Mosfellsblaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 12

Mosfellsblaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 12
Samstarfshópur innan Aftureldingar hélt veglegt þorrablót í Hlégarði s.l. laugardagskvöld. Jóhann Guð- jónsson form. handknattleiksdeild- ar setti blótið, veislustjóri var Páll Guðjónsson f.v. bæjarstjóri sem fór á kostum að venju. Örn Árna- son skemmti gestum, sem hlógu Hlégarð nærri upp af undirstöðum og síðan lék hljómsveit Geirmund- ar Valtýssonar fyrir dansi, sem var stiginn langt fram á nótt. Blótið var hið skemmtilegasta, enda Vignir lista- kokkur og þetta þorrablót er komið til að vera. Guðbrandur ng Bjarni Asgeir. hhh - kjósið kfarnakonuna hlöru Pun'íiblúl Eg styð Klöru af heilum hug vegna þess að ég treysti henni til að koma málefnum sem hún beitir sér fyrir í höfn. Ég hef þekkt hana í tæp 30 ár og hún er áreiðanleg, dugleg og fylgin sér. Klara hefur búið vel að fjölskyldu sinni og rekið heimili sitt með miklum myndarbrag, en nú þegar ungamir eru flognir og aðeins einn fugl eftir heima, vill hún og hefur tíma til að láta að sér kveða í bæjar- málunum. Klara er víðlesin og vel að sér í mörgu. Hennar helsta áhugamál eru umhverfismál og er fengur í að fá slíkan liðsmann sem Klöru til að vinna að þeim málum og fegra okkar fallega bæ, ekki síst þar sem verið er að koma okkur á kortið sem ferða- mannabæ. KKK - kjósið kjarnakonuna Klöru í 5. sætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna 9. febrúar ‘02 Kristján Ásgnmsson deildarstjóri Ölg.Egils Skallagnmssonar. Kennarar úr Varmárskóla fyrir framan Mosfellskirkju. Halldórs Laxness Myndin er tekin 19. jan. s.l. þegr komið er frá Reykjavík að at- hafnasvæðinu á Vestulandsvegi við Skarhólamýri. Fremst á myndinni blasir við akbrautarmerki, en engin merking er á steyptum einingum sem loka akreininni og hún sveigir til vinstri. Margir ruglast, sérstaklega í myrkri og ætla hægra megin. Þama hefur fólk lent í óhöppum og skemmt bíla sína. Fólki er bent á að það getur átt kröfurétt á Vegagerðina vegna skemmda á bílum vegna ófullnægj- andi merkinga og hættulegra að- stæðna, sem skapaðar hafa verið. Ákvörðun um hringtorg og nýjar vegtengingar Tekin hefur verið ákvörðun um að byggja hringtorg á Vesturlandsvegi við Skarhólabraut, en Baugshlíð mun tengjast því. Þessi framkvæmd er haf- in með því að fergja og láta landið síga austan Vesturlandsvegar, en þetta er gert vegna þess að Vesturlandsveg- urinn er „flýtur“ þarna í mýrinni og er ekki grafinn á fast. Fargið flýtir sigi á það stig sem vegurinn er á. Um mán- aðamót febr./mars verður fargið flutt vestur fyrir veginn og reiknað er með að framkvæmdum verði lokið með haustinu. Veghaldari berábyrgð Vegagerðin er veghaldari og ber ábyrgð á ástandi þjóðvegar nr. I um Mosfellsbæ. Þegar ráðist var í þessar framkvæmdir og merkingar höfðu verið settar upp voru þær með þeim hætti að óhöpp urðu og lá við slysum. Það má þakka Þorsteini Sigvaldasyni og mönnum hans í Áhaldahúsinu að aðstæður og merkingar voru færðar til betri vegar, en ekki Vegagerðinni. Það er ótrúlegt að ekki sjáist viðvar- anir fyrir fólk úr höfuðborginni eða utan af landi gegn um Mosfellsbæ með öflugum ljósaskiltum einhveij- um kflómetrum áður en komið er að framkvæmdum. Hraðinn er tekinn niður í 50 km., merkin eru lág, en ekki stór og augsýnileg uppi á ljósastaur- um. Fólk er óundirbúið, merkingar af- leitar og langt undir þeim staðli sem sést erlendis. Merkingar við fram- kvæmdir í Kollafirði nú í haust voru með sama sniði, þar voru sett upp um- ferðarljós sem margir sáu ekki vegna þess hve lág og ófullkomin þau voru. Margir fóru á rauðu ljósi óafvitandi. Iðnaðarsvæði í herkví Framkvæmdir á Vesturlandsvegi við Skarhólabraut hafa breytt veru- lega aðkomu að iðnaðarsvæði sem hefur átt undir högg að sækja undan- farin ár af ýmsum ástæðum. Þar eru mörg rótgróin og virt fyrirtæki sem þjóna bæði fólki af höfuðborgarsvæð- inu og landsbyggðinni. Nú hefur vegi að hverfinu verið breytt og lagður ljóslaus moldarvegur í stað upplýsts malbikaðs vegar. Með þessari fram- kvæmd er ásýnd iðnaðarsvæðisins breytt til verri vegar. Það er krafa fólks sem starfar og rekur sín fyrir- tæki í Skarhólamýri að iðnaðarhverfið haldi sínu öryggi með malbikuðum og upplýstum vegi í heilt ár sem tekur að koma þessari breytingu Vesturlands- vegar á legg. Varúð Blaðið fer þess á leit við ökumenn að þeir aki sérstaklega varlega um þetta svæði Vesturlandsvegar í Mos- fellsbæ, sem verður stórhættulegt í hálku og snjó. Þá kröfu þarf að gera til veghaldara, að merkingar og umbún- aður bráðabirgðaleiða sé samkvæmt hámarksöryggiskröfum. Annað sætta bæjarbúar sig ekki við. Gylfi Guðjónsson. Að undanfömu hafa kennarar við grunnskóia hér í Mosfellsbænum verið að undirbúa hátíðarhöld í tilefni þess að hundrað ár verða liðin frá fæðingu heiðursborgara Mosfellsbæj- ar, Halldórs Laxness. Kennarar hafa setið á skólabekk þar sem fjallað hefur verið um nóbels- skáldið. Heimir Pálsson sagnfræðing- ur hélt fyrir skemmstu skemmtilegt og fræðandi erindi um skáldið. Þá hélt Bjarki Bjamason erindi um Halldór og laugardaginn 12. janúar var farið í vettvangskönnun að Gljúfrasteini og gönguleiðir skáldsins gengnar. Mos- fellskirkja var heimsótt svo og Guddulaug. Á næstu mánuðum munu nemend- ur og kennarar vinna saman að verk- efnum tengdum lífi og störfum Hall- dórs og í lok febrúar verða haldn- ir „þemadagar" til heiðurs skáldinu. Laxnesshátíðarhöld fara svo fram á sumardaginn fyrsta þar sem kynntur verð- ur afrakstur vinnu nemenda í leik-og grunnskólum bæj- arins. llndirbúníngur að aldarafmæli I'10SFELLS/2

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.