Vísir - 16.12.1969, Blaðsíða 10

Vísir - 16.12.1969, Blaðsíða 10
V í SIR . Þriðjudagur 16. desember 1969. • ' N • ’ íGðút Jólahalds-þankar Snjórinn gerir bílstjórum gramt í geöi þessa dagana, því varla má koma smávægileg snjó koma svo ekki verði fljótlega umferðaritruflanir eða umferðar stöðvun alltof víða. — Furðu- lega mikill fjöldi manna er ekki á snjódekkjum eða gaddadekkj- um og keðjumar eru ekki látnar undir fyrr en eftir að í óefnið er komið. Þannig verður það því miður alltof oft. Of margir miða því útbúnað bíla sinna einugis við sumarfærið, þó vetur sé nú hvaö dimmastur og allra veðra von. En þegar skammdegismyrkrið er hvað svartast, njóta jólaljós- in sín bezt, en væntaleg hátíð fer vart fram hjá neinum, þó æ sjaldnar sé minnzt á tilgang jólahaldsins eða hinn kristilega boðskap þessarar hátíðar. Jóla haldið er nú orðið aðallega há- tíð hinna ytri gæða, hátíð matar og munaðar á ýmsa lund. Hið jákvæða við iólin em hinar hefð bundnu kveöjur, því flestum þykir til hlýða að senda vinum og kunningjum kveðjur. Venzla fólk sækir hvað annað heim, en sumir rækja slíkar skyldur að eins á jólum. Og mitt í jóla- amstrinu skjóta upp hollinum áhyggjuefni sumra, eins og hvort nægilegar birgðir af frí- merkjum séu til á jólapóstinn. En í þeim efnum virðast hafa orðiS á furðuleg mistök, svo ekki sé meira sagt. Um jólin eru í gangi alls kon ar safnanir til alls koiiar , góð gerðarstarfsemi, og virði^pnörg um þessum söfnunaTáðilum verða vel ágengt, enda mörg góð málefni, sem styrkt em með frjálsum framlögum borgaranna fyrir jólin. En það er á þessu sviði sem mörgum öðrum að öfgar gera vart við sig. Óhóf- legur fjöldi slíkra söfnunarher- ferða verður til þess, að árangur sumra verður sára lítill, enda sumir orðnir þreyttir á of miklu kvabbi frá hendi söfnunaraðil- anna, sem koma og biðja um að eitthvað verði látið af hendi rakna. Það væri æskilegra ef hægt væri á einhvern hátt að samræma allar þeSsar söfnunar- aðgerðir, svo vinnuafl sjálfboða liðanna, sem eru fjölmargir, nýttist betur. Óþægindin fyr- ir hvem borgara yrðu minni og afraksturinn fyrir safnanimar í heild eæti vafalaust orðið meiri. Varðandi þessar safnanir eins og Vetrarhiálpina, sem er hefð- bundin jólavenja, þá þarf þess að gæta, að þeir fái jólaglaðn- ing sern þess þurfa helzt. Þess eru mörg dæmi að þe’r hafi feng J ið glaðning sem alls ekki em ? á neinu flæðisker; staddir efna- lega, en of mörg dæmi em einn ’g um það, að þeir sem raunveru lega eru bágir, hafi orðið út undan vegna jþess, að víðkom- andi hafi ekki beðið um aðstoð, og eins vegna hins, að ekki hefur verið á há bent, — Til úrbóta i bessti efn,- er aöeins betri skipu lagning, og nánari könnun á hög um fólks, sérstaklega gamal- menna og einstæðra öryrkja. Það er staðrevnd að því stærra sern samfélagið verður, þvi auð Veldar hverfa þeir, oem raun- verulega eiga bágt. í fjöldann, og oft er bað svo að margur flík- ar ekki erfiðleikum sínum I beirr; von að aðrir láti eitthvað af hendi rakna. Þrándur i Götu. ANDLAT Haukur Guðmundsson, Vífils-- stöðum, andaðist 11. desember sl. 53 ára að aldri. Hann verður jarð- sunginn frá Kristskirkju Landakoti á morgun kl. 10. Guðbrandur Magnússon, bóndi, Gunnarsstöðum, Dalasýslu, andaö- ist 7. desember sl. 80 ára aö aldri. Hann veröur jarðsunginn frá Foss- vogskirkju á morgun kl. 10.30. Hálfdán Helgason, bifreiðar- stjóri, Njálsgötu 57, andaðist 8. desember sl. 53 ára að aldri. