Vísir - 16.12.1969, Blaðsíða 13
V 1 S I R . Þriðjudagur 16. desember 1969.
ANATEX
\drengjaskyrtan g
úr Velour, sem breytist úr venjulegri skyrtu I
rúllukraga-skyrtu með því að renna lásnum upp.
Lltir rauðar m/bláum lás, bláar m/rauðum lás,
gul-drapp m/brúnum lás. Stæröir 2 . 4.6.8.
FALLEG ★ HANDHÆG ★ ÞÆGILEG
Ueril.UBtUB Blftnmyri 1 -s 83366
VENJUL KRAGI
RÚLLUKRAGI
JPyrir flesta eru miklar og
margar veizlur framundan,
bæði um jól og áramót. Matur
og drykkur verður á borðum og
kveikt er á kertum. Fyrir há-
tíðarnar eru sparifötin tekin til
Strax, þegar þau verða eldri
en litla hnátan á myndinni,
og fara að bjarga sér sjálf,
vill það koma fyrir að þau
helli niður á sig.
og hreinsuð. Einnig þarf stund-
um að bregða fljótt við og
hreinsa bletti, sem koma á föt-
in, þegar svo mikill matur er
hafður um hönd. Oftast eru það
blessuð börnin, sem vilja hella
ofan á sig eða aðra við þessi
tækifæri.
ííér eru ráð til að hreinsa
ýmsa bletti, og er ekki úr vegi
að geyma þessar ráðleggingar,
því maður veit aldrei hvenær
maður getur átt það á hættu að
fá bletti á föt sín. Bezt er auð-
vitað að bregða fljótt við og
hreinsa þá eins fljótt og mögu-
leiki er á. Öll efni, sem nota á
til blettahreinsunar á að geyma
í læstum hirzlum og út af fyrir
sig svo engin hætta sé á, aö
börn nái í.
Blóðblettir. Hreinsaðir með
köldu saltvatni til aö byrja meö,
þá volgu salmiakssápuvatni og
síðast volgu vatni.
Blek. Með volgu vatni, sítrónu
sýruupplausn, volgu vatni,
volgum salmíakssápulegi og
volgu vatni.
Ávaxtablettir. Á bómullar og
léreftsefnum: dýfið í sjóðandi
vatn, þá salmíaksupplausn,
volgt vatn, oxal-edikssýru, volgt
vatn, spritt, volgt vatn. Önnur
efni: volgan salmíakssápulög,
volgt vatn, oxal-edikssýruupp-
lausn, volgt vatn, spritt, volgt
vatn.
Súkkulaði. Kalt vatn, volgt
salmíakssápuvatn, volgt vatn.
Fitublettir. Hreinsiefni fyrir
feiti fæst í apótekum, volgt
sápuvatn, volgt vatn.
ís. Kalt vatn, volgt salmíaks-
sápuvatn, volgt vatn.
RjómL Sama hreinsun og á
ísblettum.
Mjólkurblettir. Sjá ís.
Kaffi. Volgt salmíakssápuvatn
volgt vatn.
Te. Sama aðferð og við kaffi-
bletti.
Vax. Vætið með vatni, skrapið
varlega af, strauið yfir á pappír
og síðast er notað Blettol.
Tyggigúmmí. Kalt vatn, skrap
ið varlega af og síðast hreinsaö
með Blettol.
Rauövín. Stráiö saltiv á blett-
inn og látið bíða í klukkutíma,
burstið af eða ryksjúgið, þá
salmíakssápuvatn, volgt vatn.
Sósa. Hreinsiefni fyrir fitu þá
volgt, salmíaósskápuvatn, volgt
vatn, spritt og volgt vatn siðast.
Egg. Rauðan. Volgt sápuvatn,
volgt vatn. Hvítan. Kalt vatn,
volgt salmíakssápuvatn, volgt
vatn.
Sviti. Vólgt salmíakssápuvatn,
volgt vatn, sítrónusýruupplausn
volgt vatn.
Varalitur. Hreinsiefni fyrir
fitu, þá spritt, síðan oxal-ediks-
sýruupplausn, volgt vatn, volgt
salmíakssápuvatn, volgt vatn.
Skósverta. Hreinsiefni fyrir
fitu, þá spritt, edikssýruupp-
lausn, volgt vatn, volgt salmíaks
sápuvatn, volgt vatn, natrium-
perboratupplausn volgt vatn.
Andlitskrem. Hreinsiefni,
sápuvatn, volgt vatn.
Hér útskýrum við nánar
nokkur af þeim efnum, sem not-
uð eru við blettahreinsanirnar.
Efnin er hægt að fá í apótekum.
Oxal-edikssýruupplausn er
búin til úr tveim siéttfullum
tsk. oxalsýru, sem sett er í V2
dl af volgu vatni. Hrærið vel í
þar til sem mest af duftinu hef-
ur leystst upp. Blandið saman
við þetta annað hvort þrem hlut
um ediksspíra (um það bil ‘i2l/2
að styrkleika) eða 1 hluta ediks-
sýru (um þaö bil 44%) og þrem
hlutum vatns.
Edikssýruupplausnin á að
vera 8%. Hlutföllin eru 1 hluti
ediksspíra á móti einum af vatni
eða 1 hluti ediksspíra á móti 7
hlutum af vatni.
Sítrónusýra. Þrjár sléttfullar
tsk. sítrónusýra, sem leyst er
upp í 2l/2 dl af volgu vatni.
Salmíakssápuvatn. Blandið 1
hluta salmíakupplausnar saman
við 1 hluta sápuvatns.
Kalt saltvatn. Ein sléttfull
msk. af venjulegu borðsalti er
levst upp í 5 dl af vatni.
Gamlan kjól er hægt að endurnýja með prjónuðu vesti.
S/ðo vesf/ð ó v/ð margt
■prjónavestið síða, sem sést á
myndinni er ein útgáfan af
hinni þægilegu tízku, sem mest
ber á í vetur. Prjónavestið er
hægt að nota við kjól eins og
á myndinni og t. d. endurnýja
með þvl gamlan kjól. Það er
einnig hægt að nota það á ýmsa
aðra vegu, við blússu og síðbux-
ur eða blússu og pils eða peysu
og síðbuxur.
Fjölskyldan ög Ijeimilid
Þaö er líka hægt aö bregða
því yfir samkvæmiskjólinn, ef
hrollur sækir að þeim, sem í
honum er.
Það sem skiptir ekki minna
máli en vestið sjálft er það skart
sem notað er við það. Falleg
hálsfesti, keðjur, hálsmen, næla,
sem heldur vestinu saman að
framan o. s. frv. Hægt er aö
endurnýja gamlar flíkur ótrú-
lega með .þessu móti og nú eru
skartgriþir úr gerviefnum mest
í tízku þannig að endurnýjunin
, á ekki að. kosta of mikið.
VERÐLISTINN
Laugavegi 116
(Húsi Egils Vilhjálmss.)
Sími 83755.
Telpnakápur st. 4—14
Táningakápur
Frúarkápur st. 36—50
Heilsársdragtir
st. 36—50
VERÐLISTINN
....
ÝMSAR AÐFERÐIR TIL
AÐ NÁ BURTU BLETTUM