Vísir - 16.12.1969, Blaðsíða 1
Mjólkurverkfalli frestaB
ISIR
59. árg. — Þriðjudagur 16. desember 1969. — 280. tbl.
Kjaradeila mjólkurfrædinga sennilega leyst
• Samkomulag náðist í
veigamiklum atriðum í
kjaradeilu mjólkurfræðinga
við mjólkurbúin í nótt og
varð því að samkomulagi að
fresta verkfalli mjólkurfræð-
inga, sem átti að hefjast i
nótt, um óákveðinn tíma. —
Heldur ósennilegt er, að til
verkfalla komi. Samkomulag-
ið náðist undir kl. 4 I morg-
un, en þá hafði samninga-
fundur með sáttasemjara
staðið frá kl. 9 í gærkvöldi.
Vilja ekki smita Akureyrínga
— Togarinn Kaldbakur i sóttkvi við Grimsey.
Helmingurinn af skipshöfninni liggur i in-
flúensu. — Byrjað að bólusetja við veikinni
i Reykjavik i morgun
$ Við viljum ógjarna
smita nágrannana, sagði
Sverrir Valdimarsson,
skipstjóri á Akureyrar-
togaranum Kaldbak sem
liggur við akkeri út við
Grímsey, nýkominn úr
siglingu frá Englandi, en
þar geisar heiftarleg in-
flúensa um þessar mund
ir, pest, sem farið hefur
eins og eldur í sinu um
alla sunnanverða Evr-
ópu að undanförnu.
— Það liggur helmingurinn
af mannskapnum, sagði Sverr-
ir, en þeim er heldur að skána
flestum, Margir veiktust mjög
fljótlega eftir að við komum til
Grimsby .— Sverrir sagði að
þetta væri fremur slæm pest,
henni fylgdi hár hiti og háls-
bólga. — Það er ekki afráðið
ennþá, sagði hann, hvenær við
förum í land.
Meiningin var að skipið yrði
á veiðum til jóla og kæmi þá
og landaði á Akureyri, en það
segir sig sjálft að skipshöfnin
er lítt fær um að sinna veiði-
störfum fyrst um sinn. — Á
meðan er skipið eins konar
sóttkví. Héraðslæknirinn á Ak-
ureyri mæltist til þess að skipið
kæmi ekki nin fyrr en nauðsyn
krefði vegna infiúensunnar.
— Þótt skipverjar á Kaldbak
hafi þennan varann á er eins
vist að veikin berist fljótlega
til landsins. þar sem samgangur
er jafna mikill við England, ekki
sízt vegna söluferða skipa, sem
eru mjög tíðar og daglega eru
bátar að koma úr siglingu á hina
og þessa staði á landinu.
í morgun var byrjaö aö bólu-
setja gegn innflúensunni í
Heilsuverndarstöðinni, en bólu-
efnið barst þangað í gær. —
Byrjað er á að bólusetja, veik-
burða fólk, sem má illa við
veikinni og enn fremur starfs-
fólk, sem sízt má forfallast, svo
sem slökkviliðsmenn og fleiri
slíka.
Skrifstofa Borgarlæknis sagði
blaðinu í morgun að ekki hefði
ennþá komið upp neitt tilfelli í
borginni, sem öruggt væri að
telja innflúensu, en menn bú-
ast við að henni skjóti upp þá
og þegar.
Ákveðið var í nótt að skipa
undimefnd með fulltrúum öó
Mjólkurfræðingafélagi Islands
og Vinnuveitendasambandi Is-
lands til að ganga frá minnihátt
ar atriðum.
Næturfundir hafa verið haidn
ir undanfarna daga til að leysa
þetta mál, eins og oft gerist í
kjaradeiium hér á landi. 1 fyrri-
nótt stóð fundur til kl. 4.30 að
morgni, en hann hófst kl. 4 á
sunnudag.
Undirnefndin kemur fyrst
saman á fimmtudag og er þvi
ljóst, aö ekki kemur til verk-
falla fyrr en í fyrsta lagi á
föstudag, þar sem mjólkurfræð-
ingar verða aö boða verkfall
með sólarhrings fyrirvara.
