Vísir - 04.11.1969, Blaðsíða 16
VISIR
Þriðjudagur 4. nóvember 1969.
SKRRR-SKRÚFUR-mmiR
Úruulshnnduerkf.
yggihqávörur hf.
LAUGAVEG 178 -SÍIWI 356-97
Ræðir um menning-
arpólifík Dana
Danskur ritstjóri, gagnrýnandi
og rithöfundur, dr. Jens Kruuse,
verður gestur Norræna hússins nú í
vikunni. Flytur hann tvo fyrirlestra
fyrir almenning, fimmtudag 6. nóv.
kl. 20.30 um danska menningarpóli-
tík, og sunnudag 9. nóv. kl. 16.30
um danskar menningarrökræður á
líðandi stund. — Jens Kruuse er
menningarritstjóri Jyllandsposten,
þriðja stærsta morgunblaðs í Dan-
mörku og víðkunnur gagnrýnandi
um bókmenntir os leiklist. Hann er
einnig mikilvirkur rithöf., hefur
samið fræðileg rit um bókmennta-
sögu, rit með bókmenntagagnrýni
og léttar og alþýðlegar bækur um
sína eigin reynslu, endurminningar
og ferðalýs.'ngar. Siðasta bók hans
nefnist „Som vanvid. Oradour-sur-
Giane" og lýsir hervirkjum Þjóð-
verja i samnefndu sveitaþorpi i
Frakklandi á stríðsárunum. Hún
var kjörin „bók ársins" af dönskum
gagnrýnendum árið 1967.
Er járnnáma tíKjalarnesí:
?
— Óvenju sterkt segulsvið v/ð Stardal — I
undirbúningi oð kanna svæð/ð með borun
¦ Óvenju sterkt seg-
ulsvið hefur fundizt
við Stardal á Kjalarnesi
með segulmælingum
þeim, sem Þorbjörn Sig-
urgeirsson, forstöðumað
ur eðlisfræðistofu Raun-
vísindastofnunarinnar,
hefur staðið fyrir. Er nú
í undirbúningi að bora
þar sem segulsviðið er
sterkast til að kanna,
hvað valdi þessu mikla
fráviki frá venjulegu seg
ulsviði, en segulsviðið er
þarna um 10 sinnum
sterkara en venja er í
basalti.
i
Ég er ekki fær um að segja,
hvað valdi þessu sterka segul-
sviði, en það má teljast líklegt
að járnsambönd valdi því, sagði
Þorbjörn í vjðtali viö Vísi í morg
un. Svona sterk frávik frá venju-
legu segulsviði eru yfirleitt þess
virðj að þau séu könnuð nánar.
Til þess að fá úr því skorið hvað
er þarna á ferðinni er nauðsyn-
legt að bora um 100 metra nið-
ur og er nú i undirbúningi að
gera það.
Sérfræðingur Sameinuðu þjóð
anna, Sloboda Jankowich, sem
hefur verið hér í sumar til að
kanna hagnýt jarðefni á íslandi
telur þetta vera mjög athyglis-
vert og þess virði að það sé
kannað nánar. Kortlagning á seg
ulsviði landsins hófst fyrir al-
vöru í fyrrasumar og hafa kom
ið fram fleiri athyglisverð frávik
frá venjulegu segulsviöi. Þannig
er segulsvið mjög sterkt í Skála
felli á Hellishe:ði. í Hvalfirði og
á svæði nálægt Hvanneyri í
Borgarfirði. Rannsókn á þessum
3um er mjög forvitnileg, en
þo að ekki finnist þar járn í nýt
anlegu formi, getur rannsóknin
skýrt mjög sterk frávik á segul
sviði á Reykjaneshryggnum og
yfirleitt á uthafshryggjum.
Ætlunin er að Leo Kristjáns-
son, sem þegar hefur rannsakað
Stardalssvæðið með segulmæl-
ingum á jörðu niðri og Þorvald-
ur Búason hafi þessa rannsókn
með höndum.
Styrkja drykkjusjúka.
— efna til kabaretts
9 Við ætlum að efna til nokkurs
konar kabarett-dansleiks í
'.Inumbæ á fimmtudagskvöldið i
ííáröflunarskyni til styrktar
drykkjusjúkum. Við störfum í sam-
ráði við líknarnefnd þjóðkirkjunn-
ar, er fær allt það fé, er inn kann
1 að koma til ráðstöfunar. Við höf-
Síraastúlkur hlusta
á sínaí eigin rödd
til tilbreytingar
„Fæstar þessara símstúlkna
hafa heyrt, hvernig þeirra eig
in raddir hljóma í síma, og við
ætlum að taka þær upp á seg
uiband og lcyfa þeim að
heyra," sagði Vilhjáimur Vil-
hjálmsson, deildarstjóri hjá
Bæjarsímanum, þegar blaöa-
maður hitti hann í gær við að
leiðbeina 18 símstúlkum á
námskeiði Stjórnunarfélags-
ins, sem nú stendur yfir.
Þessi þriggja og fjögurra daga
námskeiö, sem fylgja í kjölfar
bæklings, er Stjórnunarfélagið
gaf út um „Rödd fyrirtækisins"
(símsvarann), byrjuðu í gær, en
næsta byrjar á miðvikudaginn,
og af undirtektum að dæma virð
ast þau ætla að njóta vinsælda.
