Mosfellsblaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 14

Mosfellsblaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 14
„Sundlaug á dagskrá “ - segir Jóhann Sigurjónsson bæjarstjóri egar íþróttamaður Mosfellsbæjar var kjörinn hinn 13. janúar síðast- liðinn var einnig endurnýjaður samn- ingur milli íþrótta- og tómstundafé- laga í bænum um barna- og unglinga- starf félaganna. I gegnum tíðina hefur Mosfellsbær stutt dyggilega við íþrót- ta- og tómstundarstarf og með þessum samningi er bærinn að veita félögun- um fjárstyrk til að standa undir hluta af barna og unglingastarfi félaganna. Áður fyrr fengu félögin um 8 millj- ónir króna á ári en nú með hinum nýja samningi fá þau 12,5 milljónir sem er hækkun um rúmlega 55%, þess ber að geta að samningurinn er til tveggja ára. Aðalstjórn Aftureldingar fær um helming styrksins og er henni ætlað að deila þeim fjármunum út á milli deilda félagsins. Knattspymudeildin fær um 3 milljónir til að sjá um allan rekstur og umhirðu Tungubakka. Einnig fær Golfklúbburinn Kjölur styrk sem og Hestmannafélagið Hörð- ur, skátafélagið Mosverji, björgunar- sveitin Kyndill og skíðadeild KR. Þess ber að geta að með samningnum er ætlað að tryggja öflugt íþrótta-og tómstundastarf fyrir böm og unglinga í Mosfellsbæ. í kjölfar samninganna sem undir- ritaðir vom 13. janúar síðastliðinn þá ákvað Mosfellsblaðið að ræða við Jó- hann Sigurjónsson bæjarstjóra um framtíð íþrótta- og æskulýðsmála í bæjarfélaginu. „Tilgangurinn með þeim samning- um sem nú vom undirritaðir fyrir stuttu var að skapa skýra umgjörð um samskipti íþrótta- og tómstundafélaga við bæjaryfirvöld. Féiögin vita að hvaða fjárhæðum þau ganga og geta þannig skipulagt sitt starf til lengri tíma en eins árs. Þau taka líka að sér að efla enn frekar forvarnarstarf, stuðla að aukinni þátttöku bama og unglinga í íþróttastarfinu o.s.frv. Árið 1996 var gerður tímamótasamningur við Aftureldingu, sem fólst f því að aðalstjóm félagsins sér um að útdeila peningum til deildanna í stað þess að það væri á hendi bæjarfélagsins. Þetta hefur reynst mjög vel og aðalstjóm hefur með því getað fylgst betur með fjármálum deildanna en áður, sem er mjög gott. Þetta hefur gert allt skipu- lag auðveldara og að mínu mati kom- ið í veg fyrir fjármálaóreiðu eins og við heymm um að komið hafi upp í öðmm bæjarfélögum" segir Jóhann. Er Mosfellsbær að fara í einhverjar stórar framkvæmdir á næstunni varð- andi íþrótta-og tómstundamál? „Næsta stóra verkefni bæjarfélags- ins em úrbætur í sundlaugarmálum og um næstu mánaðarmót mun Mosfells- bær standa fyrir samkeppni um hönn- un á nýrri sundlaug. Hún mun vera notuð til kennslu sem og afþreyingar fyrir bæjarbúa. Þar er gert ráð fyrir úti- og innilaug, rennibrautum, nudd- pottum, sauna og fleira sem gerð er krafa til í framtíðarsundlaug Mosfell- inga. Hún mun verða við íþróttamið- stöðina en það er síðan í höndum arki- tekta að gera tillögu um hvemig hún verður nákvæmlega og hvort gamla laugin verði notuð sem hluti af hinni nýju“ segir Jóhann. Hvað með Vestursvæðið? „Þar munu nsa íþróttahús og fyrir- séð að þar komi einnig sundlaug í framtíðinni. Áætlað er að fram- kvæmdir við íþróttahús sem rísa mun við Lágafellsskóla hefjist árið 2003, en gert er ráð fyrir að það nýtist til al- menningsnota utan hefðbundis kennslutíma" segir Jóhann. Það var létt yfir Jóhanni Siguijónssyni bæjarstjóra og Sigurði Ámasyni nýkjöm- um form. knattspymudeildarinnar við undirritun samninga 13. janúar sl. Nýr framkvœmdarstjóri í golfmu ann 1. nóvember síðastliðinn var Haukur Hafsteinsson ráðinn nýr framkvæmdarstjóri við Golfklúbbinn Kjöl í Mosfellsbæ. Haukur þekkir vel innviði klúbbsins, þar sem hann hefur verið meðlimur í honum frá því 1989 og virkur f helstu nefndum hans í rúm 10 ár. Haukur er að taka við starfinu af Hildi Eríksdóttur en hún hefur verið framkvæmdarstjóri golfklúbbsins síð- astliðin 2 ár. Haukur starfaði áður sem skrif.stofumaður hjá Sementsverk- smiðjunni í yfir 20 ár. „Segja má