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju á morgun kl. 13.30. Einar Garibaldi Einarsson, Spít- alastíg 10, andaðist 9. desember sl. 50 ára að aldri. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á . morgun kl. 15. Blágreni jólatrén komin .#m m w t v/Miklatorg . Sími 22822 v/Sigtún . Sími 36770 v/Bafnarfjarðarv. S. 42260 ALÞINGl i| I DAG j ÍKVÖLD I DAG: • Neðri deild: • 1. Söluskattur, stjórnarfrumvarp, • frh. 1. úmræðu. • 2. Norðurlandasamningur um al-J þjóðleg einkanrálaréttarákvæði. • stjórnarfrumvarp, 1. umræða. • Komið úr Efri deild. ? Sameinað Alþingi: Fjárlög 1970, stjómarfrumvarp, 3.J umræða. • VEÐRIÐ OAG Austan gola eöa kaldi víðast léttskýjað í dag en þykknar upp í nótt. Hiti um frostmark. „Það sem mér finnst spaugilegt í þjóðfélaginu „Já, það kennir margra grasa í« ,,Aramótaskaupinu“. Ég reynij að draga fram það, sem mér* finnst skoplegt í þjóðfélaginu,* en það eru auðvitað skiptar* skoðanir um það, hvað er spaugi legt og hvað ekki,“ sagði Flosi Ólafsson, höfundur, stjórnandi og þátttakandi í „Áramóta- skaupinu“ annó 1969, er við náð um tali af honum niðri í útvarpi í morgun. „Rámminn verður svipaður og í fyrra, rætt um landsins gagn og nauðsynjar •’ léttan máta. Dag- skráin tekur líklega um klukku- tfma og 15 manns koma þarna fram. Hvaða þættir helzt á dag- skrá? Já, þú vilt fá að vita það,“ sagði Flosi og kímdi og varð ákaf- lega dularfullur i röddinni. „Ja-á, nú má ég heldur kki segja þér meira, þú veizt, að ekki má skemma spennmginn og það get- ur líka verið dálítið hættulega að „trompa“ út þvf sem maöur er að gera áður en maður kanski veit raunverulega, hvað verður úr. Fólk gæti jafnvel oröið fyrir enn meiri vonbrigðum, loks þegar dagskrá- in kemur!“ sagði FIosi, og því er ekkert annað fyrir okkur sjónvarps áhorfendur en brða þar tfl á gamlárskvöld. Láttu bljóðnemann ekki á þig fá — það er bara vegna hans, sem býr uppi, og er svo hræði- lega afbrýðisamur. FUNDIR í KVÖLD • KFUK — AD. Jólafundurinn er í kvöld kl. S.30. YD við Amt- mannsstíg kemur í heimsókn. — Veitingar. SKEMMTISTADIR # Þórscafé. Sextett Ólafs Gauks ásamt Vilhjálmi leika og syngja. Röðull. Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, söngvarar Þuríður Sigurðardóttir, Einar Hólm og Pálmi Gunnarsson. Dansmærin og eldgleypirinn Corinne Long skemmtir. Klúbburinn. Blueskvöld frá kl. 10 — 1. Áskell Másson, Ómar Skúlason, Einár Vilberg, Sigurð- ur Bragason, Magnús Eiríksson, Jón Cortes, Kristinn Svavarsson, Magnús Kjartansson, Hrólfur Sig urbjömsson, Guðmundur Jónsson Erlendur Svavarsson leika. Tónabær. Opið hús frá kl. 8— 11. Spil — leiktæki — diskótek. Hreindýraskinn Sútuð, ný hreindýraskinn til sölu. síma 30509 éftiffkl. 5 e. h. Uppl. í Landspítalasamningur undirritaður Frá undrrskrift samnings um lóða- mál Landspítalans og læknadeildar Háskóla Islands í ráöherrabústaön- um laugardagimt 13. des. 1969: Fremri röð frá vinstri: Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráð- herra, Jóhann Hafstein; heilbrigðis- málaráðherra. Aftari röð: Baldur Möller, ráðuneytisstjóri, Jón G. Tómasson, skrifstofustjóri borgarstjóra, Jón Thors, deildar- stjóri, Sigurður Sigurðsson, land- læknir, Hólmfríður Stefánsdóttir, forstööukona Landspítalans, Davíö Davíðsson, prófessor, Rögnvaldur Þorkelsson framkvæmdastjóri bygg inganefndar Landspítalans, Sigurö- ur Samúelsson, prófessor, Georg Lúðvíksson, framkvæmdastjóri, Snorri Hallgrímsson, prófessor.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.