„Við leggjum mikla áherzlu á
bað við stúlkurnar, að þær séu í
rauninni líka sölumenn fyrir-
tækja þeirra. Þær eru fyrstu
kynni viðskiptavinanna af fyrir-
tækinu.
Þess vegna er mikið kapp lagt
á aö æfa þær í því að ná réttum
áhrifum með tilsövrum sínum
— að ná þessu þægilega vin-
gjarnlega viðmóti, sem allir óska
svo gjarnan að mæta", sagði
Helgi Sigurðsson, forstöðumaður
hjá SÍS, sem er annar leiðbein-
andi námskeiðsins.
„Léttan raddblæ og skýrar á-
herzlur, ekki: „GóðandaginnJón
Jónssonogkompaní" í einni
bunu___"
I þessum dúr voru leiðbeining
arnar, sem blaðamaðurinn
heyrði, að stúlkunum voru gefn-
ar. Síðan fékk hver og ein að
spreyta sig á raunhæfu verkefni
og var þá samtalið tekiö upp á
segulband, sem síðan var hlust
að á eftir og gagnrýnt og leiðrétt
það sem betur hefði mátt fara.
„Halló! Góðan daginn! Þetta
er hjá fyrirtækinu X. Ég hringi
vegna reiknings, sem þér hafið
sent okkur, en okkur sýnist
hann nokkru hærri, en áður var
gert ráö fyrir ...."
um áhuga á að starfa aö ýmsum
liknarmálum í þjóöfélaginu og von-
um að fleiri komi á eftir, þar eð
okkur finnst af nógu að taka. Þann-
ig mælti Arnþór Jónsson, meðlimur
í Tónatríóinu.
Er þess skemmst aö minnast, þeg
ar þeir félagar stóöu fyrir kabar-
ett-skemmtunum víða um landið
við frábærar undirtektir, til ágóöa
fyrir Bíafra-söfnunina hér um árið.
Til dæmis um, að þar var ekki á
ferðinni neitt smáfyrirtæki, er
skemmtunin, sem haldin var á Akra
nesi, en þar komu fram 70—80
manns.
„Á fimmtudagskvöldiö verður
margt til skemmtunar," sagði Arn-
þór, „tízkusýning, sem Tízkuþjón-
ustan mun sjá um, Árni Johnsen
mun þarna verða meö skemmtiþátt,
en hann hefur þegar vakið athygli
á sér sem efnilegur á því sviðinu.
Viö munum kynna þarna unga ís-
lenzka stúlku, sem er söngkona og
ballettdansmær og hefur lært úti í
Englandi, hefur hún samið ballett-
inn sjálf, sem er blues-ballett. Ný
hljómsveit verður kynnt og nefnir
hún sig „Breta".
Ef þetta tekst vel hjá okkur núna
erum við að hugsa um aö halda
einstöku sinnum kabarett-dansleiki
í vetur, og hef ég þá sérstaklega
áhuga á að kynna skemmtikrafta,
er ekki hafa staöið í sviösljósinu
áður, en á Islandi í dag er ara-
grúi af ungu hæfileikafólki, sem
gjarnan vill koma fram fyrir ekki
neitt, en á þessari skemmtun, sem
við höldum á fimmtudagskvöldið,
gefa allir skemmtikraftarnir vinnu
sína."
mtmm ¦^mmmmmmmmmmmmmmmammBmmm ¦ ¦-.-• ««¦»¦
Símameyjarnar æfa sig, en Vilhjálmur Vilhjálmsson leiðbeinandi tekur raddirnar upp á segulband
Skautaveður í borginni
• Tjörnin er lögð og krakk-
ar og fullorðnir þyrpast þangað
til að renna sér á skautum eða
sleðum. Tjörnin í vetrarskrúða
sýnir betur en margt annað að
vetur er kominn og iðkun vetr
aríþrótta þar með. í gær gafst
hið prýðjlegasta skautaveður,
hæfilegt frost og glampandi sól
skin á tímabili.
Frost verður áfram í Reykja
vík fram eftir degi, en klukkan
níu í morgun mældist 6 stiga
frost hér, en mesta frostið á
landinu var 13 stig í Hauka-
tungu. Búizt er við að dragi úr
frostinu, þegar líður á daginn
og verði hér um bil frostlaust
með kvöldinú en þykkni upp
með suðlægri átt, þó að verði
ekki veruleg hláka Ur því, eins
og Páll Bergþórsson veöurfræð
ingur tjáði blaðinu í morgun.
//
Búm" eftir bræluna
• Fjöldi skipa kastaði á síld
út af Jökli f nótt. Skipin fundu
þar síld 22 mílur undan landi í
eærkvöldi og héldu sig i nótt á
um það bil 20 mílna belti út af
Jöklinum.
Flestir höfðu , þó lítið upp úr
krafsinu. Harpa Sandgerði var með
um 50 tonn og var það langbezti
aflinn I nótt. Jón Finnsson, Garði
var með 25 tonn og Sólfaxi Akra-
nesi 15 tonn. — Fleiri fengu ekki
teljandi veiði og margir fengu hálf
gerð „búm".
Þetta er fyrsti dagurinn nú í
nær hálfan mánuð, sem síldarflot-
inn getur athafnað sig, fyrir veðrinu
Flest hafa skipin legið í höfn, en
einstaka hefur lagt leiö sína suður í
Noröursjó, þar sem eru nú ekki
færri en tuttugu íslenzk skip að
veiöum, en veiði mun haf a verið lftil
þar í nótt.