Vísir - 03.01.1970, Síða 4

Vísir - 03.01.1970, Síða 4
* VÆGfUR REFSIDÓMUR. Buddy Copeland í Knoxville í Tennessee var dæmdur til þess aö kyssa konu sína — tvisvar sinnum meira að segja. Frú Cope land hafði kært mann sinn fyrir yfirvöldunum, vegna þess að hann hafði hrint henni einhvern tíma í rifrildi. En hún sættist á að draga kæruna til fcaka, áður en málið var tekið fyrir f réttin- um. Dómarinn gerði sig þó ekki ánægðan með það og skipaði hjónakomunum að fallast í faðma og kyssast sáttakossinum fyrir framan dómarabekkinn og hálf- setinn áhorfendasalinn. Fyrsta tilraun Copelands — feimnisleg varasnerting á kinn- ina — var úrskurðuð ófullnægj- andi af dómaranum, sem skipaði honum að gera betur. Eiginmaður hlývddi því og dómarinn var loks ánægður. Hann sagði hjónunum að verja 17 dolla.a málskostnað- inum til kaupa á jólagjöfum handa bömum þeirra. * STÓR FJÖLSKYLDA. Þetta var á Lundúnaflugvellin- um og I stað þess að segja eins og venjulega: „Farþegar í flug nr. 102 til Munich — gerið svo vel að stíga um borð“ — sagði hlað- freyjan hjá Pan American: „Vill Lúkasfjölskyldan gera svo vel að stíga um borð í flug- vél sfna.“ Og auðvitað gerði hún það — »11, eða 84. Flugvélin var nefnilega tekin á leigu af Laxcelles Lucas, sem er forríkur landeigandi í Hert- ford, og ætlaði með alla fjölskyld una á skfði í Þýzkalandi yfir jól- m, enda var það jólagjöfin hans banda ættingjunum. Y ar Rauði baróninn göf uglyndur þrátt fyrir allar sögurnar? Frænka hans segir svo og stybst v/ð frásagnir gamafía orustutiugmanna Það fór vel saman, rauðmáluð orustuflugvél hans, ættgöfgin, og það orð sem af honum fór í loft orustum — því var hann ávallt nefndur Rauði baróninn, og af öll um skara orustuflugmanna, sem sagan mun geyma, mun nafn Manfred von Richthofen úr fyrri heimsstyrjöldinni síðast gleymast. Manfred von Richthófen — Rauði barón'inn, var hann nefndur, vegna þess að hann flaug alltaf rauðmálaðri orustuflugvél, er var auðþekkt, hvar sem hún fór, og var talin nær óvinnandi, þar til riffilskytta, sem skaut af jörðu neðan, batt enda á sigurferll hans Carmen von Richthofen ræðst vægðarlaust á ailan óhróður um frænda sinn liðinn. Áttatíu flugvélar skaut hann niður, áður en hin fræga rauða flugvél hans sjálfs hrapaði til jarðar 1918. Hann var jafnvel af óvinum sínum annálaður fyrir frækni í loftorustum, en þetta var þó á þeim tímum, sem enn eimdj eitthvað eftir af fyrri alda riddaramennsku, og orustuflug- menn héldu merki riddaratím- anna enn b." nopi og miskunnuöu sig stundum yfir vamarlausa andstæöinga. AÐEINS ÞRÍR KOMUST AF Það voru dapurleg jól, sem að- standendur sjómannanna á tog- aranum Oriental áttu, en aðeins þrír komust lífs af, þegar togar- inn fórst í ofviðri fyrir jólin á sundinu við Nag’s-höfða á strönd Norður-Karólínafylkis. Á togaran um var 20 manna áhöfn. Á meðfylgjandi mynd sést þyr- ilvængja strandgæzlunnar bjarga fyrsta manninum af þremur, sem lifðu af slysið, og sést maðurinn hanga í tauginni úr þyrlunni rétt yfir aftursiglunni. En Rauði baróninn hafði skot- ið of marga flugmenn niður, tH þess að eftirlifandi félagar þeirra gætu litið hreysti hans réttum augum, og þeir formæltu honum, kölluðu bann morðingja, og eng- inn átti aðra ósk heitari en að •mæta honum í lofti og hefna fé- laganna. Tuttugu og fjögurra ára stúlka, kanadískur ríkisborgari, sem vinn ur sem túlkur fyrir ameríska her inn, lætur þó ekkert tækifæri ó- notað til þess að reyna að hreinsa nafna frænda síns heitins, en sjálf ber hún nafn hans og heit- ir Carmen von Richthofen. „Ég þoli ekkert verr en heyra sögur um hann, sem lýsa honum eins og blóðugum morðingja, er dag og nótt leitsði sér fé*»“.sr- lamba", segir ösík. Af mikilli kostgæfni hefur hún safnaö saman frásögnum kana- dískra, franskra og brezkra flug manna, sem í skýrslum sínum til flughersins hafa sagt frá því, að Rauði baróninn hafi vægt þeim, eöa einhverra hluta vegna hætt við að skjóta niður vélar þeirra þegar byssur þeirra sjálfra stóðu á sér, eða þeir voru þrotnir að skotfærum, eða á annan hátt varnarlausir. „Hann, eins og flestir aðrir flugmenn þeirra tíma, hugsuðu um það eitt að spilla flugvéla- kosti óvinarins og eyða, og það var ekkj nein drápsfýsn, sem lá að baki því að skjóta niöur flug- vélar óvinarins", segir Carmen. Tilvonandi stórmeistarar? \ í ) \ m TTLBREYTINGAR. Dag hvern les plötusnúður einn f Santiagó-útvarpinu númer in f landshappdrættinu, sem hlot ið hafa vinning, og því má segja, að dag hvem hafi hann fært ein hverjum Chile-búanum gleðitíð- indi. En sfðasta sunnudag fyrir jól rikti gleði innan veggja útvarps- íns, þvf að Arrigada — eins og plötusnúðurinn heitir — og félag ar hans hrepptu 500.000 dollara á númer 38138, en það hafa þeir átt í félagi fjórir á útvarþinu og endurnýjað miðann reglulega í 9 ás. ' Það sakar ekki að gefa þessum auga, þvf hver veit neœa þeir ! eigi eftir að geta sér nafn í skák ' listinni. Fullir íhygli liggja þeir yfir skákum sínum, þessir ungu sveinar og brjóta heilann um frumlegar byrjanir og flóknar leikfléttur. Myndir þessar eru teknar af þrem þátttakendum af 220, sem tefldu á skólataflmóti í Los Ang eles, en þátttakendur voru á aldrinum sex t.il ellefu ára. Sá yngsti var þó þessi sem er hér lengst til hægri, en hann er bara fjögurra ara.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.