Mosfellsblaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 2

Mosfellsblaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 2
Opið prófkjör sjálfstæðismanna Flestir þeir sem hugsa um lýðræðislegan grund- völl þjóðfélagsins gera sér grein fyrir mikilvægi stjómmálaflokka. Stjómmálaflokkamir eru gmnd- völlur þess lýðræðisskipulags sem við byggjum á og drifkraftur stjónkerfisins. Flokkamir í lýðræðisríkj- um eru mismunandi margir og misstórir. Þá skiptast á skin og skúrir er varðar fylgi kjósenda. Hér á landi hefur flokkaskipan haldist nær óbreytt stærstan hluta síðustu aldar ef undan er skilið brölt á vinstri væng stjómmálanna þar sem margir nýjir flokkar hafa ver- ið stofnaðir, lagðir niður eða sameinaðir öðmm. A síðasta áratug virðist áhugi á stjórnmálum al- mennt hafa minnkað sé hann borinn saman við áhuga og stjómmálastarf fyrir og um miðbik síðustu aldar. Hér virðist margt koma til s.s. gífurlegur fjöl- di félaga og félagasamtaka sem krefjast þess að menn og konur leggi sitt að mörkum í félagsstarfi. Dægrastytting ýmis konar tekur sinn toll. Þá er flest- um það ljóst að með breytingum á valdahlutföllum í þjóðfélaginu hafa völd verið að færast frá stjórnmál- urn yfir á hið frjálsa markaðskerfí. Hæfileikaríkir einstaklingar hafa heldur viljað hasla sér völl á frjálsum markaði atvinnulífsins heldur en að taka til hendinni á stjónmálasviðinu, oft með vanþakklætið eitt að launum. Þó er það svo sem betur fer að enn er til fólk sem vill starfa að stjómmálum og komast til áhrifa. í flestum flokkum hefur á undanfömum ámm verið raðað á lista af svokölluðum „uppstillingamefnd- um“. I litlum og jafnvel stómrn flokkum eru þessar uppstillingamefndir handbendi lítillar klíku innan flokkanna sem virðast stjórna flokkunum í skjóli áhugaleysis hins almenna kjósanda sem sem lætur lítið til sín taka. Þetta er gert þó vitað sé að einstaklingar sem sett- ir eru ofarlega á lista geta með tíð og tíma haft vem- leg áhrif. Sjálfstæðisflokkurinn hefur um langt árabil reynt eftir megni að efna til prófkjörs um uppröðun á lista. Þetta er í raun lýðræðislegasta aðferðin sem hægt er að bjóða upp á, þótt aðferðin sé ekki gallalaus. Með prófkjörinu er öllum sem áhuga hafa gefinn kostur á að segja sitt álit á væntanlegum frambjóðendum. Þetta kemur í veg fyrir að fámenn valdaklíka geti drottnað yfir því hverjir kornist á listann. Ókostir prófkjörs eru nokkrir s.s. að stundum grær ekki um heilt milli frambjóðenda að loknu prófkjörinu og að of miklir peningai' setja mark sitt á kosningabarátt- una. Þrátt fyrir vissa galla er prófkjör þó lýðræðisleg- asta aðferðin og gefur þeim sem vilja kost á að velja þá einstaklinga sem verið er að kjósa til tainaðar- staifa. Bæjarbúar ættu því að flykkja sér um prófkjör Sjálfstæðismanna og segja álit sitt á frambjóðend- um. Sjálfstæðisflokkurinn á hrós skilið fyrir að halda fast við prófkjörið, jafnvel þó vitað sé að niðurstöð- urnar falla ekki öllum í geð. Með vel útfærðum regl- um um prófkjör raðar Sjálfstæðisflokkurinn sér í fremstu röð lýðræðisflokka í landinu. Helgi Sigurðsson Oryggi í flll&I Að undanfömu hafa málefni flug- manns verið í brennidepli fjömiðla. Það mál hefur gengið svo langt að Þengli Oddssyni yfirlækni Flugmálastjómar og fulltrúa Islands í JAA (Flugöryggissamtökum Evrópu) hefur verið vikið úr starfi tímabundið. Flugmaðurinn mun hafa fengið heilblóðfall í október 1998. Yfirlækn- ir flugmálastjómar úrskurðaði flug- manninn vanhæfan eftir áfallið til að stunda farþegaflug, eftir að hann hafði skoðað málið vandlega. Eftir ein- hverjum lagakrókaleiðum heimilaði samgönguráðuneytið manninum flug á ný, þrátt fyrir úrskurð læknisins. Eins og hefur komið fram í fréttum mun Þengill meðal annars hafa leitað álits erlendra starfsbræðra sinna á málinu og vom þeir allir sammála um að flugmaður með þessa sjúkrasögu væri ekki hæfur. Þegar læknir sérhæfður í faginu leggur fram sitt mat og starfsheiður, er það ótrúlegt virðingarleysi og yfir- gangur að hrekja hann frá starfi þó það eigi að heita tímabundið. Slík framkoma er óviðeigandi og ólíðandi. Blaðið hefur kynnt sér viðhorf margra Mosfellinga og em þau aðeins á einn veg. Allir lýsa yfir trausti og stuðningi við Þengil Oddsson og skilja að hann hefur öryggi almenn- ings í fyrirrúmi. 