Mosfellsblaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 9

Mosfellsblaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 9
 \ ■ - \ úmAbMJ’!- <’ -^tl M mf - -SpMl HB 1 |K JWm m 4 i lllll > ML,| ip' Atlanta styrldr Götusmiðjuna Flugfélagið Atlanta í Mosfellsbæ tók þá ákvörðun fyrir jólin að draga saman seglin í jólakortum og jólagjöfum. Fyrirtækið hélt hádegisverðarfund í Hlégarði Mosfellsbæ, þar sem allir starfs- menn fyrirtækisins sem staddir voru hér á landi mættu til. Þessi ákvörðun var tekin í samráði við starfsfólk og ákveðið að styrkja starf Götusmiðjunnar sem rekur meðferðarheimili á Kjalamesi fyrir unga fíkniefnaneytendur. Starfið hefur borið verulegan árangur og eru ljósar mjög góð- ar niðurstöður hjá einstaklingum sem farið hafa í meðferð hjá heimilinu. Á myndinni em Þóra Guðmundsdóttir og Amgrímur Jóhannsson fyrir hönd Atl- anta að afhenda þeim Mumma og Marsibil í Götusmiðjunni veglega ávísun til styrktar meðferð á ungum fíkniefnaneytendum, starfsfólk Atlanta fylgdist með úr sal. Er Baugshlíðtn hættuleg hörnum? Ibúar í Höfðahverfi neðan Baugshlíðar hafa komið að máli við blaðið og lýst yftr ótta sínum vegna bama sem þurfi að fara yfir Baugshlíð að og frá Lágafells- skóla. Fólk spyr um undirgöng, en umferð um Baugshlíð eykst vemlega þegar hún tengist Vesturlandsvegi við Skarhólabraut. Enn- fremur veit fólk af óhappi í desember s.l. þegar bam varð fyrir bifreið framan við skólann, en bamið mun ekki hafa meiðst að talið er. Rllstjórí í prólkjör / Akveðið hefur verið að Gylfi Guðjónsson, annar ritstjóra Mosfellsblaðsins hætti tímabund- ið sem ritstjód vegna framboðs í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins hér í bænum sem haldið verður 9. febrúar n.k. Helgi Sig- urðsson mun því einn annast ritstjóm blaðsins um stundarsakir. í tilefni þess að Gylfi Guðjónsson fer fram í prófkjörinu þótti rétt að inna hann eftir því hvers vegna hann gæfi kost á sér í prófkjör. Gylfi kvaðst hafa verulegan áhuga á bæjarmálum og unnið að þeim lengi, hann byggði ásamt fjölskyldu sinni raðhús að Stórateigi 22 árið 1973 og býr þar enn. Hann hefur því langa við- kynningu við þetta sveit- arfélag. „Með útgáfu blaðs eins og Mosfellsblaðsins hef ég verið í vissum tengsl- um við bæjarmálin, en með setu í bæjarstjórn eða nefnda á vegum bæjarins er þátttakan virkari og möguleiki er á að hafa áhrif á gang mála. Ég hef áður komið að þátttöku í bæjarmálurrí' sagði Gylfi, „var m.a. formaður skipulagsnefndar á þeim árum þegar Vesturlandsveg- urinn var færður. Mér sámaði verulega sú slysahætta sem fylgdi gamla Vesturlandsveginum og því vann ég ötullega að þvf að fá veginn færðan ásamt öðrum í skipulagsnefndinni og bæjar- stjórn á þeim tíma. Nú er að- kallandi tvöföldun Vesturlands- vegarins til Reykjavíkur á þessu umferðarmikla hættusvæði.