Vísir - 10.12.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 10.12.1969, Blaðsíða 9
V1SIR . Miðvikudagur 10. desember 1969. getum við flutt út? Margar hugmyndir um nýjan og aukinn útflutningsiðnað v/ð EFTA A MEGMTILGANGUR með að- ild ísiands að EFTA, Frí- verzlunarsamtökunum, er að opna útflutningsiðnaði lands- ins aukna möguleika með stærri markaði, en hann hef- ur haft hingað til. Með EFTA- aöildinni mundi bæði þeim útflutningsiðnaði, sem nú er til í landinu og þeim, sem augijóst er að við þurfum að koma hér upp, opnast aðgang ur að 100 milljón manna markaði, — markaði þar sem kaupgeta almennings er mest f heiminum, að undan- skildum Bandaríkjamarkaði. — Það er því einna forvitni- legast í sambandi við EFTA- málið í heild að hugleiða hvaða iðngreinar virðast hafa mesta möguleika til aukins útflutnings við EFTA-aðild- ina og almennt. Þetta hafa þeir Jón Sigurðsson og Pét- ur Eiríksson, hagfræðingar og dr. Vilhjálmur Lúðvíks- son, efnaverkfræðingur kann að fyrir viðskiptamáiaráðu- neytið. 18 iðngreinum opnast útflutningsmöguleikar. 1 skýrslu þeirra, sem nefnd er „EFTA-aðild og aukning iðnaðar vöruútflutn.“ eru taldar upp 18 iðngreinar, sem þeir telja að þafi verulega möguleika til auk ins útflutnings. Nokkrar þessara iðngreina eru ekki til á íslandi núna og nokkrar eru mjög víð- tækar. Dæmi um þetta hvort tveggja eru t.d. olíu- og olíu- efnaiönaður og stóriðja almennt. Iðngreinar sem virðast hafa möguleika eru að sjálfsögðu þær sem njóta hagstæðra ytri skil- yröa hér á landi, svo sem þær, sem byggja á ódýrri vatnsorku jarðhita og góðum sérhæfðum íslenzkum hráefnum. Þar má nefna íslenzka ull, gærir og sjáv araflann, því þó að íslendingar sitji ekki einir að fiskistofnun- um hlýtur lega landsins að vera okkur töluvert forskot á keppi- nautana auk þess sem þeir hafa ekki aðgang að öllum fiski miðum okkar. Aukinn útflutning sjávaraf- uröa, sem byggist á frekari vinnslu aflans hérlendis, betri nýtingu aflans og nýtingu fiski stofna, sem nú eru lítt eða ekki veiddir verður ótvírætt aö telja í fremsta sæti, segja þeir þre- menningarnir í skýrslu sinni, en þeir fjalla þó ekkert nánar um þessa möguleika nema í niður- suðu sjávarafurða en einnig vekja þeir athygli á því, að minkarækt og sérstaklega álit- Ieg hér, m.a. vegna ódýrs fóð- urs. ru'iðursuðuiðnaði Hfil takmörk sett. Þremenningarnir segja að nið ursuðuiðnaði og niðurlagningu fiskmetis verði lítil takmörk sett I möguleikum, sem opnast, ef ís- land gerist aðili að EFTA. Eins og kunnugt er hefur útflutningur á þessum sjávarafurðum verið sáralítill í samanburöi við heild arútflutning á sjávarafurðum (aðeins 90 millj. á sl. ári), þar sem tollamúrarnir hækka jafnan við aukið vinnslustig. Samkeppn isaðstaða íslenzkra fyrirtækja í þessari grein hefur þvf verið afar erfið. Keppinautam:r í öðr um löndum hafa fengið háefn ið á nokkuð sambærilegu verði og fyrirtækin hér, þar sem toll- ur á hráefninu hefur veriö lítill, em framleiðendur á EFTA-svæð- inu hafa ekki þurft að flytja sín ar fullunnu vörur yfir tollamúr ana eins og íslenzkir framleið- endur. Til viðbótar við þau áhrif, sem EFTA-aðild mun hafa til að glæða sölu á þeim afurðum sem nú þegar eru framleiddar, opn- ast meö aðildinni auknir mögu- leikar fyrir nýjar afurðir, t.d. niðursoðin ufsaflök (sjólax, sem vföa er eftirsóttur), hrogn og fiskmauk í túpum, sem notast sem álegg. Sérstætt ullarhráefni og rík prjónaleshefð, hagstæð sérskilyrði. Útflutningur okkar á spuna-, vefjar- og prjónlesiðnaöi hefur verið sáralftill til EFTA-land- ánna, en talið er aö útflutning- ur á þessum vörutegundum geti orðið töluverður til EFTA-land anna, ef við fáum þangað toll- frjálsan aðgang. Af spunavörum hefur eingöngu verið um lopaút- flutning að ræöa