Vísir - 16.12.1969, Blaðsíða 9
V í S I R . Þriðjudagur 16. desember 1969.
Síðast^ vika var sann-
kölluð vertíðarvika á Al-
þingi. Eftir lognmollu-
legt haust í pólitíkinni
tóku stórtíðindi að ger-
ast. Fram kom á nokkr-
um dögum hvert frum-
varpið og tillagan ann-
arri stærri. Þingsálykt-
unartillaga ríkisstjórnar
innar um aðild íslands
að fríverzlunarbandalag
inu kom fram föstudag-
inn 5. desember, og á
eftir fylgdu stórfrum-
vörp um tolla, söluskatt
og réttindi útlendinga.
Þá voru f járlögin í deigl-
unni.
Mörg stórmálin rekur nú á fjörur þingmanna,
' A‘ jWj
Vertíðarvika á Alþingi
Mál þessi voru strax
tekin til meðferðar, og
fjörugar umræður byrj-
uðu, bæði innan þing-
hússins og utan. Öll þjóð
in fylgdist með, og nú
fóru menn að fá slcoðan-
ir um EFTA, lærðir og
leikir, og voru flestir
fylgjandi bandalaginu,
þegar á hólminn kom.
„Brýn nauðsyn“
Dr. Gylfí Þ. Gíslason fylgdi
EFTA-tillögunni úr hlaði á
mánudag, og taldi okkur brýna
nauðsyn að komast inn í banda
lagiö án tafar. Sagði ráðherr-
ann, aö við yrðum að stofna til
útflutningsiðnaðar í ríkum
mæli, ef við ættum ekki að
dragast aftur úr nágrönnum
okkar um lífskjör. Iðnaðarfram-
leiðsla til útflutnings hlyti hins
vegar að byggjast á því, að við
ættum opna markaðj fyrir vör-
urnar, en þyrftum ekki að klifra
yfir háa tollmúra. Gengjum við
í EFTA, þá féllu niður tollamir,
sem EFTA-ríkin hafa nú sett á
vörur, sem fluttar eru inn til
þeirra frá löndum utan banda-
lagsins. Við það sköpuðust
möguleikar fyrir okkur til að
selja þessum þjóðum afurðir
okkar i miklu stærri stíl en ver
ið hefur.
„Slakur undirbúningur“
Ólafur Jóhannesson, prófess-
or talaði fremur gegn EFTA-að-
ild en hitt. Hann á vandratað
meðalhófiö, þar sem Framsókn-
arflokkurinn er klofinn í mál-
inu. Kunnugir fullyrða, að meiri
hluti framsóknarmanna á land-
inu vilji aðild að EFTA, en harð
snúinn tninnihluti sé á móti. Ól-
afur viil engan særa í flokknum.
Því segir hann, að aðild að
EFTA sé „ótímabær“ í þetta
sinn, en kynni aö koma til
greina síðar, enda sé honum vel
til bandalagsins. Hafi ríkis-
stjórnin svikizt um við allan
undirbúning málsins og ekki
stutt iðnaöinn til að laga sig að
þeim aðstæðum, sem framund-
an eru, ef við gerumst aðilar að
þessu bandalagi.
„Vörur hækka“
Lúðvík Jósefsson snerist önd
verður gegn aðild að EFTA. I
ræðu hans kom þó ekki fram
sá heljarótti, sem einkennt hef-
ur tal Magnúsar Kjartanssonar,
flokksbróður hans, um „erlenda
auðhringa og glötun sjálfstæð-
is“, sem yrðu fylgifiskar EFTA-
aðildar. Lúðvik taldi hins vegar,
að aðild mundi verða til að
hækka vörur hérlendis og rýra
kjör verkafólksins. Brezki
markaðurinn skipti okkur svo
litlu, að við værum að fórna
öðrum mörkuðum til einskis
gagns. ‘ ff
Björn með EFTA
Eitt hið merkilegasta við um-
ræðurnar um EFTA til þessa, er
stuðningur nýja flokksins við
áðildina. Kom það einkar skýrt
fram hjá Bimi Jónssyni síðast
liðinn föstudag. Bjöm kvaðst
hlynntur aöild vegna íslenzks
verkafólks, sem mundi bæta
kjör sín, ef við gengjum i Frí-
verzlunarbandalagið. Þá taldi
Bjöm, að ríkisstjómin hefði
unnið vel að undirbúningi máls
ins, en óverjandi væri hins veg
ar aö flýta því í gegnum þing-
iö, eins og hún ætlaðist til, á-
samt öörum stórmálum, svo
sem lækkun tolla og hækkun
söluskatts. Samkvæmt þessu
mun hinn nýi flokkur „Samtök
frjálslyndra og vinstri manna“,
sem í daglegu tali er kenndur
við þá Hannibal og Bjöm,
styðja EFTA-tillöguna á Alþingi
og annars staðar.
