Mosfellsblaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 6

Mosfellsblaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 6
Föstudaginn 4. jan. s.l. var vígt nýtt og fullkomið þjálfunarhús að Reykjalundi. Björn Astmunds- son forstjóri flutti ávarp og bauð gesti velkomna. Aðrir sem tóku til máls voru Jón Kristjánsson, heil- brigðis-og tryggingamálaráðherra, HaukurÞórðarson form. SÍBS, Vil- hjálmur B. Vilhjálmsson form. stjórnar Reykjalundar, Jón M. Benediktsson framkvstj. og form. bygginganefndar, Hjördís Jóns- dóttir lækningaforstjóri Reykja- lundar og Sigríður Anna Þórðar- dóttir alþm. f.h. alþingismanna. Reykjalundarkórinn söng og Skólahljómsveit Mosfellsbæjar lék undirstjórn Birgis D. Sveinssonar. Pétur Bjamason, framkv.stj. SIBS las upp kveðju frá forseta Islands, hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, en vegna annarra skyldustarfa komst hann ekki til hátíðarinnar. Niðurlag í bréfi for- setans hljóðaði svo: „Eg færi forráðamönnum SIBS og Reykjalundar einlægar þakkir ís- lenskrar þjóðar fyrir ötult starf og for- ystu í umsköpun íslenskra heilbrigðis- mála og bið þess að gæfa fylgi öllum þeim sem starfa munu á þessum nýja og glæsilega vettvangi, að áfram muni þúsundir landsmanna ganga heilsu- betri og vonglaðari til síns heima að lokinni góðri dvöl á Reykjalundi". Forsetinn tók fyrstu skóflustunguna að þjálfunarhúsinu þann 21. október 1999. Byggingarferill Ákvörðun um byggingu þjálfunar- hússins var tekin á hátíðarfundi í tengslum við 50 ára afmæli Reykja- lundar I. febrúar 1995. Hönnun hófst haustið 1998 með aðkomu arkitekt- anna Finns Björgvinssonar, Hilmars Þórs Björnssonar, Vífils Oddssonar verkfræðings, Bjöms Ástmundssonar forstjóra og Jóns M. Benediktssonar, frkv.stj. sjúkrahússviðs og síðan form. bygginganefndar, en í nefndinni með honum vom Unnsteinn Eggertsson, frkv.stj. Kraftvaka, Gústaf Vífilsson, Finnur Björgvinsson og Páll Poulsen, sem var byggingastjóri. Þeir héldu um 80 fundi meðan byggingin stóð yfir. Jarðvinna var boðin út og samið við lægstbjóðanda, Suðurverk h/f þann 17. apríl 2000, sem annaðist gmnn, bflastæði og lagnir. Alls vom fleygað- ir 8000 rúmmetrar af klöpp, hún ljar- lægð og mulin niður af stórvirkum vélum í bflastæðið sem rúmar 170 bfla. Blessuð klöppin gegnir því sínu hlutverki ágætlega áfram, en nú sem bflastæði. Þama var um mjög erfiðan gmnn að ræða, en húsið er fellt að verulegu leyti inn í klettabelti. Aðkoman að húsinu er sérstaklega falleg, einstaklega fallega útfærð, en Reynir Vilhjálmsson landslagsarki- tekt var hönnuður að þeim þætti. - Þessu næst var boðið út fullgert hús og samið við lægstbjóðanda, Kraft- vaka e.h.f. þann 31. ágúst 2000, sem hefur unnið að byggingunni ásamt fjölmörgum undirverktökum. Húsið er í dag glæsileg að hluta til 3. hæða bygging, sem fellur vel að öðmm Vígslusundið í nýju sundlauginni tók ungt afreksfólk í sundi fatlaðra, þau Bjarki Birgisson, heimsmet árið 2001, Kristín Rós Hákonar- dóttir, heimsmet árið 2001, Pálmar Guðmundsson heimsmet 1998, hætti keppni 2000 og Sigrún Huld Hrafnsdóttir, fjöldi heimsmeta og hætti keppni 1996. Það var vel til fundið að þetta glæsilega afreksfólk tæki sundið í hinni nýju sundlaug í einni fullkomnustu þjálfunar- stöð Norðurlanda. Skégræktarsvæðið undir byggingar? Stjórn Skógræktarfélagsins hef- u r borist sú frétt, að íslenskir Aðalverktakar, eigendur Blika- staðalandsins hafi lagt frant drög að íbúðabyggð og vegagerð inn á svæði Skógræktarinnar, sem hef- urþinglýstan leigusamning til árs- ins 2065. Svæði þetta nærað borg- armörkum Reykjavíkur. Stjórn Skógræktarfélagsins hefur sent formleg mótmæli við þessum hug- myndum og bíður svars. Ef slíkt gerist er verið að eyðileggja mar- gra ára ötult og óeigingjarnt starf fólks hjá félaginu. - hafðu samband - Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali Fasteignasafa Mosfellsbæjar Sími: 586 8080 www.fastmos.is Þverholti 2 • Mosfellsbæ Eigendaskipti á Framköllun Amyndinni eru nýir eigendur að Framköllun í Þverholti, f.v. Þóroddur Gunn- arsson og Kristín Pétursdóttir, Ingibjörg Þorbjörnsdóttir sem starfað hefur á stofunni verður þeim áfram til halds og trausts. - Kristín sagði starfsemina verða þá sömu með góðri þjónustu við bæjarbúa, en einhverjar breytingar yrðu á útliti stofunnar. Blaðið býður nýja eigendur velkomna og þakkar Jóhanni Gunnars- syni afar góða þjónustu, en hann m.a. hefur framkallað nánast allar myndir fyr- ir Mosfellsblaðið um tíðina. MOSFELLS 6 BLAÐIÐ

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.