Vísir - 20.03.1970, Síða 4
V í SIR . Föstudagur 20. marz 1070.
ARMANN sló KR iít
Allt aetlaði um koll aö keyra þeg-
ar flautan gall við, og sigur Ár-
manns yfir KR var staðreynd, lang-
|>ráÖur en verðskuldaður sigur sem
nú fyrsta varð að veruleika. Sú
staðreynd er blasir nú við, að KR-
ingar, sem voru langefstir í mótinu
ásamt ÍR, eiga ekki lengur mögu-
leika á fyrsta sætinu eftir þennan
ósigur, og það verður að kallast
kaldhæðni örlaganna, að þetta fyrir-
komulag á íslandsmótinu er sam-
kvæmt tillögu KR-inga, og má
segja, að þeir hafi fallið á sjálfra
sín bragði. Þótt þessi nýskipan
mála, að láta 4 efstu liö leika til úr-
slita um íslandsmeistaratitilinn, sé
vissulega spor í rétta átt og geri
mótið tvísýnna og skemmtilegra, er
vissulega stór galli í kerfinu, þar
sem efsta liö getur tapaö einum
leik í úrslitum, og verið þar með
úr leik. En hvað um það. og víkj-
um að gangi leiksins.
Það var greinilegt í byrjun leiks-
ins, hversu þýðingarmikill hann
ÍR vann öruggan
sigur yfir KFR
— og leikur til úrslita við Armann
lR-ingar áttu ekki í neinum erf-
iöleikum með KFR í gærkvöldi, og
sigruðu þá nokkuð auðveldlega í
undan-úrslitum og tryggðu sér þar
með réttinn til að leik um úrslita-
sætið við Ármann. Þótt leikurinn
gengi nokkuð skrykkjótt fyrir sig
var sigur fR aldrei í hættu, til þess
var munurinn á liðunum of mikill,
en samt var liðið langt frá sínu
bezta og það sem gerði gæfumun-
inn var að KFR-ingar voru það
einnig.
ÍR-ingar byrjuðu leikinn af mikl-
um hraða og kafsigldu KFR-inga
strax í byrjun, eftir sex mínútur var
staðan 18:6 og auðsýnt að ekki yrði
um neina ógnun frá KFR að ræða.
Sami munur hélzt út há*fleikinn og
var staðan í hálfleik 40:27. 1 seinni
hálfleik auka ÍR-ingar forystuna í
19 stig á fyj-stu mínútunum 50:31,
en fóru þá að spara aðalmennina og
leyfa þeim yngri að spreyta sig og
við það jafnaðist leikurinn nokkuð,
og lokatölumar urðu 79:65.
Flest stig fyrir fR skoraði Birgir,
26 stig og var langbeztur ÍR-inga,
Þorsteinn 11 Kristinn 10 Agnar 8
og Siguröur 7. Fyrir KFR skoraði
Þórir 21 stig og hitti samt óvenju
illa í þessum leik Kárj 10, Rafn 9
og Sigurður 8.
Dómararnir sluppu sæmilega frá
auðveldum leik, þótt ekki hafi þeir
verið til fyrirmyndar.
— þvþ —
var, leikmennimir frekar óstyrkir i
sóknarleik sfnum, en spiluðu vörn-
ina því stífar. og má m. a. marka
það af því, að eftir sex mínútna
leik, var staöan aðeins 4:4, sem er
óvenjulega lág skomn hjá sterkum
liðum. En eftir þessa byrjunarörð-
ugleika fór heldur að lifna yfir leikn
um, og á næstu þrem mínútum
breyta Ármenningar stöðunni í
10:6, og á 12. mínútu í 14:8, en á
næstu mínútu taka KR-ingar góðan
sprett og jafna stöðuna í 14:14.
Þegar fjórar mínútur eru til hálf-
leiks, er staðan jöfn 16:16, en þær
mínútur er eftir voru, voru alger
eign KR-inga, sem skoruðu 10 stig
gegn 4, og var hittni Ármenninga
þessar mínútur næstum á núll-
punkti, staðan í hálfleik var því
20:26 KR í vil. sex stiga munur.
