Mosfellsblaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 7

Mosfellsblaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 7
Jólatrén ruku út Myndin er tekin rétt fyrir jól framan við hinn nýja skála Skógræktarfélagsins í Hamrahlíð. Sala jólatrjáa var mikil um jólin hjá Skóg- ræktarfélaginú í Hamrahlíðinni, er þetta alltaf jafnvinsælt að geta komið með bömin í skóginn að sækja jólatréð. - Að þessari vinnu kom 36 manns, var sumt fólkið alla daga sem opið var. Auk íjölda ein- staklinga komu 16 hópar, sumir á rútum inn á svæðið til að kaupa tré. Örtröð var á Vestur- landsvegi vegna umferðar að svæðinu á þor- láksmessu og aðfangadag. Ætmm Brautargengi 2001 ítskrill Hinn 20. desember síðastliðin útskrifuðust 20 konur af Brautargengi. Þetta er níundi hópurinn sem útskrifast frá því að námskeiðinu var hleypt af stokkunum haustið 1996. Það er ljóst að mikil eftirspum er eftir námskeiðinu og hefur það nú fest sig í sessi. Rúmlega 190 konur hafa tekið þátt í námskeiðinu frá upphafi. Við útskriftina flutti Guðrún Hjörleifsdóttir, formaður atvinnumálanefn- dar Hafnaifjarðar, ávarp og Vilborg Reynisdóttir, þátttakandi á Brautargengi 2001, söng einsöng við undirleik tílriks Ólasonar. Brautargengi er haldið til þess að hvetja konur til framgangs í íslensku viðskiptalífi og stuðla að jafnvægi í fyrirtækjarekstri milli karla og kvenna. I lok námskeiðsins hafa þátttakendur skrifað viðskiptaáætlun og kynnst því hve áætlanagerð er mikilvæg við undirbúning að stofnun fyrirtækis og rek- stur þess. Impra, þjónustumiðstöð frumkvöðla og fyrirtækja stendur fyrir námskeiðinu með stuðningi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Landsbanka íslands. HERM- liVÖIJI Lionsklúbbur Mosfellsbæjar heldur sitt víðfræga Herra- kvöld, þann 25. janúar kl. 19:30. Boðið verður upp á fordrykk, frábært sjávarréttahlaðborð, skemmtiatriði og ræðumann kvöldsins sem fara mun á kostum. Aðgangur kostar 4.500 krónur og gildir miðinn einnig sem happadrætti, þar sem veglegir vinningar em í boði. Herrakvöldið er eitt af aðal fjáröflunarverkefnum Lions- klúbbs Mosfellsbæjar og rennur allur ágóði skemmtunarinnar til góðgerðamála. Hægt er að panta miða með tölvupósti: gudjon@istex.is eða hjá félögum í Lionsklúbbnum. Upplýsingar er einnig að finna á heimasíðu klúbbsins: www.mme- dia.is/~kristh. Bátahöfti á aðal- skipulag Ymsir aðilar í Mosfellsbæ hafa komið að máli við blaðið og spurst fyrir um bátahöfn og hvers vegna slík höfn sé ekki komin í ein- hverri mynd, þvi hún sé á aðalskipu- lagi. Nú er aðalskipulag Mosfellsbæj- ar í endurskoðun og er þessu beint til fulltrúa skipulagsnefndar að bátahöfn verði áfram á skipulagi. Ekki síst vegna þess að á næstu ámm verður sett á skipulag brú framan við Mos- fellsbæinn, sem gæti hindrað aðgang Mosfellinga að sjó. Það yrði sögulegt slys. Frí förðun! 100% nátt- úrulegar hágæöa snyrtivörur á lágmarks- veröi DAGNÝ Sjálfstæður dreifingaraðili Herbalife og Dermajetics Sími 897 7612 MOSFELLS 7 BLAÐIÐ KS 11/01 • FlT

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.