Mosfellsblaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 15

Mosfellsblaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 15
\ferðlaunahafar í kjöri íþróttamanns Mosfellsbæjar. F.v.: Sigurður 3. sæti, Geir Rúnar 1. sæti og Nína Björk 2. sæti. Bjami Ásgeir Jónsson og Öm Kjæmested voru heiðraðir sérstaklega fyrir framlag sitt til íþrótta í Mosfellsbæ. Geir íþróttamaður Mosfellsbœjar Hcmdboltmn afstað Þessar myndir voru teknar á leik Aftureld- ingar og Hauka að Varmá nú í haust. Áhorfendur fylgjast spenntir með leiknum, en handbolta- leikir taka ekki mikinn tíma frá fólki, þetta er afar spennandi en stutt skemmtun, 30 mínútur hvor hálfleikur. Nú hefst keppnin að nýju þann 5. febrúar n.k. með leik Aftureldingar og Gróttu-KR á Sel- tjamamesi. Mosfellingar, styðjum okkar lið með mætingu á leikina hvort sem við töpum eða sigmm. Við höfum unnið stórsigra og á endanum sigmm við á ný. Ejör íþróttamanns Mosfellsbæjar .var haldið í tíunda sinn þann 13. janúar síðastliðinn í Hlégarði að við- stöddu fjölmenni. I ár var það í hönd- um Höllu Karenar Kristjánsdóttur að stýra athöfninni og gerði hún það með miklum sóma. Eins og flestir Mosfellingar vita þá heiðrar Afturelding sína íþróttamenn sérstaklega, en þegar verið er að velja íþróttamann Mosfellsbæjar þá bætast við íþróttafólk úr golfinu og hesta- mennskunni svo eitthvað sé nefnt. Á hátíðinni voru veittar viðurkenn- ingar til Islandsmeistara, bikarmeist- ara og deildarmeistara, fyrir æfingar með landsliði, og þátttöku í landsliði. Einnig til efnilegra unglinga yngri en 16 ára f hverri íþróttagrein. Skrifað var undir samninga við íþróttafélög-og tómstundafélög í bæn- um, ásamt því að Bjarni Ásgeir Jóns- son fyrmm eigandi Reykjagarðs og Örn Kjæmested fyrmrn eigandi Álf- taróss vom heiðraðir sérstaklega fyrir óeigingjamt starf í þágu íþróttamála í Mosfellsbæ. Iþróttamaður Mosfellsbæjar árið 2001 var kjörinn Geir R. Birgisson knattspymumaður úr Aftureldingu en Geir er einnig íþróttamaður Aftureld- ingar. Geir er fyrirliði liðsins og er búin að vera einn af burðarásum meistaraflokks karla síðustu ára. í öðm sæti varð Nína Björk Geirs- dóttir kylfingur úr Kili, hún varð klúbbmeistari Kjalar, íslandsmeistari í sveitakeppni kvenna 1. deild, Islands- meistari í höggleik og holukeppni í flokki stúlkna 16-18 ára. Hún varð í 5. sæti á landsmóti kvenna auk þess sem hún keppti fyrir hönd íslands í Sví- þjóð, Finnlandi og Frakklandi á árinu. I þriðja sæti varð Sigurður Sigurð- arson hestamaður úr Herði, hann sigr- aði á ótal innanfélagsmótum á árinu einnig sigraði Sigurður í tölti og gæð- ingaskeiði á Landsmóti UMFI. Sig- urður var valinn gæðingaknapi ársins af Hestamannasambandinu. Aðrir sem vom tilnefndir til nafn- bótarinnar íþróttamaður Mosfellsbæj- ar vom: Hrafn Ingvarsson handknatt- leiksmaður ársins 2001, Sigurjón Jó- hannsson unglingalandsliðsmaður í badminton og Valgerður Sævarsdóttir Islandsmeistari í stangarstökki 15-16 ára. Síðasti leikur Aftureldingar fyrir jól var gegn FH og endaði sá leikur með jafntefli. Þeirsem muna eftir þessum leik vilja sennilega gleyma honum sem fyrst enda var Afturelding með tögl og hagldir all- an leikinn en tókst á einhver ótrú- legan hátt að klúðra niðurforskot- inu í lokin. Nú eru leikmenn í vetr- arfrfi vegna Evrópumeistaramóts landsliða sem nú stendur yfir í Sví- þjóð. Enginn leikmaður Aftureld- ingar er þar á meðal en það er ósk- andi að Ieikmenn séu að nýta þenn- an tíma vel til æfinga. Þrátt fyrir jafnteflið gegn FH þá er Afturelding í 4. sæti í deildinni með 16. stig en næstu 5 lið eru með 12. stig. íbúðirtil sölu.. - hafðu samband - Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali Fasteígnasafa Mosfellsbæjar Sími: 586 8080 www.fastmos.is Þverholti 2 • Mosfellsbæ

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.