Vísir - 04.11.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 04.11.1969, Blaðsíða 9
IflSIR . Þríðjudagur 4. nóvember iööM. Messað yfir trogum í ÞÓRSMÖRK Með Ferðafélagi Islands i hausíferð og sviðamessu i Skagfjórðssk^a Undir nótt er sveigt út af þjóðveginum við Markarfljótsbrú. Mikinn snjó hefur sett niður og enn fennir. Dalarúturnar mjakast þyngslalega upp með Markarfijóti. Þrautreyndir fjallabílstjórar rýna út á hvíta fannbreiðuna, sem þekur öll kennileiti. Og þar sem þrýtur troðnar sióðir er farið af augum — og leiðin valin eftir íeiðsögn gleggstu manna. Inni í bílunum verðum mönnum skrafdrjúgt. Sumt er sagt í bundnu máli. Kviðlingar fjúka milli sætanna. Þarna sitja skáld góð og hagyrðingar margir. Ferðafólkið hefur á tak- teinum tvírætt skop og góðlátlega kerskni, sem er yfirborð áralangrar vináttu og samfylgdar í mörgum f jallaferðum. Brátt varð steinhljóð í skálan- um, eins og rammasti galdur hefði verið sunginn þar úti í horni og draugastemmningin af frásögn Hallgríms entist allt þar til trogin komu rjúkandi á borð ið með heitu hangikjöti og fleira góðgæti. Og þeir ferðafélags- menn stóðu við loforð sitt. í slíkum ferðum, þar sem samhent ferðafólk á í hlut, er ákveðin verkaskipting milli manna. — Hún hefur þró- azt gegnum árin og hver geng- ur þegjandi að sínu verki. Einn ber inn kol og eldivið, annar 1 u Séð ytir Langadal, þar sem skali Feröafelagsms stendur. Hnsluna ber í Valahnjuk og í bak- sýn má greina svellbungur Eyjafjallajökuls. ‘C'erðafélagiö hefur „messaö“ yfir sviðum haust hvert. Þessar sviöamessur hafa jafn- an veriö sungnar í Skiðaskálan um, en nú skyldi breyta lítil- lega út af tradisjóninni og færa þessa athöfn inn á Þórsmörk í Skagfjörðsskála. Naumast var þaö nægur til- gangur með þessari skammdeg isferð inn á Mörkina að éta þar svið, enda kom það á dag- inn, þegar menn risu af fletum sínum að morgni. Hver dýna í skálanum var borin út, barin og dustuð, skálinn þveginn hátt og lágt. Slíkar hreingerningar eru geröar vor og haust. Þar fyrir utan var erindið kannski fyrst og fremst að sjá Mörkina í vetrarskrúða, þreyta kyrrsetubeinin í stuttum göngu ferðum upp á nálæga hnjúka og teyga fjallaloftiö. fjaö var sællegt og göngumótt lið, sem settist á laugar- dagskvöldiö inn í skála og beið eftir máltíðinni. Þeir feröafélags menn höföu lofað því aö hún skyldi vel útilátin, enda veitti .ekki af eftir strangan dag, skúr ingar og fjallagöngu. Notalegan ylinn lagði um all- an skálann frá séra Jóhanni en svo er ofninn í Skagfjörðs- skála gjarna kallaður í gamni eftir fyrri eiganda sínum, séra Jóhanni Þorkelssyni dóm- ' gl^arTvonf aönUskafa TSr Bílstjórarnir Ásmundur (t. h.) og Jóhann taka farangurinn tíI c.njóinn í skáladyrum. — Hall- handargagns og koma honum fyrtr í nV- - nr cn lagi grímur Jónasson sá kunni ferða stað hciin á lcið. Milli bilanna sér rós* garpur, vtcc setztur við rúm- skála, sem svo er kallaður eftir Kristjái?. . c'aum brík í stellingar sögumannsins. helzta frumherja Ferðafélagsins. Einar Guðjohnsen, fram- kvæmdastjóri Ferðafélagsins sýnir á sér fararsnið. fyllir lugtir eldsneyti. Kvenfólk ið stússar í eldhúsi og sjálfkjörn ir ko’kkar sjá um matseldina. En á vökunni eru allir samtaka um að skemmta sér. Þegar hófleg- um ræðuhöldum er lokið, er lag ið tekið og örlítilli brjóstbirtu bregöur fyrir til þess að mýkja kverkarnar. Tjessi messa er sungin lengi kvölds. Úti er alstirndur himinn, sennilega heiðrikasta kvöld haustsins. Máninn varpar skuggum á hvilftir og lautir. Birkihríslurnar teygja anga sína upp úr snjónum hér og þar, eins