Seinn; hálfleikur var mjög jafn
framan af, Ármann skorar fyrstu
fjögur stigin en KR jafnar strax og
eftir sex mínútur er fimm stiga
munur KR í vil 35:30, Á næstu
þrem mínútum ná Ármenningar að
jafna metin 36:36 og á þrettándu
mínútu hafa Ármenningar náð sex
stiga forskotj 46:40, og var það
ekki sízt að þakka Rúnari, sem hirti
næstum öll fráköst undir körfu Ár-
menninga. Á næstu þrem mínútum
skora Ármenningar 9 stig gegn sex
stigum KR. sem öll voru skoruð af
Indónesíumanninum David og Ár-
mann 9 stig yfir þegar þrjár mínút-
ur erú eftir áf Ieiktírrta. Sföustu mín-
útur leiksins léku KR-ingar pressu-
■vörn sem örþrifaráö, en allt kom
fyrir ekki og Ármann var hinn ör-
uggi sigurvegari á lokamínútunum,
og þegar flauta dómarans gall við,
mátti lesa tölurnar 66:57 og sigur
Ármanns var staðreynd.
Þegar á heildina er litið, áttu Ár-
menningar góðan leik, nema hvað
hittnin í fyrri hálfleik var langt
undir meðallagi og hefðj hún ekki
brugðizt, er ekkj gott að segja
nema munurinn hefði verið enn
meiri, en raunin varð á. Jón Sig-
urðsson áttj stórgóðan leik nú sem
endranær og skoraði 34 stig, Hall-
grímur átti ágætan dag og skoraði
10 stig, en Birgir var langt frá sínu
bezta og skoraði aðeins 7 stig, Sig-
urður skorað; 6 stig og Sveinn 4,
og áttu báðir ágætan leik. Ármanns
Iiðið er nokkuð jafnt og enginn sem
sker sig neitt úr nema Jón, sem bar
höfuð og herðar yfir aðra leikmenn
á vellinum.
KR-liðið var nú ekki fugl né fisk-
ur miðað við fyrri leiki. þrátt fyrir
að Hjörtur Hansson var sóttur til
Svíþjóðar til að leika með Hðinsu
og má þar fyrst og fremst kenna
um fáránlegum innáskiptingum
þjálfarans, sem skipti svo ört inn á,
að leikmenn voru varla famir að
hitna þegar þeir voru teknir út af
aftur. Kolbeinn var eini maðurinr
sem eitthvaö sýndi og David þær
fáu mínútur sem hans naut við, eD
Kristinn var tekinn út af á ákaflega
„kritisku“ augnabliki, þrátt fyrit
að hann var langdrýgstur KR-inga
viö fráköstin. Stigin skoruðu: Kol-
beinn og Einar 15 hvor, Kristint?
og David 10 og Hjörtur 5.
Dómaramir f leiknum, Ingj og
Kristbjöm, vom ákaflega mistækir
í dómum sínum enda leikurinn
frekar erfiður, en það er ekki nema
mannlegt að skjátlast.
— þvþ —
Úrslitin í kvöld
— IR og Ármann berjasf um fitilinn
Eftir hinn óvænta sigur Ár-
manns yfir KR í gærkvöldi, má
sjá að allt getur gerzt í körfu-
bolta ekkj síður en í knatt-
spymu, og hver er kominn til
með að segja að Ármann geti
ekki alveg eins sigrað I'R eins og
KR, þega,r ísinn er á annað borð
broðriþ? Leikir ÍR og Ármanns
'áð Öhdanförnu hafa ávallt verið
jafnir þó sigurinn yrði að vísu
ávallt IR megin, en hvaö gera
Ármenningar nú, þegar sjálfsör-
yggið er fengið með sigri ýfir
stórveldinu KR, og eitt er víst,
að ÍR-ingar ganga ekki of sigur-
vissir til leiks í kvöld, því það
hefur orðið mörgu stórliðinu
að falli, og ekkj vilja þeir falla i
sömu gryfjuna og KR-ingar.
Ármenningar mæta ömgglega
tvíefldir til leiks í kvöld, og láta
sinn hlut áreiðanlega hvergi fyrt
en í fulla hnefana. Þeir hafa nú
rofið skarð í einveldi ÍR og KR,
og þá er ekki annað en að standa
sig því vandinn eykst meö veg-
semd hverri. ■ .... ,
Það er sem sagt i kvöld kl. 8
sem I’R og Ármann berjast um
fyrsta sætið og KR og KFR um
þriðja sætið, og em áhorfendur
hvattir til að mæta tímanlega til
að tryggja sér sæt; og fylgjast
vel með úrslitaleikjunum.
Leikið er í íþróttahúsinu á Sel.
tjarnarnesi.