Hannibal féll
Nokkurt fjaðrafok einkenndi
föstudaginn 5. desember. Hópur
ungmenna hafði hark í frammi
fyrir utan þinghúsið, og féll
Hannibal þar fyrir stúlku einni,
sem mótmælti EFTA og ríkis-
stjórninni. „Fall er fararheill",
hugsaði Hannibal og gekk í hús
ið.
Taumhald á útlending-
um
Á eftir tillögunni um aðild
að EFTA fylgdu frumvörp um
réttindi útlendinga tii atvinnu-
rekstrar hérlendis, í iðju og
iðnaöi og verzlunaratvinnu.
Þessi frumvörp komu fram til
að tryggja, að erlendir vinnu-
veitendur gætu ekki í krafti
EFTA-samningsins smogiö inn í
atvinnurekstur á íslandi og
gerzt um of fyrirferðarmiklir.
Ákvæði sjálfs EFTA-samnings-
ins um þetta eru nokkuð óljós,
en talið er, að reynsla Norð-
manna í þeim efnum bendi ótví
rætt til þess, að engin vand-
ræði muni stafa af ásælni er-
lendra vinnuveitenda hérlendis.
Svo segja sumir að útlending-
ar hafi engan áhuga á að stofn-
setja fyrirtæki á hinu kalda og
litla Islandi, svo að ekki þurfi
að vera að þessu. Ríkisstjómin
vill þó hafa ráðin í hendi,,sér
og geta haft taumhald á út-
lenzkum, ef þeir sækja hingaö
að einhverju ráði.
Fæðingar- og kvensjúk-
dómadeild
Fjárlög voru til umræðu
þessa viku. Stjórnarandstæð-
ingar báru fram breytingartil-
lögur um mörg hundruð millj-
óna framlög til atvinnuaukning-
ar. Sögðu þeir að ekki mætti
hið sama gerast og i fyrra, að
liöi á næsta ár, áður en hafnar
væru aðgeröir til að spoma
gegn atvinnuleysi þúsunda, og
yrði strax að byrja að gera ráð-
stafanir.
Algert samkomulag varð hins
vegar í fjárveitinganefnd og á
Álþingi um aðalbreytingar, sem
gera skyldi á fjárlagafrumvarp
inu, eins og það kom fram f
haustbyrjun. Var þar helzt um
að ræða miklar hækkanir á út-
gjöldum til heilbrigðis- og skóla
mála, og frá samvinnunefnd
samgöngumála komu tillögur
um aukningu framlaga til flutn
inga. Merkast af þessu er lík-
lega fjárveitingin og lántaka til
byggingar fæðingar- og kven-
sjúkdómadeildar við Landspítal-
ann, sem talin er brýn þörf á.
Þá verður stórlega bætt við Land
spítalann á annan hátt og hann
fær nýjar lóðir með makaskipt-
um ríkis 0o borgar á Arnarhóli
og fleiru annars vegar og lóð-
um.
Skólar um allt land fá mikið
aukin framlög samkvæmt breyt
ingartillögum fjárveitinganefnd
ar, en þær voru allar samþykkt
ar nær einróma við aöra um-
ræðu seinna í vikunni.
Tillögur stjórnarand-
stæðinga felldar
Hins vegar voru allar breyt-
ingartillögur stjórnarandstæð-
inganna felldar með meirf at-
kvæöamun en styrkleikahlut-
föll á þingi gefa til kynna. Var
mörgum framsóknarmönnum
lítt gefið um sumar tillögur al-
þýöubandalagsmanna.
Tollar og skattar
breytast
Tollskrárfrumvarpið kom fram
á miðvikudag og var þar gert
ráð fyrir tollalækkunum, sem
kosta ríkissjóð nær 500 milljón
ií, í -töpuðunt ithKjiuhjrí
menn. Á móti verður söluskatt-
urinn hækkaður í 11%, éins og
greinir í öðru frumvarpi, er
fram kom rétt á eftir. Nú velta
menn því fyrir sér, hvað sé uppi
á teningnum, hvort vörur
hækki eða lækki og hvaða vör
ur hækki og hvaða vörur lækki
í verði. Almenningur hefur
mestan áhuga á svörum við
þeim spumingum, en tölspek-
ingar sitja með sveittan skall-
ann í öllum greinum og reikna
og reikna, hvað muni gerast í
sinni grein.
