Vísir - 16.12.1969, Blaðsíða 6
VISIR . Þriðjudagur 16. desember 1969.
cTMenningarmál
Ólafur Jónsson skrifar um leiklist:
Bráðum koma blessuð jólin
Leikfélag Reykjavíkur:
Einu sinni á jólanótt
Leikstjóri: Guðrún Ás-
mundsdóttir.
Tólin komu reyndar í Iðnó á
" laugardaginn. Klukkan
fjögur. Þar var þá frumsýndur
að nýju hinn geöþekki bama-
leikur sem Litla leikfélagið
sýndi í Tjamarbæ um jólin í
fyrra, Einu sinni á jólanótt. —
Mun nú helzt f ráði, alltént ef
val tekst í ár, að þetta verði
föst jólasýning Leikfélags
Reykjavíkur eftirleiðis.
TTppistaða efnisins í Einu sinni
á jólanótt em nokkur barna
kvæði Jóhannesar úr Kötlum úr
kvérum hans tveimur, Jóiin
koma og Ömmusögur, flest
tengd jólunum, en öll um þjóð
söguefni. Þokki sýningarinnar í
Tjamarbæ f fyrra stafaði ekki
sízt af einfaldleik og smekk-
vísi hennar, hinu einfalda sögu
efni vom gerð alveg hæfilega
einföld skil við hæfi bamanna
— og raunar miklu fleiri áhorf
enda sem gaman höfðu af að
rifja upp ömmusögur sínar. Sum
þau atriðj sem bezt tókust þá
njóta sín enn betur í Iðnó í ár,
svo sem Jólasveinakvæðið f fyrri
hluta, þáttur Grýlubama í seinni
hluta leiksins. Jólasveinaþáttur
inn er raunar svo snillllega af
hendi leystur að vel mætti hann
einn sér verða „klassí?l£t,“ jóla-
efni. Væri ekki t.a.m. hægðar
leikur að tilreiða kvæðið með
sama eða samskonar hætti fyr-
ir sjónvarpið? Fyrir utan þá
beinu skemmtun sem að honum
er og vegna þess hversu raun-
vemlegt og lifandi hann gerir
kvæði Jóhannesar, hefur slíkur
leikþáttur ótvirætt menningar
sögulegt gildi — á tímum þegár
fom jólatrú og jólasiðir hljóta
að falla i fymsku. En allra hluta
vegna er það æskilegt að hinir
fomu fslenzku jólasveinar við-
haldist enn um sinn í bland við
þá nýmóðinslegu sanktikláusa
sem mest tíðkast á jólaskemmt
unum barnanna.
Tpiutningur leiksins af hinu
tötralega sviði Tjamarbæj-
ar hefur sem sé tekizt allvel.
í Iðnó er leiknum margra fleiri
kosta völ en áður var, og allt á
litið virtist þeirra vel neytt í
hinni nýju sviðsetningu. Til aö
mynda er leikmyndin miklu
veglegri þó hún byggi á sömu
hugmyndum og áður, hæfilega
þjóðleg og ævintýraleg í senn.
Jón Þórisson gerði hana eftir
drögum Kjartans Ragnarssonar
frá í fyrra, og er það f alla staði
haglegt og vandað verk. í fyrra
var nokkru þjóðsöguefni komið
viö leikinn, auk kvæða Jóhann-
esar úr Kötlum, og allt fellt í
umgerð einfaldrar sögu úr sveit-
inni f gamla daga: lítill drengur
vakir yfir bænum heima á jóla-
nótt ásamt ömmu sinni gömlu.
í ár er meira slíku efni aukið
við leikinn og meira lagt en áður
upp úr umgerð kvæðanna. Er
margt af þvf sem við er aukið
mjög svo skemmtil.,aukþesssem
leikurinn virtist að þessu leyti
betur af hendi leystur i ár en
í fyrra, með furðu trúveröugu
heimamannlegu oröfæri. Sumt
f sveitarsögunni er raunar
fremur við hæfi fullorðinna en
barna, svo sem ástir þeirra
Gunnu vinnukonu og Magnúsar
á Stóra-Læk, sem þau Þórunn
Sigurðardóttir og Sigurður
Karlsson lýstu kostulega. En
fyrir vikið verður leikurinn með
köflum í langdregnara lagi og
sýningin óhæfilega löng, af
barnasýningu að vera, rúmir
tveir tímar á frumsýningu.
