hjá Ferðafélaginu — 2543 þátttakendur í 110 ferðum i sumar Þrátt fyrír ótxðina hafa ferðir Ferðafélags Islands aldrei verið fleiri en í sumar, eða 110 talsins, en þær voru 96 í fyrra. Flestar ferðir voru famar í Þórsmörk, eða 30 og þar lauk sumarstarfi félags- ins með hreingerningaferð og sviða messu, sem haldin var í Skagfjörðs skála nú um helgina. Er það í 26. skipti, sem sviðamessa er haldin, en hún hefur oftast veriö til húsa í Skíðaskálanum. Einar Guðjohnsen, framkvæmda stjóri félagsins, sagði í stuttu á- varpi, sem hann flutti við 'þetta tækifæri á sviöamessunni, að fjár- hagsafkoma félagsins hefði verið góð. Þátttakendur í sumarferðun- um voru alls 2543 og ferðirnar stóðu allt upp i 12 daga. Félagið eignaðist í sumar nýjan skála í Landmannalaugum, sem kunnugt er, eitt hið bezta hús á fjöllum á íslandi. Næsta Árbók félagsins fjallar um Hnappadalssýslu og skrifar hana Guðlaugur Jónsson 0£ auk þess verður jarðfræðikafli í bókinni eft- ir Þorleif Einarsson. Vetrarstarf félagsins er hafið. — Önnur kvöldvaka vetrarins verður í kvöld. Hún verður helguð Jóhann esi skáldi úr Kötlum, sem lengi var vörður í skála félagsins á Kili. Þar verða meðal annars flutt ljóð, sem Jóhannes orti, þegar hann dvaldist þar. Sjá nánar um Sviðamessu í Þórsmörk á bls. 9.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.