Vísir - 16.12.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 16.12.1969, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Þriðjudagur 16. desember 1969. VISIR Otgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Rltstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aöalstræti 8. Símar 15610, 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Simi 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 tínur) Askriftargjald kr. 165.00 á mánuöi innanlands t lausasölu kr. 10.00 eintakiö Prentsmiöja Visis — Edda h.f. Tækifæri i niðursuðu §aga niðursuðu á íslandi er áratuga sorgarsaga. Nær alla þessa öld hafa athafnamenn reynt að freista gæf- unnar í þessari grein og oftast með lélegum árangri. En alltaf hafa einhverjir tekið upp þráðinn, þegar aðrir hafa orðið að hætta rekstri. Þessi bjartsýni hefur ver- ið eðlileg, því að það er erfitt að sjá neitt því til fyrir- stöðu, að niðursuða geti verið mikilvæg atvinnugrein hjá þvílíkri fiskveiðiþjóð sem íslendingar eru. Háir tollar í markaðslöndunuin hafa spillt fyrir uppbyggingu niðursuðuiðnaðar hér á landi, en aðstað- an hlýtur nú að breytast töluvert við þátttöku ís- lands í Fríverzlunarsamtökunum. Þá hefur röng geng- isskráning tíðum bagað þessa grein, en nú er gengið talið nokkuð rétt skráð. Áður voru gamaldags vinnu- aðferðir töluvert vandamál, en nú er tækjakostur margra íslenzku verksmiðjanna orðinn mjög fullkom- inn í alþjóðlegum samanburði. Margt fleira, svo sem skortur á samstarfi og sölutækni, hefur stuðlað að erfiðleikunum í niðursuðunni. En menn hafa ekki sætt sig við, að það sé neinn lokadómur í málinu, að íslendingar geti ekki náð ár- angri í niðursuðu. Verksmiðjurnar sjálfar hafa mynd- að með sér samtök og eru með ýmiss konar samstarf og jafnvel sameiningu á prjónunum. Þá hefur ríkis- stjórnin haft frumkvæði að því að fá 4 milljón króna styrk frá Iðnþróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna til að láta rannsaka málið. Kanadiskt fyrirtæki hefur haft rannsóknina með höndum og var skýrt frá bráða- birgðaniðurstöðum hennar fyrir helgina. Kanadamennirnir telja möguleika okkar vera mikla og að ekki skorti nema herzlumuninn á, að niðursuða verði arðbær og voldug útflutningsgrein hér á landi. Þeir segja tækjakostinn mjög góðan. Og þeir segja, að íslenzkar fiskafurðir hafi mjög gott orð á sér. Þeir vilja láta leggja stóraukna áherzlu á að auglýsa þá staðreynd, að sjórinn umhverfis landið er kaldur og ómengaður, og þá um leið sjávarafurðirnar. Þeir gagnrýna, að íslendingar framleiða fyrst vör- una og hugsa síðan um að selja hana. Þeir vilja fremur leita fyrst að markaði og framleiða síðan vöru, sem hentar honum. Hinar hvikulu óskir neytenda séu jafn- an látnar ráða. Einkum vilja þeir leggja áherzlu á að framleiða vörur í samræmi við þarfir Vesturlandabúa fyrir lúxusvörur, sem hægt er að selja á mjög háu verði. Þeir bentu á dæmi um að verð á vöru getur verið frá 15 centum upp í 99 cent, aðeins eftir umbúð- unum, og kvörtuðu yfir því, að íslendingar hefðu ekki nægan skilning á mikilvægi umbúðanna. Kanadamennirnir segja, að hefji íslenzku niður- suðuverksmiðjurnar samstarf á ýmsum sviðum, t. d. um sameiginlegt vörumerki, og lagfæri framangreinda agnúa, megi selja niðursuðuvörur út á næstu árum fyrir tæpan milljarð króna á ári. Ummæli þeirra gefa okkur tilefni til að ætla, að hinir langvinnu byrjunar- erfiðleikar séu að baki og að nú sé allt að vinna. Erlendum stúdentum við þýzkan háskóla hjálpað yfir byrjunarörðugleika if )} Athyglisverð tilraun framkvæmd við háskólann i Stuttgart I námsgreinum, þar sem breyt- ingar og þróun er ör, er öll um nauðsynlegt að fylgiast meo þeim nýyrðum, sem tram kosas jafnan, og þess er einkum þörf. að erlendir stúdentar fái sem skjótast skilning á slikum orð- um, sem þeir eiga að glíms við dag hvem í tiámi slnu og síð an að líkindum í lífsstarfinu. TXáskólinn i Stuttgart mun á næsta ári taka upp sérstök