17inu sinni á jólanótt er hóp-
verk að hætti Litla leikfé-
lagsins, samantekt efnisins, leik-
gerðin sjálf talin verk leikhóps-
ins alls. Sýningin er frumraun
Guðrúnar Ásmundsdóttur við
leikstjóm, prýðilega af hendi
leyst, og hygg ég að Einu sinni
á jólanótt sé f sinni nýju mynd
einhver vandaðasta og fallegasta
bamasýning sem hér hefur sézt.
í hóp leikenda Litla leikfélags-
ins bætist nú Guðrún Stephen-
sen sem fer nieð hlutverk ömmu,
Jólasveinarnir hópast sam
an í kringum kertaljós. —
Þessi íslenzka útgáfa af
jólasveinum virtist ekki
síður höfða til bamanna,
heldur en hinir útlendings-
legu sanktikláusar, sQn
nú tíðkast mest.
Nýjar bækur
úr heimsstyrjöldinni síðari. Þýð-
andi Skúli Bjarkan. Útgefandi
Prentsmiðja Jóns Helgasonar.
Skáldsaga eftir Donald Gor- 12g bls. Verð: 333.50.
Flug leðurblökunnar
don, höfund bókarinnar „Gullna
orustan". Þýðandi Álfheiöur
Kjartansdóttir. Útgefandi Prent-
smiðja Jóns Helgasonar. 238 bls.
Verð í verzlunum: 398. — .
• Hinum megin grafar
— er lif eftir dauðann? —
eftir James A, Pike, biskup, sem
fjallar í þessari bók um reynslu
sfna af dulrænum fyrirbærum.
Sveinn Víkingur íslenzkaöi. Út-
gefandi Prentsmiðja Jóns Helga-
sonar. 243 bls. Verð: 430. — .
• Maðurinn sem ekki
vartil
Frásögn um njósnablekkingu
• Áhætta eða dauði
James Bond-bók eftir Ian
Fleming. Þýðandi Skúli Jensson.
Útgefandi Hildur. Prentun:
Prentsmiðja Jóns Helgasonar.
204 bls. Verö: 215.00.
• Rakel
Skáldsaga eftir Daphne Du
Maurier, höfund skáldsögunnar
„Rebekku". Útgefandi Hildur.
Prentun: Setberg. 158 bls. Verð:
280.50.
og er það tvímælalaust rétt ráð-
ið. Hinum yngstu leikkonum
veittist sjálfsagt torvelt að lýsa
gömlu konunni- svo vel færi, en
Guðrún var öldungis trúverðug
á sínum stað, smekkvís og hóf-
stilltur leikur. Auk hennar er
vert -að nefna önnu Kristínu
Arngrímsdóttur, sem lék Sigga
litla mjög geðfelldlega, og Jón
Hjartarson sem búmannlega
kom fyrir bæði í gervi Halldórs
bónda og huldukóngs í Álfa-
stapa, en hann mun ennfremur
hafa stílað texta leiksins. Ann-
ars er engin ástæða til að „gera
upp“ á milli leikenda: leikurinn
er hópverk þeirra þar sem hver
og einn kemur fyrir í mörgum
gervum, meira veltur á náinni
samvinnu, framgöngu alls hóps-
ins á sviöinu en frammistöðu í
einstökum hlutverkum. En í
hvortveggja þessu tilliti auð-
kennist Einu sinni á jólanjótt af
sama vöndugleik og fyrri verk
Litla IðiRfélagsins.
Tjeirri ráöagerð skal ekki mót-
mælt að viöhafa Einu sinni
á jólanótt sem fastan jólaleik
fyrir böm og fulloröna eftirleið-
is — en vert er að benda á það
að vegna hins þjóðlega efnis og
meðferðar leiksins höfðar hann
að ýmsu leyti til fullorðinna ekki
síður en barna. En er ástæða til
að ætla að þessi gerð hans þurfi
að vera endanleg? Augljóslega er
unnt að leikfæra með svipuðum
hætti margskonar efni annað úr
þjóðsögum og ævintýrum —
ævintýraþátturinn í höll álfa-
kóngs var að mínum smekk síðri
þjóötrúarþættinum í þessari
sýningu. Reglubundinn jólaleik-
ur um þjóðlegt efni væri
skemmtilegur siður. Enn
skemmtilegri væri hann tilhugs-
unar ef jafnan mætti vænta ný-
smíöar, nýgervinga innan hins
þjóölega ramma. Sá háttur hygg
ég væri í senn framavænlegri og
meir í anda hinna ungu leikenda
sem hrundu leiknum af stað.