“ Fram kom hjá Gylfa að í upp- hafi hafi ekki allir verið sáttir við tilfærsluna en í dag væm flestir með þessum aðgerðum því slys- um hefði fækkað mjög og um- ferðin gengi greiðlega. Gylfi kvaðst í raun hafa víðtækan áhuga á bæjarmálum og að víða væri hægt að taka til hendinni. Þannig sagðist hann vilja stefna að betra þjónustustigi en raunin væri á hér í bænum. Skólamál væru í brennidepli. „Það hlýtur að vera kappsmál hverrar bæjarstjómar að hafa fólk eins ánægt með bæinn sinn og kostur er þó auðvitað þurfi eins og alltaf að gæta ákveðins aðhalds. Þá hef ég mikinn metnað fyrir hönd íþróttastarfseminnar hér í bænum og tel að menn megi ekki vanmeta gildi íþrótta og tengdrar starfsemi f starfi að uppeldismál- um. Þannig hef ég t.d. mikinn metnað fyrir hönd Aftureldingar. Þá þarf að huga að útivistar- málum betur en gert hef- ur verið, enda hefur Mosfellsbær markaðs- sett sig sem útivistarbæ og hefur þannig reynt að laða til sín fólk. Hér er víða pottur brotinn og nægir í því sambandi að nefna reiðleiðir hesta- manna frá skipulögðum hesthúsahverfum en þessi mál bíða úrlausnar. Þó þarf að kappkosta að hagsmunir mismunandi greina skarist sem minnst. Málefni Leikfé- lagsins em í uppnámi, þurfa þau eins og annað menningarstarf úrlausn. Þá lít ég til þess að mjög fjölgar eldri borgumm á næstu ámm sem þurfa umhyggju við.“ Gylfi sagði að hags- rnunir heilsugæslunnar væm ofarlega á blaði hjá sér og myndi hann ef til kæmi standa vörð um hagsmuni hennar. „Ég geng til þessa prófkjörs með opn- um huga og er tilbúinn að sætta mig við niðurstöður þess, enda er prófkjör eins og Sjálfstæðisflokk- urinn stendur að ein virkasta og lýðræðislegasta aðferðin tii upp- stillingar á lista“ sagði Gylfi að lokum. Helgi Sigurðsson. Nýr dýraspítali var opnaður með viðhöfn laugardaginn 15. desem- ber síðastliðinn. Dýraspítalinn er stað- settur í Víðidal í Reykjavík, í kvos við Breiðholtsbraut og Vatnsveituveg. Borgarstjóri Ingibjörg Sólmn Gísla- Fjöldi fólks mætti á opnunarhátíðina, ennfremur var spítalinn opinn almenningi til sýnis daginn eftir. dóttir flutti ávarp við opnunina og var gestum og gangandi boðið að skoða spítalann. Spítalinn sem er unr 500 m2 er skipti í tvær deildir þ.e. deild fyrir smádýr og deild fyrir stór dýr aðallega hesta. Spítalinn er búinn öllum þeim Stofa fyrir veikar kis- ur, en reyndar er Bína kanína frá Vélsmiðj- unni Sveini í Mos- fellsbæ í neðra búri með svæsna tannrót- arbólgu, en nú er hún komin heim til sinna skyldustarfa, alheil- brigð. Meðal gesta má sjá Ingvar Ingv- arsson lækni og Ragnar Björnsson. tækjum sem þarf til lækninga á dýmm s.s. röntgentækjum, svæfingartækj- um, ómskoðunartækjum, speglunar- tækjum og tækjum til blóðrannsókna. Þá hefur spítalinn komið sér upp ofni til brennslu á dýmm. Spítalinn er stærsti dýraspítali sem sérhannaður hefur verið fyrir slíka starfsemi hér á landi. Spítalinn veitir alhliða þjón- ustu við gæludýra- og hestaeigendur og eru starfandi við spítalann sérfræð- ingar á sviði smá- dýra og hesta. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir flutti ávarp við opnun spítalans, hjá henni er Þorvaldur H. Þórðarson, dýralæknir. Spítalinn er í eigu sex dýralækna, þeirra Þorvaldar H. Þórðarsonar, Helga Sigurðssonar, Katrínar Harðar- dóttur, Ólafar Loftsdóttur, Lísu Bjamadóttur og Steins Steinssonar. Dýraspítalinn er opinn alla virka daga frá 8-18 og á laugardögum frá 10-12. Virk bakvakt er allan sólarhringinn og er síminn 5409900. I\ýr Dýraspítali í Víðidal MOSFELLS 9 BL AÐIÐ

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.