undirbúningsnámskeið fyrir er- lenda stúdenta, og eiga þau að gera þeim kleift að sigra ýmsa byrjunarerfiðleika á námsbraut inni þegar í upphafi náms. Gera menn sér vonir um, að námskeið þessi muni létta stúdentum nám ið til muna, svo að þeir taki mun örari framförum en ella. Verða fyrstu námskeiðin af þessu tagi haldin á næsta ári fyrir erlenda nýstúdenta i tækni greinum. Undirbúningur á tilhögun nám skeiða þessara hefir staðið í nokkur ár, og hafa stúdentar sjálfir unnið að honum að nokkru. Kannaður hefir verið námsárangur útlendra stúdenta f Stuttgart undanfarin fjögur kennsiumisseri og hefir athug- unin leitt í Ijós að falltala er mjög há. Kemur þetta heim við niðurstöður rannsókna sem birt ar voru fyrir 1967 og fjölluðu um námsárangur erlendra stúd- enta yfirleitt við vestur-þýzka háskóla. Samanburður hefir einn ig sýnt að hinir erlendu stúd- entar eiga við mun meiri erfið leika að etja en hinir þýzku. og er námið þó ekki heldur vandalaust fyrir þá. □ Kunnátta í þýzku og öðrum efnum J>að er að sjálfsögöu ófull- nægjandi kunnátta í þýzku, sem reyndist erlendum stúdentum mestur skaðvaldur, en þar við bætist að kröfur þýzkra miöast við menntun þá, sem stúdentarn ir hafa fengið í þarlendum menntaskólum, og hinir erlendu menntaskólar útskrifa oft nem endur samkvæmt mun minni kröfum en hinir þýzku. Erlend- ur stúdent getur þess vegna stað ið illa að vígi að tvennu leyti — hann kann ekki nóg í þýzku, og hann hefir ekki sömu undir- stöðumenntun á ýmsum öðrum sviöum og þýzku stúdentamir. Þessir erfiðleikar hafa oft reynzt svo alvarlegir, að því er einstaka stúdenta varðar, að há skólaráðið í Stuttgart vill nú leitast við að finna leið til þess að gera erlendum stúdentum kleift að stunda þar nám með meiri árangrl. □ Aðaláherzla lögð á raungreinar Námskeið þau, sem hafin verða á næsta ári, munu ná til raungreina, auk þýzkunnar, þ.e. stærðfræði, eðlisfræði og efna- fræði, en auk þess verður mönn um gefinn kostur á latíMunám- skeiðum, því að kennsla I þeirri tungu er á svo hröðu undanhaldi víða um lönd en latínuj. ekking getur víða komið að gagni enn. Þá er einnig ætlunin að fram- kvæma breytingar á kennsluhátt um í ýmsum greinum, svo sem verkfræði. Þar á nú ekki lengur að leggja megináherzlu á stærð fræðikennsluna eina, heldur á að gefa stúdentum innsýn í Iausn ýmissa tæknilegra vanda- mála með könnun á ýmsum mannvirkjum og vinnubrögðum við þau. Segja má, að stúdent ar fái þá strax verklega æfingu i lausn ýmissa tæknilegra vanda mála, kenninga og reglna. □ Kennsla í nýyrðum En ekki verður látiö nægja að leitast við að auka þekkingu hinna erlendu stúdenta á þýzku yfirleitt, heldur verður starf- rækt „rannsóknastofa“ í þýzku við hverja háskóladeild. Hlut- verk hennar verður að kenna mönnum sem bezt þau sérheiti „fagorð", sem nauðsynlegt er að nemendur tileinki sér sem fyrst til að átta sig á námsefni sínu. □ Próf í Iok námskeiðanna Ætlazt verður til þess, að hin ir erlendu stúdentar Ijúki prófi þegar undirbúningsnámskeiðið er á enda, og verður það f mörg um tilfellum fyrsta próf þeirra við háskólann. Og það er von háskólaráðsins, að árangurinn verði sá,.að þeir geti síðan lok- ið fleiri prófum á skemmri tfma og með betri árangri en ella væri að vænta. Að loknu námskeið- inu á útlendingurinn að þekkja kennslutækni skólans, og hvem ið bezt er að haga náminu, hvaða námsgreinar fara bezt saman, hvemig prófum er hagað og þess háttar. En um fram ailt á nýstúdent inn, sem frá útlöndum kemur, að hafa öðlazt sjálfstraust, sem er honum svo nauðsynlegt á erf iðrj námsbraut. Olík •' ! heimkoma Óiíkt höfumst við að gátu þeir sagt tunglfararnir, þegar þeir loks Iosnuöu úr prisund- inni í' einangrunarklefum sínum nú fyrir helgina. Á meðan Richard Gordon faðm aöi konuna sina, Barböru, kom Charles Conrad að íbúð sinni auðri og tómri. Nú er sagt, að „lending" Co:»ads hafi tekizt um síðir. iiUuri

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.