Gylfi Gröndal skrifar um sjónvarpið:
Skemmtan og skelfing
^uðvitað varð að breyta nafni
þáttarins „Maður er nefnd-
ur“ í „Kona er nefnd“, þegar
rætt var við Aðalbjörgu Sigurð-
ardóttur. Annað hefði veriö ó-
sæmandi. Hún hefur ekki svo lít-
ið barizt fyrir rétti kvenþjóöar-
innar um ævina, verið formaður
Bandalags kvenna um tuttugu
ára skeið og lengi varaformaður
Kvenréttindafélags íslands. —
Þessir þættir halda áfram aö
koma á óvart. Eldmóöur og
æskufjör Guöbrands Magnús-
sonar vakti athygli, en ekki er
/síður ástæða til að undrast lífs-
kraft og skýrleika Aðalbjargar
Sigurðardóttur.- Bæði eru komin
yfir áttrætt, meira að segja fædd
sama árið, 1887. Aðalbjörg sagði
skemmtilega frá með sinni
hljómfögru og unglegu rödd. Hún
drap á helztu atriði ævi sinnar
og starfs, baráttuna fyrir bætt-
um kjörum kvenna og bama,
Krishnamurti og spíritisma, svo
að nokkuð sé nefnt. Ef val þátt-
takenda veröur áfram jafn
vandað og gott, eignast sjón-
varpið með tímanum ómetanlegt
safn heimilda um merka íslend-
inga af eldri kynslóðinni.
Skemmtan og skelfing ein-
kenndu dagskrána í síðustu viku
meir en oft áður. Föstudags-
kvöldiö var gott dæmi um þetta.
Þegar franski dægurlagasöngv-
arinn Sacha Distel hafði skemmt
stríðöldum og sællegum íbúum
sænska velferðarríkisins, kom
Ásgeir Ingólfsson og sýndi mynd
frá Bíafra. Það voru snögg og
óþægileg umskipti. Hörmung-
araar í Bíafra eru öllum kunnar,
en líklega hafa fæstir gert sér
ljóst, fyrr en þeir sáu þessa
mynd, hversu skelfilegt ástand-
ið er þar í landi. Börnum og
viökvæmum mönnum var ráð-
legt að slökkva á tækjum sínum
og ekki að ástæðulausu. Skyldi
ekki einhverjum hafa gengið erf-
iðlega að sofna þetta kvöld,
meö hungurhróp f eyrum
og ásökunaraugu sveltandi sak-
leysingja fyrir hugskotssjónum?
Á laugardagskvöldið birtist
súrrealistinn og furðufuglinn
Salvador Dali og lék listir sfnar
í þrjá stundarfjóröunga. Dali er
engum likur, og uppátæki ungra
listamanna nú á dögum eru
•hreinir smámunir í samanburði
við kúnstir meistarans. Á ung-
dómsárum sínum gerði Dali
tvær súrrealistískar kvikmyndir
í félagi við vin sinn, Bunuel. Þær
voru sýndar f Parfs 1929 og
1931, og f bæði skiptin kom lög-
reglan á vettvang og lokaði
kvikmyndahúsinu. Einnig nú
hafa mörgum ugglaust ofboðið
tiltektir þessa sérvitra snillings,
en allt um það var myndin vel
gerð og mátti hafa af henni mik-
iö gaman.
Á eftir tók alvara lífsins aftur
við, kvikmyndin „Tíðindalaust
á vesturvígstöðvunum", gerð
eftir hinni frægu sögu Eric
Maria Remarque. Þar er hörm-
ungum styrjaldar lýst á áhrifa-
mikinn hátt. En örstutt er síðan
sýnd var ágæt, rússnesk mynd
með sama boðskap að megin-
markmiði. Kvikmyndirnar eru
lengstu og viðamestu þættirnir
í dagskránni, og þyrfti því að
vanda betur val þeirra og gæta
þess, að ekki séu sýndar myndir
um sama eða svipað efni hver á
fætur annarri. Að jafnaði eru
kvikmyndir sýndar í dagskrárlok
á miðvikudögum og laugardög-
um og væri því ekki úr vegi að
spyrja, hvers vegna löng og leið-
inleg fræöslumynd um þýzkt
skólaskip var sýnd síðastliðið
miðvikudagskvöld.