að það haft verið kominn tími á mig þar, mig langaði að breyta til og ákvað því að taka að mér starf framkvæmdarstjóra golfklúbbsins þegar það bauðst,“ sagði Haukur er Mosfellsblaðið náði tali af honum fyr- ir stuttu og spurði hann um helstu þættina í starfi klúbbsins. Hvernig er fjárhagsleg staða golf- klúbbsins? „Eins og hún er í dag þá er hún góð, hagnaður var á árinu 2001 og skuldir klúbbsins eru hverfandi,“ segir Hauk- ur. Nú hefur fyrirhuguð sameining Kjalar og Bakkakots verið í umræð- unni, hvernig standa þau mál? „Það er rétt að viðræður milli Leiftrí bjargað? Eins og flestir vita þá endaði knattspyrnulið Aftureldingar í 3. sæti í 2. deildinni síðasta sumar. Aftur á móti kom upp sú staða í haust þegar verið var að fara yfir fjármál íþróttafélagsins Leifturs á Ólafsfirði að skuldir fé- lagsins voru komnar á mjög alvarlegt stig. 11. janúar síðastliðinn var félag- ið síðan úrskurðað gjaldþrota, í kjölfar þess hefur félagið 2 mánuði til að leysa málin og er ljóst að ekki verður komist hjá nauðasamningum. Stað- an er því þannig að ef Leiftri tekst ekki að leysa málin og kröfuhafamir samþykkja ekki nauðasamningana þá mun starfsemi félagsins ekki getað haldið áfram. Ef það verður að veruleika þá mun Afturelding taka sæti Leifturs í 1. deild og Leiftur verður dæmt til að heija keppni í 3. deild. Ólafsfjarðarbær hefur ákveðið að standa að tryggingu fjárhæðar fyrir íþróttafélagið að upphæð 14,2 milljónir króna, þetta er þó aðeins hluti af heildarkröfunum en ljóst er að miklar björgunaraðgerðir er hafnar við að reisa félagið upp úr þeirra fjármálatlækju sem það er komið í. Afstaða KSI í þessu máli er en óljós og hefur stjórn KSÍ ekki tekið neina ákvörðun um lokadag í þessu máli. „Það má búast við því að stjómin ræði þessi mál á fundi í janúar og taki síðan ákvörðun um lokadag á öðmm stjórnarfundi sem haldin verður í febrúar. Síðasti skráningardagur fyrir mót sumarsins er 19. janúar, Leiftur mun væntanlega skrá sitt lið til leiks, en eins og er þá hafa þeir tvo ntánuði til að leysa sín mál“ sagði Geir Þorsteinsson framkvæmdarstjóri KSI í sam- tali við Mosfellsblaðið. Haukur Hafsteinsson framkvæmdastjóri Kjalar. klúbbanna voru komnar nokkuð langt en mismunandi staða þeirra gerði það að verkum að við hjá Kili teljum það ekki fýsilegan kost að sameinast núna. Segja má að málin séu kornin í biðstöðu," segir Haukur. Hvað eru margir meðlimir í klúbbnum í dag? „Heildartalan er um 410 og þá er ég að tala um karla, konur og börn. Það hefur orðið gífurleg fjölgun í klúbbn- um á síðastliðnum tveimur árum, c.a. 150 nýir meðlimir og klúbburinn er nánast að verða fullur. Talað er um að 9 holu golfvöllur geti tekið um 350 manns, en við erum komnir vel yfir það,“ segir Haukur. Hvernig er heildarstarfsemi klúbbsins háttað? „í dag er framkvæmdarstjórinn sá eini sem er í fullu staríl allt árið um kring. Vallarstjóri er við störf í 10 mánuði á ári, yfir sumarið fær hann svo 3 starfsmenn sér til að aðstoðar við umhirðu vallarins. Einnig fáum við vinnuflokk frá Mosfellsbæ á sumrin sem hefur reynst okkur mjög vel. Segja má að þetta sé lágmarks mannskapur til að halda vellinum í toppástandi. Unglingastarf klúbbsins er undir handleiðslu Áma Jónssonar PGA-kennara og á sumrin eru tveir leiðbeinendur til að sjá um kennslu fyrir byrjendur," segir Haukur. MOSFELLSÍ 4BLAÐIÐ Hefur klúbburinn einhverja afreks- stefnu? „Nær allir bestu kylflingar klúbbs- ins hafa komið upp í gegnum gjöfult unglingastarf og því er eitt helsta markmið klúbbsins að huga vel að því. Það hefur verið reynt að gera vel við þá kylfinga sem skarað hafa fram úr og náð árangri. Við hjá klúbbnum teljum það nauðsynlegt að styðja við okkar fremstu kylfmga þegar þeir em að keppa á stórmótum. Það má segja að þetta sé fjárfesting, því lengra sem kylfingamir okkar ná á stórmótum því þekktari verður klúbburinn sem gerir það að verkum að fólk vill koma og spila völlinn,“ segir Haukur að lokum.

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.