Að sjálfsögðu eru öllum mál-
um ríkisstjórnarinnar tryggður
framgangur vegna meirihluta
hennar á þingi. Þannig gerumst
við væntanlega aöilar að EFTA
í marz, og tollar lækka um svip
að leyti og söluskattur hækkar.
Fjárlög verða afgreidd með því
sniði, sem nú er á frumvarpinu
eftir breytingamar, þótt lítils
háttar breytinga sé enn að
vænta við lokaumræðuna.
Alþingi einkenndist í fyrra
haust af illvígum deilum. Þá
voru tilraunir gerðar til að
mynda þjóðstjórn allra flokka,
og urðu menn sizt vinsamlegir
eftir þær, og þóttust allir hafa
verið sviknir. Efnahagsástandið
var voveiflegt og gengislækkun
ekki lengur umflúin. Svo kom
gengislækkunin sjálf og föru-
nautar hennar, ráðstafanir
vegna gengislækkunar í atvinnu
greinunum. Vantrauststillaga
var borin fram og felld.
Þetta tímabil fyrir einu ári
var gjörólíkt því „friöarskeiði",
sem kalla má, að nú hafi verið
á Alþingi, þar til síöustu rúma
viku, þegar tillagnaflóð fór yfir
þingmenn. Þótti mörgum þá
nóg um, og varð sú raunin, að
endanlagri afgreiðslu ýmissa
stórmála verður frestað' fram
yfir áramót, og geta þingmeon
hugsað ráð sitt á jólanðttunni.
mnm
V
□ Frost eða frostleysa?
Ekki er hann Svavar Gests
hætis hót lakari en Davlð Frost.
Þættir þessa heimsfræga Breta
eru alveg eins leiðinlegir og hjá
Svavari. Skelfing geta mennirn-
ir annars dregiö leiðinlega
og lúna skemmtikrafta fram í
dagsljósið. Svavar ætti hins
vegar ekki að reyna aö „stæla“
þennan Frost, Honum fer þaö
illa úr hendi, auk þess sem hann
var skemmtilega neyðarlegur I
útvarpinu í „dentfð". En eins og
er, þá sé ég ekki neina ástæðu
fyrir sjónvarpið að vera að borga
mönnum fyrir að koma ókeypis
auglýsingum á framfæri. — TV.
□ Hvar er öll
þjónustan?
f fyrra heyrðum við Reyk-
víkingar af þvf, að snjóað hefði
á Akureyri, og þá hefðu leigubfl-
stjórar þar hætt akstri og látið
lögreglunni eftir fólksiflutninga
innanbæjar. Þetta þöttu mikil'
fim.
Nú gerist það hér f Reykjavík
aðfaranótt sunnudags, að ’ann
kyngir niður snjó, og þá hurfu
leigubflstjórar af götunum mn ,
Ieið og þeir voru búnir að „fleyta
rjómann“ af traffkinni úr sam-
komuhúsunum, en starfsfólk
sjúkrahúsa, sem þurfti til vinnu,
og aðrir, sem þurftu á milli
húsa, urðu að kvabba á lögregl-
unni um far.
Er þetta annars hægt? Finnst
leigubílstjórum þetta eðlilegt,
með tilliti til þess hve hart þeir
ganga fram í því, að aðrir fái
ekki að stunda leiguakstur?
Ein tekjulind leigubílstjóra.
□ „Stórþjóðin“ vill
ekki jólakveðjur
Hvaða nöldurseggir og hversu
stór er sá hópur gagnrýnenda er
vilja láta fella jólakveðjur frá
fslendingum erlendis burt úr út-
varpsdagskránni á jóladag Ég
hef grun um það, að útvarpsráð
hafi tekið þessa ákvöröun um
dagskrárbreytingu að fremur lítt
athuguðu máli. Sá hópur er á-
reiðanlega fjölmennur, sem vill
láta viðhalda góöum og gömlurn
sið útvarpsins með jólakveðjum-
ar frá fslendingum erlendis.
Ber þar fyrst að nefna ætt-
ingja þeirra, sem eru staddir er-
lendis, þá vini og kunningja, en
maöur hefur einmitt frétt óbein-
línis af fjölda kunningja sinna.
með því að heyra frá þeim
kveðjurnar f útvarpinu jóladag-
ana. Þessar jólakveðjur eru orðn-'
ar hefð, tengd jólunum en af
slfku eigum við ekki of mikið.
Stórþjóöin íslendingar er til
allrar hamingju ekki orðin það
stór, að hún hfafi ekki tök á-
því að sinna hverjum einstakl-,
ingi innan heildarinnar.
Hlustandi.
HRINGID (
SlMA 1-16-60
KL13-15