Eitt skip í land
af öllum flotanum
Litlu jólin
Síðasti skóladagurinn fyrir
litlu jól og jólafríið er í barna-
skólum borgarinnar i dag. Litlu
jólin verða haldin í skólunum á
morgun og á fimmtudag. Skóla
börnin vinna því af miklu kappi
í dag að skreytingu á stofunum,
teikna á töfiurnar og æfa jóla
leiki. Sum fá að halda sérstök
bekkjarjól.
Síðasti kennsludagurinn fyrir
jólafrí var haldinn hátíðlegur
hjá 5. bekk DV í Austurbæjar-
bamaskólanum, í morgun. —
Kennslubækurnar fengu að 'vera
ósnertar, en hins vegar var
mo;rn af jólastemmningu.
Það eru skemmtilegir skóla
dagar fyrir yngstu kynslóðina
þessa dagana og tilhlökkunin
tii mestu hátíðarinnar. jólanna,
vex nú með hverjum deginum.
Aðeins eitt skip hélt til lands af
síldarmiðunum í morgun, en mikill
floti er nú á miðunum norður á
Jökultungunum, þar sem síldín
fannst síðast í nótt, Skipin köst-
uðu í gríð og erg í gærkvöldi fyrst
í Jökuldjúpinu, en þar var síldin svo
lítil að naumast borgaði sig að
hirða hana, síðan færði flotinn sig
norðar og þar fékkst ágæt síld
það litla sem það var. Aflinn var
frá þremur tonnum upp í 30. Sveinn
Sveinbjörnsson NK var með 30
tonn og er væntanlegur til Kefla
víkur í dag. Gígja. Ásberg og Ljós
fari voru meö 20 tonn hver, Gísli
Ámi meö 15 tonn, en aðrir með
þaðan af minna.
Blíðuveður var á miðunum og
bíða skipin nú til kvölds eftir því
að síldin slæöist upp á yfirborðið.
Torfumar, sem finnast virðast mjög
gisnar og erfitt að ná neinu magni
úr þeim. Veiði hefur gengið svona
til núna lengi. Það heyrir til und-
antekninga, ef næst í sæmilegt
kast.
•«*>****
Bragi Ólafsson, aöstoðarborgarlæknir, átti annríkt í morgun vfð
bólusetningu gegn inflúensunni.
40 milljónir
í sandinum
— Skipið stendur svo til rétt á
sandinum og flýtur nærri því á
flóði. Það er verið að undirbúa
aðgerðirnar við að ná því á flot
og við erum vongóðir um að það
takist, sagði Sigurgeir Jóhanns-
son í Bakkaseli í viðtali við Vísi
í morgun, en hann er formaður
björgunarsveitarinnar í Meðal-
landi og stjórnaði björgunarstörf
unum, þegar Halkíon strandaði
þar skammt frá Skarðsfjöruvita
á sunnudagsmorguninn.
Mönnum þykir að vonum sár-
grætilegt að horfa upp á 40 rrtilljón
ir grafast í sandinn, en skip eins
og Halkion er naumast hægt að fá
fyrir minna verð. Hann er 264 lest-
ir, smíðaður 1964.
Báturinn er ekkert skemmdur,
Seinustu
forvöð fyrir
jólapóstinn
í dag þriöjudag 16. desember
eru síöustu forvöð að póstieggja
jólabréf, sem berast eiga í borg
ina fyrir jólin. Póststofan í
Reykjavík og póstútibúin á
Laugavegi 176 og Langholtsvegi
82 verða opin í dag tii kl. 24.
sagði Sigurgeir. Það eru 2 vakt-
menn við skipið og þrír af áhöfn-
inni eru hérna hjá mér. Varðskip-
ið Ægir kom hér í gær, en varð
að snúa aftur, vegna þess hve
brimiö var mikið,
— Hefuröu trú á að hann fljóti
yfir grynningarnar úti fyrir.
— Hann gerir það kannski ekki
með eigin vélarafli, en hann ætti
að sleppa á flóði með hjálp. --
Nú eru ráðagerðir uppi um að fá
þungavinnuvélar til aðstoðar við
björgun skipsins, sem væntanlega
verður reynd innan tíðar.
VandræðsibariiBð,
James Bond
heitir grein í blaðinu í dag og
segir þar frá þessum furðufugli
sem George Lazenby leikur nú
f kvikmyndum í stað Sean Conn
ery.
Sjá bls. 4.
Vertíðsirvika
í þinginu
Eftir lognmollulegt haust kom
„vertíðarvika“ í þinginu.
Sjá bls. 9.
*