— þvþ -
mennirnir" hrein-
lega áttu
— en hraðkeppnin var sviplaus sýníng með^óllu
• Hún hefði skilið næsta Ift-
ið eftlr í hugskotl manna,
sem fjöimenntu á hraðmót KR
í gærkvöldi, skemmtunin, ef ekki
hefðu komið hama fram lið KR
og FH frá 1958, þegar þessi
lið vom sem mestir keppi-
nautar í Háiogalandi. Einkum
var það Guðjón Ólafsson, sem
þarna sýndi íslenzkum mark-
vörðum, hvernig slíkt starf skal
af h endi leysasL Aliir okkar
heimsmeistarakeppnismenn og
þeirra félagar sýndu hins vegar
iítil tiibrif. og stemningin var
eins langt niðri og hægt er að
hugsa sér.
Fram vann KR með 5:3 i
fyrst leik kvöldsins, og það
heyrðist varla hvatningaróp,
enda þót.t leikurinn væri jafn.
Valur vann síðan Víking 7:4 og
Haukar unnu FH 8:7 f leik sem
var hnífjafn og hefði átt að vera
æsispennandi, en bara virtist
alls ekki vera það þrátt fyrir
allt.
Haukar lékú strax á eftir við
Fram í undanúrslitum og unnu
Haukar þann leik með yfirburð-
ura 10:5, enda vantaðj Framara
rrrenn eins og Ingólf Óskarsson
og Sigurð Einarsson í lið sitt.
í úrslitaleiknum, sem fram
fór að loknum skemmtilegum,
en of löngum leik gömíú feist-
aranna, unnu Haukar Val 5:4,
en undir lokin virtust Haukamir
ætla að glopra greinilega unnu
tafli á heimsku eins. leik-
mannsins, sem fór að nota
hefndarráðstafanir við mótherj-
ana með þeim árangri að honum
var víSað 'af 'I'éikveili á mjög
hættulegu augnabliki. Með því
að tefja og halda boltanum tókst
Haukum að halda 5:4 og vinna
þetta tilþrifalitla mót.
En víkium aðeins nánar að
leik kvöldsins, milli FH og KR.
FH virtist ætla að vinna með
yfirburðum en slíkt mun hafa
gerzt fvrir 12 árum líka, þegar
FH hafði yfir 6:0 eftir nokkrar
mínútur og síðar 12:2, en I<R
iafnaði rétt fvrir leikslok í 18:18.
I gær komst FH hins vegar í 4:1
og virtist KR-ingum fyrirmunað
að skora framhiá Kristófer. Það
var eiginlega elckj fvrr en HM-
markvörður okkar, Hjalti Einars
son kom í markiö, aö KR-ingar
virtust telja sér það samboðið
að byrja skorunina.
I hálfleik var staðan.jþfn 7:7,
en í seinni hálfleik kón®ýí ljós
almennara úthald KR-iiíéanna,
sem munu hafa æft allvel fyrir
þennan leik, náðu þeiiy 4 — 5
marka forskoti á tíma, en unnu
15:13.
Mér fannst margt athyglis-
vert við þessa gömlu leikmenn,
einkum Guðjón Ólafsson, sem
sýndi okkur hvemig markvarzl-
an var fyrir nokkrum árum. Ég
held að ég sé ekki að gera nein-
um rangt til, þegar ég segi aö
hann hafi sýnt beztan Ieik allra
markvarða kvöldsins, og þó
fékk hann á sig strembin skot,
m.a. skot upp í markvinkilinn,
hörkuskot, sem Guðjón „flaug“
eftir á sinn sérstæða hátt. Og
lengi mátti heyra innileg fagnað-
arlætí og klapp áhorfendanna.
sem þá fyrst vöknuðu af værum
blundi. Þá var gaman að sjá
aftur leikmenn eins og Reyni
Ólafsson, sem sýndi m. a. frá-
bær vítaköst hvað eftir annað.
Þessi tvö atriði hafa verið mjög
veik í leik liða okkar, einnig
landsliðsins, en þarna sáu leik-
menn okkar sem sé hvernig út-
færa . á þessi atriðþ_ pg vonandi
lærðu þeir eitthvaö af þessari
sýningu. — jbp —
Guðjón Óiafsson fór hamföruin í markinu í gær, rétt eins og
í gamla daga. Hér átti að „vippa'* yfir hann, en hann gat réit
teygt sig í boltann og lyft honum yfir þverslána.