og ullarteppi eru eina framleiðsla vefjariðnað ar'ns sem flutt hefur verið út lö marki. Teppin hafa nær ein- göngu farið til Rússlands en lop- inn til Bandaríkjanna, Júgóslav- fu og Danmerkur. Þessi útflutningur hefur ekki verið ýkja stórbrotinn í krónu- tölum. Fyrstu 9 mánuði þessa árs hefur verið fluttur út lopi fyrir 7,5 milljónir og teppi fyrir 36 milljónir króna. En verðmæti þessara vörutegunda er tölu- vert. Þannig hafa 300 tonn af þveginni ull verið flutt út á 63 kr. kg á þessu ári á sama tíma og meðalverö á lopa hefur verið 380 kr., en vert er að geta þess að veröið á hespulopanum hefur verið miklu meira. Ef öll þvegna ullin hefði verið flutt út sem lopi hefði útflutningsverð- mæti hennar einnar verið um 100 milljón kr. meiri, en að sjálfsögðu hefðu verðmætin ver ið enn hærri, ef unninn hefði ver iö fatnaöur úr þessum lopa. Þeir þremennmgarnir segja einmitt, að markaðsathuganir Félags íslenzkra iönrekenda hafi sýnt, að vænlegur markaður fyrir tízkufatnað úr ullarprjón- lesi sé f EFTA-löndunum. Verði samkeppnisaðstaða ís- lenzkrar vöru af þessu tagi allt önnur ef tollum, sem víða eru yfir 20% veröi aflétt. íslenzkur iðnaður á þessu sviði hefur ýmis hagstæð sérskilyrði, svo sem sérstætt ullarhráefnf og ríka prjónleshefð. Þeir leggja þó mikla áherzlu á ullarkynbætur og markaðsrannsóknir og seinna vöruþróun. 300 milljónir í stað 33 milljóna fyrir Ioðsútaðar gærur. Annað sérstætt hráefni frá ís- lenzku sauðkindinni eru gærum ar. Gærurnar hafa hingað til nær eingöngu verið fluttar út saltaðar, þ.e. sem hráefni í iðn- að annarra þjóða. Fyrstu 9 mán uðj þessa árs hafa verið fluttar út um 55 þús. loðsútaðar gærur að verðmæti 33 milljónir kr. Töluverð aukning hefur verið í þessum útflutningi, hin seinni ár, en ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu. að f stað þess að flytja út 900 þús. saltaðar gærur væru fluttar út 900 þús. loðsút aðar gærur. Þetta myndi. þýða um 300 milljön króna aukningu á útflutningsverðmætum á ári. Við þetta bætist, að sútunariðn- aðurinn getur orðið undirstaðan undir frekari framleiðslu úr skinnum, m. a. minkaskinnum kálfaskinnum, hrosshúöum og jafnvel fiskroði eða hákarla- skrápi Og enn frekari iönaöur kann að skapast með fram- leiðslu úr skinnunum sjálfum. í 9- :h B>v" I Fataiðnaðurinn hefur útflutningsmöguleika. Nátengdur þessum iðngrein- um er svo fataiðnaðurinn, en möguleikar hans byggjast fyrst og fremst á hugmyndaflugi, smekkvísi og verklagn; þeirra, sem við þann iönað starfa. Þessi iðnaöur getur þó einbeitt sér að nýtingu séríslenzkra hráefna og hefur að því leyti forskot yfir erlenda keppinauta, sem ekki þekkja jafnvel möguleika fs- lenzka hráefnisins. Flutnings- kostnaöur þessarar iönaðar- vöru er mjög lágur í hlutfalli við verðmæti vörunnar, en um 20% tollur f flestum landanna og allt upp í 38% toll hefur verið mikill þröskuldur. Innlend reynsla nýtist í veiðarfæragerð og umbúðaiðnaði. Mörg dæmi eru til um iönaðar þjóöir sem ekki hafa á neinum innlendum hráefnum eða orku- lindum að byggja, en hefur þó vegnaö vel vegna tæknikunnáttu landsmanna. íslendingum ættu auðvitað ekki síður að nýtast þeir mögule!kar. Tvær iöngrein ar mætti nefna sérstaklega. — Veiðarfæragerð og umbúðaiðn- að. íslendingar hafa ýmsar for- sendur til að setja upp sérhæfð neta og nótaveiðarfæri og vörpur betur en annars stað- ar gerist. Hér eru margir kunnáttusamir netagerðarmenn, sem í samvinnu við skip- stjórnarmenn og verkfræð- inga gætu ef til vill þróaö útflutninpshæf veiðarfæri, þótt úr útlendum netaslöngum væri. Tollar hafa hins vegar verið tölu verðir í Efta-löndunum á þessum vörum. í sambandi við sjávarútveginn sérstaklega hefur þróazt hér mjög samkeppnishæfur umbúða iðnaður og var útflutningurinn á þéssum vörum