og svartar loppur. Inn úr slíkri nótt er notalegt að koma í hlýjan skálann og hreiöra um sig í svefnpokanum. — Smátt og smátt berast hrotur messu- gestanna út í öræfakyrrðina. Sunnudagsmorgunninn kemur með heitri súpu og fleiri göngu- ferðum. Siðan er haldið heim á leið og nú er auövelt aö rata sömu sporin til baka. Menn hafa slíðrað myndavélar sínar og horfa með hóflegu stolti til tindanna, sem þeir klifu. — Þeir elztu og reyndustu halda uppi svörum við margvíslegum fyrir-. spurnum um nöfn og staðhætti. Og þarna efu ‘márgfróðir menn um náttúruleg fýrirbrigði, minnst þrír náttúruvísindamenn og margir glöggir og minnugir fjallagarpar. En þegar komið er niöur á þjóöveginn við Litlu-Dimon eru flest andlitin í bílunum komin með sinn hversdagssvip, hætt að horfa út um gluggann. Um- ræðurnar eru hljóðar, andlitin svipbrigðalítil eins og í strætis- vngni. — Brátt verður þessi 'erð óHós minning, sem kemur '■-inn-ki unp í hugann á kvöld- —i Hagsins, o'lógar "g?-: 'nv ’-jnni er fiett. — O ' "n~)t var hún flestum ■ ó- j >;». LFSFNDLJR /yw HAFA ORÐIÐ 1 □ Ekkjur og einstæðar konur Mér finnst mikiö óréttlæti, að allar tekjur ekkna og einstæðra mæðra eru teknar til skattaá- lagningar og þá meðtalið það litla smáræö;, en þó þakkar- verða, ekknalífeyrir, mæðralaun ásamt barnameðlagi. Hins vegar á kona sem býr með sín- um eiginmanni rétt á að halda eftir óskattskyldum 50% af heildartekjum sínum. Veit ég til dæmis með sjálfa mig, sem enn stend í afborgunum af eigin húsnæði, og ekki yrði róðurinn léttari, ef ég þyrfti að leigja, að ég á fullt í fangi með að standa skil á sköttunum mínum, sem til jafnaðar á hvern mánuð árs- ins eru rúmlega éin vikulaun. Ekkja. □ Óskalög sjúklinga Óskalagaþættir útvarpsins hafa notið verðskuldaðra vin- sælda og er áreiðanlega ekki hlustað almennar á nokkurt ann að útvarpsefni. Einn af þessum þáttum, óskalög sjúklinga, er þar engin undantekning. Undan- farin ár hefur sá þáttur verið fyrst eftir hádegið á laugardög- um, eftir lestur tilkynninga og auglýsinga. Nú stendur hins veg ar fyrir dyrum sú breyting, að flytja eigi þáttinn til á dag- skránni og skuli hann framvegis vera á laugardögum fvrir há- degi. Hef ég heyrt almenna óá- nægju með þetta fyrirkomulag, þar sem fyrrihluti laugardags er yfirleitt mikill annatími hjá al- menningi og því muni fáum gef- ast kostur á að hlusta á óskalög sjúklinga. Hef ég jafnvel heyrt sumar óánægjuraddirnar taka það djúpt í ármni, að betra væri að leggja þáttinn algerlega niö- ur, heldur en aö vera með slíkt fyrirkomulag. Hlustandi. □ Bolfiskur — þorskfiskur Er það ekki nokkuð hvimleitt, aö nú er farið að klína hinu ljóta orði „boIfiskur“ á blessað- an góðfiskinn okkar? Ég er svo að segja alinn upp með fiski frá blautu barnsbeini. Ég hefi aldrei heyrt þetta ónafn nefnt, fyrr en nú fyrir nokkrum árum, að það verður algengt f útvarpi og dag- blöðum. Einu sinni heyrði ég líka talað um „bo]lýsi“ í út- varpinu, en það hefur ekki heyrzt aftur. Ef til vill hefur blessuðum málspekingnum klígj að viö „bollýsinu“. Ég man þetta úr Náttúrufræði Bjarna Sæ- mundssonar: Þorskur, ýsa, lýsa ufsi, langa og keila, heita einu nafni „þorskfiskar". Það er mjög nauðsvnlegt, að bolfiskmeistararnir vildu upp- lýsa fáfróðan almenning, hvaöa fisktegundir falla undir þetta Ijóta nafn. Væri ekki ráðlegt að leggja þetta ónefni riiður, og taka heldur upp nafnið þorsk- fiskar, þegar talað er um fleiri en eina tegund þorskfiska? Ingjaldur Tómasson. HRINGIÐ I S(MA 1-16-60 ,KL 13-15 * yu \ V *. . * V

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.