1. tbl. 5. árg 2002 Ritstjórl og ábyrgðarmaður: Helgi Sigurðsson Blaðamaður: Gylfi Guðjónsson, s. 696 0042 Fax: 5666815. Netf: gylfigud@tal.is Auglýsingastjóri: Valtýr Björn Valtýsson. Iþróttir: Pétur Berg Matthíasson s. 861-8003. Umbrot og hönnun: Halldór B. Kristjánsson Netf: leturval @ litrof.is Prentun: Svansprent. Mosfellsblaðinu er dreift á öll fyrirtæki og heimili í Mosfells- bæ og heimili á Kjalarnesi, Kjós og Þingvallasveit. Skólaþjónusta I Mosfellsbæ Ef að líkum lætur er þjónusta skólanna mikilvægasta þjónus- tan sem þú færð frá Mosfellsbæ. Markmiðið hlýtur að vera að bæjarfélagið okkar standi sig sem best í þessum málaflokki. I mínum huga þarf framsækni og enginn má skerast úr leik til að það náist. Ég varpa hér fram hugmynd sem eðlilegt er að fái umfjöllun hjá Mos- fellingum. Þessi hugmynd varðar skólagöngu 5 ára barna til að auka menntun þeirra og mæta mismunandi þörfum fjölskyldna. Skólaganga 5 ára barna Löng reynsla er fengin af starfí ísaksskóla þar sem börnin hefja skólagöngu 5 ár gömul. Almenn ánægja hefur verið með starfsemi skólans. Því væri ráð að skoða kosti og galla þess að taka upp slíka viðbót við skólakerfið hér í bæ. Skoða þarf bæði þann möguleika Dalbúar Hið árlega þorrablót okkar verður haldið í Fólkvangi 9. feb. Söngur, glens og gaman, glæsileg skemmtiatriði. Upplýsingar hjá þorrablótsnefndinni: Óli 562-1719 - Ásta 566-7368 - Einar 566-6462 - Keli 566-7424 - Signý 566-6627. Kveðja frá Dalbúafélaginu „Víghól“ - Signý. VOTTORÐ FYRIR BURÐARVIRKISMÆLINGAR Fullkomnustu grindarréttinga- og mælitæki sem völ er á hér á landi Flugumýri 20 270 Mosfellsbæ Sími: 566 8200-566 8201 Fax: 566 8202 Netfang: nybil@centrum.is BÍLAMÁLUN • RÉTTINGAR • BÍLAMÁLUN • RÉTTINGAR A vinnubrögðum vorum sést að vel er hönnuð iðjan og nýja tcekni nýtir best Nýja Bílasmiðjan NÝJA I BÍLASMIÐJAN HF að annars vegar fari öll börn í grunnskóla þegar þau verða 5 ára og hins vegar að aðeins verði um valkost að ræða fyrir foreldra þannig að aðeins hluti 5 ára barna fari í gmnn- skóla og hin verði áfram í leikskóla. Að sjálfsögðu þarf áhugasamt fagfólk að útfæra hugmyndina nánar. Ef hugmyndin um skólagöngu 5 ára barna yrði að veruleika skapast möguleikar á að mæta betur þörfum vegna dagvistunar yngri bama. Líta má á þetta sem ákveðið jafnréttismál. Á móti kemur að minnsta kosti í upp- hafi þarf að auka uppbyggingu grunnskóla þó hluti nemendanna muni ef til vill útskrifast ári fyrr. Hugmyndin hefur væntanlega sína kosti og galla eins og alltaf. Komnar eru fram kröfur um aukna þjónustu sem verður að mæta. Fram- sækni er að hafna ekki hugmyndum fyrirfram vegna þess að þær kosti lík- lega of mikið, breyti „kerfinu“ eða vegna þess að þær komi frá notendum þjónustunnar. Því er nauðsynlegt að fá fram umræðu og vega hana og meta með velferð barnanna að leiðarljósi. Hér eiga peningaleg sjónarmið ein alls ekki að ráða ferðinni. Mosfellingar, ég óska eftir stuðn- ingi ykkar í 1.-3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna þann 9. febrúar. Hafsteinn Pálsson dalat@binet.is Myndin er tekin af hluta kirkjukórsins við söng í jólamessu í Mosfellskirkju. Prestur var séra Jón Þorsteinsson. Kirkjuhald var afar vel sótt í Lágafellssókn, eins og reyndar um allt land. Fólk sækir betur kirkjur sínar um jól en áður, finn- ur þann frið sem fylgir því að hlusta á helgihaldið í kirkjunni, hið daglega amst- ur rofnar og fallegir jólasöngvar hljóma um kirkjurnar. Við þessa athöfn söng Sigrún Hjálmtýsdóttir einsöng, við undirleik dætra sinna. RAMKOLLUN ' MOSFELLSBÆ Þverholti 9 Sími: 566-8283 Hciinasíða: www.simnct.is/fkin Opið: Mán-fös frá 10-18 ’ Yfirlitsmynd (Index Print) fylgir ölltim framköllunum ^ o= c 3 =i Q. Framköllun á APS Filmum Stækkanir uppí 20 x 30 cm Index print FUJI hágæðapappír notaður í allar framkallanir g. | - ELLS 2 BLAÐIÐ

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.