um 10 millj. fyrstu 9 mánuðj ársins. Veru- legur tollur hefur verið á um- búðum í EFTA-löndunum, en með niðurfellingu hans og vexti annarra útflutningsgreina, sem nota umbúðir um vörur sínar, ætti þessi grein að hafa mikla vaxtarmöguleika. Húsgagnaiðnaðurinn hefur sýnt mikla aðlögunarhæfni Þremenningarnir benda ekki sérstaklega á það í umsögn sinni um húsgagna- og innrétt- ingasmíði að töluverð reynsla hefur safnazt í landinu í smíði innréttinga enda finnast flestum erlendum mönnum, sem hingað koma íslenzkar innréttingar f heimahúsum bera af því, sem víða þekkist. Þes^i verkkunnátta og hái „standard“ ætti að geta komið að gagni í útflutningi. Þeir telja þennan iðnað illa bú- inn undir samkeppni, en benda hins vegar á, að iðngreinin hafi sýnt mikla aðlögunarhæfileika og brugðizt hraustlega við þegar innflutningur innréttinga var gef in frjáls og teknir upp glóbal- kvótar fyrir húsgögn 1966, þ.e. leyfður var ákveðinn innflutning ur á húsgögnum. Þeir telja því þessa iöngrein hafa möguleika til innflutnings með sérhæfingu, samræmingu og jafnvel sam- vinnu við erjenda framleiðendur. Ýmsar nýjar iðngreinar. EFTA-aðildin mundi opna ýms um nýjum iðngreinum mögu- leika hér á landi, þó að allar nýj ar iðngreinar séu ekki háðar að- ildinni. Af nýjum iðngreinum ber að sjálfsögðu fyrst og fremst að nefna ýmsan orkufrekan iön- að, sem mundi nýta okkar ó- dýru orkulindir. Erfitt virðist aö henda reiður á því nákvæmlega, hvernig EFTA-að:ldin kæmi út í öllum greinum stóriðju, en t.d. í áliðnaði nýtast möguleikarnir því betur við EFTA-aöildina eftir þvf sem vinnslustigið er hærra. Þannig er enginn tollur á hreinu áli í flejtum EFTA-löndunum en ýmsar málmsteypur úr áli eru alls staðar all hátt tollaðar, t.d. blöndur á magnesfum og áli. Það væri því frumskilyröi fyrir útflutningsiðnað á þessu sviöi, að stór tollfrjáls markaður opn- aðist. í stuttu máli má segja, að því meiri úrvinnsla, sem rís hér upp á undirstöðuþrepum sjóefna- vinnslu og málmbræðslu. beim mun meiri yrðu hin hagstæöu á- hrif aðildar að EFTA. Það sama má segja um möguleikana, ef hér risi upp olíuhreinsunarstöð. EFTA-aðiIdin hefði sennilega engir úrslitaáhrif á hana sjálfa sem slíkar ekki fremur en mögu- leikana á '---ólífrænna efna í sjóefnavinnslu á Reykja- nesi, en hún gæti auðveldaö mjög þróun efnaiönaðar, sem byggði á olíuefnum og klóri. Aðrar iðngreinar, sem þeir þremenningar telja til eru málm og skipasmíði, sem ættu að geta orðið utflut .ingsgrein, raftækja og rafeindaiðnaður, sem ætti að hafa möguleika til dæm- is með samsetningarverk- smiðiu og stein og leirmuna- gerð, sem þegar er farin að þreifa fyrir sér um útflutnings- möguleika. Þá nefna beir auk þess skartgripi, málningarvörur plastvörur, efnavörur úr þör- ungum og fleira. mm Breymir yður dag- drauma? Gunnar Hjálmtýsson, Vélskóla íslands; „Nei, mig dreymir svo mikið á nóttunni, að ég er alveg dauðþreyttur á draumum, þegar ég loksins vakna á morgnana.“ Klara Hilmarsdóttir, tækniteikn ari: „Ja, já.gera það ekki flest-' ir? Um góöa framtíð og vel-1 gengni í lífinu yfirleitt.** Björn Arnviðarson, stud. jur.: , Já, því ekki það! Mig dreymir til að mynda dagdrauma um vel- gengni í námi, gera þaö ekki flestir námsmenn? Mig dreymir heilmikið um félagslíf stúdenta og bætta aðstöðu þeirra í þeim málum. Og hvern dreymir ekki um bjarta framtíð?” Ögmundur Friðriksson, útvarps- virki: „Já mig dreymir svo sannarlega dagdrauma. Mig dreymir um pen-nga! Mikla pen inga!‘‘ Jóhann Ingvarsson húsgagna- siniöur: „Já, mig dreymir dag- drauma, en ekkj eins og líklega flestir, sem láta sig dreyma um framtíðína. Mig dreymir um for- tíöina og gjarna þa þannig, aö margt væri bar öðruvísi, en var.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.